Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ stjórn flugvallarins. Á fundinum var einnig rætt um samvinnu á Balkan- skaga og í Afganistan. Við fórum einnig ítarlega yfir stöðuna í Írak. Ennfremur gerðum við ítarlega grein fyrir sjónarmiðum Íslendinga í varn- ar- og öryggismálum og stöðu mála er varðar samskipti við Bandaríkin. Í þeim umræðum kom fram að örygg- ismál á Atlantshafi snerta hin Norð- urlöndin jafnframt, sérstaklega Norðmenn og Dani.“ Á síðasta áratug tóku Norðurlönd- in sameiginlega þátt í friðargæsluað- gerðum SÞ í Makedóníu með sér- stakri norrænni herdeild. Sama var uppi á teningnum í Bosníu-Hersegóv- ínu í aðgerðum undir stjórn NATO. Árið 1997 var ákveðið að stofna sam- starfsvettvanginn NORDCAPS, með það að markmiði að styrkja samvinn- una og samhæfa þátttöku í friðar- gæsluverkefnum og þjálfun sveita. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra undirritaði í gær samning um aðild Íslands að Norrænni sam- vinnu um friðargæslu á vegum Sam- einuðu þjóðanna (NORDCAPS). Mun Íslenska friðargæslan taka þátt í samstarfinu og einstaklingar af við- bragðslista hennar taka í framtíðinni þátt í sameiginlegum verkefnum Danmerkur, Finnlands, Noregs, Sví- þjóðar og nú Íslands í alþjóðlegri frið- argæslu. Halldór var gestgjafi á tveggja daga fundi varnarmálaráð- herra Norðurlandanna, sem haldinn var á Íslandi í fyrsta sinn í gær. „Þessi fundur var afskaplega gagn- legur,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. „Sam- starf við Norðurlöndin skiptir okkur afskaplega miklu máli og má nefna sem dæmi að þau koma öll meira eða minna að málum í Pristina í Kosovo þar sem Íslendingar fara með yfir- Nú kemur Ísland að þessum verkefn- um og eignast þá Íslenska friðar- gæslan mikilvægan bakhjarl á sviði aðgerða, þjálfunar og búnaðar. Tutt- ugu manns eru nú í Íslensku friðar- gæslunni og stefnt að því að fjölga þeim í 50. „Það er gert ráð fyrir meiri fjármunum til Íslensku friðargæsl- unnar í fjárlagafrumvarpi á næsta ári, þannig að það er engan bilbug á okkur að finna,“ segir Halldór. Hinir ráðherrarnir lýstu á blaða- mannafundi í gær ánægju með þátt- töku Íslands í samstarfinu. „Þegar þjóðir taka þátt í alþjóðlegu starfi er mikilvægt að vinna með fólki sem þú treystir. Hér eru þrjú NATO-ríki og tvö samstarfsríki bandalagsins. Sam- starfið hefur reynst mjög vel, sér- staklega í Kosovo,“ sagði Kristin Krohn Devold, norski ráðherrann. Morgunblaðið/Ásdís Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra skrifa undir samning um aðild Íslands að norrænni samvinnu í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Varnarmálaráðherrar Norðurlanda funda í fyrsta sinn í Reykjavík Ísland aðili að nor- rænum friðar- gæsluverkefnum SEPPO Kääriäinen, varnarmála- ráðherra Finnlands, segist telja mikilvægt að Ísland taki í framtíð- inni þátt í norrænu samstarfi um friðargæzlu. „Í Kosovo hafa öll norrænu ríkin fimm, Ísland þar á meðal, tekið þátt í að koma á stöð- ugleika á svæðinu. Ég fagna þess vegna mjög framlagi Íslands,“ seg- ir Kääriäinen og bætir við að finnskir og íslenzkir friðargæzlu- liðar hafi átt mjög gott samstarf í Kosovo. „Öll norrænu ríkin eru svo lítil að ekkert þeirra getur lagt veru- lega mikið af mörkum eitt og sér í friðargæzluaðgerðum. Sameigin- lega getum við hins vegar skipt máli,“ segir Kääriäinen. Talsverðar umræður fara nú fram í Finnlandi um hugsanlega NATO-aðild, en Kääriäinen bendir á að almenningur sé neikvæður í garð NATO, enn frekar eftir Íraksstríðið, þótt NATO hafi eng- an þátt átt í því. Kääriäinen segir að Finnland verði stöðugt að meta hver sé bezta lausnin í öryggismálum. „Það þýðir að mikillar umræðu er þörf um kosti og galla NATO- aðildar. NATO- aðild Eystra- saltsríkjanna og vaxandi sam- starf Rússlands og NATO eru í þágu finnskra hagsmuna. Hvort tveggja hefur aukið stöðugleika og fyrirsjáan- leika í Norður-Evrópu. Það er líka rétt að í náinni framtíð mun ríkja- hópur ESB og NATO skarast að verulegu leyti. Í slíkri stöðu er mjög mikilvægt fyrir Finnland að meta hvers konar bandalag NATO verður í framtíðinni. Slíkt auðveld- ar okkur að ákveða hver tengsl okkar við bandalagið eigi að vera.“ Aðspurður hvort það geti verið að finnska stjórnmálamenn skorti hugrekki til að útskýra fyrir kjós- endum að sú stefna að standa utan hernaðarbandalaga hafi dugað vel í kalda stríðinu en hafi nú gengið sér til húðar, segir Kääriäinen: „Stefnan dugði okkur vel í kalda stríðinu, það er rétt. Það er líka rétt að sú stefna kalda stríðsins að standa utan bandalaga er úrelt nú til dags. Þegar Finnland gekk í ESB 1995 köstuðum við líka hinu hefðbundna hlutleysi fyrir róða. Þetta hafa bæði fræðimenn og stjórnmálamenn í Finnlandi sagt með skýrum hætti. Það, sem við veltum nú fyrir okkur, er hvort þau bandalög, sem við fáum með ESB-aðildinni, dugi eða hvort við eigum að bæta NATO-aðildinni við.“ Aðspurður hvaða áhrif það kynni að hafa ef Svíþjóð gengi í NATO, segir varnarmálaráðherr- ann að hann vilji sem minnstu spá um það hvaða stefnu Svíar taki í framtíðinni, en sem náið grann- og vinaríki sé Svíþjóð auðvitað áhrifa- valdur á stefnu Finnlands í ýmsum málum.„Hins vegar ættu menn ekki að líta á Finnland og Svíþjóð sem blokk, heldur sem tvö sjálf- stæð ríki, sem taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á því hvernig þau lesa sjálf í stöðuna.“ Seppo Kääriäinen, varnarmálaráðherra Finnlands Þarf að ræða kosti og galla NATO-aðildar Seppo Kääriäinen KRISTIN Krohn Devold, varnar- málaráðherra Noregs, segir að ákvarðanir sem teknar hafa verið á vettvangi Atlanthafsbandalagsins, NATO, undanfarið ár, m.a. um nýtt hraðlið og breytingar á herstjórninni í Evrópu, sýni að áherslur Evrópuríkja og Bandaríkjamanna, um framtíð varnarbandalagsins, séu hinar sömu. Þá segir Devold samkomulag um sameiginleg kaup NATO á ákveðnum búnaði, svo smærri þjóðir geti búið við fullnægjandi hernaðargetu án þess að þurfa að leggja út fyrir þeim búnaði sjálfar, mikilvægt. Stjórnstöð í Noregi mikilvæg „Ég tel að NATO sé að þróast í rétta átt. Smærri aðildarríki hagnast á þessari þróun því við fáum aðgang að búnaði sem við gætum annars ekki notað. Því held ég að tenging NATO yfir Atlantshafið sé mikilvægari nú en áður. Í því samhengi eru lönd eins og Noregur og Ísland mikilvæg festa í samskiptum Evrópu og Bandaríkj- anna,“ segir Devold. Hún segir að Norðurlöndin þurfi ekki að hræðast þá þróun að augu NATO beinist í auknum mæli austur og suður álfuna. Þau þurfi hins vegar að huga að sínum hagsmunum. Því hafi verið mikilvægt fyrir Noreg að ný sameiginleg stjórnstöð verði stað- sett í Stavanger í Noregi. Það tryggi að Norðurlöndin gleymist ekki. Í nýju stjórnstöðinni mun fara fram þjálfun, skipulagning og um- breyting í tengslum við þau umskipti sem ákveðin hafa verið á starfsemi Atlantshafsbandalagsins, hlutverki þess og skipulagi. Þær breytingar lúta einkum að viðbúnaði og viðbrögð- um vegna hryðjuverkaógnarinnar í samræmi við nýtt hættumat NATO. Hlutskipti Íslands mikilvægt „Það tryggir að við verðum með einn hæfasta her innan NATO og ég tel að hlutskipti Íslands sé mikilvægt í þessu samhengi. Ég vil að Ísland sendi fulltrúa sinn til stjórnstöðvar- innar svo við getum unnið að sameig- inlegum málum,“ segir Devold og bendir á að Íslendingar séu færir við flugumferðarstjórn. Hún segir Noreg og Ísland eiga margt sameiginlegt og fylgist því með viðræðum íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjamenn um framtíð varnar- liðsins í Keflavík. „Þetta eru Norður- landaþjóðir sem liggja að stóru haf- svæði. Við þurfum eftirlit í lofti og orrustuþotur til að verja okkar svæði. Hvernig það er gert í samvinnu við okkar helstu bandamenn þarf að leysa með samningaviðræðum beggja aðila,“ segir Kristin Krohn Devold. Leggur áherslu á aukna hernaðargetu ESB Svend Aage Jensby, varnarmála- ráðherra Dana, segir að mikilvæg ákvörðun hafi verið tekin þegar sam- komulag náðist um að Evrópusam- bandið gæti notast við aðstöðu og búnað Atlantshafsbandalagsins í sín- um hernaðaraðgerðum. Hann segir að það hafi skipt miklu máli. „Eftir það eiga engir árekstrar að verða ef Evrópusambandið getur not- að hernaðargetu sína án þess að það bitni á samstarfi við Bandaríkin innan NATO,“ segir Jensby. Því þurfi ekki að byggja upp nýjar stjórnstöðvar samhliða herstöðvum NATO. Varnar- stefna ESB og NATO styrki því hvor aðra. „Þegar hernaðarlegur styrkur Evrópusambandsins eykst mun það um leið styrkja NATO og öfugt. Þess- ari þróun er ekki lokið en það er skýr krafa innan Evrópusambandsins að auka hernaðargetuna. Það er samt vilji til að gera það í friðsamlegu sam- starfi við Atlantshafsbandalagið,“ segir Jensby. Hann segir eðlilegt að NATO þró- ist í austurátt og hugað sé að örygg- isþáttum sunnar í álfunni. Sovétógnin sé ekki lengur til staðar. Norðurlönd- in verði að taka þátt í þessu starfi til að tryggja öryggis- og varnarmál landanna þegar horft sé framan í nýj- ar ógnir á nýrri öld. Stjórnstöð NATO í Noregi mikilvæg fyrir Norðurlönd Svend Aage Jensby Kristin Krohn Devold Tenging yfir Atlantshafið mikilvægari nú LENI Björklund, varnarmálaráð- herra Svíþjóðar, segir að fyrsti fund- ur norrænu varnarmálaráðherranna í Reykjavík sé „að mörgu leyti athygl- isverður því við munum nú ræða nán- ar um samstarf Íslands við okkur.“ Þegar hún er spurð á hvaða sviðum Norðurlöndin geti helst átt samstarf í öryggismálum segir hún að sam- kennd landanna sé mikil og þau geti tekið höndum saman um ýmis mál, t.d. á sviði friðarumleitana og -gæslu á átakasvæðum, ekki síður en að tryggja eigin öryggi. Auðvelt sé að ræða slík mál þar sem tengslin séu sterk, t.d. á sviði menningar og sögu. Hins vegar sé einnig um að ræða sjálfstæð ríki er fari sínar eigin leiðir. Hvað varðar umræður í Svíþjóð um aðild Svía að NATO segir Björklund að þær skjóti upp kollinum við og við. Hins vegar sé ljóst að ekki sé mikil stemmning fyrir henni. Svíar verði þó að fylgj- ast grannt með allri þróun mála og þeir eigi náið samstarf við NATO. „Auðvitað eru ekki allir þeirrar skoðunar að við eigum að vera áfram utan NATO. Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um þá spurningu hvort öryggi okkar yrði betur tryggt með NATO-aðild. Ég geti ekki séð að sú yrði raunin.“ Þá segir Björklund langa sögulega hefð fyrir því að Svíar standi utan hernaðarbandalaga og það hafi gert þeim kleift að hafa pólitísk afskipti af margvíslegum alþjóðamálum með öðrum hætti en ella. Ef menn fari nú að rugga bátnum sé ekki víst að sú verði áfram raunin. Vissulega hafi ná- grannaríki á borð við Eystrasaltsrík- in tekið ákvörðun um aðild en aðstæð- ur þar séu ólíkar. Rússar hafi nú einnig tekið upp mjög virka samvinnu við NATO en segja megi að það hafi Svíar sömuleiðis gert, þeir geti tekið þátt í flestu því sem NATO gerir. Sví- ar hafi hins vegar ekki áhuga á sam- starfi er feli í sér gagnkvæmar varn- arskuldbindingar. Aðspurð hvort hugsanleg aðild Finnlands myndi einhverju breyta í hennar huga segir hún að svo sé ekki. Finnar hafi aðra sögu og bakgrunn en Svíar. Hins vegar sé líklegt að um- ræður um NATO-aðild yrðu líflegri í Svíþjóð ef Finnar sæktust eftir aðild. Leni Björklund, varnarmálaráðherra Svíþjóðar Sé ekki að NATO-aðild tryggði öryggi betur Leni Björklund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.