Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 17

Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 17 „ÉG hef verið að brölta í þessu í 25 ár, opinberlega, og ætla að sýna fer- ilinn,“ segir Stefán Geir Karlsson en Listasafn Reykjanesbæjar opnar yf- irlitssýningu á verkum hans í Duus- húsum í Keflavík föstudaginn á Ljósanótt. Stefán Geir ólst upp í Keflavík, „á dósakóki og hamborgurum löngu áð- ur en það varð þekkt fæða hér á landi“, eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann lærði plötu- og ketilsmíði og útskrifaðist síðar sem skipatækni- fræðingur frá Helsingör Teknikum. Hann hefur lengi fengist við myndlist og er einkum þekktur fyrir skúlptúra sem unnir eru undir áhrifum popp- listar. Þannig hefur hann meðal ann- ars stækkað upp hversdagslega hluti og þannig krafið áhorfandann um að horfa á þekkt viðfangsefni öðrum augum en áður, eins og segir í til- kynningu Listasafnsins um sýn- inguna. Meðal þekktra verka eru stærsta dómaraflauta í heimi sem sýnd var þegar HM í handbolta var haldið hér á landi, stærsta blokkflauta í heimi og stærsta herðatré í heimi. Öll þessi verk eru skráð sem met í Heims- metabók Guinness. Stefán Geir segist vera hættur að nenna að skrá heims- met en telur líkur á að tvö verk sem hann sýnir í Keflavík fengju við- urkenningu. Eru það olíutrekt og kokteilglas sem bæði eru væntanlega stærstu sinnar gerðar í heiminum. Staupið er 3,5 metrar á hæð og 2 metrar í þvermál og tekur um 2.000 lítra. Ekkert vín verður í því, aðeins upplýst kokteilber á stöng. „Það á að drekka í sig ljósið á þessum haust- dögum,“ segir listamaðurinn. Verkin eru svo stór að þau komast ekki inn í sýningarsal Listasafnsins í Duus- húsum. Staupið verður í samtengdum sal Byggðasafns Reykjanesbæjar þar sem Bátafloti Gríms Karlssonar er sýndur en olíutrektin verður sýnd úti. Regnbogabassi á torginu Þá er Stefán Geir að útbúa úti- listaverk á hringtorgið í nágrenni Duus-húsa og vonast til að það komist upp fyrir ljósanótt. Er það strengja- stóll af kontrabassa sem hann hefur stækkað vel upp og stingur í hinn frjósama tónlistarjarðveg í Keflavík. Á hann verða síðan festir strengir sem verða lýstir upp í litum regnbog- ans. Segist Stefán Geir meðal annars hugsa til fermingarbræðra sinna, Hljómanna Gunnars Þórðarsonar og Rúnars Júlíussonar, þegar hann vinni að þessu verki. Inni í sýningarsalnum verða um 40 verk, stór og smá. Skúlptúrar og mál- verk. Stefán Geir er ánægður með að hafa fengið boð um að sýna í Lista- safni Reykjanesbæjar. Segir greini- legt að vel sé staðið að rekstri sýning- arsalarins sem sé orðinn sambæri- legur listasöfnunum í Reykjavík og á Akureyri. Sýning Stefáns Geirs Karlssonar verður formlega opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum föstudaginn 5. september klukkan 17. Salurinn er opinn alla daga frá klukkan 13 til 17 og lengur á Ljósanótt. Sýningin stendur til 19. október. Listasafn Reykjanesbæjar með yfirlitssýningu á verkum Stefáns Geirs Karlssonar Stærsta staup í heimi sýnt Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamaðurinn Stefán Geir Karlsson leggur lokahönd á kokteilstaupið í Bergplasti við Súðavog. Honum til aðstoðar er Þorsteinn Berg fram- kvæmdastjóri en hann stendur vinstra megin við staupið. Reykjanesbær LJÓSANÓTT, menningar- og fjöl- skylduhátíð Reykjanesbæjar, hefst í dag. Fjölbreytt dagskrá verður fram á sunnudag en aðalhátíðisdagurinn er á laugardag. Í dag verða fyrstu sýningarnar opnaðar, meðal annars samsýning fé- laga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ, fréttaljósmyndasýn- ing Víkurfrétta og Bærinn minn sem er ljósmyndasýning Sölku Bjartar Kristjánsdóttur sem er fimm ára íbúi í Reykjanesbæ. Formleg opnun ljósanætur verður í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Kefla- vík í kvöld klukkan 20, í tengslum við upphaf hnefaleikakeppni milli Suður- nesjamanna og Dana. Ljósanótt hefst í dag Reykjanesbær UM tuttugu handverks- og lista- menn taka þátt í sýningu Handverks og hönnunar sem verður opnuð í Hafnargötu 20 í Keflavík í dag. Sýn- ingin er liður í dagskrá ljósanátta í Reykjanesbæ. Til sýnis er bæði hefðbundinn list- iðnaður og nútíma hönnun úr fjöl- breyttu hráefni. Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr tré, roði, silki, ull, hör, leir, selskinni, hreindýra- skinni og gleri. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 17 nema laugardaginn 6. september, þá er opið til klukkan 18 og aftur frá 20 til 22 um kvöldið. Sýningin stendur til 14. september. Handverk og hönnun opn- ar sýningu Keflavík EFNI af víkingasýningu Smithson- ian-safnsins í Bandaríkjunum er kom- ið í geymslur hjá Reykjanesbæ. Það verður notað til að setja upp víkinga- sýningu í fyrirhuguðu nausti víkinga- skipsins Íslendings í Njarðvík. „Það er ánægjulegt að þetta skuli vera komið í hús,“ segir Árni Sigfús- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hann gerði á sínum tíma samning við Smithsonian-stofnunina um að fá ým- islegt efni frá víkingasýningu safnsins þegar henni lyki. Sýningin var sett upp á nokkrum stöðum í Bandaríkj- unum og Kanada og sló öll aðsókn- armet. Það sem Smithsonian sendi til Ís- lands er umgjörð sýningarinnar, til dæmis leikmyndir, leikmunir og textaspjöld. Sýningarhaldarar fengu sýningargripi að láni hjá ýmsum söfn- um, meðal annars Þjóðminjasafninu og Árnastofnun. Árni vonast til að hægt verði að fá þessa muni á sýn- inguna í nausti Íslendings. Þar verður skipið sjálft þó aðalsýningargripur- inn. Árni segir að undirbúningur að byggingu sýningarskálans gangi samkvæmt áætlun. Byggingarnefnd- arteikningar séu tilbúnar og verið að undirbúa deiliskipulag. Þá vonast hann til að fjármögnun liggi skýrar fyrir um áramót. Segir Árni að allur undirbúningur miðist við að hægt verði að hefjast handa við fram- kvæmdir í vor. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Munkur og víkingur eru meðal þeirra leikmuna sem bíða eftir að fá varanlegan samastað í nausti Íslendings. Leikmunir fyrir víkinga- sýningu komnir í geymslur Njarðvík ♦ ♦ ♦ GEFINN hefur verið út geisla- diskur með tíu lögum sem nefnd taldi best af þeim áttatíu og fimm sem send voru inn í sönglagakeppni Ljósanætur. Diskurinn er til sölu hjá körfuknattleiksdeild UMFN. Ljósalagið er valið úr þessum tíu lögum og niðurstaðan verður kynnt á kvöldskemmtun í félagsheimilinu Stapa annað kvöld. Almenningi er gefinn kostur á að taka þátt í vali lagsins með því að greiða at- kvæði á Netinu, slóðin er www.tonlist.is. Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar hefur ákveðið vægi á móti áliti fagdómnefndar. Unnt er að greiða atkvæði til klukk- an 18 á morgun, föstudag. Atkvæði greidd um Ljósalagið á Netinu Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.