Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 46
DAGBÓK
46 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skemmdar kartöflur
KARTÖFLURNAR sem
verið er að selja í búðunum
eru víða óætar. Þær eru
næstum svartar að utan og
blautar og búið að eyði-
leggja á þeim hýðið. Það er
hægt að borða kartöflurnar
ef þær eru keyptar um leið
og þær koma í búðirnar og
soðnar strax. En þær
geymast ekki í nokkra
daga, þá eru þær orðnar
svartar og linar. Er ekki
hægt að þurrka kartöflurn-
ar með moldinni? Þá hryn-
ur hún af og kartöflurnar
eru næstum hreinar og
geymast þá mikið betur.
Það á ekki að þvo kartöfl-
urnar. Kartöflubændur,
hættið að eyðileggja kart-
öflurnar.
Ein sem vill borða
góðar kartöflur.
Gott þvottaefni
ÉG hef reynt mörg þvotta-
efni en aldrei verið ánægð-
ur þar til ég keypti Mara-
þon Extra frá Frigg. Þetta
þvottaefni leysir upp svita
og önnur óhreinindi miklu
betur en önnur þvottaefni
sem ég hef reynt og get ég
því hiklaust mælt með því.
Það er að auki umhverfis-
vænt eins og vera ber í nú-
tímaþjóðfélagi.
Umhverfisvænar vörur
eru oft miklu betri og hvet
ég alla til að velja umhverf-
isvænar vörur.
Daníel Geir.
Tapað/fundið
Tuskudúkkustrákur
týndur
WALDORF tuskudúkku-
strákur týndist í Mos-
fellsbæ nálægt golfvellin-
um og er hans sárt saknað
af eiganda sínum. Finnandi
eða sá sem getur gefið upp-
lýsingar vinsamlega hringi
í síma 555-4968 eða 823-
8829. Fundarlaun.
Lyklar í óskilum
HJÁ Reyni bakara á Dal-
vegi 4 er mikið magn af
lyklum í óskilum, bæði hús-
lyklar og bíllyklar. Upplýs-
ingar á staðnum og í síma
564 4700.
Lyklakippa týndist
LYKLAKIPPA, stór
hringur með mörgum lykl-
um, týndist sl. miðvikudag.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 821 2357.
Hvítt hjól í óskilum
HVÍTT DBS stúlknahjól
var skilið eftir við Arn-
arsmára í Kópavogi. Upp-
lýsingar í síma 564 2522.
Kvenúr týndist
KVENÚR týndist föstu-
daginn 22. ágúst, annað
hvort við Fjarðarkaup eða í
Mosfellsbæ. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
553 6904.
Dýrahald
Tanja er týnd
TANJA hvarf frá heimili
sínu á Hofteigi í Laugar-
neshverfi fyrir nokkrum
dögum. Hún hefur aldrei
verið úti meira en nokkra
tíma í einu. Tanja er 9 mán-
aða læða, smávaxin og
grönn. Hún er ljúf og
mannelsk. Hún er dökk
brúnbröndótt, með svarta
línu á hryggnum, hvítum
sokkum á afturfótum,
bleika og svarta þófa á aft-
urfótunum en bara svarta
þófa á framfótum. Hún er
með brún augu. Þegar hún
hvarf var hún með svarta
hálsól með rauðu merki,
þar sem fram kemur nafn
hennar, heimilisfang og
sími. Íbúar í Teigunum eru
beðnir um að aðgæta hvort
hún gæti hafa lokast inni í
bílskúr eða geymslu. Ef
einhver þekkir til ferða
Tönju, er viðkomandi beð-
inn að að láta okkur vita
sem allra allra fyrst í síma
896 0475 eða með því að
senda tölvupóst á
jvr1@torg.is
Læða í óskilum
LÆÐAN á myndinni
fannst við Bjargarstíg 18.
þ.m. Hún er ljúf og blíð,
eyrnamerkt en það er
ógreinilegt. Hún er með far
eftir ól. Hún er í öllum lit-
um, aðallega brún með
bröndum. Sá sem saknar
læðunnar er beðinn um að
hafa samband í síma
551 0539 eða í Kattholt.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
SKÓLARNIR eru nú byrjaðirmeð öllu sem því fylgir. Sonur
Víkverja er í Hlíðaskóla og er mikil
ánægja með þann skóla á heimili
Víkverja.
Það er þó ekki annað hægt en
kvarta yfir því ástandi sem er í skól-
anum vegna framkvæmda sem hafa
dregist á langinn. Þegar sonur Vík-
verja mætti í skólann á mánudaginn
var ekki tafla í skólastofunni og raf-
magnstöflur og dósir á göngum
voru aðeins með plasti yfir þar sem
öllum frágangi á þeim er enn ólokið.
Víkverji gerir sér grein fyrir því að
allir leggjast nú á eitt til að klára
sem fyrst allan frágang svo skóla-
starf geti orðið eðlilegt en samt er
ekki hægt að komast hjá því að
spyrja af hverju meira kapp var
ekki lagt á að klára framkvæmd-
irnar á réttum tíma. Átti kannski
aldrei að vera búið að klára skólann
áður en hann byrjaði? Ef það er
málið, er það jafnfráleitt og hitt að
tímatakmörk hafi ekki staðist.
x x x
KRAKKARNIR í Hlíðaskóla hafabeðið lengi eftir mötuneyti. Nú
er húsnæðið tilbúið að mestu en þó
verður ekki boðið upp á heitan mat í
hádeginu fyrr en eftir „nokkrar“
vikur eins og stóð í bréfi sem for-
eldrar fengu heim. Þetta finnst Vík-
verja ekki gott, sérstaklega af því
að upphaflega stóð til að mötuneytið
yrði tilbúið fyrir ári!
Allir virðast vera tilbúnir að verja
tíma og fjármunum í að ljúka vega-
framkvæmdum og brúarsmíð á rétt-
um tíma en annað virðist greinilega
eiga við þegar kemur að skóla-
húsnæði.
x x x
VÍKVERJI lét skólabókaverð-stríðið lítið á sig fá og keypti
skóladót fyrir soninn í Pennanum í
Kringunni eins og hann er vanur.
Víkverji sá að ýmislegt hefði verið
ódýrara að kaupa í öðrum búðum en
Kringlan er í hverfi Víkverja og
þegar ferðakostnaður við að fara í
búðir annars staðar í bænum er tek-
inn með í reikninginn yrði hagn-
aðurinn af því að versla annars stað-
ar farinn.
x x x
SENDIHERRAR Íslands fund-uðu hér í vikunni. Þeir stilltu
sér upp fyrir ljósmyndara Morg-
unblaðsins og í blaðinu á þriðjudag
mátti líta allan hópinn. Það er auð-
vitað eftirtektarvert að aðeins ein
kona var í þeirra hópi. Hver er
skýringin á því? Er hefðin fyrir
karlmönnum í sendiherrastöðum
enn svona sterk? Ætli engar hug-
myndir séu uppi um að reyna að
bæta úr þessu? Víkverji dagsins er
algjörlega á móti kynjakvótum en
finnst skammarlegt að sjá ekki fleiri
konur í hópi íslenskra sendiherra.
Morgunblaðið/Arnaldur
Föngulegur hópur sendiherra en aðeins ein kona er meðal þeirra!
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Polar Siglir og Eld-
borg koma í dag. Ark-
low Dusk fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40 versl-
unarferð í Hagkaup
Skeifunni 3. september
kl.10. Guðþjónusta,
Kirkjuferð Fíladelfíu 3.
september kl. 14 frá
Aflagranda, ferðin er í
boði ellimálaráðs þjóð-
kirkjunar lögreglukór-
inn syngur, Geir Jón
Þórisson prédikar,
kaffiveitingar.
Bólstaðarhlíð 43.
Söngurinn byrjar á
morgun kl. 13.30
stjórnandi Kristjana
Höskuldsdóttir
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi.s.
588 2111.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Billj-
ardsalurinn er opinn
alla virka daga frá
13.30–16.
Félag eldri borgar
Garðabæ. Haustferð
félagsins verður farin
miðvikudaginn 3. sept-
ember, farið verður í
Grundarfjörð. Upplýs-
ingar í s. 565 6026 Guð-
björg eða 565 7367
Ólöf.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimin hefst þriðju-
daginn 2. september,
kennt verður í tveimur
hópum kl. 9.05 og kl.
9.55.
Vesturgata 7. Kóræf-
ingar byrja mánudag-
inn 8. september kl.13–
16, einnig verða æfing-
ar á fimmtudögum
kl.13–16. Kórstjóri Sig-
urbjörg Petra Hólm-
grímsdóttir. Nýir kór-
félagar velkomnir.
Skinnasaumur byrjar
þriðjudaginn 16. sept-
ember kl. 9.15–12.
Leiðbeinandi Kristjana
Möller, takmarkaður
fjöldi á námskeiðið.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 562 7077.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í
síma 456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningakort Ás-
kirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjushúsinu Lauga-
vegi 31, þjónustu-
íbúðum aldraðra við
Dalbraut, Norðurbrún
1, Apótekinu Glæsibæ
og Áskirkju Vestur-
brún 30 sími 588-8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru
afgreidd á skrifstof-
unni, Holtavegi 28 í s.
588-8899 milli kl. 10 og
17 alla virka daga.
Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeon-
félagsins er að finna í
anddyrum eða safn-
aðarheimilum flestra
kirkna á landinu, í
Kirkjuhúsinu, á skrif-
stofu KFUM&K og
víðar. Þau eru einnig
afgreidd á skrifstofu
Gídeonfélagsins, Vest-
urgötu 40, virka daga
frá kl. 14–16 eða í síma
562 1870. Allur ágóði
fer til kaupa á Nýja
testamentum sem gef-
in verða 10 ára skóla-
börnum eða komið fyr-
ir á sjúkrahúsum,
hjúkrunarheimilum,
hótelum, fangelsum og
víðar.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju eru til
sölu í kirkjunni í síma
587 9070 eða 587 9080.
Einnig er hægt að
nálgast kortin í Kirkju-
húsinu,
Laugavegi 31.
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eftir-
töldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Holta-
smári 1, 201 Kópavogi,
s. 535-1825. Gíró og
greiðslukort. Dval-
arheimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðs Apó-
tek Sogavegi 108, Ár-
bæjar Apótek
Hraunbæ 102a, Bók-
bær í Glæsibæ Álf-
heimum 74, Kirkju-
húsið Laugavegi 31,
Bókabúðin Grímsbæ v/
Bústaðaveg, Bókabúð-
in Embla Völvufelli 21,
Bókabúð Grafarvogs,
Hverafold 1-3.
Minningarkort Hjarta-
verndar, fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi: Kópavog-
ur: Kópavogs Apótek,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfja, Set-
bergi. Sparisjóðurinn,
Strandgata 8–10,
Keflavík: Apótek
Keflavíkur, Suðurgötu
2, Landsbankinn Hafn-
argötu 55–57.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Austurlandi: Egils-
staðir:
Gallery Ugla,
Miðvangur 5.
Eskifjörður: Póstur og
s., Strandgötu 55.
Höfn: Vilborg
Einarsdóttir Hanar-
braut 37.
Í dag er sunnudagur 31. ágúst
243. dagur ársins 2003. Orð
dagsins: Og á þeim degi mun ég
bænheyra, segir Drottinn. Ég
mun bænheyra himininn, og hann
mun bænheyra jörðina.
(Hs. 2, 21.)
Andrés Magnússonblaðamaður fullyrðir
í pistli á Strik.is að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir
njóti einskis traust meðal
sjálfstæðismanna og
framsóknarmenn og
vinstrigrænir líti bara á
hana sem ómerking og
svikara eftir viðskiln-
aðinn í R-listanum. „Auð-
vitað eru margir stuðn-
ingsmenn
Samfylkingarinnar, sem
líta á hana sem framtíð-
arleiðtoga vegna kosn-
ingasigranna í borginni,
en það er eins og þeir
steingleymi að þá vann
hún með fulltingi fram-
sóknarmanna, vinstri-
grænna og óháðra. Miðað
við kosningaúrslitin nú í
vor er hins vegar ekkert
sem bendir til þess að þeir
séu ennþá ginnkeyptir
fyrir henni.
Þegar við bætist aðfrjálslyndir eru þeir
einu, sem kannski geta
hugsað sér að vinna með
henni, þá er erfitt að verj-
ast þeirri hugsun að með
Ingibjörgu Sólrúnu sem
leiðtoga sé Samfylkingin
að dæma sig til áhrifa-
leysis. Það var varla
markmiðið með stofnun
hins stóra jafnaðar-
mannaflokks.
Ég er ekki frá því að
margir Samfylkingar-
menn séu farnir að hafa
áhyggjur af því að vanda-
málin við Ingibjörgu Sól-
rúnu kunni að vera fleiri
en kostirnir. Ég tók til
dæmis eftir því að það var
aðeins einn einasti þing-
maður flokksins, sem
vildi styðja hana til for-
mannsframboðsins. Og þá
hlýtur maður að spyrja
sig hvernig á því standi,
að því betur, sem menn
þekkja hana, því síður
virðast þeir treysta
henni.“
Andrés segist ekki vitasvarið en hann grun-
ar að það sé metorða-
girnd Ingibjargar sem
trufli fólk. „Við höfum
ítrekað orðið vitni að því
hvernig allt verður að
víkja þegar persónulegur
metnaður hennar er ann-
ars vegar: loforð við kjós-
endur jafnt sem pólitíska
samherja, fjölskyldubönd
rétt eins og kosninga-
bandalög og þegar henni
var stillt upp sem for-
sætisráðherraefni voru
stefnumálin látin lönd og
leið, málefni kjördæm-
anna skiptu engu við hlið-
ina á þessum stórkostlega
leiðtoga að sunnan og allt
snerist um hið sögulega
tækifæri að kona væri í
fyrsta sinn forsætisráð-
herraefni.“
Þessi sérkennilega per-sónudýrkun rímar
illa við jafnaðarstefnuna.
Hún snýst um hugsjónir
en stendur ekki og fellur
með einni manneskju.
Fyrir nú utan það að þessi
ofuráhersla á Ingibjörgu
Sólrúnu stenst ekki skoð-
un. Það kom greinilega í
ljós í vor að hún vinnur
enga kosningasigra nema
með stuðningi annarra
flokka og þeir dýrðar-
dagar eru að baki,“ segir
Andrés Magnússon.
STAKSTEINAR
Samfylkingin dæmir sig
til áhrifaleysis
LÁRÉTT
1 rödd, 4 lítilfjörlega per-
sónu, 7 stúfur, 8 ull, 9
brugðningur á vettlingi,
11 ástundun, 13 drepa, 14
pinna, 15 bráðum, 17
góðgæti, 20 sitt á hvað,
22 hamingja, 23 af-
kvæmi, 24 heimskingjar,
25 happið.
LÓÐRÉTT
1 refur, 2 kvendýrið, 3
torskilinn texti, 4 raup, 5
snáða, 6 skilja eftir, 10
mannsnafn, 12 greinir,
13 hryggur, 15 láta af
hendi, 16 ber, 18 nið-
urgangurinn, 19 rituð, 20
skordýr, 21 ílát.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 andsnúinn, 8 hopar, 9 punds, 10 tíu, 11 grafi,
13 róaði, 15 garns, 18 strák, 21 kóp, 22 falla, 23 aggan,
24 harðýðgin.
Lóðrétt: 2 nepja, 3 sorti 4 úlpur, 5 nunna, 6 óhæg, 7
asni, 12 fín, 14 ótt, 15 Gefn, 16 rella, 17 skarð, 18 sparð,
19 rugli, 20 kunn.
Krossgáta