Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 47
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 47 <!                                           =><2?(,2 #(?@=AB= #7CB?@=AB= D?EF7,;CB=        ! "#$ %  #" & #'  3! $    $ ) ) % (  $      ( $ %  (  (   $ #%' 33 #% )  '  / ! #%' !  . / )         (  ( *   $  ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )       +," " ##  " --.#"  !" #'" /"   #0   / 1 (& 1##--.#"  !" #')  .#"!"   (       #3   ) /      !        "       ##    $%&$'(  )                 $   /  ) /1 23""--.#" , !& #'( G: ,   G: ,   G: ,   = * &) 9 /&) (  * >/ ! 2 1  ? 6*  H  H  I J% 0 /  K % 2 3$  14.  "##"!"0' 14.  14.  14.  5!4 4.  "##" 4.  4.  40 /(4( 4.  #!9%$  L   D  C /9M 99 F) ($ ! $  ! L$9/ ) ,) (/&   4.  14.  4.  4.  4.  4.  14.  4.  4.  40  4.  14.  6/  F$ 8 9 698 =%$   *  N3 / 69!  LO H M <9 :8/9 ;9  14.  14.  4.  4.  5  5  14.  14.  14.  4.  4.  4.  $$! /    #!"## #  *%!" "##" 0')# 0 4!/#!   #(+  ") . #!  # #'( 0 ! /   #!"## #  %!"40  )#14. #!  #* !"  # #'(6# #' (        6& /    #* %) #*  #/'"(7"##"  0')#$  #!   #( + ") . #!   #(  //    " $ 3" )3 * %!"   "##" #   #'(+ "( 89 $ #: *** *+'           Á SUNNUDAGINN datt ég inn á tvo, nokkuð sérstaka þætti sem hin ágæta sjón- varpsstöð Skjár einn sýnir um þessar mundir. Þáttunum, Eltu matinn! (Follow that Food) og Sæld- arlíf (Fine Living) er slegið saman í dag- skrárlið sem kallaður er Listin að lifa. Þætt- ir þessir eru þó um margt ólíkir, og fara hér á eftir vangaveltur um eðli og inntak þeirra. Sældarlíf er ein- hvers konar uppskrúf- uð útgáfa af Innlit/útlit og það verður að segj- ast að hann er í miður góðum raunveruleika- tengslum. Formið á Innlit/útlit er hins veg- ar að virka, fyrir það fyrsta svalar það heil- brigðri forvitni þessa nándarsamfélags sem Ísland er, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og þó að stund- um líði mér eins og ég sé eini mað- urinn á landinu sem hef ekki fengið innanhússarkitekt til að taka út íbúðina mína, þá er þó verið að kíkja í heimsókn til „venjulegs“ fólks. Það er mér t.d. ógleymanlegt er sest var niður með Hilmi Snæ leikara þar sem hann lýsti því við eldhúsborðið hvað hann var að fara gera við íbúðina sína. En Sældarlíf fer skuggalega langt út fyrir þennan Innlit/útlit ramma. Manni líður eins og það sé verið að snúa upp á handlegginn á manni og því hvíslað í eyrað á manni: „Sjáðu þessa íbúð, ef þú værir moldríkur gæti þetta verið þú.“ Hér fylgjumst við með yfir- stéttarfólki lýsa því hvernig það „varð“ nú að brjóta niður þennan vegg, sérpanta þessi náttborð og borga 3 milljónir króna fyrir bláa lampa sem tóna svo vel við parket- ið. Ætli sé ekki hægt að kalla þetta „óraunveruleikaþátt“, svo fjarri stendur þetta manni. Annað er hins vegar upp á súpu- teningnum hvað Eltu matinn! varð- ar. Honum er stýrt af Gordon nokkrum Elliott og ég ætla að leyfa mér að kalla þennan mann snilling. Í hálftímaþætti náði hann að um- breyta þætti um hvítlauk upp í æsi- spennandi eltingarleik um öll heimsins horn þannig að maður var hreinlega kominn á stólbríkina, slíkt var atið í manninum. Sjálfur Indiana Jones hefði ekki getað gert þetta betur. Þættirnir ganga þannig út á það að eitthvert hráefni; laukur, ostur, sítrónur, smjör o.fl. er sett undir smásjá og því fylgt frá uppruna- stað, inn í eldhús og ofan í maga. Elliott grallarast síðan í feimnum bændum og óframfærnum kokkum sem oftar en ekki eiga erfitt með að leyna undrunarsvipnum er Gordon skýtur aulabröndurum inn í vanga- veltur sínar um gæði smjörsins eða harðleika lauksins. Í síðasta þætti, þar sem áhorfendur voru leiddir í allan sannleika um hvítlauk, fór Gordon á hvítlauksbú í New York- fylki, þarnæst flaug hann til Ítalíu og London til að fylgjast með mis- munandi matreiðsluaðferðum og endaði svo í New York-borg, þar sem hann snæddi pastarétt með slökkviliðsmönnum! Elliott Gordon er einhvern veg- inn yndislega óþolandi gaur en nær einhvern veginn að halda manni á tánum allan tímann – og það yfir hvítlauk! Sem sagt: Ég myndi elta Gordon yfir heimsins höf á eftir ostum, steinbítum eða hverju sem er ef því væri að skipta. En ég hef enga samúð með yfirstéttarfólki í Seattle sem þurfti að bíða í 13 vikur eftir sófanum sínum sem var sérpant- aður frá Ítalíu. LJÓSVAKINN Af mublum og mat Gordon Elliott er ekki allra … en ástríða manns- ins er ósvikin. Arnar Eggert Thoroddsen ÞÁTTURINN Innlit/útlit hefur ver- ið með vinsælli þáttum síðustu ár en hann hefur göngu sína fimmta vet- urinn í röð á SkjáEinum í kvöld. Val- gerður Matthíasdóttir, Vala Matt, er aðalstjórnandi þáttanna en með henni verða sem fyrr Friðrik Weiss- happel og Kormákur Geirharðsson en Helgi Pétursson bætist í hópinn í vetur. „Strákarnir verða þrír með mér til skiptis,“ segir Valgerður. Í þessum fyrsta þætti verður m.a. litið inn til Björgvins Halldórssonar í Hafnarfirði. „Hann er að flytja í nýtt húsnæði og taka það allt saman í gegn,“ segir hún. Einnig verður leikkonan Björk Jakobsdóttir sótt heim. „Hún er búin að umturna öllu í eldhúsinu hjá sér og gerir það á mjög skemmti- legan og sniðugan máta. Hún er búin að finna ýmsar ódýrar lausnir, sem gaman er að segja frá.“ En skyldi ekki vera erfitt að finna alltaf nýtt fólk til að heim- sækja? „Það getur verið það, það er ekki auðvelt. En sem betur fer hef- ur það gengið hingað til,“ segir Valgerður, sem segist finna fólk eftir ýmsum leiðum. „Bæði reyni ég að fylgjast mjög vel með og svo fæ ég hugmyndir hjá fólki, sem kemur með ábendingar,“ segir hún en ját- ar að hún hafi ekki tölu á þeim fjölda heimila sem hún hefur heim- sótt síðustu fjögur ár. Veturinn leggst vel í Valgerði. „Það er margt spennandi framundan. Við verðum með nýjung í þættinum. Ég fæ til mín útlitshönnuð, sem ætlar að skoða íbúðir sem eru til sölu og gefa góð ráð til seljenda um hvern- ig megi lagfæra og láta íbúðirnar virka vel.“ Innlit/útlit hefur göngu sína á ný í kvöld Litið inn hjá Björgvini Vala Matt lítur inn hjá Björgvini Halldórssyni í fyrsta þætti vetrarins. ÚTVARP/SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.