Morgunblaðið - 04.09.2003, Page 52
ÆVINTÝRI ungsveitarinnar Nilfisk – sem gerði
garðinn frægan á tónleikum Foo Fighters á dög-
unum – halda áfram. Nú er komin væn grein í
breska blaðið NME eða New Musical Express,
sem er líkast til þekktasta vikuritið um dægur-
tónlist í dag.
Þar er fjallað um ferð Foo Fighters hingað til
lands og sérstaklega rakið hvernig fundum
Nilfisk og Foo Fighters bar saman, en eins og
greint hefur verið frá voru Nilfisk-liðar að æfa í
félagsheimilinu á Stokkseyri er Foo-liða dreif
skyndilega að. Einnig er því lýst þegar Nilfisk
spiluðu í Laugardalshöll og er sveitin sögð spila
popppönk. Lag þeirra „Jacking Around“ er sér-
staklega nefnt sem og söngvari Nilfisk og gít-
arleikari, Jóhann Vilbergsson.
Einnig er vitnað í yfirlýsingu Grohls í enda
tónleikanna, þar sem hann lýsti nýsprottinni ást
sinni á landinu.
Að endingu er svo lýst ferð tveggja heppinna
sigurvegara í keppni sem NME stóð fyrir, og fól
í sér ferð til Íslands sem fyrsta vinning. Heim-
sóttu þau meðal annars Reðursafnið og er þeirri
heimsókn lýst á skondinn hátt.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Nilfisk á sviði í Laugardalshöll.
Nilfisk í NME
VERÐ hlutabréfa í viðskipta-
bönkunum þremur hefur hækkað
mikið að undanförnu og að mati
greiningardeildar Kaupþings
Búnaðarbanka er verð bankanna
orðið of hátt. Telur greiningar-
deildin að þótt einhverjir bank-
anna muni geta staðið undir nú-
verandi verði, þá geti þeir aldrei
gert það allir, nema að til veru-
legra landvinninga komi á er-
lendum vettvangi. Markaðsvirði
Kaupþings Búnaðarbanka er nú
ríflega 71 milljarður króna,
markaðsvirði Íslandsbanka er
tæpir 50 milljarðar og Lands-
bankans 35 milljarðar króna.
Vísitala fjármála og trygginga,
sem inniheldur viðskiptabankana
þrjá og tryggingafélögin þrjú,
hækkaði um 15% í ágústmánuði
og hefur hækkað um 30% frá ára-
mótum.
Greiningardeildin lýsir einnig
áhyggjum sínum af verði Eim-
skips, Sjóvár-Almennra og
Straums og segir að ekki sé inni-
stæða fyrir þessum hækkunum
og þrátt fyrir töluverða hagræð-
ingarmöguleika í þessum fyrir-
tækjum þá sé þegar búið að verð-
leggja verulegan afkomubata í
verði þeirra.
Úrvalsvísitalan hækkaði um
16,6% í ágúst og er það næst-
mesta mánaðarhækkun frá upp-
hafi. Frá áramótum hefur hún
hækkað um 28% og um 37% síð-
astliðið ár. Vísitala lyfjagreina,
sem inniheldur einungis Pharma-
co og Líf hf., hefur hækkað lang-
mest eða um 83% frá áramótum
og nær tvöfaldast á síðustu 12
mánuðum. Vísitala sjávarútvegs
er eina atvinnugreinavísitalan
sem hefur lækkað, hún lækkaði
um tæp 6% frá áramótum.
Næstmesta/B1
*
84139
8 179
:2159
819
8719
8419
;
*
"
!
851 9
8 19
: 19
819
81 9
877159
<
$ = (
$ ;
;
;
;
Segir hlutabréfaverð
bankanna of hátt
KRAKKARNIR á leikskólanum Dvergasteini í vesturbæ Reykjavík-
ur fengu heldur betur óvenjulega en skemmtilega heimsókn fyrir
helgi. Litríkur páfagaukur settist úti við gluggann og vakti óskipta
athygli viðstaddra. Páfagauknum var hleypt inn í hlýjuna til
barnanna þar sem hann hefur nú dvalið síðan.
Þórunn S. Sigurðardóttir, Lilla, leikskólakennari á Dvergasteini,
segir börnin himinlifandi yfir heimsókninni enda sé fuglinn mjög
skemmtilegur og leiki listir sínar af mikilli snilld fyrir smáfólkið.
Búið er að fá búr fyrir gaukinn en eigandinn finnst ekki enn þrátt
fyrir að auglýst hafi verið eftir honum.
Lilla segir að börn og starfsfólk á leikskólanum séu sammála um
að þótt gaukurinn sé góður gestur sé leiðinlegt til þess að vita að
einhvers staðar kunni að vera barn sem gráti fuglinn sinn. Hann
þarf líka að vera einn um helgar í leikskólanum og því færi eflaust
betur um hann heima hjá sér.
Þeir sem kannast við páfagaukinn geta vitjað hans á Dvergasteini.
Morgunblaðið/Kristinn
Í heimsókn á Dvergasteini
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
UM 200 svonefnd viðskiptasérleyfisfyrirtæki
eru starfrækt hér á landi, flest í smásölu og
veitingarekstri, og hefur fjölgun þeirra verið
hröð á umliðnum árum. Þessi rekstrarmáti
hefur víðast hvar mikið verið að ryðja sér til
rúms í viðskiptum og þjónustu. Emil B.
Karlsson hjá Samtökum verslunar og þjón-
ustu, SVÞ, segir að sérleyfisfyrirtækjum eigi
án efa eftir að fjölga enn hér á landi, ekki
hvað síst á öðrum sviðum en þeim sem al-
gengust eru nú.
Viðskiptasérleyfi er það kallað þegar eig-
andi framleiðslu eða þjónustu býður öðrum
að reka og stjórna umræddri starfsemi gegn
gjaldi og reglulegri þóknun. Þeir sem hefja
starfsemi fyrirtækis með viðskiptasérleyfi
ganga inn í viðskiptahugmynd sem reynsla
er komin á og fá þar að auki aðstoð og þjálf-
un og ýmiss konar stuðning. Segir Emil að
vegna þessa sé áhættan af stofnun sérleyf-
isfyrirtækis mun minni en af stofnun hefð-
bundins fyrirtækis.
Konur í meirihluta
Kannanir í Svíþjóð hafa leitt í ljós að stofn-
endur fyrirtækja með viðskiptasérleyfi eru
að meirihluta til konur. Konur standa að
stofnun um 60% fyrirtækja þar í landi með
viðskiptasérleyfi en þegar kemur að fyrir-
tækjum í heild er hlutfall kvenna meðal
stofnenda um 30%. Að sögn Emils hefur
þeirri tilgátu verið varpað fram að ástæðan
fyrir því hvað konur koma mikið að stofnun
sérleyfisfyrirtækja sé að þær séu varkárari
við stofnun fyrirtækja en karlar og taki síður
áhættu. Þess vegna henti þetta fyrirkomulag
þeim betur.
Um 200 fyrirtæki með
viðskiptasérleyfi á Íslandi
Viðskiptasérleyfi/B4
ÚTFLUTNINGUR Íslendinga á síldarsam-
flökum til Póllands jókst um helming á síðasta
ári á meðan útflutningur Norðmanna dróst
saman um helming. Alda Möller, ráðgjafi í
sjávarútvegsmálum, segir að þrátt fyrir að
Norðmenn veiði þrefalt meiri síld en Íslend-
ingar veiti Íslendingar Norðmönnum vaxandi
samkeppni á síldarmörkuðum.
Íslendingar fluttu á síðasta ári út um 16
þúsund tonn af síldarsamflökum til Póllands.
Á sama tíma dróst útflutningur Norðmanna á
síld til Póllands saman um helming, eða úr 50
þúsund tonnum í 25 þúsund tonn. Alda segir
að Norðmenn hafi um árabil verið einráðir á
pólska síldarmarkaðnum og Pólverjar því
tekið samkeppninni frá Íslandi fagnandi. Hún
segir að með tilkomu sjófrystiskipanna geti
Íslendingar tryggt Pólverjum stöðug aðföng
og verðöryggi og eigi mun auðveldara með að
laga sig að breyttum markaðsaðstæðum en
Norðmenn vegna þess að hér á landi séu til-
tölulega fá fyrirtæki sem stundi jöfnum hönd-
um veiðar og vinnslu á síld.
Sterk staða á
pólska síldar-
markaðnum
Veita Norðmönnum/C4
Gildruveiðar gætu
gengið á Íslandi
FISKVEIÐAR í gildrur eru mögulegar á Íslandi,
rétt eins og í nágrannalöndunum, að mati for-
svarsmanna bátasmiðjunnar Trefja. Um 70% af
bátunum sem fyrirtækið smíðaði á síðasta ári
voru seld til útlanda og stór hluti þeirra er not-
aður til gildruveiða. Högni Bergþórsson, tækni-
legur framkvæmdastjóri Trefja, segist fullviss
um að þarna séu möguleikar sem Íslendingar
gætu nýtt sér í meira mæli. „Allt í kringum okkur
eru sjómenn að veiða að talsverðum hluta með
gildrum sömu tegundar og fást hér. Þeir selja af-
urðina lifandi á markað og fá miklu meira fyrir
hana þannig, auk þess sem veiðarnar eru vistvæn-
ar. Við erum alveg sannfærðir um að það sé góður
möguleiki fyrir Íslendinga að stunda þennan
veiðiskap líka,“ segir Högni.
Trefjar ná/C2–C3
ENGAR leifar varnarefna
mældust í nýrri rannsókn
Umhverfisstofnunar á
kornvörum, ávaxtasafa og
barnamat. Með varnarefn-
um er átt við efni sem notuð
eru gegn illgresi, sveppum
og meindýrum við fram-
leiðslu og geymslu matvæla.
Sjö sýni voru tekin af
barnamat í rannsókninni og
reyndust engar leifar varn-
arefna í þeim. Þá voru átta
sýni tekin af ávaxta- og
grænmetissafa og reyndust
engar slíkar leifar í þeim
heldur. Sýni voru tekin með
tilliti til innflutnings og voru
flest af appelsínusafa.
Morgun-
korn laust
við varn-
arefni
Engin/20