Morgunblaðið - 09.09.2003, Side 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 19
„MENNT er máttur“ eru einkunn-
arorð Námsstofu Skagastrandar
sem opnuð var formlega 6. septem-
ber að viðstöddum töluverðum hópi
fólks. Námsstofa er verkefni sem
hrint er í framkvæmd af sveitar-
stjórn Höfðahrepps til að styðja við
hina fjölmörgu sem stunda fjarnám í
sveitarfélaginu og bæta aðstöðu
þeirra.
Í námsstofunni er góð aðstaða til
náms með fjórum beinlínutengdum
tölvum og góðri vinnuaðstöðu. Þar að
auki verður kennari til staðar í náms-
stofunni þrisvar í viku fjarnemum til
stuðnings. Fyrirkomulagið á rekstri
stofunnar verður þannig að hver og
einn fjarnemi gerir samning við
Námsstofu um umgengni og fær síð-
an lykil að húsnæðinu og getur þá
farið og lært þegar viðkomandi hent-
ar.
Við opnunina lét Adolf Berndsen,
oddviti Höfðahrepps, þess getið að
fyrirtækin Brim og Skagstrendingur
hefðu komið myndarlega að stofnun
námsstofunnar með peningaframlagi
en jafnframt sagðist hann sakna
framlags stjórnvalda í verkefni sem
þetta þar sem menntun fólks á fram-
haldsskólastigi væri í raun í verka-
hring ríkisins en ekki sveitarfélaga.
Bryndís Þráinsdóttir frá Farskóla
Norðurlands vestra afhenti náms-
stofunni bókagjöf við opnunina og
óskaði Skagstrendingum til ham-
ingju með stofuna.
Miðstöð fjarnáms
Að sögn forstöðukonu Námsstof-
unnar, Hjálmfríðar Guðjónsdóttur,
er stofan ekki hugsuð sem skóli held-
ur á hún að vera miðstöð þeirra sem
stunda fjarnám, sama á hvaða skóla-
stigi það er. Einnig mun hún verða
fólki til stuðnings og ráðgjafar í sam-
bandi við námsval og nám. Hjálm-
fríður telur að um tuttugu manns séu
í einhverju fjarnámi í sveitarfélaginu
nú á þessari önn, allt frá því að vera
að taka einn áfanga í einhverjum
framhaldsskóla til þess að stunda
fullt háskólanám. Auðvitað er ekki
vitað hve margir munu nýta sér að-
stöðuna í námsstofunni en hún stend-
ur öllum til boða þegar þeir vilja.
Strax við opnunina gengu all-
nokkrir frá samningi um aðgang að
henni. Einn þeirra sem fréttaritri
ræddi við taldi að þetta mundi gjör-
breyta aðstöðu sinni við námið. „Hér
getur maður komið og kúplað sig út
og einbeitt sér í friði fyrir símanum,
fjölskyldunni og öðru truflandi áreiti
þegar manni sjálfum hentar, en það
er oft vandamál þegar maður er að
reyna að læra heima. Auk þess verð-
ur frábært að hafa manneskju á
staðnum sem maður getur leitað til
með vandamál sín.“
Námsstofa fyrir nema í
fjarnámi formlega opnuð
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Hjálmfríður Guðjónsdóttir, forstöðukona Námsstofu Skagastrandar,
ávarpaði gesti og bauð þá velkomna til samstarfs þegar stofan var opnuð.
Skagaströnd
NÓG var að gera hjá starfsmönnum
á Símenntunarmiðstöð Vesturlands
þegar fréttaritari leit þar inn. Und-
irbúningur stóð sem hæst vegna
„viku símenntunar“ sem hófst sl.
sunnudag og stendur til 13. septem-
ber. Yfirskrift vikunnar er „Fjarnám
og aðrar óhefðbundnar leiðir til
náms“. Vika símenntunar er ætluð til
þess að vekja athygli fólks á mik-
ilvægi þess að afla sér þekkingar allt
lífið. Vikan hér á Vesturlandi hófst
með vígslu á nýju námsveri í Stykk-
ishólmi sem verður í Egilshúsi. Í vet-
ur munu átta manns stunda fjarnám
þaðan í rekstrarfræði frá Háskólan-
um á Akureyri. Egilshús verður enn-
fremur opið öðrum sem stunda fjar-
nám. Í dag frá kl. 9 til 12 verður
málþing um fjarnám á fjarfundi frá
Hótel Loftleiðum á neðri hæð Bæj-
arskrifstofunnar í Borgarnesi að
Borgarbraut 11. Aðalfyrirlesari er
dr. Gilly Salmon, sem kennir m.a. við
Open University Business School í
Bretlandi. Gilly Salmon er sérfræð-
ingur í kennslu í fjarnámi. Á föstu-
daginn verður Helga Björk Bjarna-
dóttir frá Símenntunarmiðstöðinni á
Hyrnutorgi með námsvísinn og tek-
ur við skráningum. Á vefsíðum Sí-
menntunarmiðstöðvarinnar má
einnig kynna sér námsframboð og
skrá sig á námskeið. Slóðin er http://
www.simenntun.is.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Helga Björk Bjarnadóttir og Inga Sigurðardóttir í miðstöðinni.
Mikilvægt er að afla sér
þekkingar allt lífið
Borgarnes
HELGI Sæmundsson og kona hans,
Valný Bárðardóttir, afhentu Bóka-
safni Snæfellsbæjar einkasafn sitt
að gjöf síðastliðinn laugardag, 30.
ágúst. Gjöfin er til minningar um
foreldra Valnýjar, Guðlaugu Péturs-
dóttur og Bárð Helga Jónasson á
Hellissandi. Helgi Sæmundsson var
bókmenntagagnrýnandi um ára-
tugaskeið og tengdist bókaútgáfu
með ýmsum hætti. Á starfsferli sín-
um áskotnaðist honum fjöldi bóka,
einkum á sviði fagurbókmennta.
Flestar bækurnar úr safni hans sem
spannar á milli 4000 og 5000 titla,
eru gefnar út á árunum 1940–2000.
Mikil vinna hefur farið fram á und-
anförnum misserum á Bókasafni
Snæfellsbæjar við skráningu og end-
urskipulagningu bókakostsins sem
til var fyrir. Safnið undirbýr nú af
fullum krafti, eins og flest söfn
landsins, tengingu við nýja lands-
bókasafnskerfið Gegni. Bókasafn
Snæfellsbæjar er almennings-
bókasafn og samsteypusafn þriggja
safna, Bókasafns Staðarsveitar,
Hellissands og Ólafsvíkur. Safninu
hefur áður borist veglegt einkasafn
að gjöf en árið 1998 gaf dr. Lúðvík
Kristjánsson bækur sínar til safns-
ins. Unnið verður að því á næstu
mánuðum að skrá bækur Helga Sæ-
mundssonar og setja í almennt útlán
svo íbúar bæjarins og nágrannar
geti notið gjafarinnar sem fyrst.
Morgunblaðið/Elín Una
Helgi Sæmundsson og Valný Bárðardóttir við athöfnina.
Bókasafn Helga
Sæmundssonar til
Snæfellsbæjar
Ólafsvík
FARIÐ var í fyrstu göngur í Mýr-
dalnum á laugardag og var byrjað á
að smala Heiðarheiði og Dalaheiði
en þessar heiðar liggja samhliða.
Það tekur einn dag að smala og er
ekið inn fyrir á bílum og síðan
gengið fram. Göngurnar eru mjög
erfiðar, djúp gil og skorningar, og
kindurnar vilja ekki alltaf fara
þangað sem smalarnir vilja láta
þær fara. Tómas Pálsson lengst til
vinstri sést hér gefa mönnum sínum
skipanir inni á Heiðarheiði.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Mýrdælingar smala heiðar
Fagridalur