Morgunblaðið - 04.09.2003, Side 48
ÁSGEIR Óskarsson þarf náttúr-
lega ekkert að kynna sérstaklega
sem slíkan, svo kunnuglegur er
hann orðinn landsmönnum sem
einn mikilvirkasti trymbill lands-
ins. Dagvinnan, ef svo mætti að
orði komast, er svo hjá Stuðmönn-
um en þess fyrir utan er Ásgeir
allra handa tónlistarmaður, sem
þarf þá eðlilega að finna sköpun
sinni farveg eins og aðrir slíkir.
Fyrsta platan hans, Veröld smá og
stór, kom út fyrir tæpum átta ár-
um, eða 1995. Lengi var því von á
einum en eins og Ásgeir útskýrir
þá gefur flandur hans um allar
jarðir vegna trommuanna honum
lítið færi á að sinna eigin tónlist-
arsköpun. Hann sinnir tónlistar-
gyðjunni því í hjáverkum og segir
að þetta sé í raun eins og stórt
áhugamál.
„Ég hef t.d. verið að taka upp
þessa plötu síðan árið 2000,“ segir
Ásgeir. „Þegar ég byrjaði á henni
var ég búinn að semja öll þessi lög
og útsetja. Það var allt klárt nema
upptökur og textar. Ég hefði getað
gert þetta á viku ef aðstæður
hefðu boðið upp á það. En þetta
var hins vegar hliðarverkefni sem
ég sinnti bara þegar ég átti frí.
Maður fór kannski og tók tromm-
ur í tvö lög og síðan gerði maður
ekkert í einn eða tvo mánuði. Þá
fékk maður kannski bassaleikara
til að spila eitthvað smávegis
o.s.frv.“
Er ekki Phil Collins
Ertu að upplifa þig sem ein-
hvers konar Phil Collins vegna
þessarar tilteknu athafnasemi?
„Ég segi það nú ekki ... Ég hef
alltaf samið tónlist, allt síðan ég
lærði fyrsta gripið. Áður en ég
byrjaði að spila á trommur lék ég
á bassa og gítar. Þetta er bara
eitthvað ... það koma lög og það
koma hugmyndir. Þetta er einhver
þörf og svo langar mann auðvitað
til að koma þessu frá sér.“
En þú virðist ekki hafa neina
þörf fyrir að vera með einhverja
trommufimleika ...
Ásgeir Óskarsson fer „Áfram“
Gengið alla leið
Það er ekki algengt að
trommarar gefi út sóló-
plötur. Hvað þá að þær
verði tvær. Arnar Egg-
ert Thoroddsen ræddi
við Ásgeir Óskarsson
vegna nýrrar plötu hans
sem hann kallar Áfram.
Morgunblaðið/Þorkell
Ásgeir Óskarsson, kaffistofu Morgunblaðsins, 1. september 2003.
„Nei. Ég hef enga þörf fyrir
það. Mér finnst það alveg hræði-
lega leiðinlegar sólóplötur, þegar
maður heyrir í einhverjum bassa-
leikara eða trommuleikara þar
sem þeir eru bara að sýna hvað
þeir kunna. Það er almennt leið-
inlegt að hlusta á þannig æfingar.“
Ertu fullkomnunarsinni þegar
þú vinnur að tónlist?
„Nei ... það eru a.m.k. margir
verr haldnir en ég að því leytinu
til (hlær). En auðvitað upp að ein-
hverju vissu marki.“
Hver er munurinn á þessari
plötu og þeirri síðustu að þínu
mati?
„Fyrri platan var fyrsta platan
mín og innihélt efni sem var samið
á mun lengri tíma. Þessi er meiri
heild finnst mér því lögin eru sam-
in á mun styttra tímabili. Þegar ég
var búinn með fyrri plötuna þá fór
allt af stað, hvert lagið kom á fæt-
ur öðru eins og það hafi losnað um
eitthvað. Það er voða gott að láta
það sem maður hefur verið að
setja saman frá sér. Þá virðist
þörfin fyrir að skapa meira eflast.“
Gaman af þessu
Hvar fóru upptökur fram?
„Ég tók eitthvað af þessu upp í
Stúdíó Stöðinni en annars tek ég
þetta mest upp heima hjá mér. Ég
er með Pro-Tools þar. Það er mjög
þægilegt að hafa þetta svona við
höndina.“
Sumum finnst einkennilegt þeg-
ar hæglátir trommarar ákveða að
stíga fram, eins og þú gerir. Hvað
finnst þér um það?
„Ja ... þetta er nú bara út af því
að ég sem þessa tónlist. Og ég veit
ekki hvaðan sú þörf kemur ... ég
veit að minnsta kosti að ég mun
ekki græða á þessu! Eða að öllum
líkindum ekki (hlær). En mér
finnst mjög gaman að vinna í
hljóðveri og mér finnst mjög gam-
an að garfa í þessu efni mínu. Svo
þegar ég er búinn að fullklára eitt-
hvað og er orðinn sáttur, er þá
ekki bara málið að ganga alla
leið?“
Ásgeir Óskarsson mun kynna
plötuna í kvöld á Gauknum. Tón-
leikarnir hefjast kl. 23.00. Með
honum leika Eyþór Gunnarsson,
Karl Olgeirsson, Kristján Edel-
stein, Haraldur Þorsteinsson,
Lárus Grímsson, Sigfús Ótt-
arsson og Margrét Guðrún-
ardóttir.
arnart@mbl.is
48 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TÍMABIL og kynslóðir eiga sér
gjarnan óvættir sem á einhvern máta
tala til samtíðarinnar og birtast í kvik-
myndum sem fjalla óbeint um málefni
líðandi stundar. Er þar sjónum gjarn-
an beint að þeim hlutum sem á hverj-
um tíma skjóta fólki skelk í bringu,
eru nýir og óvanalegir eða einfaldlega
ævafornir en taka á sig nýjar birting-
armyndir í breyttri samfélagsgerð. Á
sjötta áratugnum birtist atómógnin í
formi stökkbreyttra dýrategunda,
gjarnan úr skordýraríkinu, og ný-
fædd kvenréttindahreyfingin varð
nokkru síðar fyrir barðinu á jafn ólík-
um meisturum og Alfred Hitchcock
og H.G. Lewis. Á ofanverðum áttunda
áratugnum og öndverðum þeim ní-
unda tók hins vegar ný tegund
skrímsla að verða áberandi og beindi
hún skemmdarhvöt sinni gegn ærsla-
fullum unglingum, holdgervingum
nýfundins frjálsræðis ungu kynslóð-
arinnar í vímuefna- og kynferðismál-
um. Voru þar á ferðinni fjöldamorð-
ingjar sem oftar en ekki voru gæddir
yfirnáttúrlegu feigðarleysi, voru í
senn ódrepandi og óseðjandi, en áttu
það sameiginlegt að þyrma engu því
ungviði sem hætti sér utan viðunandi
hegðunarmarka. Kynþokkafullar
barnapíur og ölsullandi unglingspiltar
voru vinsælustu fórnarlömbin, og gat
það talist nokkuð víst að ef leiðir þess-
ara tveggja persónugerða lágu saman
væri voðinn vís. Frægustu söguhetjur
þessarar myndategundar, þeir Jason
Vorhees og Freddy Krueger, leiða nú
saman hesta sína í kvikmynd sem
skeytir saman tveimur lífseigum
hrollvekjumyndaröðum í eitt allsherj-
arblóðbað. Þar eru á ferðinni Friday
the 13th-myndaröðin sem telur ein tíu
bindi og Nightmare on Elm Street-
röðin sem ekki hefur gengið alveg
jafn lengi en hefur þó sprengt af sér
einar sex eða sjö framhaldsmyndir.
Ýmislegt gerir fund þennan býsna
áhugaverðan þrátt fyrir að auðvelt sé
að ímynda sér að þeir sem þekkja
hvorugan bálkinn af eigin raun láti
sér fátt um finnast. Vinsældir þessara
blóðheitu varga eru miklar, sérstak-
lega náðu myndirnar um Freddy
Krueger alþjóðlegri hylli, en það sem
fyrst og fremst gerir illdeilur þeirra á
milli spennandi er hversu ólíkir þeir
Jason og Freddy eru. Vissulega eiga
þeir drápseðlið sameiginlegt en í raun
starfa þeir á tveimur gjörólíkum
hryllingssviðum. Freddy hefur
munninn fyrir neðan nefið, nýtur
hryssingslegra brandara og tvíræðra
orðaleikja, en Jason segir aldrei neitt.
Er með öðrum orðum þögull sem
gröfin. Kjörlendur hins fyrrnefnda
eru hin borgaralegu úthverfi en sá
síðarnefndi fullnægir mállausri
hefndarþrá í skógivöxnum hlíðum af-
skekktra sumardvalarstaða. Síðast en
ekki síst er Freddy draumavera og á
sér ekki veraldlega birtingarmynd
meðan Jason er holdlegur fram úr
hófi, íturvaxið karlmenni sem
þrammar um efnisheiminn af slíku til-
litsleysi að helst líkist illgjarnri jarð-
ýtu. Í þessu samhengi er einmitt
freistandi að túlka Jason sem hold-
gervingu sjálfs dauðans þar sem hann
silast áfram og nær sínu fram með
þolinmæði og seiglu; enda þótt hann
hreyfist hægt verður hann ekki
umflúinn, meðan Freddy, drauma-
prinsinn, líkist einna helst freudískri
martröð hvatalífsins sem útbúin er
rakvélarblöðum og taumlausri mein-
fýsni. Þegar þeim félögum lendir loks
saman, eftir ítarlega og helst til langa
forsögu, tekur myndin líka mikinn
vaxtarkipp, endurtekningar á vel
þekktum atriðum úr eldri myndum úr
hvorum flokki víkja fyrir útsjónar-
samri ofbeldisveislu þar sem vondur
meiðir verri, og illmennin níðast hvert
á öðru þar til áhorfandinn stendur á
öndinni. Þarna uppfyllir myndin líka
væntingar þeirra sem þekkja til for-
veranna, skrímslaslagur þar sem fátt
er dregið undan hrekur söguþráðinn
svokallaðan á flótta og veraldleg og
andleg illska renna saman í nokkurs
konar blóðgraut. Þetta er mynd sem
erfitt er að mæla með fyrir þá sem
ekki hafa meðtekið horrorkúltúr síð-
ustu tveggja áratuga, en þeim sem
svo hafa gert er hér boðið upp á fyr-
irtaks skemmtun.
Það virðist ennþá líf í Freddy gamla Krueger.
Skrímsli takast á
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn
Leikstjórn: Ronny Yu. Handrit: Damian
Shannon og Mark Swift. Aðalhlutverk.
Robert Englund, Ken Kirzinger, Monica
Keena, Jason Ritter. Lengd: 97 mín.
Bandaríkin, 2003.
Freddy á móti Jason / Freddy vs. Jason
Heiða Jóhannsdóttir
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
KRINGLAN
Sýnd kl .6, 7, 8, 9 og 10. B.i. 12.
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“stórkostleg”!
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“stórkostleg”!
Frábær tónlist,
m.a. lagið Times
like these með
Foo Fighters
Sýnd á klukkutíma fresti
KVIKMYNDIR.IS
NÓI ALBINÓI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
KVIKMYNDIR.IS
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
Sýnd. kl. 6. Enskur texti - With english subtitles
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“ stórkostleg”!
KVIKMYNDIR.COM
Skonrokk FM 90.9
Ofurskutlan Angelina
Jolie er mætt aftur
öflugri en nokkru
sinni fyrr í
svakalegustu
hasarmynd sumarsins!
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.
PURE
Sýnd kl 6.
LUCKY BREAK
Sýnd kl. 5.50.
CROUPIER
Sýnd kl. 8.
THE MAGDALENE SISTERS
Sýnd kl. 8.
BLOODY SUNDAY
Sýnd kl. 8.
SWEET SIXTEEN
Sýnd kl. 10.15.
PLOTS WITH A VIEW
Sýnd kl. 10.
ALL OR NOTHING
Sýnd kl. 10.05.
H.J. MBL
S.G. DV
H.K. DV
R. Ebert
SV. MBL
SV. MBL
HJ. MBL
H.K. DV
Sjáið allt um breska bíódaga
á www.haskolabio.is
Skonrokk
FM 90.9