Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 09.10.2003, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 13 Íslenski dansflokkurinn kynnir nýtt verk eftir hollenska danshöfundinn Lonneke van Leth, frumsamið fyrir Íslenska dansflokkinn. „The Match“ er landsleikur í knattspyrnu milli Íslands og Hollands með rífandi stemmingu og grípandi tónlist. Á efnisskránni er einnig verðlaunaverk Guðmundar Helgasonar, „Party“, og „Symbiosis“ eftir Itzik Galili. Sýningar: 9. (frumsýning), 12., 18. og 30. október, 2., 7. og 16 nóvember. Miðasala í Borgarleikhúsinu. Sími: 588 0900. Ísland – Holland í Borgarleikhúsinu www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. SUÐURHLÍÐAR KÓPAVOGS Mér hefur verið falið að leita eftir 80-90 fm 3ja herb. íbúð. Æskilegt að eignin sé staðsett í hverfi við Kópavogs- eða Smáraskóla, helst í góðu ástandi. Afhendingartími sem fyrst. Verðhugmynd 12-13 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. LÍEYRISSJÓÐUR verzlunar- manna hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd við lögfræðiálit sem Þórarinn V. Þór- arinsson hdl. vann fyrir Samtök atvinnulífsins um aðild að sjóðn- um, og greint var frá í blaðinu í gær. Athugasemdin er undirrituð af Þorgeiri Eyjólfssyni, forstjóra lífeyrissjóðsins: „Niðurstöður lögmannsins snúa í meginatriðum að tvennu, þ.e. skylduaðild að Lífeyrissjóði verzl- unarmanna annars vegar og hins vegar að brottfalli skylduaðildar að lífeyrissjóði við það að skuld- bindingar fari umfram heildar- eignir. Í báðum þessum atriðum kemst lögmaðurinn að rangri nið- urstöðu eins og hér verður rakið. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að ekki sé í gildi kjara- samningur um lífeyrismál á milli Verzlunarmannafélags Reykja- víkur og Samtaka atvinnulífsins sem kveði á um aðildarskyldu fé- lagsmanna VR að Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Þessi ályktun lögmannsins stenst ekki. Það er til staðar kjarasamningur um líf- eyrismál á milli VR annars vegar og Vinnuveitendasambands Ís- lands, Samtaka iðnaðarins, Sam- taka verslunarinnar – FÍS, Kaup- mannasamtaka Íslands og Verslunarráðs Íslands hins vegar frá 30. desember 1996 sem kveð- ur skýrt á um skylduaðild fé- lagsmanna VR að lífeyrissjóðn- um. Samtök atvinnulífsins yfirtóku kjarasamningsskyldur VSÍ við stofnun samtakanna. Jafnframt liggur fyrir að lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda frá 1974 og 1980 kváðu afdrátt- arlaust á um aðild launamanna að lífeyrissjóði sinnar starfsstéttar eða starfshóps. Lífeyrissjóðalög- gjöfinni frá 1997 var í engu tilliti ætlað að hagga við þessu fyrir- komulagi. Í löggjöfinni er vitnað til kjarasamninga á milli aðila og er sá samningur þegar til staðar á milli VR og SA eins og áður segir. Ennfremur er það mat okkar að samþykktir lífeyrissjóðsins sem kveða á um aðildarskyldu fé- lagsmanna VR hafi ígildi kjara- samnings á milli VR og þeirra samtaka vinnuveitenda sem að sjóðnum standa, en þar á meðal eru Samtök atvinnulífsins, enda liggja fyrir samþykki og staðfest- ingar á samþykktunum af hálfu allra stjórna samtaka vinnuveit- enda sem að sjóðnum standa. Jafn- framt liggur fyrir staðfesting fjár- málaráðuneytisins á samþykkt- unum. Þá liggur fyrir 30 ára sameiginlegur skilningur samtaka vinnuveitenda og VR um efni og framkvæmd ákvæða kjarasamn- inga að því er varðar skylduaðild félagsmanna VR að Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Þeirri skoðun lögmannsins að brottfall verði á aðildarskyldu að lífeyrissjóði við þær aðstæður að skuldbindingar fari tímabundið umfram eignir höfnum við einnig alfarið. Væri þessi skilningur rétt- ur ríkti það ástand að aðild að flestum lífeyrissjóðum á samnings- sviði ASÍ væri í uppnámi. Jafn- framt er hægt að sjá fyrir sér það ástand að skylduaðild að ein- stökum lífeyrissjóðum gæti verið til staðar í einum mánuði og ekki þeim næsta eftir því sem hlutfall eigna og skuldbindinga sem ætíð er á hreyfingu þróaðist. Í lífeyr- issjóðalöggjöfinni frá 1997 er sér- staklega tekið á því hvernig með skuli fara við þær aðstæður að eignir og skuldbindingar lífeyris- sjóðs standist ekki á. Þannig kveða lögin á um að leiði tryggingafræði- leg athugun það í ljós að meira en 10% munur er á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga skuli stjórn lífeyrissjóðs tafarlaust skylt að gera tillögur til aðildarsamtaka sjóðsins um nauðsynlegar breyt- ingar á samþykktum sjóðsins. Sama gildi ef munur samkvæmt tryggingafræðilegum athugunum á milli eignarliða og lífeyrisskuld- bindinga hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár. Þannig liggur fyrir í löggjöf nánari útfærsla á gjaldhæfiákvæði lífeyrissjóða sem sett var inn í kjarasamninga ASÍ og VSÍ 1995 og kjarasamninga VSÍ og VR frá 1996 og ekki raskast með neinu móti ákvæði kjarasamninga um að- ildarskyldu undir þessum kring- umstæðum. Í þessu samhengi má jafnframt nefna að tímabundinn halli á skuldbindingum lífeyris- sjóða vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum er ekki bund- inn við Ísland eingöngu. Lífeyr- issjóðir nágrannalandanna eiga við hliðstæðan vanda að etja og hvergi hefur það haft áhrif á aðild ein- staklinga að viðkomandi lífeyris- sjóðum þar sem eins er ástatt og hérlendis.“ Athugasemd frá Lífeyr- issjóði verzlunarmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.