Morgunblaðið - 27.09.2003, Side 24

Morgunblaðið - 27.09.2003, Side 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stuðningsfulltrúar | Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 11. september ráðn- ingu 6 stuðningsfulltrúa við Vallaskóla á Sel- fossi. Stöðuhlutfall hvers og eins er 66,5 %. Kostnaðarauka verður mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Bæjarráð felur deildarstjóra grunnskóla- og menningardeildar ásamt skóla- stjórum skólanna að vinna greinargerð um þörf skólanna fyrir sérúrræði og tillögu um aðgerðir til úrbóta.    Tónlistarskólinn | Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að nýta 130 fermetra af fyrrverandi áhaldahúsi bæjarins við Gagnheiði undir starf- semi Tónlistarskólans. Um er að ræða bráða- birgðalausn á húsnæðismálum skólans meðan unnið er að úrlausn til framtíðar. Nauðsynlegur kostnaður við framkvæmdirnar er um 5 millj- ónir króna og verður honum mætt við endur- skoðun fjárhagsáætlunar. Þorlákshöfn | Undirritaðir hafa verið samningar milli Ræktunar- sambands Flóa og Skeiða og Sveit- arfélagsins Ölfuss um byggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Samningurinn sem er fyrsti af fimm áföngum í stækkun hafnar- innar hljóðar upp á 216 milljónir króna. Siglingamálastofnum hefur gert líkan af höfninni og gert ýmsar til- raunir sem lofa góðu um kyrrð inn- an hafnarinnar en í dag er talin vera of mikil ókyrrð þar. Samkvæmt samgönguáætlun fyr- ir tímabilið 2003 – 2006 er gert ráð fyrir miklum endurbótum á höfn- inni í Þorlákshöfn. Stefnt er að byggingu nýs hafn- arsvæðis sem nefnt verður Austur- höfn og nýjum brimvarnargarði, Austurgarði. Hafnarbæturnar byggjast á því að núverandi hafn- armynni haldist óbreytt, en fela í sér eftirfarandi breytingar á núver- andi hafnaraðstöðu til bóta fyrir höfnina og hafnsækna starfsemi. 1. Stöðvunarvegalengd skipa innan hafnarinnar verður aukin, sem m.a. bætir aðstöðu fyrir stærri skip og báta. 2. Innri hluta hafnarinnar verður betur skýlt þannig að hún verð- ur kyrrari en höfnin er í dag. 3. Nýtt hafnarsvæði fyrir fiskibáta verður byggt norðan við Svarta- skersgarð og kemur það í stað hafnaraðstöðu á og innan við nú- verandi Norðurvararbryggju, en hún verður rifin samkvæmt þessum tillögum. 4. Bætt aðstaða og aukið landrými verður fyrir hafntengda starf- semi upp af höfninni. 5. Hafnarframkvæmdir munu verja byggðina betur gegn sandfoki úr Skötubót. Tillögur þessar eru byggðar á líkantilraunum sem unnar voru í líkanastöð Siglingamálastofnunar Íslands, veturinn 2002 til 2003. Fyrirhuguðum hafnarfram- kvæmdum hefur verið skipt í fimm áfanga. Fyrsta áfanga á að ljúka í nóvember 2004. Í fyrsta áfanga framkvæmdanna verður bygging Austurgarðs sem afmarkar hið nýja hafnarsvæði. Austurgarður skiptist í tvo hluta, annarsvegar 520 metra langan garð sem afmarkar hafn- arsvæðið til norðurs og síðan 290 metra langan brimvarnargarð sem afmarkar til vesturs. Áætlað er að í garðinn fari alls um 200.000 rúmmetrar af kjarna og grjóti og hann verði byggður á ár- unum 2003 og 2004. Gert er ráð fyr- ir að grjót og kjarni komi úr námu á Hafnarbergi fyrir utan um 10.000 rúmmetra af grjóti sem verða end- urnýttir á staðnum. Grjótnáman á Hafnarbergi er opin náma á stað- festu skipulagi og verður hún áfram merkt sem opin náma til frekari vinnslu í endurskoðuðu skipulagi. Náma þessi hefur verið notuð við hafnargerð og sjóvarnir í Þorláks- höfn síðan hún var opnuð 1973. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða með 1. áfanga hafnarframkvæmda í Þorlákshöfn Tilraunir í lík- ani lofa góðu Ljósmynd/Sigurður Jónsson Líkan af fyrirhugaðri höfn: Innri hlutanum verður betur skýlt þannig að höfnin verður kyrrari en hún er í dag. Selfossi | „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er þörf fyrir dvalarheimili á Selfossi til við- bótar við þá þjónustu við aldr- aða sem er í sveitarfélaginu,“ segir Alda Árnadóttir, deild- arstjóri stoðþjónustu í Sveitar- félaginu Árborg. Hún tók við starfinu 12. júní á þessu ári. Undir hennar starfsvettvang heyrir öll stoð- þjónusta sveitarfélagsins, fé- lagsleg heimaþjónusta, þjón- ustumiðstöð aldraðra við Grænumörk á Selfossi, öll lið- veisla við fatlaða, akstur fyrir fatlaða og aldraða og dagvist aldraðra. Á stoðþjónustusviði Árborgar starfa 35 manns í mismunandi miklu stöðuhlut- falli. Í félagslegri heimaþjón- ustu eru 15 störf sem snerta 170 heimili. Vaxandi þjónustuþörf Ljóst er að þjónusta við aldr- aða er vaxandi þáttur og því liggur beint við að spyrja Öldu um stefnumörkun í þeim mála- flokki. „Við erum í vaxandi sveitarfélagi þar sem mörkuð hefur verið stefna í málefnum aldraðra. Í henni er lögð áhersla á öfl- uga stoðþjónustu og fólki gert kleift að búa heima hjá sér eins lengi og það óskar. Núna erum við hins vegar að fá fram þjón- ustuþega sem þurfa á meiri þjónustu að halda, þar á meðal dvöl á hjúkrunarrýmum. Mér finnst við í þessum efn- um standa á ákveðnum kross- götum í sveitarfélaginu því það er hér hópur fólks sem þarf á dvalarheimili að halda og auk- inni innlagnarþjónustu á hjúkr- unardeildir. Það er ekkert dvalarheimli á Selfossi en í nágrenninu eru heimili, á Eyrarbakka og á Stokkseyri sem og í Hvera- gerði. Það er hins vegar rík áhersla hjá eldra fólki og fjöl- skyldum þess að vera á Sel- fossi. Fólki finnst það eiga það inni að dvelja hér á elliárunum. Núna eru 17 einstaklingar með vistunarmat fyrir hjúkr- unarrými, þar af eru 14 sem ekki hafa fengið úrlausn. Það er afar hrópandi þegar vist- unarmat liggur fyrir og ekki er unnt að koma fólki á hjúkr- unarheimili. Það kallar á aukna þjónustu við þessa einstaklinga með aukinni viðveru inni á heimilum fólksins,“ segir Alda. „Ég vil sjá þjónustuna verða það liðuga að hægt sé að sinna fólkinu þegar það þarf á því að halda. Öldrun er þannig að einn daginn gefst fólk upp á vissan hátt, við það að halda sér gang- andi upp á eigin spýtur og þá vill það fá þjónustuna og þá þarf að vera hægt að veita hana og skapa þá öryggiskennd sem fólkið þarf á að halda. Fólkið gengur á sína aukaorku þegar það eldist og þarf á sinningu að halda. Ég vil líka sjá þjónustuna við fatlaða eflast þannig að hægt sé að sinna skyldum sveitarfé- lagsins við þá. Félagsleg lið- veisla hefur verið á hendi sveit- arfélagsins en erfitt er að manna þennan þátt. Fatlaðir eru ekki hávær hóp- ur en skyldan er hjá sveitarfé- laginu að sinna þeim og þróunin er sú að fatlaðir flytjast af sam- býlum inn á eigin heimili og það kallar á þjónustu,“ segir Alda. Stöndum á ákveðnum kross- götum í sveitarfélaginu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Alda með eldri borgurum í Grænumörk: „Ég vil sjá þjónustuna verða það liðuga að hægt sé að sinna fólkinu þegar það þarf á því að halda. Öldrun er þannig að einn daginn gefst fólk upp á vissan hátt.“ Vaxandi þörf á dvalarheimili og innlögn á hjúkrunardeildir Hveragerði | Hinn 20. september s.l. voru 133 ár liðin frá fæðingu Jónasar Kristjánssonar lækn- is, brautryðjanda náttúrulækningastefnunnar hér á landi en það var að hans frumkvæði sem Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, áður Heilsu- hæli NLFÍ, tók til starfa sumarið 1955. Það var því vel við hæfi að velja þann dag til að taka í notkun nýtt baðhús, sem án efa á eftir að breyta miklu þjónustu Heilsustofnunar. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunar NLFÍ bauð gesti velkomna til þess- arar hátíðar. Síðan var gengið að nýja baðhús- inu þar sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra klippti á borða, séra Jón Ragnarsson sóknarprestur, blessaði húsið, starfsfólkið og starfsemi alla. Að því loknu lék Jóhann Stefánsson á klarinett. Aðalverktaki baðhússins er Spöng ehf. og að- alhönnuðir hússins eru Úti-Inni arkitektar.    Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Sunddrottning: Helga Haraldsdóttir vígði nýju laugina í Hveragerði að viðstöddu fjölmenni. Nýtt baðhús breytir miklu Þetta er skemmtilegt starf og það er gott að finna hvað fólk hefur tekið mér vel frá því ég byrjaði í sumar,“ segir Alda Árnadóttir, deildarstjóri stoð- þjónustu hjá Sveitarfélaginu Árborg, um nýja starfið. „Mér finnst menntun mín sem þroskaþjálfi nýtast mér vel, það er að segja þekking á þroska- ferli manneskjunnar frá vöggu til grafar. Mér finnst það forréttindi að fá að umgangast eldri borgara þessa lands og það er afar gefandi að starfa með eldra fólki. Þetta er fólkið sem hefur komið okkur þangað sem við erum komin í dag. Mér finnst þessi andi einmitt ríkjandi hjá starfs- fólkinu í stoðþjónustunni. Árborg vex hratt og hér er engin stöðnun í gangi. Maður gengur til verka á hverjum degi og dag hvern gerist margt óvænt og skemmtilegt.“ Gefandi að starfa með eldra fólki Aðalskipulag Ölfuss | Á fundi í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss á fimmtudag var fjallað um aðalskipulag til ársins 2014. Lögð var fram greinargerð að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið allt þ.e. bæði þéttbýli og dreifbýli ásamt teikn- ingum unnið af Landmótun ehf. Gísli Gíslason landslagsarkitekt fór yfir helstu liði þess og út- skýrði aðalskipulagið. Tillagan hefur verið kynnt íbúum sveitarfélagsins svo og öðrum aðilum með margvíslegum hætti bæði á opinberum og óop- inberum vettvangi, segir á heimasíðu sveitarfé- lagsins. Samþykkt var að boða til aukafundar bæjarstjórnar um aðalskipulagið 8. október nk.   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.