Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 31.08.2003, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves verður haldin í fimmta sinn í Reykjavík 15.–19. október næstkomandi. Nú er ljóst að Har Mar Superstar verður einn þeirra sem sækja landið heim á hátíðinni en áður hefur m.a. verið greint frá komu The Kills. Har Mar Superstar heitir í raun Sean Tillman og er þéttvaxinn Bandaríkjamaður frá Minnesota með örmjótt yfirvaraskegg og minnir nokkuð á Ron Jeremy í út- liti. Aðalsmerki hans eru r&b- og sálarskotin lög og breikdans og hef- ur því verið haldið fram að hann sé fyrst og fremst skemmtikraftur fremur en tónlistarmaður. Á tónleikum syngur hann oftar en ekki við undirspil af mínídiski og endar á því að fara úr öllu nema nærbuxunum. Hann er þó alls ekki hæfileikalaus þótt það sé stutt í grínið því hann syngur vel og hefur samið nokk- ur ágætis lög. Hann hefur m.a. samið lög fyrir Jennifer Lopez og Kelly Osbourne. Reyndar mætti sú síðarnefnda með Har Mar á Myndbanda- verðlaun MTV í fyrra. Hann hefur gefið út tvær breiðskífur. Har Mar Superstar kom út árið 2000 og í fyrra leit You Can Feel Me dagsins ljós. Síðari platan var gefin út hjá Warner Bros. og í kjöl- farið hitaði Har Mar upp fyrir hljómsveitir á borð við Strokes og Incubus. Áður hefur Har Mar gefið út tónlist undir nafninu Sean Na Na og seint á tíunda áratugnum starf- aði hann með hljómsveitinni Calvin Krime. Kate Moss í nýju myndbandi Væntanleg smáskífa Har Mar Superstar heitir „Brothers and Sisters“ og kemur í september. Myndbandið við lagið telst til tíð- inda að því leyti að ein frægasta fyr- irsæta heims, Kate Moss, leikur í því. Áður hefur hún sungið og leikið í myndbandi Primal Scream og set- ið fyrir á plötuhulstri hjá David Bowie þannig að Har Mar er í góð- um félagsskap. Har Mar Superstar hefur komið víða við því hann spilar reglulega á Manumission, einum helsta skemmtistaðnum á Ibiza, og kom fram á síðustu Glastonbury-hátíð, við ágætar undirtektir. Har Mar Superstar á Iceland Airwaves Fyrst og fremst skemmtikraftur Har Mar Superstar á sviði. www.harmarsuperstar.com …Johnny Cash hefur verið fluttur á sjúkrahús. Ástæða er magaverk- ur en það er á huldu hversu alvar- legt málið er. Umboðsmaður segir þó að hann losni vænt- anlega ein- hverja næstu daga. Þess má geta að Cash var tilnefndur til nokkurra verðlauna á umliðinni MTV- verðlaunahátíð og nýttu þá margir tækifærið og þökkuðu honum sérstaklega í ræð- um sínum …Margir bíða nú spenntir eftir næstu Strokesplötu, Room on Fire. En Julian Casa- blancas, leiðtogi sveitarinnar, er ekki spenntur heldur yfirmáta kvíðinn. Hann segir að hann hafi verið mjög smeykur við að hann væri að klúðra öllu þegar þeir fé- lagar voru að vinna nýju plötuna. Hann segist þó vona innilega að fólk verði „almennt ánægt“ með plötuna …bassaleikari Zwan, Paz Lenchantin, er hætt. Zwan er leidd af fyrrum Smashing Pumpkins- manninum Billy Corgan. Lench- antin hætti við nokkra tónleika í sumar vegna „fjölskyldumála“ en síðan hefur ekkert heyrst í henni. Loks barst svo opinber yfirlýsing frá Paz á vefsíð- unni www.simply- paz.com. Hún hljóðar svo: „Ég er hætt í Zwan. Þetta er búið að vera skemmtilegt en nú er orðið tímabært að snúa sér að öðru.“ Þar kemur m.a. fram að hún hygg- ist starfa eitthvað með Papa M, hljómsveit David Pajo sem einnig leikur á gítar í Zwan. Ekkert hefur heyrst frá Corgan um þetta mál … FÓLK Ífréttum ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg Síðasta og besta myndin í seriunni. Nú verður allt látið flakka. Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters KRINGLAN Sýnd kl. 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd á klukkutíma fresti KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? J I M C A R R E Y B R U C E Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL Sýnd. kl. 3,50. Enskur texti YFIR 37.000 GESTIR! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“ stórkostleg”!  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.30. B.i. 12. Tilboð 400 kr. NÓI ALBINÓI with english subtitlesHULK SWEET SIXTEEN Margverðlaunið og áhrifarík mynd frá Ken Loach með íslandsvininum Martin Compston. Sýnd kl. 3.50 og 10.15. CROUPIER Breskur krimmi með Clive Owen. Sýnd kl. 4. PLOTS WITH A VIEW Gamanmynd með Brenda Blethyn og Christopher Walken. Sýnd kl. 6. PURELY BELTER Frábær gamanmynd frá leikstjóra Little Voice og Brassed off. Sýnd kl. 6. PURE Sláandi mynd sem hlaut tvenn verðlaun á Berlín 2002. Sýnd kl. 6. MAGDALENE SISTERS Ein umtalaðasta mynd ársins sem valin var besta myndin á kvikmyndahátíðunum í Feneyjum og Toronto. Sýnd kl. 8. LUCKY BREAK Ný grínmynd frá leikstjóra "Full Monty". Sýnd kl. 8. ALL OR NOTHING Frá Mike Leigh leikstjóra "Secrets and Lies" Sýnd kl. 10.05. BLOODY SUNDAY Mögnuð mynd sem hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Sýnd kl. 10.05.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.