Morgunblaðið - 27.09.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.09.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍAUKIN útgjöld til heilbrigðis- mála og hækkandi meðalaldur íbúa er áhyggjuefni stjórnvalda í mörgum löndum Evrópu. Er nú unnið að því á vegum OECD, Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu, að safna upp- lýsingum í 20 af 30 aðildarlöndum um hver staðan er og hvernig megi bæta árangur og gæði í heilbrigðis- kerfum þeirra. Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri OECD, kynnti verkefnið á lýðheilsuþingi í gær og sagði hún útgjöldin nánast alstaðar aukast og að stjórnvöld vildu leita skýringa. Biðlistar í helmingi OECD landa Berglind sagði þá spurningu brenna á heilbrigðisyfirvöldum hvarvetna hvort heilbrigðiskerfi sköpuðu meiri verðmæti með þess- um auknu útgjöldum. Oft væri nefnt sem ein skýring að meðalævin væri að lengjast en það skýrði ekki allt. Aukning útgjalda kæmi einnig með margs konar nýjungum í lyfjum og aðgerðatækni og vildu menn meta hverju slíkar nýjungar skiluðu. Hún sagði útgjöld í heilbrigðisþjónustu heldur ekki einvörðungu mál heil- brigðisráðherra landanna heldur og fjármálaráðherra og hefði verið ákveðið innan OECD að kanna ár- angur, gæði og jöfnuð í aðgengi í heilbrigðisþjónustu landanna. Ráð- ist hefði verið í yfirgripsmikið heil- brigðisverkefni OECD sem hófst ár- ið 2001 og myndi verkefnið standa til 2004. Tillögur yrðu þá lagðar fyrir ráðherra OECD. Berglind sagði að þrátt fyrir ólíkar aðstæður og mismunandi skilgrein- ingar innan OECD landa væri margt líkt með heilbrigðisþjónustu þeirra, m.a. sífelld útgjaldaaukning og bið- listar sem væru viðvarandi í um helmingi landanna. Sagði hún að í sumum löndum hefði tekist að stytta biðlista m.a. með afkastahvetjandi launakerfi, fjölga sjúkrarúmum og fjölga læknum. Einnig hefði einka- rekin læknisþjónusta komið þar til og Svíar hefðu farið þá leið að sjúk- lingar ættu kost á aðgerð erlendis ef bið yrði lengri en þrír mánuðir. Þá nefndi hún að á Nýja-Sjálandi hefði tekist að stytta biðlista um helming með meiri forgangsröðun. Berglind sagði þegar farið að skoða bráðabirgðaniðurstöður og væri ætlunin að setja fram sameig- inlegar niðurstöður, eins konar ár- angursviðmiðun í nokkrum þáttum. Sagði hún þar horft til mælikvarða eins og fimm ára lifunar sjúklinga með ýmsar tegundir krabbameina, leitar að leghálskrabbameini, ýmiss konar bólusetninga og fleiri þátta. Sagði hún þessar hugmyndir á frum- stigi og að ýmislegt hefði verið nefnt sem hugsanlegar leiðir til að draga úr útgjöldum. Varðandi aukinn lyfja- kostnað sagði hún að löndin hefðu m.a. gripið til þess að auka hlut sjúk- linga, taka upp eftirlit með hagnaði lyfjafyrirtækja, hvetja til aukinnar notkunar samheitalyfja og taka upp viðmiðunarverð. Er alltaf pólitísk spurning Um aðrar aðgerðir til lækkunar á kostnaði í heilbrigðiskerfinu sem reyndar hafa verið sagði hún það alltaf markmið að draga úr mistök- um og bæta árangur aðgerða. Einnig væru settar fram hugmyndir um að auka þekkingu heilbrigðisstétta, forðast að veita ónauðsynlega þjón- ustu, þróa stöðluð vinnubrögð, auka hlut yfirvalda í eftirliti með heil- brigðisstéttum, að fagstéttir hafi ekki eftirlit með sjálfum sér. Í lokin sagði Berglind það alltaf pólitíska spurningu hversu miklum fjármunum, hve háu hlutfalli af þjóð- arframleiðslu ætti að verja til heil- brigðismála. Yfirvöld yrðu að svara því hverju sinni en oft væri þrýst á þau um aukna þjónustu sem kallaði á aukna fjármuni. Morgunblaðið/Þorkell Geir Gunnlaugsson, formaður Félags um lýðheilsu, Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Wilhelm Kirch, forseti Evrópusamtaka lýðheilsu- félaga, fluttu ávörp í upphafi þingsins í gær, en það var haldið í Reykjavík. Heilbrigðisverkefni í 20 af 30 löndum OECD kynnt á lýðheilsuþingi Árangur og gæði í heil- brigðisþjónustu könnuð Morgunblaðið/Þorkell Jón Kristjánsson flutti ávarp við setningu lýðheilsuþings. VERKEFNIÐ Framfaramöppur í tungumálanámi, sem unnið er af tungumálakennurum í Laugalækj- arskóla, fékk Evrópumerkið 2003 og var það afhent í hátíðarsal Há- skóla Íslands í gær. Evrópumerkið er samstarfsverk- efni á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og felst í veit- ingu viðurkenningar fyrir ný- breytniverkefni á sviði náms og kennslu í erlendum tungumálum. Í frétt menntamálaráðuneytisins segir að „veiting merkisins er í samræmi við stefnumörkun Hvít- bókar Evrópusambandsins um menntamál þar sem áhersla er lögð á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir íbúa í löndum Evrópusam- bandsins og færni í þremur tungu- málum er sett fram sem markmið. Viðurkenningunni er ætlað að beina athygli að frumlegum og ár- angursríkum verkefnum og hvetja til þess að þær aðferðir sem þar er beitt nýtist sem flestum. Lögð er áhersla á að verkefnin feli í sér ný- breytni sem aðrir geti lært af og að þau nýtist í símenntun.“ Verkefnið Framfaramöppur í tungumálanámi hófst sem til- raunaverkefni í fyrra og var unnið undir leiðsögn Brynhildar A. Ragn- arsdóttur en kennararnir sem standa að því eru Ágústa Harð- ardóttir, Nanna Ævarsdóttir, Helga Finnsdóttir, Þórunn Sleight, Helga Hilmisdóttir og Gry Ek Gunnarsson. Í umsögn dómnefndar kemur fram að áhersla sé lögð á að nemendur geri sér grein fyrir þeim kröfum sem til þeirra séu gerðar, að þeir verði meðvitaðir um náms- stöðu sína og námsframvindu og eflist í að taka ábyrgð á eigin námi. Lögð sé áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir hvaða aðferðir og leiðir henti þeim best. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, afhenti verðlaunin á málþingi á vegum Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, en evrópski tungu- máladagurinn var í gær. Framfaramöppur í tungumála- námi fengu Evrópumerkið 2003 Morgunblaðið/Þorkell Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, fylgdist með málþinginu í gær. LÝÐHEILSUÞINGIÐ, hið fyrsta hérlendis, er haldið á vegum Félags um lýðheilsu í samvinnu við Lýðheilsustöð. Nálega 200 manns sátu þingið og sagðist Geir Gunnlaugsson, læknir og formaður Fé- lags um lýðheilsu, vera mjög ánægður með þátttök- una og umræður á þinginu. Efni þingsins var heilbrigðisáætlun til ársins 2010, framkvæmd og mat. Auk erindis Berglindar Ásgeirsdóttur um heilbrigðisverkefni OECD voru m.a. flutt erindi um aðgerðir heilbrigðisyfirvalda til að bæta heilsufar þjóðarinnar, um heilbrigði og hagvöxt, rætt um heilbrigðisáætlun í ljósi fjárlaga, um heilsufar barna og um mat á árangri heilbrigð- isáætlunar. Geir Gunnlaugsson sagði Félag um lýðheilsu áhugamannafélag, samtök áhugafólks um lýðheilsu, og vettvang til skoðanaskipta, fræðslu og stefnu- mótunar. Tilgangurinn væri að efna til þverfaglegs samráðs þeirra sem vinna að verkefnum sem hafa áhrif á líf og heilsu landsmanna. Nærri 200 manns sátu lýðheilsuþing BERGLIND Ásgeirsdóttir, aðstoð- arframkvæmdastjóri OECD, Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu, sagði á lýðheilsuþingi í gær að ís- lensk heilbrigðisþjónusta væri ekki vandamál, hjá henni væru fyrir hendi sóknarfæri til útflutnings. Hægt væri að bjóða útlendingum að sækja hingað ákveðna þjónustu sem skapa myndi ný atvinnutækifæri fyr- ir íslenska lækna sem nú störfuðu er- lendis. Berglind sagði mikilvægt að líta á heilbrigðisþjónustuna sem atvinnu- grein í sókn og að með ákveðnum að- gerðum mætti halda á loft gæðum og árangri í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu, rétt eins og ferðaþjónustan heldur fram tæru lofti og hreinu vatni landsins. Hún kvaðst í þessu efni tala sem Íslendingur en ekki fulltrúi OECD en á þinginu kynnti hún heilbrigðisverkefni OECD. Kvaðst hún aldrei hafa heyrt talað um neinar aðgerðir stjórnvalda varð- andi heilbrigðisstéttir á svipaðan hátt og stjórnvöld styddu við ýmsar aðrar atvinnugreinar. Berglind sagði að geta íslenskrar heilbrigðisþjón- ustu yrði nýtt betur með því að bjóð- ast til að annast ákveðna þjónustu fyrir önnur lönd. Þjónustan greidd að utan Berglind sagði að gengið hefðu fimm dómar hjá Evrópudómstólnum þess efnis að yrðu menn að bíða óeðlilega lengi eftir aðgerð gætu þeir leitað eftir þjónustu í öðru landi. Þjónusta yrði þá greidd af kostnað heimalandinu eða einkatryggingum og því myndi ekki hljótast af þessu kostnaður fyrir Íslendinga. Sagði hún menn bíða viðbragða við þessum dómum. Hugsanlegt væri að nýta betur sjúkrahús á Íslandi til að ann- ast aðgerðir á erlendum sjúklingum og taldi hún að slíkt þyrfti ekki að koma niður á íslenskum sjúklingum á biðlista. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði að þetta væri athyglis- verð hugmynd sem hann væri tilbú- inn að kanna. Hann sagði frumkvæði vera hjá læknum. Berglind Ásgeirsdóttir segir ýmis sóknarfæri í heilbrigðisþjónustunni Mögulegt að bjóða út- lendingum þjónustu LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir vitnum að banaslysi á Reykjanes- braut sem varð 24. september kl. 07:06. Lögreglan í Keflavík óskar eftir að hafa tal af fólki sem kom að slysinu og hlúði að ökumanni annars bílsins. Um er að ræða ljóshærða konu, karlmann og tvö börn í grænni Subaru Legacy-bifreið. Sími lög- reglu er 420-2461 og 420-2465. Lýsir eftir vitn- um að banaslysi Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is Eldhúsinnréttingar • Innihurðir Baðinnréttingar • Fataskápar I n n r é t t i n g a r • Fjölbreytt úrval innréttinga. • Verð við allra hæfi. • Hönnun og ráðgjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.