Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 25

Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 25 SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra, þökk fyrir hið bráðnauð- synlega rétta skref, þótt stutt sé. Strax kom yfirlýs- ing frá bændum, að mörgum þeirra þótti vænt um þær fréttir. Umhverfisráðherra fær miklu fleiri vini en óvini út á alfriðun rjúpunnar. Jónas Hallgrímsson, rjúpnaskotaframleið- andi á Húsavík, kvartar harðlega yf- ir of stuttum fyrirvara á banninu. Hann hefur framleitt 100–300 þús- und skot á ári ætluð til höfuðs rjúp- unni. Ásgeir Halldórsson hjá Sport- vörugerðinni tók í sama streng. Hann situr uppi með 200 þúsund rjúpnaskot. Hann gerði ráð fyrir að selja rjúpnaskot til smásala fyrir um sjö milljónir. Hér sést bakhliðin á rjúpna- blóðbaðinu mikla í áratugi fyrir hver jól. Rjúpan er sjálf búin að gefa margfaldan fyrirvara um útrýming- arhættu. Enda segja þessir menn, að það hefði verið í lagi að stytta veiðitímann og friða einhver svæði. Þeir vita sem er að rjúpan næst fyrir því. Rjúpnaskytta skrifaði í fyrra um ólöglegar aðferðir margra rjúpna- veiðimanna. Þeir færu upp um fjöll og firnindi á jeppum og vélsleðum, eltu rjúpuna á þessum tækjum, veiddu allan hópinn, hvar sem þær væru margar saman. Ekki þyrftu þeir að bera veiðina, heldur hlaða á jeppana eða sleðann. Í fyrra þóttu veiðisvæði þröng, svo að skotmenn voru í hættu hver af öðrum. Þar fyr- ir utan eru svo óvanir og óskyggnir veiðimenn. Einn skaut kálf á heima- bæjartúni í fyrra. Þegar hann ætlaði að hirða rjúpuna sá hann álengdar hvers kyns var, missti kjarkinn og flúði en kálfurinn dó af sárinu, auð- vitað með miklum þjáningum áður en gengið var fram á hann. Nokkur ár eru síðan álíka skytta skaut tvær rjúpur á bæjarhlaði, fætur undan annarri, en væng af hinni. Mega slík- ir menn þakka fyrir, að verða ekki gáleysismorðingjar. En þetta gefur til kynna hvernig margar rjúpur flýja dauðsærðar. Rjúpnatalning hefur leitt í ljós fyrir löngu að alfriðun er nauðsyn- leg. Nefndir rjúpnaskotasalar kalla þessa þriggja ára friðun rjúpunnar „gífurlegt kjaftshögg“. Það er þeim alveg mátulegt, að fá höggið sjálfir, fyrir öll höglin sem áttu eftir ýmist að særa eða drepa rjúpurnar. Eftir þeim fjölda sem þeir telja hefðu þessi högl dugað til að gjöreyða þeim örlitla rjúpnastofni sem eftir er. Nokkrir kaupmenn hafa strax lof- að að flytja inn rjúpur í þetta – að því er virðist – kjötlausa land. Svo hefir minkur og hettumávar gengið frá fuglalífi landsins, að Íslendingar, og ekki síst ráðamenn, ættu að bæta fyrir forvera sína, sem fluttu inn mink eftir miklar deilur. Ættu þeir sem ráðin hafa að kanna allt, anda-, rjúpna- og gæsadráp. Einnig þarf nú að vernda alla okkar minni staðfugla og vorfuglana líka. Því að hér eru komnir menn margra þjóða, sem skjóta lóur og sumir jafnvel smærri fugla. Jónas Hallgrímsson á Húsa- vík ætti að tileinka sér kvæði nafna síns um rjúpuna: „Ein er upp til fjalla yli húsa fjær“ o.s.frv. Það kvæði hefur kennt mörgu fólki að elska þessa fallegu, friðsömu, vængjuðu veru, sem á sér fjölda óvina í náttúrunn, eins og refi, fálka, erni – og þann versta, minkinn –og hettumáva, sem ganga minkum næst í eggja- og ungaráni. Nú óttast fuglavísindamenn að fuglaskyttur snúi sér í auknum mæli að anda- og gæsaveiðum. Stjórnvöld ættu því að friða þessa jarðarprýði ásamt rjúpunni, þegar Alþingi kem- ur saman næst. Ernir og fálkar hafa verið 50 til 60 ár að ná stofnstærð eftir ofveiði. Þar komu engir óvinir til nema menn. Á því geta þeir séð sem telja, að rjúpnaveiðar hafi ekki mikil áhrif á stofninn, hjá Skotveiði- félaginu, hver sannleikurinn er í því máli, þegar menn keppast hver við annan að græða á dauða rjúpunnar. Menn geta líka séð á því, að hinn varnarlausi rjúpnastofn muni þurfa áratugi til þess að ná aftur góðri stærð. Og ættu menn í því sambandi að eyða skotum sínum á minka og hettumáva, til þess að bæta fyrir brot sín gagnvart rjúpnastofninum, og flýta uppgangi rjúpunnar með því að eyða sem mest óvinum hennar. Hætt er við, ef anda- og gæsa- skyttur fara um fjöll, að rjúpna- skyttur laumi sér þar með. Auðveld- ast verður að ná fram alfriðun rjúpunnar, með því að friða endur og gæsir líka strax í þrjú ár. Þá yrði eft- irlit auðveldara. Eins og Nátt- úrufræðistofnun Íslands hefur bent á eru veiðimenn þeir einu sem hægt er að friða rjúpur, endur og gæsir fyrir. Umhverfisráðherra hafi heiður og þakkir fyrir alfriðun rjúpunnar. All- ar ásakanir fyrir þá ákvörðun eru rangar. Hún gerði það sem hún átti. Rjúpan loksins alfriðuð í þrjú ár Eftir Rósu B. Blöndals Höfundur er rithöfundur. NÁMSFERÐ TIL KÚBU Í NÓVEMBER Brautarholti 4 47. starfsár Sérnámskeið - 6 tímar Tjútt - Tangó - Salsa Social Foxtrott - Suður-amerískir Gömlu dansarnir - Línudans Samkvæmisdansar - Barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna og börn, yngst 4 ára. Dansleikur í lokin. Keppnisdansar Hinir frábæru danskennarnar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir sjá um þjálfunina. 14 vikna námskeið, mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Freestyle/Hipp hopp 10 vikna námskeið, mæting 2x í viku. Erla Haraldsdóttir sér um kennslu á þessu skemmtilega námskeiði. Brúðarvalsinn Einkatímar fyrir verðandi brúðhjón ... bráðskemmtilegt og fjörugt. Fyrir þá sem vilja skella sér í dansinn þá hringið í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 22 daglega fram til mánudagsins 8. september. Kennsla hefst í Reykjavík miðvikudaginn 10. sept. Einnig fer fram kennsla í Mosfellsbæ. Erla Freestyle - Hipp Hopp ÞAKRENNUR Frábært verð! B Y G G I N G AV Ö R U R www.merkur.is 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ljósheimar - glæsilegt útsýni Í einkasölu glæsil. 100 fm íb. á 8. hæð í þessu vandaða lyftuhúsi. Húsið er allt klætt að utan og nær viðhaldsfrítt. Íb. er öll endurnýjuð að innan. Glæsilegt eldhús og baðherb. Parket. Tvennar svalir. Eign í sérflokki. V. 14,8 m. Mávahlíð - mikið endurnýjuð íbúð Í einkasölu falleg mikið endurnýjuð ca 90 fm íbúð á 2. hæð í fallegu frábærlega vel staðs. húsi í Hlíðum. Nýl. eldhús, baðherb. og fl. Parket og flísar. Suðursvalir. Ekki láta þessa íbúð fram hjá þér fara. Áhv. ca 8,1 m. hagst. lán. V. 14,4 m. Völvufell - 4ra herb. á aðeins 10,9 millj. Falleg vel skipulögð ca 110 fm íb. á 3. hæð í nýl. álklæddu fjölbýli m. yfirbyggðum svölum. Nýl. flísalagt baðherbergi. Mjög góð sameign. 3 svefnherb. Mjög góð stað- setning þar sem stutt er í skóla, íþróttahús og aðra þjónustu. Verð aðeins 10,9 millj. Mánaðarlegir fundir Parísar, félag þeirra sem eru einar/einir, eru á Kringlukránni kl. 11.30 f.h. Næsti fundur verður 6. sept. • www.paris.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.