Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 44

Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 44
KVIKMYNDIR 44 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ IÐNÓ fim, 4. sept kl. 21, Opnunarsýning, UPPSELT, fim, 18. sept kl. 21, sun, 21. sept kl. 21, fim, 25. sept kl. 21. Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði lau 13. sept kl. 21. Örfá sæti Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren forsala aðgöngumiða er hafin Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 - UPPSELT Lau 20/9 kl 14, Su 21/9 kl 14. - UPPSELT Lau 27/9 kl 14, Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Lau 6/9 kl 20, - UPPSELT, Su 7/9 kl 20, - UPPSELT, Lau 13/9 kl 20 Allra síðustu sýningar Nýja sviðið KVETCH e. Steven Berkoff Í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20 UPPSELT, Fö 5/9 kl 20,- UPPSELT, Mi 10/9 kl 20,- UPPSELT, Fi 11/9 kl 20,- UPPSELT, Fö 12/9 kl 20,- UPPSELT, Aðeins þessar aukasýningar NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Lau 6/9 kl 20, Su 7/9 kl 20, Lau 13/9 kl 20 Su 14/9 kl 20 Allra síðustu sýningar Litla sviðið Sala áskriftarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 VERTU MEÐ Í VETUR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 UPPSELT AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 UPPSELT 31. og 32 SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 UPPSELT 33. SÝNING FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 UPPSELT 34. SÝNING SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 35. SÝNING SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 36. SÝNING MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 37. SÝNING ÞRIÐJUDAGINN 23/9 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI!                                                   Tónleikum aflýst Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Vegna veikinda fiðlusnillingsins Maxim Vengerov falla niður tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem fara áttu fram í kvöld kl. 19.30. Miðar á tónleikana fást endurgreiddir í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói, eða í síma 545 2500, ef um kreditkortagreiðslu er að ræða.                          ! "   # $% &   # $% '   $   % $  !!%' %  (  ) *+,  !-  . / 0   0! 1! $ '2 '/' 2 LEIKSTJÓRINN Paul Green- grass og samstarfsteymi hans legg- ur upp í krefjandi verkefni með gerð þessarar sannsögulegu kvik- myndar um atburðinn sem kenndur er við blóðuga sunnudaginn eða Bloody Sunday. En svo var sunnu- dagurinn 30. janúar 1972 nefndur eftir að blóðbað varð á götum Derry-borgar á Norður-Írlandi í kjölfar fjöldagöngu sem farin var á vegum mannréttindasamtaka Norð- ur-Írlands til að krefjast þess að borgaraleg réttindi kaþólskra íbúa landsins yrðu virt undir stjórn sam- bandssinna. Bresk yfirvöld höfðu bannað allar kröfugöngur vegna vaxandi ókyrrðar á svæðinu (m.a. í tengslum við aðgerðir Írska lýð- veldishersins, IRA) og kölluðu til herlið til að hindra gönguna. Gang- an fór fram að mestu með frið- samlegum hætti en glundroði skap- aðist er fámennur hópur klauf sig úr göngunni og gerði aðsúg að her- liðinu. Áður en yfir lauk höfðu þrettán óvopnaðir borgarar verið skotnir til bana af fallhlífarhersveit- um breska hersins og á annan tug særður. Þó svo að atburður þessi hafi lifað í fersku minni kaþólikka á Norður- Írlandi og endurómað í frægu og samnefndu lagi írsku rokksveitar- innar U2 (sem jafnframt er titillag myndarinnar) eru margir sem hafa aðeins óljósa vitneskju um hann. Markmið kvikmyndagerðarmann- anna er því skýrt, þ.e. að minna á það ofbeldi sem framið var á sak- lausum borgurum þennan dag, og lýsa atburðinum frá sjónarhóli fórn- arlambanna. Skýring breskra yfir- valda á atburðinum var á allt annan veg en þar var haldið fram að liðs- menn IRA hefðu hafið skothríð, og að skothríð fallhlífarhersveitarinnar hefði verið beint gegn vopnuðum óróaseggjum. Þessi skýring hefur verið tekin til endurskoðunar í kjöl- far viðamikillar rannsóknar sem efnt hefur verið til á málinu. Út frá kvikmyndalegu sjónhorni má spyrja hvort leikstjóranum sé ekki nokkur vandi á höndum, að búa til leikna kvikmynd um eitthvað sem áhorfendur vita nokkurn veg- inn fyrirfram hvernig muni enda, og er í raun einkar kvíðvænlegt áhorfs. Þetta tekst hins vegar einkar vel hjá Greengrass og er miðillinn not- aður á hugvitssamlegan hátt við að koma efninu til skila. Eitt helsta einkenni myndarinnar sem heildar er sú stígandi sem byggð er upp fyrir og í kringum atburðinn sjálfan og heldur áhorfendum límdum við sætið. Með stuttum, samsettum myndskeiðum og kvikmyndatöku þar sem haldið er á myndavélinni eru sköpuð áhrif heimilda- eða fréttamyndar, og eftir því sem á líð- ur er með þessum hætti skerpt á til- finningunni fyrir glundroða og skelfingu. Notkun dempaðra lita og vandlega útfærðrar sviðsmyndar þar sem leitast er við að fanga tíð- aranda áttunda áratugarins skapar einnig tilfinningu fyrir að um tökur frá vettvangi sé að ræða. Frásagn- arrými myndarinnar er síðan notað framan af til þess að kynna ólíka að- ila er að atburðinum komu, og varpa ljósi á ólíkt hugarfar og við- horf borgaranna og hernaðaryfir- valda. Miðpunkturinn í frásögninni er þó að mörgu leyti festur við þing- manninn og mótmælandann Ivan Cooper sem átti þátt í að skipu- leggja gönguna, en atburðarásin sem framsett er í myndinni er að nokkru leyti byggð á frásögnum Coopers og annarra er upplifðu at- burðina, auk gagna úr rannsókninni sem stendur yfir. Cooper er leikinn á kraftmikinn hátt af James Nesbitt og í þeirri persónu kjarnast viðhorf um gildi friðsamlegra og lýðræð- islegra aðferða við lausn deilumála og vörslu mannréttinda. Þannig er í kvikmyndinni ekki eingöngu leitast við að sýna atburði blóðuga sunnu- dagsins, heldur benda á hversu af- drifaríkar ofbeldisaðgerðir breskra yfirvalda gagnvart lýðræðislegum mótmælum borgaranna reyndust. Eftir blóðbaðið glötuðu margir kaþ- ólikkar á Norður-Írlandi trúnni á gildi þess að beita friðsamlegum mótmælum og herskáar baráttu- aðferðir IRA fengu aukinn byr. Að þessu leyti á kvikmyndin skýrt erindi í stjórnmálaumræðu samtímans, og þá ekki aðeins í sam- hengi við ástandið á Norður-Írlandi heldur heimsbyggðina alla, ekki síst átökin í Mið-Austurlöndum þar sem stigmögnun haturs og ofbeldis gerir friðarumleitunum sífellt erfiðara fyrir. Að lokum er vert að átelja stjórn- endur kvikmyndasýningarinnar fyr- ir að gera sælgætissöluhlé á mynd- inni, oftast er slíkt óviðeigandi, en í þessu tilfelli nær eyðilagði það upp- lifunina á kvikmyndinni. Klippt var á atburðarásina um það leyti sem kröfugangan var að hefjast en ákveðin stigmögnun andrúmslofts hafði verið byggð vandlega upp. Þetta ber merki um mikið skilnings- leysi gagnvart því sem verið var að gera í kvikmyndinni og efast ég reyndar um að áhorfendum hafi verið poppkorn ofarlega í huga þeg- ar þarna var komið sögu, enda stóðu fáir upp í hléinu og gat ég ekki séð að nokkur maður í salnum sneri aftur með popp til að maula yfir blóðbaðinu. Það framtak að sýna þessa áhrifaríku kvikmynd er þó lofsamlegt og er Blóðugur sunnudagur aðeins ein af mörgum frábærum myndum sem íslenskum kvikmyndahúsagestum gefst færi á að sjá á Breskum bíódögum. Myrkur dagur í sögunni Mótmælandinn Ivan Cooper er leikinn á kraftmikinn hátt af James Nesbitt „og í þeirri persónu kjarnast viðhorf um gildi friðsamlegra og lýðræðislegra aðferða við lausn deilumála og vörslu mannréttinda“. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Breskir bíódagar Leikstjórn og handrit: Paul Greengrass. Kvikmyndataka: Ivan Strasburg. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Tim Pigott-Smith, Nicholas Farrell, Gerard McSorley, Kathy Kiera Clarke, Declan Duddy. Lengd: 107 mín. Írland/Bretland. Paramount Classics, 2002. Blóðugur sunnudagur / Bloody Sunday Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.