Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Frakkland – Ísland 2:0 Undankeppni EM kvenna, 3. riðill. Mörk Frakklands: Mundered 51., Tonazzi 62. Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir – Embla Grétarsdóttir (Erna B. Sigurðardóttir 85.), Íris Andrésdóttir, Erla Hendriksdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir – Laufey Ólafsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir (Margrét Lára Viðarsdótt- ir 78.), Ásthildur Helgadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir – Olga Færseth. Önnur úrslit: Ungverjaland – Rússland.........................1:3 Staðan: Rússland 3 2 1 0 10:1 7 Frakkland 2 2 0 0 6:0 6 Ísland 3 1 1 1 5:4 4 Ungverjaland 4 1 0 3 4:11 3 Pólland 2 0 0 2 0:8 0 1. deild karla Víkingur – Breiðablik..............................3:2 Daníel Hjaltason 2 (6., 89.), Stefán Örn Arnarsson (12.) – Sævar Pétursson (21.), Ívar Sigurjónsson (85.). Staðan: Keflavík 17 13 3 1 51:15 42 Víkingur R. 17 9 7 1 28:15 34 Þór 17 9 4 4 41:31 31 Stjarnan 17 6 8 3 30:23 26 HK 17 6 3 8 27:33 21 Haukar 17 5 4 8 22:32 19 Njarðvík 17 4 6 7 31:35 18 Breiðablik 17 5 3 9 21:27 18 Afturelding 17 4 2 11 17:37 14 Leiftur/Dalvík 17 3 2 12 21:41 11 Markahæstir: Jóhann Þórhallsson, Þór........................... 15 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík.............. 14 Magnús Þorsteinsson, Keflavík ............... 12 Stefán Örn Arnarson, Víkingi .................. 10 Eyþór Guðnason, Njarðvík ........................ 9 Daníel Hjaltason, Víkingi ........................... 8 Zeid Yasin, Leiftri/Dalvík........................... 8 Óskar Örn Hauksson, Njarðvík ................. 7 Zoran Panic, HK ......................................... 7 Brynjar Sverrisson, Stjörnunni................. 7 Hörður Már Magnússon, HK..................... 6 Vilhjálmur R. Vilhjálmss., Stjörnunni....... 6 Valdimar Kristófersson, Stjörnunni.......... 6 Alexandre Santos, Þór ................................ 6 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík.............. 6  Það var Albert Arason sem skoraði mark Aftureldingar gegn HK á sunnudaginn, ekki nafni hans Ásvaldsson eins og sagt var í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Undankeppni HM 2006 Kólumbía – Brasilía..................................1:2 Juan Pablo Angel 39. – Ronaldo 23., Kaka 61. KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla Fjölnir – Ármann/Þróttur ....................85:78 EM karlalandsliða Úrslitaleikir um sæti í 8 liða úrslitum: Slóvenía – Ísrael ...................................76:78 Stigahæstir: Goranec 21, Nachbar 14 - Y Green 14, T Burstein 13. Þýskaland – Ítalía ................................84:86 Stigahæstir: Demirel 23, Nowitzki 22, Okulaja 13, Pesic 10, Femerling 10 - Bulleri 17, Galanda 16, Radulovic 14, Marconato 11, Righetti 11. Rússland – Krótatía .............................81:77 Stigahæstir: Kirilenko 29, Karassev 13, Khriapa 12 - Mulaomerovic 26, Bagaric 13, Mamic 11. Tyrkland – Serbía/Svartfj.land .........76:80 Stigahæstir: Okur 20, Kutluay 15, Türk- oglu 11 - Jaric 18, Gurovic 16, Drobnjak 12.  Í 8 liða úrslitum eigast við: Frakkland – Rússland. Litháen – Serbía/Svartfj.land Spánn – Ísrael Grikkland – Ítalía KAJAKRÓÐUR Fimmta Hvammsvíkurmaraþon fór fram sl. laugardag og var róin vegalengd jafn- löng maraþonhlaupi eða rétt rúmir 42 km. Á leiðinni fengu menn að rétta úr sér tví- vegis í fimm mínútur. Mótið gekk vel að- stæður þokkalegar, enda var brautarmet frá árinu 2000 slegið og bætt um 15 mín. Úrslit voru sem hér segir. A-flokkur karla: Sveinbjörn Kristjánsson....................4:17.30 Guðmundur Breiðdal .........................5:07.48 B-flokkur karla: Halldór Sveinbjörnsson.....................4:48.09 Örn Torfason ......................................5:03.00 Eggert Jónsson ..................................5:10.55 Kvennaflokkur: Fanney Pálsdóttir ..............................5:53.03 Elín Marta Eiríksdóttir, tími ekki gefinn upp. BRESKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Peter Kenyon, forstjóri Man- chester United, væri á förum frá félag- inu og mundi hefja störf hjá enska úr- valsdeildarliðinu Chelsea á næstu dögum. Simon Greenberg aðstoðarritstjóri Evening Standard segir að blaðið hafi öruggar heimildir fyrir því að Kenyon muni segja upp starfi sínu hjá United. Kenyon hefur starfað hjá United und- anfarin þrjú ár og hefur átt stóran þátt í því að félagið hefur eflst fjárhagslega á undanförnum misserum. Það er því ljóst að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar liðinu greinilega stóra hluti og er ráðning Kenyons einn þáttur í því ferli en Chelsea hefur keypt leikmenn fyrir 14,4 milljarða ísl. kr. í sumar og haust. Kenyon frá Man. Utd til Chelsea Peter Kenyon Jóhann G. Kristinsson, vallar-stjóri Laugardalsvallar, sagði við Morgunblaðið í gær að hann treysti sér til að vera með völlinn í ágætu ásigkomulagi fyrir einn leik í nóvember. „Þetta fer að sjálfsögðu eftir tíðarfari en við getum sett yf- irbreiðslu yfir völlinn og þá gerir hitastigið endanlega útslagið um hvernig hann verður þegar hún er tekin af. En þetta á ekki að vera mikið vandamál ef skilyrðin eru eðlileg.“ Jóhann sagði að aftur á móti væri ástandið á vellinum mjög tæpt þessa dagana og talsverð hætta á að hann yrði illa útleikinn þegar kemur að úrslitaleik bikar- keppninnar hinn 27. september. „Ég þakka mínum sæla fyrir að Julian Johnsson skyldi vera að spila með færeyska landsliðinu í vikunni því það þýddi að bikarleik ÍA og KA, sem fram átti að fara annað kvöld [í kvöld], var frestað um viku. Þar með fær völlurinn einn dag til viðbótar til að jafna sig eftir lands- leikinn á laugardaginn. En ég er mjög smeykur við bikarleik FH og KR á miðvikudag, ef hann verður spilaður í rigningu gæti völlurinn farið mjög illa. Það verður mikið álag á honum næstu daga, því á fimmtudag og föstudag verða lands- liðsæfingar kvenna á honum, fyrir leik Íslands og Póllands sem er leik- inn á laugardag, og síðan spila Þróttur og FH á honum á sunnu- daginn. Eftir þessa törn gæti völl- urinn hæglega verið orðinn að drullusvaði. Þá eigum við eftir bik- arleik ÍA og KA 17. september og deildaleik Fram og Þróttar 20. sept- ember áður en að bikarúrslitunum kemur. Álagið á vellinum er mjög mikið, á honum hafa farið fram allir heima- leikir Fram og Þróttar í deild og bikar, ásamt landsleikjum karla og kvenna. Samtals eru komnir 27 leik- ir í sumar, auk átta æfinga fyrir landsleiki og Evrópuleiki. Það var ekki heppilegt að fá á hann tvo und- anúrslitaleiki í bikarkeppninni í september, ekki síst þegar þeir voru upphaflega settir á tvo daga í röð. En þótt völlurinn fari illa í þessari törn sem framundan er ættum við alltaf að geta komið honum í ágætt horf fyrir leik í nóvember ef svo fer að Ísland komist í aukakeppnina um sæti á EM. Það verður algjör hvíld á honum eftir bikarúrslitaleikinn og sá tími á að duga okkur,“ sagði Jó- hann G. Kristinsson. Laugardalsvöllurinn gæti farið illa á næstu dögum vegna álags Yrði samt í góðu ástandi í nóvember TAKIST íslenska karlalandsliðinu að ná öðru sætinu í 5. riðli und- ankeppni Evrópumóts í knattspyrnu spilar það úrslitaleiki, heima og heiman, í nóvember um sæti í lokakeppninni í Portúgal. Heima- leikurinn færi að sjálfsögðu fram á Laugardalsvellinum, sem hefur aðeins einu sinni verið notaður í nóvembermánuði. Það var árið 1985 þegar Fram sigraði þar Rapid Vín á snævi þöktum vellinum, 2:1, í Evrópukeppni bikarhafa. Víkingar hófu fljótlega að sækjastíft að marki gestanna og upp- skáru mark á 6. mínútu þegar Daníel skallaði inn sendingu Stefáns Arnar Arn- arssonar. Aðeins sex mínútum síðar sner- ust hlutverkin við og nú skoraði Stefán Örn eftir sendingu Daníels. Með tveggja marka forskot slógu Víkingar of mikið af og var refs- að fyrir það á 21. mínútu þegar Sæv- ar Pétursson minnkaði muninn eftir langa og stranga sókn Blika, sem þá voru komnir inn í leikinn. Reyndar átti Daníel skalla í slá eftir góða sókn á 33. mínútu en Blikar áttu líka færi, á 44. mínútu mátti Ögmundur Rún- arsson í marki Víkinga hafa sig allan við til að verja gott skot Sævars. Strax eftir hlé reyndu Víkingar að ná aftur undirtökunum og tókst það til að byrja með en ekki að halda þeim. Fyrstu tvö færin voru þó Vík- inga, á 58. mínútu átti Jón B. Her- mannsson góðan skalla að marki Blika en Sigmar Ingi Sigurðarson varði vel og aftur tíu mínútum síðar eftir stórsókn Víkinga. Um miðjan síðari hálfleik var Ívari Jónssyni skipt inn á og hann skerpti á baráttu- andanum hjá félögum sínum á meðan Víkingar gáfu sífellt meira eftir. Á 75. mínútu fengu Blikar tvö tækifæri í mikilli sókn og tæpum tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Ívar Sigurjóns- son, var kominn upp að endalínu en skaut boltanum yfir Ögmund í mark- inu. Jöfnunarmarkið var eins og blaut tuska í andlit Víkinga en þeir tóku á sig rögg, hófu að sækja hratt og mikið fjör færðist í leikinn. Sigmar Ingi í marki Breiðabliks bjargaði tvisvar frá Stefáni Erni og Bjarni Hall náði þremur skotum inni í markteig Blika en tókst ekki að skora. En rúmri mín- útu áður en dómarinn flautaði til leiksloka sendi Steinþór Gíslason glæsilega sendingu innfyrir vörn Breiðabliks, Daníel tók á sprett og skoraði. Daníel hafði varla við að taka við hamingjuóskum eftir leikinn og var ánægður með lið sitt. „Við byrjum vel en svo kom kæruleysi í leik okkar. Við unnum okkur út úr því og höfum sýnt karakter til að gera slíkt í sumar og ekki annað að gera en gera út um leikinn. Mér fannst spennustigið hjá okkur fínt en við hleyptum samt inn í leikinn,“ sagði Daníel og ætlar sér sigur gegn Keflavík næsta laugar- dag. „Við berjumst vel hver fyrir ann- an, meira en ég hef séð nokkru liði í sumar, alveg þangað til leikurinn er búinn. Mér líst vel á leikinn við Kefla- vík, þegar við spiluðum við þá hérna vorum við mun betri og við tökum þá í Keflavík.“ Hann og Stefán Örn áttu góða spretti í leiknum en Jón Skafta- son og Jón B. Hermannsson voru einnig drjúgir ásamt Hauki Úlfars- syni. „Við vorum hræðilegir fyrstu tutt- ugu mínúturnar og töpuðum leiknum á því vegna þess að við vorum miklu grimmari eftir það og sýndum styrk okkar í síðari hálfleik,“ sagði Þor- steinn Sveinsson, sem stóð sig með prýði í vörn Breiðabliks ásamt Sæv- ari. „Víkingarnir voru beittir, sér- staklega sprengjurnar þeirra í fram- línunni, þeir eru mjög fljótir og erfitt að eiga við þá,“ bætti Þorsteinn við. Kristófer Sigurgeirsson og Sigmar Ingi í markinu voru einnig góðir. Maður leiksins: Daníel Hjaltason, Víkingi. Morgunblaðið/Kristinn Jón Björgvin Hermannsson úr Víking í baráttunni við Þorstein Sveinsson, varnarmann Breiðabliks. Dramatík hjá Daníel „Ég get varla lýst því hvernig var að sjá boltann í netinu, tilfinningin var svakaleg og það var ekki leiðinlegt að heyra stúkuna fagna,“ sagði Daníel Hjaltason, sem skoraði sigurmark Víkinga tæpri mín- útu áður en flautað var til leiksloka í Víkinni í gærkvöldi og tryggði félaginu sínu 3:2 sigur á Breiðabliki í fjörugum leik. Sigurinn kemur Víkingum í ákjósanlega stöðu, til að tryggja sér sæti í efstu deild næsta sumar þurfa þeir stig gegn Keflavík um næstu helgi en Þórs- arar, sem berjast við Víkinga um laust sæti, verða að vinna Leiftur/ Dalvík og treysta á tap Víkinga gegn Keflavík. Stefán Stefánsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla: DHL-höllin: KR – Valur .......................19.15 Í KVÖLD REYNISMENN úr Sandgerði hafa dregið lið sitt út úr 1. deildar keppni karla í körfuknattleik á komandi leik- tíð. Sandgerðingar voru í baráttu um úrvalsdeildarsæti síðasta vetur, end- uðu í þriðja sæti 1. deildar en biðu síð- an lægri hlut fyrir Þór úr Þorlákshöfn í úrslitaleikjum um að fara upp. Stjórn- arkreppa og mannekla eru ástæðurnar fyrir brotthvarfi Sandgerðinga, sem þó munu væntanlega senda lið í riðla- keppni 2. deildar í vetur. KKÍ hefur boðið Selfyssingum að taka sæti Reynis í 1. deild en þeir urðu í níunda og neðsta sæti deildarinnar í fyrra og hefðu átt að spila í 2. deild í vetur. Deildin verður fullskipuð á kom- andi tímabili, níu lið léku í henni í fyrra en tíu í vetur. Upp úr 2. deild komu Þór frá Akureyri og ÍG frá Grindavík. Reynir ekki með í 1. deild PETER Ridsdale, hinn nýi eigandi enska knattspyrnufélagsins Barns- ley, sagði í dag að Guðjón Þórðarson fengi peninga til að styrkja liðið, sem er á toppi 2. deildarinnar en var fjárvana og í gjörgæslu þar til Rids- dale keypti það ásamt fleirum í síð- ustu viku. „Við erum í 2. deild og þurfum að útvega fjármagn til að ná lengra. Við ætlum okkur ekki bara að þrauka, heldur byggja upp félag, og Guðjón fær það sem hann þarf til að vinna sína vinnu. Það þarf þó að gæta þess að eyða ekki um efni fram,“ sagði Ridsdale í samtali á heimasíðu Barnsley. Liðið er ósigrað eftir sex umferðir og er efst í deild- inni með 14 stig, einu stigi meira en Sheffield Wednesday og Port Vale. Guðjón fær að kaupa leikmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.