Morgunblaðið - 31.08.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 47
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
MEYJA
Afmælisbörn dagsins:
Þið skarið gjarnan fram úr í
því sem þið takið ykkur fyrir
hendur og eruð því oft í
sviðsljósinu. Komandi ár
verður kraftmikið.
Það eru líkur á að draumar
ykkar rætist.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þið þurfið að huga að því
hvernig þið getið deilt ein-
hverju með öðrum. Hér er
hugsanlega um eitthvað sem
skiptir ykkur miklu máli að
ræða.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Leggið ykkur fram um að
koma til móts við aðra í dag.
Þetta er nauðsynlegt þar sem
tunglið er beint á móti merk-
inu ykkar. Reynið að sýna
ykkar bestu hliðar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Dagurinn hentar vel til hrein-
gerninga, skipulagningar og
til kaupa á hreinlætisvörum.
Þú hefur þörf fyrir að skipu-
leggja þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn ætti að verða
ánægjulegur. Rómantík og
daður geta lífgað upp á dag-
inn en einnig er hugsanlegt
að þið hittið nýtt og skemmti-
legt fólk.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að ræða fjármál eða
eignir við maka þinn eða aðra
fjölskyldumeðlimi. Taktu af
allan vafa um það hvað þú
vilt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Stutt ferðalög eða samræður
við aðra munu gleðja þig í
dag. Þú átt mikið verk fyrir
höndum og vilt því koma sem
mestu í verk.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Dagurinn hentar vel til inn-
kaupa. Þið eruð staðföst og
ættuð einnig að geta nýtt
staðfestuna til fjáröflunar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Tunglið er í merkinu þínu og
það gerir þig orkumeiri og
einarðari. Þú tekur eftir því
að fólk hlustar á þig af
óvenjumikilli athygli og virð-
ingu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Reynið að gefa ykkur svolít-
inn tíma til að vera ein með
sjálfum ykkur í dag. Þið þurf-
ið á einverunni að halda til að
hvíla hugann.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinkona þín gæti gefið þér
góð ráð í dag. Það er margt
að gerast og þú gætir þegið
góð ráð.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Sýnið foreldrum ykkar og yf-
irmönnum þolinmæði í dag.
Samræður um verkaskipt-
ingu og skyldur eru líklegar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þið hafið þörf fyrir tilbreyt-
ingu og ættuð því að bregða
út af vananum og gera eitt-
hvað óvenjulegt í dag. Farið á
aðra staði en þið eruð vön.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LITLA KVÆÐIÐ UM GIMBIL
Lambið mitt litla
lúrir úti í túni,
- gimbillinn minn góði,
gullhornum búni.
Kringum okkur greri gras,
grænt og frítt að líta.
- Ég tók með honum í tjóðurbandið
til þess að slíta.
Gimbillinn minn góði,
gullhornum búni,
- ekki getur hann unað sér
einsamall í túni.
Jón Magnússon
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 31.
ágúst, er sjötugur Hreinn
Hjartarson, fyrrverandi
prestur við Fella- og Hóla-
kirkju í Reykjavík, Asp-
arfelli 8. Eiginkona hans er
Sigrún Ingibjörg Halldórs-
dóttir. Þau eru að heiman á
afmælisdaginn.
SVÍINN Anders Morath er
59 ára gamall og fyrir löngu
orðinn gráhærður. Sem
væri ekki í frásögur fær-
andi, nema fyrir það að
háralitur Moraths er órjúf-
anlegur hluti af bridssög-
unni.
Þegar Morath var ungur
maður bjó hann til sagnkerfi
sem er mikið notað í Svíþjóð
og víðar, og byggist meðal
annars á tvíræðri laufopnun.
Á þeim árum var hárið á
Morath á litinn eins og ný-
þvegin gulrót og félagar
hans sáu sér leik á borði og
nefndu kerfið Gulrótarlaufið
(Carrot Club).
Þótt Morath sé orðinn
grár fyrir hærum, er gló-
kollurinn fyrrverandi enn í
fullu fjöri við spilaborðið,
eins og sjá má af tilþrifum
hans í þessu spili frá Ment-
on fyrr í sumar:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ Á
♥ ÁK62
♦ Á63
♣D10842
Vestur Austur
♠ 975 ♠ G1043
♥ DG1097 ♥ 43
♦ K105 ♦ 982
♣96 ♣KG73
Suður
♠ KD862
♥ 85
♦ DG74
♣Á5
Morath og makker hans
Marten Gustawsson voru í
AV, í vörn gegn þremur
gröndum:
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Morath var í vestur og
kom út með hjartadrottn-
ingu. Sagnhafi tók fyrsta
slaginn, lagði niður spaðaás-
inn og spilaði svo tígli á
drottninguna. Austur lét
níuna (stök tala) og Morath
dúkkaði án sýnilegrar um-
hugsunar.
Suður tók næst á spaða-
hjónin og sendi austur inn á
fjórða spaðann. Gustawsson
svaraði makker í hjartanu
og sagnhafi drap strax.
Hann taldi víst að tígulásinn
væri í austur og spilaði nú
ásnum og meiri tígli. En þá
komst Morath að til að taka
þrjá slagi á hjarta. Einn nið-
ur og 45 stig af 50 mögu-
legum.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6
4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3
Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 f6 9.
exf6 Rxf6 10. O-O Bd6 11.
Rf3 Dc7 12. Rc3 a6
13. h3 O-O 14. Bg5
Bd7 15. He1 Hae8
16. Hc1 Bf4 17. Bxf4
Dxf4 18. Ra4 Re4 19.
Rb6
Staðan kom upp á
Norðurlandamóti
taflfélaga á Netinu
sem Taflfélagið Hell-
ir stóð að og lauk
fyrir skömmu. Em-
anuel Berg (2495)
hafði svart gegn
Hannesi Hlífari
Stefánssyni (2560).
19...Rxf2! við þetta
hrynur hvíta staðan til
grunna. 20. Kxf2 Dxd4+ 21.
Kg3 Dxb6 22. Bxh7+ Kxh7
23. Rg5+ Kg6 24. h4 Df2+
25. Kh3 e5+ og hvítur gafst
upp. 8. umferð Skákþings
Íslands hefst í dag kl. 13.00 í
Hafnarborg í Hafnarfirði.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
Námskeið í YOGA
Morguntímar, hádegistímar,
síðdegistímar og kvöldtímar.
Sértímar fyrir barnshafandi konur
Leirmótun í Leirkrúsinni
Áttunda starfsárið okkar að hefjast!
• Handmótun byrjendur
góður grunnur í leirmótun
• Mótun á rennibekk
spennandi framhald
• Blöndun glerunga
fyrir lengra komna
• Rakú brennslur
sérstök upplifun
• Opið verkstæði
hefst 8, september
• Leirmótun með litlum höndum
fyrir starfsfólk leikskóla
Allar nánari upplýsingar á www.leir.is
Leirkrúsin, Hákotsvör 9, Álftanesi. S: 564 0607.
BRIDSSKÓLINN
Byrjendur: Hefst 22. september og stendur yfir
í 10 mánudagskvöld, þrjár klst.
í senn, frá kl. 10-23.
Framhald: Hefst 24. september og stendur yfir
í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klst.
í senn, frá kl. 20-23.
Brids er gefandi leikur í skemmtilegum félagsskap.
Komdu í klúbbinn.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247
milli kl. 13 og 18 virka daga.
Innritun hafin á
haustnámskeið
Til skjólstæðinga
Heilsugæslunnar Efstaleiti
Frá og með mánudeginum 1. september munu læknar
stöðvarinnar hefja vaktþjónustu á eftirmiðdagsvakt, sem
verður opin frá kl. 16—18 alla virka daga, mánudaga til
föstudaga. Þetta er gert til að auka og bæta þjónustu við
skjólstæðinga stöðvarinnar. Ekki þarf að panta tíma.
Heilsugæslan Efstaleiti.
Enskuskóli Erlu Ara
auglýsir enskunám í Hafnarfirði
Skráning stendur yfir í 891 7576 og erlaara@simnet.is
Sjá nánar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara
•áhersla á talmál
•10 getustig
• styrkt af starfsmenntasjóðum
Nýjung: enska fyrir 12-15 ára
Sumarið 2004 verður sem fyrr
boðið upp á enskunám í Englandi
70 ÁRA og 50 ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 2. septembernæstkomandi verða merk tímamót hjá þeim Kristínu
Jakobsdóttur á Hauganesi og tengdasyni hennar, Felix Jós-
afatssyni. Kristín verður sjötug og Felix fimmtugur. Af
þessu tilefni verða þau með heitt á könnuni í Árskógi á af-
mælisdaginn frá kl. 18 og vonast eftir að sem flestir sjái sér
fært að koma í heimsókn.
HLUTAVELTA
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu þrjár tombólur til styrktar
Barnaspítala Hringsins og söfnuðu þær kr. 3.033. Þær vilja
að börnin komist heim „heil á húfi“. Þær heita Jóhanna Jó-
hannsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Bryndís Hrönn
Kristinsdóttir.