Morgunblaðið - 04.09.2003, Page 19

Morgunblaðið - 04.09.2003, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 19 Gjöfin þín Gefðu húð þinni þá frábæru meðferð sem hún á skilið. Kannaðu hvað nýjasti farðinn gerir fyrir þig. Sjáðu sjálfa þig í nýju ljósi. Kaupirðu Estée Lauder vörur fyrir 3.800 kr. eða meira í verslunum Lyfju dagana 4.-9. september færðu glæsilega gjöf með eftirfarandi glaðningi:* www.esteelauder.com Perfectionist - hrukkubana Nýtt - Pure Color Lip Vinyl - varaglossi Re-Nutriv varalit Resilience Lift - andlitskremi Estée Lauder Pleasures Intense - edp spray Varalitabursta Fallegri snyrtitösku *meðan birgðir endast (Verðgildi gjafarinnar er kr. 6.500) Tilboðið gildir í Lyfju Lágmúla, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Laugavegi, Lyfju Garðatorgi og Lyfju Setbergi. GJÖFIN ÞÍN Framtíð án elli Perfectionist Correcting Serum for Lines/Wrinkles Sértu að spá í leysigeislameðferð, húðslípun eða hrukkusprautur, því þá ekki að íhuga mildari valkost án retínóls. Perfectionist er fljótvirkt, árangursríkt og áhrifin endast lengi. Uppistaðan í því er hið einstaka BioSync Complex. Eftir daginn: Fíngerðar þurrklínur hverfa. Eftir viku: Dýpri línur grynnka og húðin sléttist. Eftir mánuð: Endurheimtur æskuljómi. Kynning verður í Hagkaup Kringlunni í dag, fimmtudag, föstudag og laugardag. Sérfræðingar veita faglega ráðgjöf og húðgreiningu með Kanebo-tölvunni. Haust- og vetrarlitirnir 2003 KRINGLUNNI LOKIÐ er samkeppni um fegurstu garða og eignir í Ólafsfjarðarbæ. Umhverfismálanefnd bæjarins ákvað að veita viðurkenningar fyr- ir fegurstu garða bæjarins, snyrti- legustu eignina, snyrtilegasta fyr- irtækið og fegurstu götu bæjarins. Þessi samkeppni var endurvakin á síðastliðnu ári með það í huga að hvetja bæjarbúa til að huga vel að sínu nánasta umhverfi sem endur- speglar síðan heildarsvip bæjar- félagsins. Bæjarbúum var gefinn kostur á að taka þátt í þessari sam- keppni með því að senda inn til- nefningar. Umhverfismálanefnd fór síðan yfir þessar tilnefningar og valdi nokkrar úr til að skoða nánar. Úrslitin eru svona í stuttu máli. Fegursta gata bæjarins: Gunnólfs- gata; snyrtilegasta fyrirtækið: Þor- móður rammi – Sæberg hf., og er þá átt við skrifstofuhúnæði fyr- irtækisins á Hornbrekkuvegi 3 (húsið sjálft og lóðin); snyrtilegasta eignin: Hlíðarvegur 61, eigendur Björn Þór Ólafsson og Margrét Toft; og að lokum fyrir fallegasta garðinn: Ólafsvegur 8, eigendur Steinn Jónsson og Sæunn Hjalta- dóttir. Helgi Jóhannsson, formaður um- hverfismálanefndar Ólafsfjarðar, afhenti verðlaunin í félagsheimilinu Tjarnarborg, og sagðist vona til að svona árleg samkeppni yrði liður í að hvetja eigendur húsa og fyr- irtækja í Ólafsfirði til að huga vel að umhverfi sínu. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Björn Þór Ólafsson og Margrét Toft fengu verðlaun fyrir snyrtilegustu eignina árið 2003, Hlíðarveg 61, í samkeppni umhverfismálanefndar. Gunnólfsgata fegurst gatna í bænum Ólafsfjörður GUÐMUNDUR Hjörvar Jónsson varðstjóri í Dalabyggð hefur tekið sér ársleyfi frá störfum og í hans stað er mættur til starfa Jóhannes Björgvin Björgvinsson sem gegnt hefur störfum innan lögreglunnar í 24 ár. Jóhannes er frá Selfossi þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem flokksstjóri hjá sýslumanns- embættinu. Jóhannes er Vestlend- ingum kunnur þar sem hann hefur einnig starfað í Stykkishólmi til nokkurra ára og einnig þar sem son- ur hans býr í Hörðudalnum þar sem hann hefur oft dvalið. Jóhannes hyggst í vetur halda uppi skrifum í dagbók lögreglunnar á polis.is. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Jóhannes mættur til starfa. Kominn á gamalkunn- ar slóðir Búðardalur SÍÐUSTU daga hafa einkennilegar þokumynd- anir verið við Vestmannaeyjar. Eins og sjá má á myndinni af Bjarnarey er eins konar ævintýrablær yfir eyjunni í þessum þokuskrúða. Þetta er ekki svo óalgengt í Vestmannaeyjum en er alltaf sí- breytilegt og nýjar og nýjar myndir af umhverfinu gera lifandi að fylgjast með síbreytileika þess. Morgunblaðið/Sigurgeir Bjarnarey umvafin ævintýralegri og dularfullri þoku á dögunum. Þoka í Eyjum Vestmannaeyjar alltaf á sunnudögumFERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.