Morgunblaðið - 27.09.2003, Side 18

Morgunblaðið - 27.09.2003, Side 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERÐI Gray Davis ennþáríkisstjóri í Kaliforníu eft-ir hálfan mánuð getur velverið að hann eigi það rep- úblikönum að þakka. Repúblikana- flokkurinn og helstu frambjóðendur hans í endurkosningunum er haldn- ar verða í Kaliforníu sjöunda októ- ber hafa það sem af er í baráttunni gengið að því sem vísu að Davis verði hrakinn frá völdum, og fram- bjóðendurnir hafa varið svo að segja öllum tíma sínum og fjármunum í að berjast innbyrðis um það hver taki við af honum. En þetta hefur gefið Davis og bandamönnum hans í Demókrata- flokknum kjörið tækifæri til að varpa nýju ljósi á endurkosningarn- ar sjálfar. Þær snúast ekki lengur einvörðungu um pólitíska framtíð Davis og meintar ávirðingar hans, heldur eru margir kjósendur farnir að líta á þær sem margslungna spurningu um sanngirni, hugmynda- fræði og flokkadrætti. Það er svo líka enn frekar til bóta að margir hinna frambjóðendanna koma ekki lengur alveg jafn vel fyrir sjónir og þeir gerðu í upphafi. Allt hefur þetta orðið til þess, að jafnvel þeir sem hvað eindregnast voru fylgjandi því að efna til endurkosn- inganna viðurkenna nú, að Davis, sem margir höfðu talið algerlega út úr myndinni, kunni að halda velli eft- ir allt saman. „Að nokkru leyti urðum við fórn- arlömb okkar eigin velgengni,“ segir David Gilliard, stjórnmálaskipu- leggjandi samtakanna Björgum Kaliforníu, sem safnaði undirskrift- unum er þurfti til að efna til þessara sögulegu endurkosninga. „Við vökt- um gríðarlega athygli fyrst eftir að við vorum búin að ná tilskildum fjölda og fólk ákvað samstundis að Davis væri búinn að vera. Menn fóru að einbeita sér að því hver myndi koma í staðinn fyrir hann og það hef- ur reynst erfitt að fá fólk til að snúa aftur við blaðinu.“ Enn á brattann En Davis á þó enn á brattann að sækja. Ekki ein einasta skoðana- könnun hefur bent til að hann standi endurkosningarnar af sér. Þvert á móti viðurkenna jafnvel kosninga- stjórar hans að yrðu kosningarnar haldnar nú myndi hann að öllum lík- indum tapa, og að sennilega myndi kvikmyndaleikarinn og repúblikan- inn Arnold Schwarzenegger eða vararíkisstjórinn og demókratinn Cruz Bustamente hafa sigur. Undanfarnar vikur hefur samt greinilega hallað undan fæti hjá þeim sem hvöttu til endurkosning- anna, og einnig bendir margt til að slegið hafi í bakseglin fyrir bæði Schwarzenegger og Bustamente. Repúblikanar hafa því hert róðurinn gegn Davis, og fyrir nokkrum dög- um hóf Schwarzenegger sjónvarps- auglýsingaherferð í því skyni að minna kjósendur á flekkaðan stjórn- málaferil ríkisstjórans, til dæmis hallann á ríkissjóði Kaliforníu, sem er nú meiri en nokkru sinni fyrr, og hafði gert vinsældir Davis að engu. Þeir sem stóðu að því að koma endurkosningunum á þykjast sann- færðir um að nóg sé að minna kjós- endur á þessi atriði, svo mikil sé í raun fyrirlitning þeirra á Davis. „Þeir reyndu að láta endurkosning- arnar ekki snúast um menn,“ sagði Don Sipple, framleiðandi auglýsing- anna. „Við ætlum að endurpersónu- gera þær.“ Vara við ringulreið En þetta er bara ein auglýsingin af mörgum sem nú flæða yfir kjós- endur, og flestar snúast um einstaka frambjóðendur og stefnumál þeirra. Daginn eftir að auglýsing Schwarzeneggers birtist fyrst hófu fylgismenn Davis sína eigin auglýs- ingaherferð, og vöruðu kjósendur við þeirri ringulreið sem myndi hljótast af því ef ríkisstjóranum yrði velt úr sessi. „Frambjóðendurnir eru 135, þannig að hver svo sem sigrar mun einungis hafa minnihluta á bak við sig – jafnvel ekki nema 15 af hundraði,“ sagði í auglýsingunni. Lokaspretturinn er fráleitt í sam- ræmi við það sem fylgjendur end- urkosninganna sáu fyrir sér þegar þeim hafði tekist að safna nægilega mörgum undirskriftum, sem var fyr- ir um tveim mánuðum. Þá hafði Gill- iard uppi hugmyndir um 14 milljóna dollara kosningabaráttu með dýrum auglýsingum og mikilli söluherferð. En núna, þegar þrem milljónum hef- ur verið varið í að tryggja að end- urkosningarnar fari fram „megum við teljast heppin ef okkur tekst að fá inn hálfa milljón“, segir Gilliard. Það „myndi duga til að senda póst til mjög takmarkaðs, vel valins hóps“. Jafnvel Darrell Issa, yfirlýstur „guðfaðir“ endurkosninganna, virð- ist hafa misst áhugann á þeim þegar hann hætti við að fara sjálfur fram gegn Davis. Hann lagði til hátt í tvær milljónir dollara í upphafi, en síðan hefur hann látið duga að koma nokkrum sinnum fram opinberlega og hvetja til þess að Davis verði hrakinn frá. Höfuðvígi demókrata En þrátt fyrir alla óánægjuna með Davis er Kalifornía mikið höfuðvígi demókrata. Þekktir menn í flokkn- um, Al Gore, fyrrverandi varafor- seti, og Bill Clinton, fyrrverandi for- seti, auk helstu forsetafram- bjóðendaefna flokksins nú, hafa komið fram opinberlega í Kaliforníu og hvatt dygga flokksmenn til að styðja Davis, jafnvel þótt þeim sé það óljúft. „Ástæðan fyrir því að bilið fer minnkandi er að nokkru leyti sú, að kjósendur eru farnir að gaumgæfa hina frambjóðendurna, einkum þá sem helst koma til greina, og eru ekki ánægðir með þá,“ segir Paul Maslin, sem gerir skoðanakannanir fyrir Davis. Og ekki er laust við að andstæð- ingar ríkisstjórans hafi áhyggjur. „Ég myndi enn veðja á að Davis verði ekki lengur ríkisstjóri þegar áttundi október rennur upp,“ sagði Gilliard. „En því er alls ekki að neita að staðan er orðin þannig að það er hreint ekki útilokað að hann haldi velli.“ Syrtir í álinn hjá and- stæðingum Gray Davis Enginn er lengur sann- færður um að Gray Dav- is verði hrakinn úr embætti ríkisstjóra Kaliforníu í endurkosn- ingunum sem þar fara fram 7. október. And- stæðingar hans hafa einbeitt sér hver að öðr- um og ef til vill hefur það gefið Davis tæki- færið sem hann þurfti. The Los Angeles Times. Reuters Gray Davis (t.v.) ásamt John Kerry, sem er meðal þeirra er sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. ’ Lokaspretturinner fráleitt í sam- ræmi við það sem fylgjendur endur- kosninganna sáu fyrir sér. ‘ Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.