Morgunblaðið - 09.09.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 09.09.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, enga feimni, þú ferð létt með þetta, Siggan mín, á meðan þú nuddar yfir gólfið. Ísland og Evrópusambandið Heildstætt upplýsingarit Í GÆR kom út bókin„Evrópusamruninnog Ísland – Leiðarvís- ir um samrunaþróun Evr- ópu og stöðu Íslands í evr- ópsku samstarfi“ eftir Eirík Bergmann Einars- son stjórnmálafræðing. Útgefandi er Háskólaút- gáfan í samstarfi við Hið íslenzka bókmenntafélag. Höfundurinn var fyrst spurður hver kveikjan hefði verið að því að skrifa bókina. „Grundvallarhugmynd- in var sú að reyna að ná ut- an um þetta gríðarlega stóra og flókna álitamál, sem þjóðin hefur deilt um nánast linnulaust í áratug, á heildstæðan hátt. Ég hygg það hafi aldrei verið gert áður í svona bók. Til þess að gera það er verkinu skipt í þrennt; í fyrsta lagi að skýra Evrópusamrunann og þró- un Evrópusambandsins; í öðru lagi greina aðkomu Íslands að evrópskri samvinnu – þá í gegnum EFTA, EES, Schengen og Evr- ópuumræðuna eins og hún hefur blasað við á Íslandi. Og svo í þriðja lagi að gera grein fyrir þeim breytingum sem ætla mætti að yrðu í íslenzku þjóðfélagi með fullri aðild að Evrópusambandinu. Með þessum hætti fá lesendur heildstætt yfirlit yfir Evrópumál- in út frá íslenzkum sjónarhóli.“ Er til einhver einn íslenzkur sjónarhóll í þessu máli? Er þetta áróðursrit fyrir inngöngu Íslands í ESB? „Nei. Það er er það ekki. Ég dreg vissulega enga dul á það í mínum niðurstöðum að ég tel að hagsmunum Íslands gæti til fram- tíðar verið betur borgið innan Evrópusambandsins. Það getur vel verið að þessi áhugi minn á málefninu hafi ráðið miklu um það að ég skyldi velja mér þetta við- fangsefni til að fjalla um í bókar- formi. Hins vegar eru efnistökin og bókin unnin algerlega á hlut- lægan hátt, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem mér er það unnt. Hún er ekki ætluð til að vera röksemd fyrir Evrópusambands- aðild heldur er tilgangur hennar fyrst og fremst að þjóna sem al- mennt upplýsingarit um málefn- ið.“ Hver er aðalmarkhópur bókar- innar? „Það eru allir Íslendingar sem hafa áhuga á þjóðmálum og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Bókinni er ætlað að vera hvort tveggja í senn, boðlegt fræðirit og aðgengilegt upplýsingarit fyrir áhugasaman almenning.“ Kemur eitthvað nýtt fram í nið- urstöðum bókarinnar? „Það sem vakti einna mesta at- hygli mína við vinnslu bókarinnar var að í viðtölum við embættis- menn ESB lýstu þeir margir hverjir þeirri afstöðu að þeir vildu gjarnan losna við EES-samning- inn, þó svo að þeir að sjálfsögðu myndu upp- fylla samningsskuld- bindingar sínar. Þetta hefur þær af- leiðingar að embættis- menn ESB, sem sjá um rekstur EES-samningsins frá degi til dags, munu ekki liðka til við að þróa samninginn áfram þannig að hann geti mætt nýjum aðstæðum sem koma upp í sam- skiptum Íslands og ESB. Auðvit- að eru stóru línurnar í þessum samskiptum á hendi stjórnmála- manna, en þar sem almennur rekstur samningsins er í höndum tiltölulega lágt settra embættis- manna gæti þettta útbreidda við- horf í þeirra röðum valdið erfið- leikum í því að afla íslenzkum hagsmunamálum brautargengis í ESB-kerfinu. Þú fullyrðir að Ísland sé nú þeg- ar aukaaðili að ESB. Hver eru rök þín fyrir því? „Ég kemst að þeirri niðurstöðu í bókinni að EES-samningurinn og hvernig hann er uppbyggður samsvari aukaaðild Íslands að ESB; samningurinn felur í sér stöðuga endurskoðun og upp- færslu á íslenzkum lögum en Ís- land yfirtekur á bilinu 70 til 80 prósent af öllum reglum ESB.“ „Í tilefni af því að í umræðunni hefur verið nefnt að valkostirnir sem Ísland standi frammi fyrir í Evrópumálunum séu þrír, þ.e. óbreyttu ástandi með ESB-auka- aðild í gegn um EES, fullri ESB- aðild eða svonefndri tvíhliða lausn að fordæmi Svisslendinga. Ég hafna tvíhliða lausn - að mínu mati myndi hún í öllum til- vikum leiða yfir okkur verri lausn en EES-samningurinn tryggir okkur þó í dag.“ Þú notar orðið „faxlýðræði“ í bókinni. Hvað áttu við með því? „EES-samningurinn er sannar- lega góður fyrir viðskiptalífið en í rekstri hans og þróun hefur komið í ljós að hann felur í sér umtals- verðan lýðræðishalla fyrir EES- ríkin. Sumir ganga svo langt að segja að samningurinn sé einhver sá ólýðræð- islegasti í sögu alþjóða- samninga. Ísland hefur framselt hluta af lög- gjafarvaldi sínu til ESB en hefur litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á þá lög- gjöf. Það má draga þessa ályktun, að Ísland sé að nokkru leyti fax- lýðræði, þar sem við fáum send á faxi lagagerðir sem við höfum ekkert val um annað en að inn- leiða - neitunarvaldið sem að forminu til fylgir EES-samningn- um er ekki raunverulegt, enda aldrei verið látið á það reyna.“ Eiríkur Bergmann Einarsson  Eiríkur Bergmann Einarsson fæddist í Reykjavík 1969. Hann lauk Kandídatsprófi í alþjóða- stjórnmálafræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1998 og BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1995. Eirík- ur starfar sem verkefnisstjóri Evrópumála hjá Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Íslands og kennir við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ og Viðskiptaháskólann á Bif- röst. Áður var hann yfirmaður Íslandsdeildar Fastanefndar ESB í Ósló. Eiríkur á tvö börn, Sólrúnu Rós átta ára og Einar Sigurð fjögurra ára. Beint til allra Íslendinga með áhuga á þjóðmálum EINS og annar jarðargróður hefur berjaspretta verið góð í sumar og mikil veðurblíða það sem af er hausti gert berjaferðir fólks skemmtilegar. Hér er ekki mikið um aðalbláber, þau vaxa meira á snjóþyngri stöðum út með firð- inum, en því meira af bláberjum og hrútaber finnast á nokkrum stöðum og hafa verið sérlega vel þroskuð og góð í ár. Hrútaberin punta óneit- anlega upp á lyngbrekkurnar. Þau eru af rósaætt og mynda langar jarðlægar renglur sem kallaðar eru trölla- eða skollareipi. Berin stór og þrosk- uð í ár Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Helga Helgadóttir úr Kópavogi brá sér norður í hrúta- og bláberjamó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.