Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Sigríður Svein-björnsdóttir fæddist á Snorra- stöðum í Laugardal í Árnessýslu 12. júní 1908. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga að- faranótt 27. ágúst síðastliðins. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sveinbjörn Eyj- ólfsson, bóndi á Snorrastöðum, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir. Sigríð- ur var elst af tíu systkinum og komust sjö þeirra til fullorðinsára. Auk Sigríðar eru það: Eyjólfur, f. 1909 d. 1966, Jó- hann Grímur, f. 1912, d. 1996, Ragnheiður, f. 1916, Njáll, f. 1917, Tryggvi, f. 1921, d. 1993, og Mar- grét, f. 1931. Sigríður giftist 3. nóvember 1938 Jóni Jóhannessyni, bónda í Skálholtsvík í Hrútafirði, f. 30. apríl 1906. Þeirra börn eru þrjú: 1) Sigurrós Magnea, f. 5. septem- ber 1939. Maki henn- ar er Hilmar Guð- mundsson, f. 2. apríl 1938. Eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Þau eiga tólf barna- börn og eitt barna- barnabarn. 2) Svein- björn, f. 17. nóvember 1942. Maki hans er Jó- hanna Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 8. febrúar 1948. Eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Fyrir átti Sveinbjörn einn son sem nú er látinn. 3) Jóhannes, f. 22. október 1944. Maki hans er Birna Hugrún Bjarnardóttir, f. 27. september 1957. Eiga þau fjögur börn. Sig- ríður var húsmóðir í Skálholtsvík í Hrútafirði mestan hluta ævi sinnar. Síðustu árin dvaldi hún á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Útför Sigríðar verður gerð frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigríður tengdamóðir mín hefur nú kvatt þetta jarðlíf eftir langa og starfsama ævi. Hún var ævinlega kölluð Sigga og oftar en ekki Sigga Sveinbjörns til aðgreiningar frá öðrum Siggum. Okkar kynni hófust vorið 1970 þegar ég kom sem kaupakona til þeirra hjóna Siggu og Nonna. Sigga réð ríkjum innan- húss og var ég þar undir hennar verkstjórn. Hún lagði mikla áherslu á að kenna mér vinnuhagræðingu og talaði oft um að ég ætti að spara mér sporin eins og ég gæti. Það var gott að vinna með Siggu og hún kenndi mér margt sem ég bý að enn í dag. Á sumrin var stóra húsið í Skálholtsvík oftar en ekki fullt af fólki; heimafólki, kaupafólki og gestum. Þá var Sigga í essinu sínu því hennar líf og yndi var að gefa fólki að borða og það gerði hún skammlaust. Mér er minnisstætt að ég gat engan veginn hneppt að mér buxunum þegar ég fór heim eftir fyrsta sumarið mitt og því gat ég ekki farið út úr bílnum alla leiðina til Reykjavíkur. Í stóra húsinu í Skálholtsvík var ég kaupakona í nokkur ár. Þar var yndislegt lítið samfélag þar sem fólk af öllum aldri var samankomið við leik og störf. Húsið var fullt af hlýju og allir voru mikilvægir í þessu samfélagi. Sigga átti sinn þátt í að skapa það andrúmsloft sem var í húsinu. Nokkru síðar hafði ég hlutverka- skipti og varð tengdadóttir Siggu og Nonna. Sigga reyndist mér góð tengdamóðir og bar hag minn mjög fyrir brjósti. Tvö eldri börnin okkar Jóa, Fura Ösp og Burkni Reyr, sóttu mjög í að vera í sveitinni hjá ömmu og afa og má segja að þau hafi alist þar upp að miklu leyti. Sigga var alltaf til staðar inni við, tilbúin í spjall eða spil. Hún sá um að reiða fram fimm máltíðir á dag á réttum tímum. Hún veitti þeim ör- yggi og hlýju og þeim leið alltaf best í sveitinni. Þegar þau skiluðu sér í foreldrahús að hausti þurfti ég oft á minna þau á að nú væru þau ekki lengur á fjögurra stjörnu hót- eli. Sigga var rúmlega sjötug þegar krakkarnir fóru að vera í sveitinni og virtist hún ekki hafa mikið fyrir því að leyfa þeim að vera þótt þeim fylgdi aukin vinna, fyrirhöfn og fyr- irferð. Dóri, afabróðir þeirra bjó líka í Skálholtsvík á þessum tíma og í þessu samfélagi með gamla fólk- inu öðluðust þau lífssýn og reynslu sem ekki verður frá þeim tekin. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mörgum árum síðar fæddust tveir yngri synir okkar Jóa. Þeir muna óljóst eftir ömmu og afa þeg- ar þau bjuggu í Skálholtsvík og kalla Siggu því ömmu á Hvamms- tanga. Hún kom nokkrum sinnum til Reykjavíkur eftir að þeir komust til vits og ára og þeim fannst það alltaf jafn gaman og tilkomumikið að fá ömmu í heimsókn því þá gisti hún í margar nætur og fyrir þeim var hún ákveðin upplifun. Hún var öðruvísi af því hún var svo gömul. Hún var kyrr og sýnileg. Hún var heima allan daginn og lagði sig oft. Það fylgdi henni staðfesta og ró. Sigga var ættuð frá Snorrastöð- um í Laugardal og þar var hún fædd og uppalin. Hún bar sterkar taugar til átthaga sinna og sagði alltaf „heim“ í Laugardal þegar hún ræddi um æskuslóðir sínar. Henni þótti ákaflega vænt um skyldfólk sitt og bar hag þess fyrir brjósti. Hún naut þess mjög að heimsækja sitt fólk í Laugardalinn. Þau Sigga og Nonni höfðu búið saman í rúm 60 ár þegar Nonni féll frá sumarið 1999. Þá höfðu þau gengið saman í gegnum súrt og sætt og séð á bak mörgum sam- ferðamönnum í gegnum tíðina, meðal annarra sáu þau á bak tveim- ur barnabörnum sem dóu ung. Það er óhætt að segja að þau hjónin hafi lifað tímana tvenna. Sú lífreynsla sem þau bjuggu yfir gerði þau sterk og æðrulaus. Haustið 1999 flutti Sigga frá Skálholtsvík á Sjúkrahúsið á Hvammstanga og dvaldi þar síð- ustu æviár sín. Þar var vel hugsað um hana og þar leið henni vel. Nú þegar ég kveð ástkæra tengdamóður mína er mér efst í huga virðing og þakklæti. Ég dáist að æðruleysi hennar. Hún kvartaði aldrei, var alltaf nægjusöm, glöð og þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að og fyrir það sem hún var mér og mínu fólki. Guð blessi minningu hennar. Birna Hugrún Bjarnardóttir. Nú er hún Sigga syst, eins og hún gjarnan var kölluð af okkur systrunum, sofnuð svefninum langa eftir 95 viðburðarík ár og hefur haldið á vit nýrra ævintýra. Hún var elst af 10 systkinum og er mamma okkar sú yngsta í þeim hópi. Frá því við fyrst munum eftir henni bjó hún norður í Hrútafirði á bænum Skálholtsvík með Nonna sínum og mági, honum Dóra. Marg- ar hlýjar og góðar minningar tengj- ast þeim stað, sem þótti afar langt í burtu frá höfuðborginni fyrir okkur borgarbörnin, og komum við iðu- lega í heimsóknir með foreldrum okkar þangað á sumrin. Að koma þangað var eins og koma í „alvöru“ sveit. Stóra, hvíta steinhúsið er það fyrsta sem kemur í hugann og hef- ur að geyma mikla sögu, auk fjölda minninga þar sem andi liðinna sálna sveimar um. Mikil virðing var yfir þessu húsi, og var ávallt mikill gestagangur með nóg pláss fyrir alla sem langt komu að og gestrisni Siggu og Nonna með sitt hlýlega viðmót var ætíð til fyrirmyndar. Við minnumst þeirra hjóna með hlýju í hjarta. Drífa var sú heppna af okk- ur systrunum að kynnast þeim mjög náið er hún fór tvö sumur þangað í sveit og var það bæði þroskandi og ljúfur tími sem hún geymir vel í sínu bernskuminni. Þegar að kveðjustund kom hjá henni á haustin, kvaddi hún þau ævinlega með tárin í augunum. Sigga og Nonni voru einstaklega samhent og skemmtileg hjón og aldrei nein lognmolla í kringum þau. Þau voru bæði vinnusöm og lærði maður mikið af þeim, og þeirra verkum. Aldrei máttu þau aumt sjá, hvorki hjá fólki né dýrum. Nú kveðjum við hana Siggu syst, elskulegu frænku okkar, hinstu kveðju, með söknuði og vottum við börnum hennar, tengdabörnum og öllum aðstandendum innilega sam- úð. Guð blessi minningu þessarar góðu konu sem við kveðjum með þessu versi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Drífa, Ragnheiður og Rakel. Ég held að manni þætti það tölu- vert mál ef nokkrir vinir og vanda- menn myndu tilkynna manni að þeir ætluðu sér að „droppa“ í heim- sókn með alla fjölskylduna í nokkra daga og nætur. Þetta tíðkast al- mennt ekki hér í þéttbýlinu nú til dags, en var aftur á móti alvanalegt í Skálholtsvík hjá Siggu og Nonna og þótti ekki tiltökumál. Gestrisni þeirra var annáluð. Sigga stóð í stafni, tók á móti öllum með bros á vör, eldaði, bjó upp rúm og snerist í kringum gestina á alla mögulega vegu. Handtökin voru óteljandi, en aldrei man ég eftir að hafa séð hana pirraða eða neikvæða þrátt fyrir mikið álag. Hún hafði einstaklega gaman af fólki og naut þess að spjalla við gestina. Sérstaklega ljómaði hún ef börn hennar, barna- börn, systkini eða ættingja úr Laugardalnum bar að garði. Mig grunar að hún hafi í huganum aldr- ei almennilega flutt burt úr Laug- ardalnum, þar sem hún átti sínar bernskuminningar. Hugur hennar var oft hjá ætt- ingjum og vinum og hún spurði ávallt frétta af öllum þegar maður kom í heimsókn. Ég, eins og faðir minn heitinn og mjög margir aðrir, átti því láni að fagna að fá að vera í sveit hjá Siggu og Nonna í Skálholtsvík. Svein- björn og Jóa höfðu þá hafið búskap og öllu þessu fólki á ég það að þakka að hafa kennt mér að vinna. Það verður seint endurgoldið. Ég mun minnast Siggu í Skálholtsvík með einstakri hlýju og þökk fyrir trygglyndi og vináttu við fjölskyldu okkar öll þessi ár. Helgi Jóhannesson. Haustið 1967 varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara til Siggu og Nonna í kaupavinnu. Var ég hjá þeim hjónum tvö sumur og þau eru stór í minningunni. Það eru forréttindi að hafa fengið að komast í vist hjá þeim hjónum, læra af þeim og öðlast vináttu þeirra, en þau bjuggu þá í sambýli við Dóra, bróður Nonna. Þetta var á þeim ár- um sem ekkert var rafmagnið, og menn skemmtu hver öðrum með því að vera saman, spila og njóta þess sem umhverfið hafði upp á að bjóða. Þótt áratugir skildu okkur að varð okkur vel til vina. Sigga varð mér sem önnur mamma og hún var vinkona mín í sveitinni. Við gengum fjörur, tíndum steina, tíndum ber, spiluðum og seinna þegar ég kom í heimsóknir með Óla son minn spil- uðum við og drukkum kaffi. Þessi sumur í Skálholtsvík voru ótrúleg. Matur var oft pantaður úr kaup- félaginu og þegar óvænta gesti bar að garði var farið inn í búr og þar voru niðursuðukrukkur með kálfa- kjöti, því besta sem til var. Grá- sleppan var líka sú besta sem til var og selkjötið var það besta sem til var. Reykhús var við bæinn, þar var reykt hangikjöt og rauðmagi. Rauðmaginn var borðaður kaldur ofan á brauð; rúgbrauð sem Sigga bakaði. Sigga var ættrækin, hún var elst systkina sinna, hún átti marga ætt- ingja og vini og á þessum árum var gestkvæmt í Skálholtsvík. Hún var ákveðin í skapi, örugg í fasi, ástrík og hlý og stríðnin var aldrei langt undan. Ótal margs er að minnast frá samverustundum okkar, minning- arnar ylja. Ég kveð kæra vinkonu með hlýju í huga. Það var gæfa lífs míns og minnar fjölskyldu að kynnast henni. Hvíl þú í friði elsku Sigga. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórdís. SIGRÍÐUR SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Magnús RagnarÞórarinsson fæddist í Reykjavík 29. sept. 1931. Hann lést á Landakoti 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragna V. Magnúsdóttir, f. 18.10. 1911, d. 13.3. 1989, og Þórarinn S. Björnsson, f. 12.9. 1914, d. 15.2. 1998. Magnús Ragnar var eina barn þeirra. Magnús var í sam- búð með Grétu V. Jónsdóttur, f. 30.1. 1943. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Jón Arnar Magnússon, f. 18.12. 1964, í sambúð með Jónínu Páls- dóttur, f. 2.9. 1966, og eiga þau Magnús Pál, f. 30.12. 1999. Af fyrri sambúð á Jón Arnar Þorkel Diego, f. 7.8. 1992, og Bryndísi Diego, f. 1.4. 1994. Móðir þeirra er Dóra Björg Þorkels- dóttir, f. 27. feb. 1966. Magnús Ragnar ólst upp í Reykjavík og er gagnfræðing- ur frá Ingimars- skóla. 1953-1956 stundaði hann nám í Norður-Ameríku í Technical Institute og Themple Uni- versity, Phila- delphia PA, USA. 1956-1959 starfaði hann í Chicago á rannsóknar- stofu við efnarannsóknir. Frá 1959 starfaði hann lengst af sem sölumaður og hjá nokkrum hrað- frystihúsum hér á landi. Útför Magnúsar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Nú er komið að kveðjustund, takk fyrir allt og blessuð sé minning þín, hún geymist í hjarta mínu. Þinn sonur, Jón Arnar. Elsku tengdapabbi. Mig langar í fáum orðum að þakka fyrir frábær kynni og góð ár. Ég veit að síðasta ár var þér mjög erfitt og þú vissir hvert stefndi og ræddir það við okkur. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér á spítalanum, þú sást alltaf spaugilegu hliðina. Þér fannst nú þetta vera vesen stundum og vildir bara fara heim. Ég man stundirnar þegar þú sagðir mér frá árunum í Chicago, þar keyptir þú sko tvenn jakkaföt á verði eins. Þú varst alltaf fínn í tauinu, fórst ekki út nema í jakkafötum, pússuðum skóm og með hatt. Enda sagði Magnús Páll alltaf: Afi með hattinn. Ég veit að þér þótti mjög vænt um afabörnin þín og vildir alltaf fá að fylgjast með þeim. Að leiðarlokum kveð ég mann sem mér þótti afar vænt um og bið Guð að geyma þig og varðveita. Ástarþakkir fyrir allt. Jónína. Elsku Magnús afi. Guð geymi þig. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Þín barnabörn, Þorkell, Bryndís og Magnús Páll. MAGNÚS R. ÞÓRARINSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.