Morgunblaðið - 31.08.2003, Síða 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
IÐNÓ
fim, 4. sept kl. 21,
opnunarsýning, örfá sæti,
sun 21. sept kl. 21,
lau 27. sept kl. 21.
Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði
lau 13. sept kl. 21.
Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700
og sellofon@mmedia.is
Gríman 2003
"..Besta leiksýning," að mati áhorfenda
Stóra svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
forsala aðgöngumiða er hafin
Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT
FRUMSÝNING su 14/9 kl 14
Lau 20/9 kl 14,Su 21/9 kl 14. Lau 27/9 kl 14
Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20
KVETCH e. Steven Berkoff
Mi 3/9 kl 20 UPPSELT, Fi 4/9 kl 20, - UPPSELT
Fö 5/9 kl 20 - UPPSELT
Mi 10/9 kl 20,Fi 11/9 kl 20,Fö 12/9 kl 20
Aðeins þessar aukasýningar
Nýja sviðið
NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar
frumflytja sex sólódansa
Lau 6/9 kl 20
Su 7/9 kl 20
Lau 13/9 kl 20
Su 14/9 kl 20
SUMARÓPERAN - POPPEA
Í kvöld kl 20 - Síðasta sýning
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT og ÍD
Í kvöld kl 20
Lau 6/9 kl 20,
Su 7/9 kl 20
Litla sviðið
Endurnýjun áskriftarkorta er hafin.
Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900
VERTU MEÐ Í VETUR
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
„Dagur án hláturs
er ónýtur dagur“
SJÁ BLS. 10 Í ÁRSBÆKLINGI SINFÓNÍUNNAR SEM FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG
Þriðjudagur 2. sept. kl. 20
Bjarni Þór og félagar leika vinsæl
dægurlög, sem fjalla um ástina í
hinum ýmsu myndum.
Sunnudagur 7. sept. kl. 20.
TÍBRÁ: OPNUNARTÓNLEIKAR
Liederkreis og Kernerljóð Schumanns.
Kristinn Sigmundsson og Jónas
Ingimundarson.
Miðvikudagur 10. sept. kl. 20
TÍBRÁ: Píanótónleikar, debut.
Beethoven, Bartók og Chopin.
Ástríður Alda Sigurðardóttir.
Sunnudagur 14. sept. kl. 20.
TÍBRÁ: Fagra veröld, hvar ertu þú?
Schubert í tali og tónum.
Söngkvartettinn „Voces wien“ og
Jónas Ingimundarson.
TÓNLEIKASKRÁIN ER KOMIN ÚT
MIÐASALA HEFST 1. SEPT 2003
OPIN VIRKA DAGA 9-16
28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT
29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT
30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 UPPSELT
AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 LAUS SÆTI
31. og 32 SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 UPPSELT
33. SÝNING FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 LAUS SÆTI
34. SÝNING SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!
ÞAÐ VERÐUR seint sagt umNeil Young að hann hafiáhyggjur af því hvað öðrumfinnst um verk hans eins og
hefur margsannast í gegnum árin.
Frá því Young lét fyrst í sér heyra
fyrir hartnær fjörutíu árum hefur
hann hvað eftir annað látið innblást-
urinn ráða og farið aðra leið en búast
hefði mátt við væri tekið mið af plöt-
unni á undan eða því sem hæst bar á
hverjum tíma. Þannig varð frægt er
David Geffen, útgefandi Youngs frá
1983 til 87, sagði um plötu sem Young
skilaði inn til útgáfu að hún væri ekki
nógu söluleg og fékk það svar að lögin
hefðu bara skilað sér þannig og ekk-
ert við því að gera. Ekki hafa allar til-
raunir hans heppnast eins vel, en
skiptir ekki svo ýkja miklu; það er
ekki annað hægt en að bera virðingu
fyrir tónlistarmanni sem gerir eins og
honum sýnist, þeir eru ekki svo
margir.
Þó að menn hafi verið ýmsu vanir
frá Neil Young þótti tónleikaferð
hans á síðasta ári og fram á þetta ár
venju fremur sérkennileg og, að því
mörgum fannst, gremjuleg. Í stað
þess að fá hálfan annan tíma af göml-
um sígildum lögum og nokkrum nýj-
um byrjuðu hverjir tónleikar á laus-
tengdu klukkutíma lagasafni og
illskiljanlegri frásögn Youngs milli
laga. Lagabálkurinn sagði sögu af líf-
inu smábænum Grænadal, Green-
dale, og voveiflegum atburði sem olli
straumhvörfum. Fyrir stuttu kom svo
lagabálkurinn út á geisladisk, sem
kallast vitanlega Greendale, og skipt-
ist í tvö horn hvaða álit menn hafa á
verkinu.
Fjölskyldan í Grænadal
Í Grænadal, sem er strandbær í
Norður-Kaliforníu, býr Green-
fjölskyldan, ættfaðirinn afi Green og
amma, Earl og Edith Green og Sun
dóttir þeirra og Jed frændi. Earl,
Edith og Sun búa á EE búgarðinum,
Double E, en Jed hjá afa sínum og
ömmu í Grænadal. Green-fjölskyldan
er hippafjölskylda, eins og kemur í
ljós í fyrsta laginu, lifir einföldu lífi og
trúir að ást sé allt sem þarf, hug-
sjónafólk sem aldrei hefur þurft að
hugsa út í hugsjónirnar frekar en
aðrir gamli hippar.
Allt virðist í lukkunnar velstandi,
en undir ólgar óhamingjan eins og
kemur í ljós þegar lögregluþjónninn
Carmichael stoppar Jed skammt fyr-
ir utan Grænadal fyrir of hraðan
akstur og að vera á ljóslausum bíl.
Svo fer að Jed, sem er með bílinn full-
an af fíkniefnum, „hanskahólfið fullt
af kókaíni, skottið fullt af grasi“, skýt-
ur Carmichael nánast fyrir slysni og
það veldur straumhvörfum í lífi
Green-fjölskyldunnar, nema hvað, en
á einnig eftir að hafa breytingar í för
með sér í Grænadal.
Þessi hörmulegi atburður og ásókn
fjölmiðla gengur af afa Green dauð-
um, Earl slær í gegn sem málari, í
ljós kemur að Carmichael var ekki við
eina fjölina felldur og Sun finnur köll-
un sína sem baráttukona fyrir mann-
réttindum og náttúrvernd, svo ötul
reyndar að hún þarf að flýja bæinn
vegna njósna FBI. Rétt utan sviðsins
er svo djöfullinn sjálfur, sem Jed sá
bregða fyrir í baksýnisspeglinum rétt
áður en Carmichael stöðvaði hann og
býr í fangelsinu, en Earl náði einmitt
sambandi við listagyðjuna eftir að
skolli hreinsaði gleraugu hans.
Ruglingsleg saga
Sagan er ruglingsleg og ekki
merkileg í sjálfu sér, en hægt er að fá
diskinn með DVD-disk aukreitis þar
sem Young flytur lagabálkinn á tón-
leikum og útskýrir söguna betur en
hér er rakið aukinheldur sem ýtarleg-
ur texti í bæklingi skýrir sumt en
flækir annað.
Young hefur áður lagt upp með
mikið handrit að plötum, sjá til að
mynda After the Goldrush sem
byggðist að miklu leyti á kvikmynda-
handriti og Trans, sem tengdist til-
raunum hans til að ná sambandi við
fatlaðan son sinn, en yfirleitt verður
lítið úr eiginlegri sögu þegar kemur
að því að taka upp og lögin taka að
fara eigin leiðir. Í bæklingnum með
Greendale kemur reyndar fram að
þar sem Young sat og samdi hafi sitt-
hvað átt sér stað í lögunum sem hann
átti ekki von á, eins og morðið á Car-
michael.
Platan hefur verið kynnt sem tón-
listarskáldsaga, væntanlega til að
undirstrika hvað Young er að segja
mikla sögu á diskinum og merkilega
og í því ljósi er gaman að rekast á inn-
skot eins og: „Ég er með nýtt lag að
syngja / það er lengra en öll hin til
samans og þýðir ekki neitt.“
Dæmisaga um glatað sakleysi
Þrátt fyrir þessi orð er sagan af
Greendale vitanlega dæmisaga. Eins
og flest meiri háttar verk Youngs er
hann að syngja um sjálfan sig, auð-
velt er þannig að sjá hann í afanum,
en hann er líka að fjalla um banda-
rískt samfélag, um glatað sakleysi,
ótta og óöryggi í kjölfar árásanna 11.
september, og það hvernig lýðrétt-
indi hafi verið skert vestan hafs í
skjóli þess ótta. Þetta mátti glöggt sjá
á tónleikaferð hans um Evrópu þar
sem hann skreytti lög með myndum
af John Ashcroft og Tom Ridge. Með-
reiðarsveinar Youngs á Greendale
eru liðsmenn rokksveitarinnar Crazy
Horse, gamlir félagar hans; gítarleik-
arinn og hljómborðsleikarinn Frank
Sampedro, bassaleikarinn Billy
Talbot og trommuleikarinn Ralph
Molina. Lögin eru hægfara flest,
seigfljótandi blúsgrunnað rokk
skreytt með gítarsprettum þar sem
sparlega er farið með nótur að hætti
Youngs. Eitt lag stingur nokkuð í
stúf, lagið Bandit – hápunktur plöt-
unnar, þar sem Young dregur vonina
upp úr hyldýpi vonleysis og
uppgjafar þar sem Earl Green situr
einn í hrörlegu mótelherbergi og
horfist í augu við sjálfan sig, lag sem
minnir á það besta sem hann hefur
gert í gegnum tíðina um leið og það
tengir þessa 28. plötu Neils Youngs
við þær fyrstu sem hann sendi frá
sér.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Lífið í Grænadal
Neil Young hefur
jafnan lítið hirt um
það hvað öðrum
finnst um verk hans.
Það sannast enn og
aftur á nýjustu skífu
hans sem rekur sögu
fólksins í Grænadal.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111