Morgunblaðið - 02.10.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.10.2003, Qupperneq 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ P ÓLSKIR höfundar fjölmenntu á Bókastefnuna í Gautaborg að þessu sinni. Hanna Krall er ásamt Kapuscinski meðal hinna best þekktu og á sænskan titil á bóka- markaðinum ár: Så det är du som er Daniel. Krall hefur lengi skoðað örlög gyðinga, spurt hvernig ofsóknirnar gátu átt sér stað og sagt að trúlega komum við aldrei að skilja það: „Ekki einu sinni Hanna Arendt sem las hverja einustu bók um gyðingaofsóknirnar, náði að skilja það.“ Hanna Krall var tveggja ára þegar Þjóð- verjar marseruðu inn í Pólland 1939 og föður sinn missti hún í útrýmingarbúðunum Majd- anek. Heimsþekkta leikskáldið Janussz Gtowacki var á gestalistanum en leikrit hans Antigóna í New York var sýnt m.a. í Stokk- hólmi í ár. Prósahöfundurinn Olga Tok- arczuks, sem á síðari árum hefur flogið upp á stjörnuhimin pólskra bókmennta, m.a. með bókinni Prawiek i inne czasy frá árinu 1996. Annar prósahöfundur er Anrezej Stasiuk. Ónefnd eru þá ljóðskáld eins og Marzanna Bogumila Kielar og Dariusz Suska sem And- ers Bodegård mælir með. Hann fullyrðir þó að bókin Hanemann eftir Stefan Chwin (f. 1949 í Gdansk) sé sú besta sem skrifuð er í Póllandi í seinni tíð. En „Sumir eru hrifnir af ljóðum“ eins og Wislawa Szymborska skrifar. Hún hlaut nób- elsverðlaunin 1996, en fimmtán árum áður hlaut Czeslaw Milosz þau verðlaun og í fróð- legu riti sem Pólverjar buðu upp á með kaffinu á sýningarsvæði sínu mátti lesa að Milosz er enn að kominn vel yfir nírætt. Frá pólska sýningarsvæðinu streymdu ljóðin, í tali og tónum. Einn daginn skar sig söngrödd gegnum höfundarkynningu Finna og Vermlendinga í grenndinni. Þá var verið að syngja ljóð hinnar sænsku Karin Boye (1900–1941). – Þetta er frá Pólverjum. Þeir eru sniðugir Pólverjarnir, heyrði ég bergmála við hlið mér á íslenska sýningarsvæðinu, þar sem Anna Einarsdóttir réð ríkjum að vanda með ábyrgð á kynningu íslenskra bóka. Gönguferð á Bókastefnu Síðdegis á fimmtudegi þegar ég geng um Alþjóðlega torgið, opið svæði með stöðugum uppákomum, þá er rússneska blaðakonan Anna Politkovskaja að svara spurningum. Hún skrifar fyrir Novaja Gazeta og er sögð eini rússneski blaðamaðurinn sem hefur þor- að að lýsa hvað gerist í Tétsníustríðinu. Og stríðið er ekki búið. Í tágakörfum við sviðsbrúnina eru epli. Stórar körfur fullar af eplum í rauðum og gulum haustlitum skilja sviðið frá salnum. Hér er alþjóðleg þekking á ferðalagi segja eplin. Daginn eftir eru engin epli, heldur græn- meti. Gúrkur, grasker og laukar. Og náungi frá Rio de Janero stendur á sviðinu. Það er stórskáld sem líkt hefur verið við Dostoj- evskij en heitir Paulo Lins. Hann er höf- undur pólyfónsögunnar Cidade de Deus, sem gerist í einum glæpsamlegasta bæjarhluta í Ríó og sem samnefnd kvikmynd er gerð eftir. Seinna þann dag stígur annar brasilískur Paulo á svið Alþjóðlega torgsins: Paulo Coelho, höfundur Alkemistans, sem er ein heimsins mest lesna bók. Í ár kemur bók Coelhos Veronica decide morrer (Verónika ákveður að deyja) út í sænskri þýðingu. Og Pálarnir tveir eru ekki einir um að kynna Brasilíu á bókastefnunni í ár, því drottning barnabókanna Ana Maria Machado mætir og talar um brasilískar barnabókmenntir. Á þriðja degi er mikið af káli í körfunum, blómkáli, hvítkáli og fjólubláu káli. Á miða er aðvörun: Aðeins til skrauts. Á ýmsum fundum var fjallað um afleið- ingar stríða og ofbeldis yfirleitt, og um bar- áttuna fyrir mannréttindum frá ólíkum sjón- arhólum, oft feminískum. Rætt var um Liljur alvörunnar, hvíta þrælasölu nútímans eins og hún lýsir sér í alvöru trafficking og í kvikmynd Lukasar Moodysonar, Lilja 4-ever sem byggist á heim- ildarvinnu. Þegar prófessor Vandana Shiva frá New Delhi flytur erindi er ein yfirskriftin Liv till salu (Líf til sölu). Hún hefur m.a. skrifað um örlagarík- ar afleiðingar einkaréttar, t.d. hvernig fátækar þjóðir eru hindraðar í að framleiða meðul gegn alnæmi. Vadana Shiva er kjarneðlisfræðingur sem gerðist umhverfis- og mannréttinda- aktívisti með feminíska sýn. Hún stofnaði sjálfstæða rannsóknastofu til að vinna að því að varðveita líffræðilega fjöl- breytni og hlaut alternatívu nóbelsverð- launin árið 1993, Right Livelihood Award. Engu færri konur en karlar úr hópum skálda og fræðimanna virðast kynntar á bókastefnuni í ár. Hvernig farið þið að þessu? Anna Falck, framkvæmdastjóri Bok& Bibliotek, segir jafnvægið enga tilviljun. Hún segir tjáningarfrelsi og lýðræði alltaf efst á blaði stefnunnar, og að áríðandi sé að huga að breidd á ólíka vegu: – Við þurfum að huga að breidd í efnisvali; breidd í vali hvað varðar óþekkta og þekkta höfunda; breidd hvað varðar aldur og vit- anlega hvað varðar kyn. Þannig liggur sjálf- sögð meðvituð hugsun að baki. Ef misbrestur verður á jafnvægi milli kynja. Við erum kannski með ákveðið þema sem stjórnar vali á höfundum og stóru stjörnurnar karlmenn – í ár eru forsíðunöfn og nóbelsverðlaunahafar karlmenn – við getum ekki gengið fram hjá því, en við getum hlúð að jafnvæginu með öðrum stórum nöfnum. Þetta er brýn spurn- ing og stöðugt aðkallandi af því við erum konur býst ég við og sjáum að víða gleymist að hugsa fyrir breidd á þessu sviði. Erlendur má ekki verða of hamingjusamur! Fjórir íslenskir höfundar, Steinunn Sig- urðardóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir og Arnaldur Indriðason, kynntu verk sín á stefnunni í ólíku samhengi. Jón Yngvi Jóhannsson var einnig mættur sem fulltrúi Íslands í ritstjórn Nordisk Litt- eratur, á umræður um norræna bókmennta- strauma. Steinunn kynnti bókina Jöklaleikhúsið sem kom nýlega út í sænskri þýðingu John Swed- enmarks, sem einnig þýðir skáldsöguna Hundrað dyr í golunni fyrir Wahlström & Widstrand. Ólafur Jóhann talaði um Slóð fiðrildanna sem á sænsku nefn- ist Längtans Resa, en þýðingin sem AlfabetaAnamma gefur út er byggð á enska textanum. Ólafur fundaði með Liv Ull- mann á dögunum, vegna kvik- myndar byggðri á sögu hans en handritið skrifar Ullmann, sem einnig leikstýrir. Kristín Ómarsdóttir kom m.a. fram á ljóðasviðinu Rum för poesi þar sem forlagið Ell- ersströms sá til að óslitinn ljóða- lestur væri í gangi alla fjóra dagana. Á laugardegi tók hún þátt í umræðufundi um hugtakið „fjölskylda“ ásamt Thomas Jo- hansson, prófessor í félagssálfræði, og Mian Lodalen, blaðakonu og rithöfundi. Bókin Hamingjan Hjálpi mér I og II, er nýkomin út í sænskri þýðingu Ann Sofie Axelsson. Sem fyrr er Kerstin Aronsson, útgefandi Krist- ínar, en forlagið heitir Kabusa. Arnaldur Indriðason, norræni glæpa- sagnakóngurinn og handhafi glerlykilsins tvö ár í röð, kom fram á laugardegi og sunnudegi í samtali við Ulf Örnklo. Mýrin sem á sænsku nefnist Glasbruket og bókin Grafarþögn sem fær titilinn Kvinna i grönt koma báðar út hjá forlaginu Prisma í þýð- ingu Ylvu Hellerud. Arnaldur kvaðst ekki búinn að segja alla sögu Erlendar, en m.a. vera að reyna að finna konu handa honum: Það er erfitt. Hún má ekki vera þannig að hann verði of hamingjusamur! Laugardagurinn varð glæpasagnadagur eins og gert var ráð fyrir og bandaríski Michael Connelly aðalforsíðunafnið. Nicci French er annað nafn er vakti athygli. Sænska Inger Frimannsson sem sló í gegn með God natt min älskade, á nýja bók í ár: Mörkerspår og Lísu Marklund þarf varla að kynna, en hún kynnti bók sína Vargar och andra terrorister. Ef lífið er flugdreki Indónesíski höfundurinn Pramoedya An- anta Toer, segist eitt sinn hafa fengið það ráð að fara með lífið eins og flugdreka: Þeg- ar vindurinn er sterkur gefurðu línuna eftir, þegar lygnir, dregurðu línuna inn. Seinasta bók hans er frá 1999 The Mute’s Soliloquy, (Eintal hins mállausa), er eins konar minn- isverk til meðfanganna á Buru, en þar sat hann lengi í fangelsi, var gripinn 1947 fyrir andnýlendustarfsemi sína. Svíar gefa út fyrstu bók hans í bókaflokknum Buru- kvartettinn, sögulegar skáldsögur um Indónesíu, upphaflega frásagnir sem hann sagði meðföngum sínum. Hin kanadíska Margaret Atwood vakti at- hygli að vanda, hún kynnti bók sína Oryx and Crake – nú tilnefnd til Booker-verðlauna – og hún kom líka fram sem ljóðskáld. Til gam- ans má nefna að árið 1995 sæmdu Svíar hana alþjóðlegu húmorverðlaununum (Svenska Humorförbundets pris til en internationell författare) og það var víst ekki grín. Um hádegi á sunnudag talaði hinn ung- verski Imre Kertész, nóbelsverðlaunahafi 2002, í stærsta salum og löng biðröð hringaði sig um víðáttumikið anddyrið nokkru áður. Í næsta sal var unga stjarnan Randa Ghazy frá Mílanó að kynna bók sína Sognando Palest- ina (Draumurinn um Palestínu). Færri mættu þangað. Ég hlustaði á Randa Ghazhy lýsa vinnu sinni, viðbrögðum á bókina og harðri gagnrýni gyðinga. Rödd úr salum spyr: Varstu hrædd um líf þitt meðan þú skrifaðir bókina og ef svo var hvers vegna hélstu þá áfram? Og 17 ára höfundurinn svarar: Nei, ég var aldrei hrædd um líf mitt, í fyrsta lagi vissi ég ekki að bókin yrði lesin nema á ítölsku og í öðru lagi vissi ég ekki að ég væri að skrifa pólitíska skáldsögu. En móðir mín er hrædd um líf mitt og þess vegna ferðast hún með mér. Bókin Sognando Palestina hef- ur þegar verið þýdd á ellefu tungumál. Þvílík óhemja Síðdegis þennan seinasta dag stefnunnar hitti ég þjóðkunnan predikara og húmorista Olof Buckard. Hann er að viða að sér bókum er tengjast næsta viðfangsefni, fyrir- lestraröð um „den heliga dåren“ eða hinn heilaga brjálæðing. Ég bið hann endilega að segja mér eitthvað um Bókastefnuna sem ég er búin að vera á í fjóra daga samfleytt og hann segir mér að þetta minni svolítið á Ís- land. Minnir Bókastefnan á Ísland? – Já, á vissan hátt, ég meina þetta er ekki stórt svæði hér rétt rúmur hektari – en það sem er á boðstólum er þvílík óhemja. Ég var á Íslandi fyrir nokkrum árum og þar er fólks- fjöldinn álíka og í hálfri Gautaborg, en talað um 30 virkar bókaútgáfur og ég held hátt í þúsund titla á einu og sama árinu! Hlutfalls- lega álíka brjálæðislegt framboð. Hér sjást varla bækurnar fyrir fólki og mannamótin raunar það besta við Bókastefnuna. Á blaðamannafundi í lok stefnunnar kom fram að metaðsókn hefði verið á laugardeg- inum er 33 þúsund keyptu sig inn, en í allt urðu gestir liðlega hundrað þúsund líkt og undanfarin ár. Þetta var í 19. sinn sem Bókastefnan Bok&Bibliotek er haldin, og á fundinum kom einnig fram að breskar bókmenntir verða í brennidepli á 20. Bókastefnunni í september 2004. Hér sjást varla bækurnar fyrir fólki Gautaborgarbúinn Johannes Anyuru les úr bókinni Det är bara gud- arna som är nya á sýningarsvæði útgefenda Wahlström&Widstrand. Yngsta rithöfundastjarnan á Bókastefnunni, Randa Ghazy, 17 ára, ásamt móður sinni. Hún kynnti bók sína Drauminn um Palestínu. Morgunblaðið/Kristín Bjarnadóttir Paulo Coelho Bókastefnan í Gautaborg fór fram um liðna helgi. Yfir átta hundruð fyrirtæki og mun fleiri ræðumenn kynntu í allt sextíu þjóðlönd. Kristín Bjarnadóttir nefnir hér fátt eitt en eitt þema stefnunnar var pólskar bók- menntir og annað vísindi handa leikmönnum. Margt var um manninn á Bókastefnunni. Metaðsókn var á laugardeginum er 33 þúsund keyptu sig inn. Alls urðu gestir liðlega 100 þúsund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.