Morgunblaðið - 09.10.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.10.2003, Qupperneq 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 17 Hafnarfirði | Í gær hófst í Áslandsskóla skóla- færninámskeið fyrir foreldra barna í fyrsta bekk. Í frétt frá skólanum segir; „Í því skyni að leggja góðan grunn að góðri samvinnu og ánægjulegu 10 ára samstarfi heimila og skóla munu Áslandsskóli, foreldraráð skólans og foreldrafélag hans standa að námskeiði fyrir foreldra/forráðamenn þeirra barna sem hófu nám í 1. bekk nú í haust.“ Á námskeiðinu er meðal annars farið í rat- leik um skólann, farið yfir gátlista um getu sex ára barna, skólasöngurinn lærður auk þess sem farið er yfir alls kyns hagnýtar upp- lýsingar um skólastarf og undirbúning barna. Námskeið af svipuðu tagi hafa einnig verið í fleiri grunnskólum bæjarins. Skólafærni í Áslandsskóla Morgunblaðið/Þorkell Sýning um Grafarvog | Nýlega var opnuð hverfiskynning í Foldasafni Borgarbókasafns, við Fjörgyn og er þar um að ræða samstarfs- verkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Þar má sjá sýningu á skjölum og munum er tengjast sögu Grafarvogs. Einnig liggur þar mappa á borði, sem í eru nytsamar upplýsingar af marg- víslegum toga um Grafarvog, ásamt ýmiss konar fróðleik, t.a.m. um örnefni, bændur og bújarðir og frásagnir afkomenda og vensla- fólks ábúenda. Þarna er og kort að finna af svæðinu og loftmyndir sem sýna þróun byggð- ar. Sýningin á skjölum og munum er tengjast sögu Grafarvogs stendur til 1. nóvember næst- komandi.    Seltjarnarnesi | Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri hefur undan- farið kynnt sér aðgengi fatlaðra hjá stofnunum Seltjarnarnessbæjar, en hann sleit hásin fyrir nokkru og hefur síðustu vikur gengið við hækjur eða farið um í hjólastól. Nýlega barst Jónmundi bréf frá ungum Seltirningi, Jóni Frey Finnssyni, sem óskaði eftir að ræða við hann um aðgengi hreyfihaml- aðra. Jón Freyr bauð bæjarstjór- anum einnig í kynnisferð á raf- skutlu sem hann notar til að ferðast um bæinn. Boðið var þegið með þökkum og kom Jón Freyr ásamt föður sínum, Finni Jónssyni, á fund bæjarstjóra í vikunni. Höfðu þeir með sér kort af Seltjarnarnesi þar sem þeir höfðu merkt helstu hindr- anir fyrir fatlaða á leið um bæinn. Jónmundur þakkaði feðgunum fyrir frumkvæði þeirra og gagn- legar upplýsingar um aðgengi hreyfihamlaðra á Seltjarnarnesi og útnefndi Jón Frey merkisbera Sel- tjarnaness, en þá nafnbót fá þeir gjarnan er bera hag bæjarins sér- staklega fyrir brjósti. Að lokum fór Jónmundur í reynsluferð á raf- skutlunni Rósu. Jón Freyr, sem starfar í Íþróttamiðstöðinni á Sel- tjarnarnesi, ferðast á skutlunni til vinnu vestast af Seltjarnarnesi, en það er um 2 km leið. Jónmundur var sérstaklega ánægður með heimsókn feðganna og tækifærið sem þeir veittu honum til að setja sig í spor hreyfihaml- aðra. „Þetta er merkileg reynsla fyrir mann sem alla jafna er fóta- fær. Það er ótrúlegt hvað maður verður var við það hversu mikil áhrif svona tímabundin fötlun hef- ur á það að fara um bæinn og sinna sínum málum. Maður tekur lífinu svolítið sem gefnu og áttar sig ekki á því fyrirfram hversu margar hindraðir fatlaðir þurfa að yfirstíga í sínu daglega lífi. Ég vona að þetta verði til þess að við getum bætt úr aðgengi fatlaðra á Seltjarnarnesi.“ Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, hefur fengið að kynnast aðgengi fatlaðra náið undanfarið eftir að hann sleit hásin. Bæjarstjóri Seltirninga kynnist málefnum fatlaðra Kópavogi | Félagsmiðstöðvar í Kópavogi og Prjónablaðið ÝR undirrituðu samkomulag um forvarnarstarf í félagsmiðstöðinni Mekku í gær. Samstarfið byggist á verkefninu VINA- ORMUR, en það snýr að þátttöku unglinga í prjónaskap. ÝR gaf til verkefnisins átta kíló af prjónagarni sem duga í dágóðan prjónaskap. Einn grunnþáttur verkefnisins er frjálsræði en unglingarnir geta hvenær sem er gripið í prjóna og um leið eflt félagsandann og sköp- unarþörfina. Hugmyndina átti Hrafnhildur Ástþórsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar Ekkó í Kópavogi, en einn slíkur ormur var prjónaður þar síðastliðinn vetur. Þá tóku tæplega þrjátíu unglingar beinan þátt í gerð Vinaormsins. Nú taka allar 8 félagsmiðstöðvar Kópavogs þátt í framtakinu en þær sækja yfir 1.000 unglingar. Reynslan úr Ekkó sýnir að við prjónaskap gefst unglingunum tækifæri til að vinna að einhverju sameiginlegu, sköpunar- gáfan fær lausan tauminn og samkenndin eykst. Útkoman er vinátta og virðing unga fólksins fyrir hvort öðru sem gefur gott vega- nesti til framtíðar. Rótgróin handverkshefð nýtt í forvarnir Linda Udengård, æskulýðs- og forvarnar- fulltrúi hjá íþrótta- og tómstundadeild Kópa- vogs (ÍTK) segir verkefnið virka vel og krakk- ana mjög spennta fyrir því. „Krakkarnir prjóna saman einn stóran orm. Þetta er gott forvarnarverkefni. Prjónarnir og garnið eru verkfæri til að setjast niður og eiga næðis- stund í rólegheitunum yfir prjónunum og ræða lífið og tilveruna. Við komum að alls kyns forvarnarverk- efnum. En þetta er svolítið nýr vinkill á for- varnarstarf, að nýta rótgróna handverkshefð hér á landi til að fá krakkana til að setjast nið- ur og spjalla. Í prjónaskap felst hugleiðsla og örvun á sköpunarþörfinni. Það sem er líka spennandi við þetta verkefni að strákar og stelpur virðast hafa svipaðan áhuga á því og eru strákar ekki síður duglegir við prjóna- skapinn.“ Ormarnir verða að lokum sýndir á vorsýn- ingu á afrakstri Sköpunardags félagsmið- stöðva sem er liður í stigakeppni þeirra. Þá verður dregin út félagsmiðstöð sem hlýtur verðlaun frá Prjónablaðinu ÝR. Frumlegar forvarnir í Kópavogi Fulltrúar Félagsmiðstöðva í Kópavogi og ÍTK ásamt fulltrúa ÝR fagna samstarfinu með fjögurra metra löngum ormi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.