Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 18

Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS Á DALVÍK Í Ráðhúsinu á Dalvík stendur yfir sýn- ing á verðlaunamyndum úr ljós- myndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Sýningin á Dalvík er á vegum Sparisjóðs Svarfdæla. Á myndunum má sjá fjölbreytt við- fangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk er í brennidepli linsunnar. Sýningin stendur út októbermánuð. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins á mbl.is LANDSMENN Í LINSUNNI Ljósmynd: Fyrsta sturtan, Hafþór Hreiðarsson á Húsavík. VÖRUBÍLL með tengivagn valt á hliðina er hann var að losa möl á Miðhúsabraut nyrst í Nausta- hverfi eftir hádegi í gær. Ökumaðurinn slapp með skrekkinn og talið er að bíllinn og tengivagninn hafi skemmst lítið. Litlu mátti þó muna að verr færri því óhappið varð rétt við spennistöð við götuna. Bíllinn hafn- aði á hliðinni rétt framan við spennistöðina en pallurinn á tengivagninum rétt til hliðar við hana. Beita þurfti gröfu og jarðýtu til að rétta tækin við. Vörubíll með tengivagn á hliðina Morgunblaðið/Kristján Ólafsfirði | Fulltrúar í bæjarstjórn Ólafsfjarðar hafa samþykkt tillögu þar sem þess er krafist að nýjar regl- ur sem stuðst er við í útreikningum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði endurskoðaðar. Fram kemur að ekki hafi orðið neinar breytingar á að- stæðum eða rekstri í Ólafsfirði sem réttlæti allt að 25% niðurskurð á greiðslum úr sjóðnum. „Sveitar- félögum er gert að undirbúa fjár- hagsáætlun í lok árs og geta þau ekki miðað við annað en þær reglur sem þá eru í gildi. Það er óþolandi að búa við það óöryggi sem felst í þeirri staðreynd að áhrif breytinga á út- hlutunarreglum eru ekki ljós fyrr en langt er liðið á árið,“ segir í tillögu sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar nýlega. Á fundinum var fjallað um endur- skoðaða fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár og kom fram í bókun Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur að niðurstaða áætlunarinnar væri mikið áhyggjuefni. „Hún sýnir mikinn tekjusamdrátt sem skýrist með lækkun útsvarstekna (5%) og ekki síður stórkostlegum samdrætti (25%) á greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samtals lækkar þetta tekjur um 28 milljónir,“ segir í bók- un hennar. Fram kemur að í áætl- uninni væri gert ráð fyrir lífeyris- skuldbindingum, uppsöfnuðu orlofi og verðbótum, samtals um 20 millj- ónum króna. „Þessi upphæð ásamt samdrætti í tekjum skýrir neikvæða rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlun- arinnar upp á 48 milljónir í stað 3ja milljóna,“ segir í bókuninni. Jóna segir í bókun sinni að þrátt fyrir þetta áfall sé full ástæða til að fagna þeim árangri sem náðst hefði í rekstrarútgjöldum, bæði hvað varð- ar laun og rekstur. Ásgeir Logi Ásgeirsson, fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn lagði á fundinum fram bókun þar sem hann segir að stefni í geigvænlegan halla- rekstur Ólafsfjarðarbæjar. Árið sé þó ekki liðið og líta beri á tölur sem viðvörun, „vissa vísbendingu sem þarf að taka alvarlega.“ Alvarlegast segir hann að meirihlutinn hafi ofáætlað tekjur miðað við fyrra ár, sem var metár og hæpið að góður vöxtur haldi áfram endalaust. Ásgeir Logi segir eftirlitsnefnd sveitarfé- laga vera með fjármál Ólafsfjarðar í gjörgæslu. Þrjár leiðir eru að hans mati færar út úr ógöngunum; auknar lántökur, niðurskurður og minni þjónusta eða að selja eignir. Ólafsfirðingar óhressir Reglur um úthlutun Jöfn- unarsjóðs verði endurskoðaðar EYÞÓR Jósepsson og Úlfar Arason hafa stofnað nýtt fyrirtæki á Ak- ureyri sem sérhæfir sig í smíði glugga og hurða úr áli. Einnig býð- ur fyrirtækið upp á utanhússklæðn- ingar og iðnaðarhurðir úr áli. Fyr- irtækið, sem heitir Gluggar ehf., er í 320 fermetra leiguhúsnæði í Njarðarnesi 1. Þeir félagar hafa fjárfest í nýjum og fullkomnum tækja- og tölvubúnaði í verksmiðj- una og þessa dagana er verið ljúka uppsetningu hans. Eyþór sagði í samtali við Morgunblaðið að fram- leiðslan hæfist á föstudaginn en til að byrja með verða hann og Úlfar einu starfsmennirnir. Eyþór er einn fyrrum eigenda Akoplastos og Kex- smiðjunnar og Úlfar starfaði m.a. sem framleiðslustjóri Akoplastos á sínum tíma. Eyþór sagði að hugmyndin að stofnun fyrirtækisins væri um tveggja ára gömul og hann er þess fullviss að álið sé framtíðin á þessu sviði. „Það er ein svona fullkomin verksmiðja í Reykjavík en við telj- um markað fyrir aðra hér fyrir norðan og við erum vel samkeppn- ishæfir við innflutning.“ Hann sagði um þrjár gerðir að ræða í gluggum á markaðnum, timbur- glugga, álglugga eða timburglugga klædda áli. Sem fyrr segir hefst framleiðslan á föstudag og eru fyrstu verkefnin komin í hús. „Viðtökurnar hafa ver- ið góðar og með fleiri verkefnum kemur til þess að við þurfum að bæta við starfsfólki. Verksmiðjan er þó ekki mannfrek vegna þess hversu fullkomin hún er.“ Eyþór sagði að fyrirtækið myndi ekki ein- ungis þjóna fyrirtækjum og stofn- unum heldur gætu einstaklingar líka leitað eftir þjónustu, t.d. í sam- bandi við glugga, hurðir, garðskála og ýmislegt fleira. Staðsetning fyrirtækisins skiptir máli við fjármögnun Eyþór sagði að það hefði ekki gengið þrautalaust að fá fjármagn til kaupa á vélum og tækjum og þá fyrst og fremst vegna þess að fyr- irtækið er staðsett á Akureyri. „Kaupleigufyrirtækin gátu ekki hrakið okkar viðskiptahugmynd en eitt þeirra hafnaði okkur vegna þess að fyrirtækið er ekki staðsett á höfuðborgarsvæðinu og það er vissulega umhugsunarefni. Okkur tókst þó að lokum að fjármagna kaupin.“ Morgunblaðið/Kristján Álmenn: Eyþór Jósepsson og Úlfar Arason við hluta tækjabúnaðarins. Sérhæfir sig í smíði hurða og glugga úr áli Nýtt fyrirtæki stofnað á Akureyri GV-gröfur buðu lægst í Dalsbraut FYRIRTÆKIÐ GV-gröfur ehf. átti lægsta tilboð í lagningu Dals- brautar, frá Þingvallastræti að Borgarbraut, en tilboð í verkið voru opnuð í gær. Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 36 milljónir króna, eða um 79% af kostn- aðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 45,7 milljónir króna. Alls bárust fimm tilboð í verkið og voru þrjú þeirra undir kostn- aðaráætlun. G. Hjálmarsson hf. átti næst- lægsta tilboð en það hljóðaði upp á um 38,8 milljónir króna, eða 85% af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta tilboð átti Norðurtak ehf., tæpar 40 milljónir króna, eða 87,5% af kostnaðaráætlun. Hin tvö tilboðin, sem bæði voru yfir kostnaðaráætlun, komu frá Nón- tindi ehf. sem bauð um 53,5 millj- ónir króna og Nettur ehf. bauð tæpar 55 milljónir króna. Skila- dagur heildarverksins er 1. júlí á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.