Morgunblaðið - 27.09.2003, Page 21

Morgunblaðið - 27.09.2003, Page 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 21 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls utanríkisráðherra okkar Önnu Lindh Ég vil á þennan hátt þakka fyrir þá einlægu samúð sem þið hafið sýnt með blómum, bréfum, tölvu- pósti, símhringingum og með ritun í samúðarbækur. Samhugur ykkar hefur verið ómetanlegur stuðningur á erfiðri stundu og ber vott um hin nánu tengsl sem eru milli Íslands og Svíþjóðar Bertil Jobeus sendiherra Svíþjóðar. Vesturbæ | FORSVARSMENN Europris-verslananna stefna að því að opna nýja verslun að Fiski- slóð 3 í vesturbæ í mars eða apríl á næsta ári. Verslunin verður stærsta Europris-verslunin til þessa, rúmir 1.500 fermetrar að stærð og mun rísa á uppfyllingu gegnt Húsasmiðjunni, við hlið Sorpu. Fyrir eru tvær verslanir í Reykjavík, á Lynghálsi 4 og í Skútuvogi 2. Að sögn Matthíasar Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Europris- verslananna, er búið að ganga frá samningi við verktaka um bygg- ingu á einingahúsi sem Europris leigir. Eigandi lóðar er Seglagerð- in Ægir en við hlið Europris hefur verslunin Ellingsen fengið úthlut- að lóð. Þörf fyrir nýja verslun Matthías segir að þörf sé fyrir lágvöruverðsverslun eins og Euro- pris á þessum slóðum og hann ótt- ast ekki samkeppni við verslanir á borð við Krónuna við JL-húsið og Bónus á Seltjarnarnesi. Europris starfi í raun á breiðari grundvelli, þeir selji ekki eingöngu matvörur og bjóði upp á mun fjölbreyttara vöruúrval. Þess má geta að Europris áformar einnig að opna um 1.000 fermetra verslun í skrifstofu- og verslanamiðstöðinni í Sunnumörk 2 í Hveragerði í júní á næsta ári. Stærsta Euro- pris-verslunin 1.500 fermetra verslun opnuð á Fiskislóð í mars eða apríl á næsta ári Austurbæ | Eftir fyrstu kennslustund Þorvalds Jón- assonar, kennara í Réttarholtsskóla, rölti hann með nemendunum fram á gang skólans. Þetta var snemma árs 1964 og var þá til siðs að allir nemendur færu út í frí- mínútum. Allt í einu var rifið í öxlina á Þorvaldi og einn samkennari hans skipaði honum að fara út ásamt öðrum nemendum. Ekkert þýddi að útskýra að hann væri ný- byrjaður að kenna við skólann því ýmsar afsakanir voru notaðar til að forðast útiveruna. „Það sló þögn á krakk- ana,“ segir Þorvaldur sem naut í fyrsta skipti stuðnings nemenda sinna. Eftir nokkur högg á hurðina var honum hleypt inn og hefur ekki verið hent út síðan. Þorvaldur hefur kennt myndmennt í Réttarholtsskóla í bráðum 40 ár. Hann var á lokaári í kennaranámi þegar hringt var í skólastjóra Kennaraskólans og hann beðinn í kjölfarið að stökkva inn í kennslu vegna forfalla. Hann mætti á miðjum degi á miðju kennsluári til starfa – litlu eldri en krakkarnir sem hann átti að kenna. Ekki hafði gefist tóm til að kynna hann fyrir öðrum kennurum og því fór sem fór eftir fyrstu kennslustundina. Smáíbúðahverfið vex Þetta var á þeim tíma sem Smáíbúðahverfið var að byggjast upp og daglega fluttust nýjar fjölskyldur í hverfið og nemendum fjölgaði. Samhliða óx þessi ungi kennari í sínu starfi og vann traust og virðingu nemenda sinna. Hann fór til Noregs í framhaldsnám í skrautritun og leturgerð, sem hann hefur kynnt nemendum sínum alla tíð síðan. Að auki hefur hann kennt í Mími og Náms- flokkum Hafnarfjarðar og segir fullorðinskennslu vera fína tilbreytingu í kennarastarfinu. Bóka- skreytingar, auglýsingateikningar og skrautritun fyrir stofnanir og fyrirtæki hafa líka verið á verkefnalista hversdags- ins. Þorvaldur hefur lengstu starfsreynsluna í Réttarholtsskóla og er enn áhugasamur um starf sitt. „Það er ótrúlega gaman að umgangast unglinga í dag. Þetta er atgerv- isfólk og ég endurnýjast á hverjum degi,“ segir hann og að krakkarnir búi yfir mikl- um hæfileikum enda búi þau í mjög öfl- ugum myndrænum heimi. Amma biður að heilsa „Almennt finnst mér unglingarnir vera með betra inngrip í teikningu en áður. Það kemur vegna þess sjónræna í lífinu. Aukinn fjöldi teiknimynda síðasta áratug hefur þjálfað skynjun þeirra varðandi teiknun,“ segir Þorvald- ur og er jákvæður fyrir hönd unglinga í dag. Viðfangs- efnin séu kannski einhæfari þó að börnin hafi upplifað nánast allt í efstu bekkjum grunnskóla. Þorvaldur hefur gaman af ættfræði og veltir mikið fyr- ir sér svip nemenda sinna. Langt er síðan börn fyrrum nemenda mættu í kennslu til hans og er hann jafnan fljótur að átta sig á ætt- artengslunum. „Stundum eru börnin eins og vasaútgáfa foreldra sinna,“ segir hann áhugasamur. „Fyrst brá mér þó þegar ung stúlka labbaði að borði mínu og sagði að amma sín bæði að heilsa mér.“ Hann vissi að sá tími brysti á að barnabarn gamals nemanda kæmi í tíma til hans. Það minnir á hve tíminn líður hratt og nú séu barnabörn tveggja nemanda hans við skólann. Í 8. bekk fara allir nemendur í mynd- menntarkennslu hjá Þorvaldi. Hins vegar er það valgrein í 9. og 10 bekk. Alla tíð hef- ur samt nær helmingur nemenda Rétt- arholtsskóla valið myndmenntartímana hjá Þorvaldi í eldri bekkjunum. Hann sýnir dæmi um hugmyndaauðgi nemenda sinna og segist fljótur að sigta þá út sem búi yfir afgerandi hæfileikum. Verkefni hans er hins vegar að kynna öllum grundvallaratriðin í myndmennt svo þau verði sjóklár út í lífið að grunnskólanámi loknu. Sá undirbúningur hefur örugglega nýst þúsundum nemenda Þorvaldar á lífsleið- inni. Þorvaldur Jónasson hefur kennt við Réttarholtsskóla í 40 ár Sjóklár út í lífið Skopmynd Þorvalds af Eggerti formanni KSÍ – með KR bindi! Morgunblaðið/Ásdís Þorvaldur: Rétt skriðinn yfir tvítugt er hann hóf kennslu í Réttarholtsskóla. Nú farinn að kenna þriðja ættlið. Grafarvogi | „Þetta kerfi skapar ánægðari og verkglaðari einstak- linga,“ segir Yngvi Hagalínsson, skólastjori Hamraskóla. Börnum í 2. og 3. bekk skólans hefur það sem af er skólaárinu verið kennt saman í hópum. Hefðbundnar bekkjar- og árgangsskiptingar hafa því verið af- lagðar. Yngvi segir tvennt koma til; annars vegar miði þetta að því að auka einstaklingsmiðað nám og hins vegar til að koma til móts við fækk- un nemenda í þessum árgöngum. Hann telur skólann vera á réttri leið. Þessi aðferðafræði sé ný sem kennarar, foreldrar og nemendur séu að átta sig á. Hún bjóði upp á fjölbreyttara námsumhverfi og börnin taki virkari þátt í gerð vi- kuáætlana. Þá fái þau aukið svig- rúm til að setja sér markmið og vinna eftir þeim. Með því að taka aukinn þátt í skipulagningu skóla- starfsins stuðlar að vinnuglaðari nemendum að sögn Yngva. Þetta þekki fullorðna fólkið sjálft úr sínu starfi. Hamraskóli er í Grafarvogi og að- spurður af hverju nemendum fækki þar segir skólastjórinn að hverfið sé gróið og fækkunin því fyrirsjáanleg. Hann telur að með þessu fyrir- komulagi skapist svigrúm til þess að nemendur í 2. og 3. bekk, sem eru svipað staddir, geti í einhverjum til- fellum unnið saman. Hann segir að hugsunin sé sú að halda ekki aftur af neinum nemanda og það sé á margan hátt auðveldara í svona stórum hópi. „Svo er þetta náttúrlega líka til þess að samþætta árganga, ekki bara bekki innan árgangs, heldur líka að þau kynnist hvort öðru betur milli aldursstiga,“ bætir hann við. Undirbúið í vor Yngvi segir það mikla vinnu og flókna að setja saman skólanámskrá þar sem allir fái það sem þeir eiga að fá. Sú vinna hafi verið unnin í vor og í sumar og haldi áfram í haust. Þegar hann er spurður hvernig for- eldrum lítist á þetta nýja fyrirkomu- lag segir hann að þetta hafi verið kynnt fyrir þeim í vor, auk þess sem þetta var rætt í foreldraráði. „Það er óhætt að segja að upp til hópa tekur fólk þessu mjög vel, margir lýsa miklum áhuga á þessu. Það eru líka foreldrar sem hafa áhyggjur af því að börnin fái ekki þá þjónustu sem þau eiga að fá og að hóparnir séu of stórir.“ Að sögn Yngva voru fjórir bekkir fyrir í þeim árgöngum sem samein- ast nú. Búið er að ráða einn kennara til viðbótar vegna þessa verkefnis. „Við erum með fasta hópa sem tengjast hverjum kennara og breytilega námshópa. Draumur okkar er að efla þessi börn til þess að vinna sem mest sjálfstætt og taki þátt í að búa til sínar námsáætlanir og vinnuskrár sjálf.“ Árgöngum blandað saman í bekki í Hamraskóla Vinnuglaðir nemendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.