Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 13

Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 13 1.000 kr. á mán. í 12 mánu›i Sta›grei›sluver›: 12.001 kr. Ver› á›ur: 17.980 kr. 800 7000 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 1 1 6 150 FRÍMÍNÚTUR Í HVERJUM M ÁNU‹I * Ef flú vilt breyta úr venjulegum heimilissíma yfir í ISDN grei›ir flú ekkert breytingagjald. Kynntu flér nánar kosti ISDN og tilbo› á heimilissímum. Sæktu um síma fyrir 25. september í 800 7000 e›a í verslunum Símans. Fritz ferjald Möguleiki a› tengja allt a› fjóra síma og fá sítengingu vi› Neti› me› ISDN PLUS. Léttkaupsútborgun 1 kr. Tvær línur og hægt a› tala á bá›um í einu. Glæsilegt tilbo› á ISDN • 50% afsláttur af stofngjaldi.* • 150 frímínútur í hverjum mánu›i á kvöldin og um helgar til áramóta. flegar hringt er í heimilissíma hjá Símanum. • Ekkert stofngjald á ISDN PLUS og tveggja mána›a afnotagjald innifali›. • ISDN-notendur Símans geta einnig fengi› sér ADSL-tengingu. Bankastræti 3, sími 551 3635. BIODROGA snyrtivörur Nýja „MOIST“ húðlínan frá BIODROGA er RAKAGEFANDI UPPBYGGJANDI STYRKJANDI NÆRANDI Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Snyrtistofa Lilju, Stillholti Akranesi, Hjá Laufeyju Hjarðarlundi, Akureyri. Þú ert örugg með BIODROGA FYRRVERANDI prestur, sem myrti lækni sem framkvæmdi fóst- ureyðingar, sagðist ekki finna til minnstu iðrunar er hann í gær fékk að tjá sig opinberlega í síðasta sinn áður en dauðadómi yfir honum verð- ur fullnægt í fangelsi á Flórída. Gert var ráð fyrir að hinn dæmdi, Paul Hill, hlyti banvæna sprautu í nótt að íslenzkum tíma fyrir morðin á dr. John Britton og lífverði hans, fyrrverandi flugliðsforingjanum James Herman Barrett. Eiginkona Barretts, June, særðist í skotárásinni, sem framin var árið 1994 fyrir utan heilsugæzlustöð fyrir konur í Pensacola á Flórída. Hill áfrýjaði ekki dauðadómnum. „Því fyrr sem ég er líflátinn, þeim mun fyrr kemst ég til himna,“ sagði Hill í viðtali í gær. „Ég vænti ríku- legrar umbunar á himnum. Ég hlakka til dýrðar. Ég iðrast einskis.“ „Fleiri ættu að taka gerðir mínar sér til fyrirmyndar,“ bætti Hill við. Félagasamtök sem beita sér fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga hafa lýst áhyggjum af því að aftaka Hills kunni að hrinda af stað hefndarárás- um af hálfu annarra ofstækisfullra fóstureyðingarandstæðinga, sem telja að réttlætanlegt sé að beita of- beldi í baráttunni gegn fóstureyðing- um. Þeir séu vísir til að gera píslar- vott úr Hill. Allnokkrum embættis- og stjórnmálamönnum í Flórída hafa borizt hótunarbréf. Iðrast einskis AP Paul Hill talar við blaðamenn í rík- isfangelsi Flórída fyrir aftökuna. Læknismorðingi líflátinn á Flórída Starke í Flórída. AP. NORSK kona hefur verið svipt réttindum til að eiga hund fyrir lífstíð og hefur verið dæmd í sex- tíu daga skilorðsbundið fangelsi eftir að fjórir hundar hennar bitu sjö ára dreng til bana í fyrra. Þá þarf hún að greiða aðstandendum drengsins sem nemur fimm og hálfri milljón íslenskra króna í skaðabætur, að því er fram kemur í Aftenposten. Þann 31. janúar í fyrra fannst hinn sjö ára gamli Johannes Ås- heim látinn eftir að hafa verið bit- inn til bana af fjórum hundum þegar hann var á leið heim úr skólanum. Foreldrar drengsins, Bente og Roger Åsheim, hafa síðan þá bar- ist fyrir því að strangari reglur verði settar um hundahald. Þau munu vera ánægð með dóminn þar sem hann var í samræmi við kröfurnar sem þau settu fram. Norsk kona má aldr- ei aftur eiga hund Eigandi hunda sem drápu 7 ára dreng NÝTT raunveruleikasjónvarp í Frakklandi þar sem stjórnmála- menn eru í aðalhlutverki fellur for- sætisráðherranum, Jean-Pierre Raffarin, ekki alls kostar í geð og hefur hann nú hvatt meðlimi stjórn- ar sinnar til að neita að taka þátt í uppátækinu. Hugmyndin var að gera þátt þar sem fylgst væri með stjórnmála- mönnum umgangast venjulegt fólk í 36 klukkutíma. Sjónvarpsstöðin TV1, sem er einkarekin, myndi síðan sýna valda hluta upptökunnar. Tals- maður ríkisstjórnarinnar átti að leika í fyrsta þættinum en þegar er búið að gera prufuþátt þar sem hátt- settur embættismaður í dómsmála- ráðuneytinu eyddi tíma með ljós- móður í úthverfi Parísar. Nú er ekki vitað hvort af gerð þáttanna verður. Raffarin mun ekki kunna við að stjórnmál séu gerð að skemmtiefni með þessum hætti. „Ráðherrar hafa ekki tíma til að eyða 36 tímum fyrir framan myndavélar. Hvenær eiga þeir eiginlega að vinna?“ sögðu að- stoðarmenn hans í gær. Raunveruleikasjónvarp stjórnmálamanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.