Morgunblaðið - 31.08.2003, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 37
Faðir okkar,
LÁRUS G. LÚÐVÍGSSON,
Skólavörðustíg 16a,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 22. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 1. september kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hildur Lárusdóttir von Schilling,
Karólína Lárusdóttir Roberts,
Lúðvíg Lárusson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
VIGDÍSAR GÍSLADÓTTUR,
áður til heimilis
á Hlíðargötu 26,
Sandgerði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Guðríður Elíasdóttir, Sigvarður Halldórsson,
Steinunn Elíasdóttir, Níels Unnar Hauksson,
Sigríður Elíasdóttir,
Signý Elíasdóttir, Jón Rúnar Halldórsson
og ömmubörnin.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Ísafirði,
Digranesheiði 21,
Kópavogi,
sem andaðist miðvikudaginn 27. ágúst, verður
jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn
2. september kl. 13.30.
Þráinn Árnason,
Rebekka Þráinsdóttir, Gunnar Kristinsson,
Sigurður Á. Þráinsson, Solveig K. Jónsdóttir,
Þór Þráinsson, Valborg Guðmundsdóttir,
Þráinn Vikar Þráinsson, Hulda M. Schröder,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
FLÓRA BALDVINSDÓTTIR,
Ási í Hveragerði,
áður til heimilis á Siglufirði,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 3. september kl. 15.00.
Einnig er fyrirhuguð kveðjuathöfn frá Siglu-
fjarðarkirkju og verður hún auglýst síðar.
Valtýr Jónasson,
Jónas Valtýsson, Vigdís S. Sverrisdóttir,
Guðrún Valtýsdóttir,
Baldvin Valtýsson, Laufey Ása Njálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
FREYJA JÓNSDÓTTIR,
Hverfisgötu 50,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 3. september kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á kvenlækninga-
deild 21A, Landspítala.
Ármann Örn Ármannsson,
Dögg Ármannsdóttir,
Drífa Ármannsdóttir.
Við leituðum að ljóðum sem
gætu átt við en fundum engin því
ekki voru þau rituð um þig og lítið
er víst um málshætti um afa, en
við höldum að ástæðan sé sú að
það eru afarnir sem semja þá.
Það eitt að þú skulir hafa verið
afi okkar gerði þig að einni af mik-
ilvægustu manneskju í okkar lífi
en það var líka það eina sem við
þurftum að þú værir.
Við kveðjum þig nú, elsku afi.
Þórey Björk Sigurðardóttir
og Sævar Pálmi Sigurðsson.
HINSTA KVEÐJA
✝ Pálmi Kárasonfæddist í Ár-
bakka í Hrafnagils-
hreppi í Eyjafirði 2.
september 1929.
Hann lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi við Hringbraut
19. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Kári Sigurbjörnsson,
f. 20. júní 1908, d. 15.
nóvember 1991, og
Jónína Sigrún
Pálmadóttir, f. 20.
júlí 1911, d. 10. ágúst
1993. Pálmi á einn al-
bróður, Lúkas, f. 29. ágúst 1931,
en samfeðra systkini hans eru
Huldrún, f. 15. júní 1934, d. 11.
apríl 1935; Þorsteinn, f. 26. maí
1944; Margrét, f. 7. desember
1947; og Sigurbjörn, f. 10. júní
1952, og sammæðra systkini eru
Alda Jensdóttir, f. 29. ágúst 1933;
d. 18. febrúar 2002; Ragnar Jens-
son, f. 26. desember 1934, en hann
lést ungur að aldri; Guðrún Jens-
dóttir, f. 5. september 1936; Jó-
hanna Jensdóttir, f. 8. október
1937; Ragnar V. Ingibergsson, f.
5. apríl 1945; og Sigrún Anna
Ingibergsdóttir, f. 27. febrúar
1947.
Hinn 7. október
1956 kvæntist Pálmi
Þóreyju Haralds-
dóttur, f. 7. ágúst
1930. Foreldrar
hennar voru Harald-
ur Jónsson, f. 6.
ágúst 1885, d. 22.
desember 1954, og
Guðrún Valborg
Haraldsdóttir, f. 5.
desember 1901, d.
20. september 1990.
Pálmi og Þórey eiga
fjögur börn. Þau
eru: 1) Sigurður, f.
25. júlí 1956, sam-
býliskona Inga Árnadóttir, börn
Þórey Björk og Sævar Pálmi,
barnabarn Danía Margrét Helga-
dóttir; 2) Sævar, f. 17. febrúar
1958, d. 30. september 1977; 3)
Jónína Sigrún, f. 31. júlí 1961,
börn Theódór Óskarsson, Arn-
heiður Rós Óskarsdóttir, Pétur
Óskarsson og Pálmi Óskarsson; 4)
Valdís, f. 10. desember 1965, sam-
býlismaður Ingólfur Björnsson,
börn Daníel Páll Kjartansson,
Þórunn Ingólfsdóttir og Ásgeir
Ingólfsson.
Útför Pálma var gerð frá
Bústaðakirkju 24. júlí og fór fram
í kyrrþey.
Pálmi bróðir. Við sem þekktum
þig í lifanda lífi vitum öll að það sem
þú síst óskaðir að þér látnum væru
minningargreinar sem dásömuðu
þig í bak og fyrir.
En ég ætla nú samt að leyfa mér
að minnast þín með nokkrum fátæk-
legum orðum. Ég tel mig vera einn
þeirra sem þekktu þig hvað best. Við
vorum alla tíð nánir bræður og góðir
vinir. Á okkar yngri árum mátti
ganga að því sem vísu að þar sem þú
varst í vinnu, hvort heldur til lands
eða sjós, þá var mig þar einnig að
finna. Ungir lögðum við land undir
fót og héldum í víking erlendis þar
sem við flæktumst um og unnum
saman um tíma. Það mætti fylla
nokkrar síður í Morgunblaðinu með
sögum og ævintýrum frá þeim árum.
Af mörgu er að taka, eins og t.d. þeg-
ar við héngum utan á járnbrautar-
lest til Óslóar á 100 km hraða af því
ekki voru til fjármunir fyrir fari
beggja og ekki kom til greina að
skilja annan eftir eða kaupa farmiða
hálfa leiðina til Óslóar. Eða hvað þú
hafðir gaman af að segja mér og öðr-
um frá því þegar þú sparkaðir í kú
sem lá á miðri akbraut í hafnarborg
á Indlandi. Eins og þín var von og
vísa vildir þú bara hjálpa lögreglunni
í því umferðaröngþveiti sem blessuð
beljan skapaði. Hvernig gast þú vit-
að að það mætti ekki sparka í þessar
heilögu skepnur á Indlandi? Og þú
þakkaðir þínum sæla fyrir að vera
frár á fæti þegar æstur múgurinn
vildi ná til þín.
En svona sögur segir maður ekki í
minningargreinum svo ég læt hér
staðar numið.
Ég sakna þín, bróðir. Það tók mig
sárt að horfa á þig síðustu misserin
berjast vonlausri baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Þrátt fyrir að við öll vissum
að hverju stefndi var fráfall þitt áfall
fyrir okkur sem stóðum þér næst.
Eins og ég sagði í upphafi varstu lítið
fyrir hrós í eigin garð svo ég læt mér
nægja að endurtaka það sem séra
Pálmi Matthíasson hafði eftir göml-
um skipsfélaga við útför þína um
daginn. „Hann Pálmi, hann var góð-
ur kall.“ Og það er einmitt það sem
þú varst alla tíð, góður kall.
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til eftirlifandi konu
Pálma, Þóreyjar Haraldsdóttur,
barna þeirra og annarra afkomenda.
Lúkas bróðir.
Mig langar til að minnast föður-
bróður míns, Pálma Kárasonar, sem
lést nýlega eftir erfið veikindi. Pálmi
gekk mér nánast í föðurstað um
margra ára skeið, þegar ég bjó hér á
landi en foreldrar mínir erlendis.
Var mér mjög hlýtt til Pálma og eig-
inkonu hans, Þóreyjar Haraldsdótt-
ur, enda reyndust þau mér afar vel.
Börn þeirra voru mér sem systkini
og hafa verið meðal minna bestu vina
frá barnsaldri.
Heimili Pálma og Þóreyjar sem
lengst af var í Langagerði 22 var
fastur punktur í tilveru minni og
systkina minna, Péturs og Karenar,
á meðan talsvert var um flutninga á
fjölskyldu okkar, bæði innan lands
og milli landa. Það var gott fyrir mig
sem unga stúlku að eiga Pálma að og
þótt við værum ekki alltaf sammála
um lífið og tilveruna, þá var gaman
að spjalla við Pálma um pólitík og
mannlífið almennt. Samræðurnar
gátu verið heitar og snarpar en oftar
en ekki enduðu þær með hlátri og
gleði því Pálmi var húmoristi og gat
gert grín bæði að sjálfum sér og öðr-
um. Aldursmunurinn sem á milli
okkar var hvarf þegar tónlist bar á
góma og mér tókst að fá hann til að
meta hljómsveitina Queen og hennar
lög á meðan sveitin var upp á sitt
besta.
Eitt af helstu einkennum Pálma
frænda var að hann vildi láta lítið á
sér bera og lítið fyrir sér hafa, en
hugsaði vel um sína nánustu. Hann
var ekki mikið fyrir að láta hampa
sér eða hrósa en skilaði sínu til sam-
félagsins og vel það.
Það er með miklu þakklæti en um
leið söknuði sem ég kveð ástkæran
föðurbróður. Hann er sjálfsagt
hvíldinni feginn því síðustu þrjú árin
voru honum erfið vegna veikinda,
þótt aldrei hafi ég heyrt hann kvarta
eða harma hlutskipti sitt. Húmorinn
og hressleikinn fylgdi honum fram
undir það síðasta.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Þóreyjar, Sigga,
Ninnu, Valdísar og fjölskyldna
þeirra.
Guð blessi minningu Pálma Kára-
sonar.
Rita Kárason og fjölskylda.
PÁLMI
KÁRASON
Elsku Lauga mín.
Með eftirfarandi
sálmi, sem er mér mjög
kær, vil ég kveðja þig og þakka þér
fyrir samfylgdina í rúm þrjátíu ár.
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin strjála og auða,
er stari eg héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
GUÐLAUG
SVEINSDÓTTIR
✝ Guðlaug Sveins-dóttir fæddist á
Skaftárdal á Síðu 12.
febrúar 1916. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum á
Kirkjubæjarklaustri
14. júní síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Prests-
bakkakirkju á Síðu
21. júní.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa í grænum
hlíðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
Er þetta hverful hilling
og hugarburður manns?
Nei, það er fögur fylling
á fyrirheitum hans,
er sýnir oss í anda
Guðs eilíft hjálparráð,
og stríðsmenn Guðs þar standa
við stól hins allvaldanda.
Þar allt er eilíf náð.
(Valdimar Briem.)
Ég bið góðan guð að geyma þig í
sínum náðarfaðmi og vera með okk-
ur öllum sem syrgjum þig. Ég sakna
þín af öllu mínu hjarta.
Þín
Ester Guðlaug.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning-
@mbl.is, svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur
borist) eða á disklingi. Ef
greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að tilgreina símanúm-
er höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma).
Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5–15 línur, og votta
virðingu án þess að það sé
gert með langri grein. Grein-
arhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina