Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR finnst ómaklegt þegar formaður menning- armálanefndar, Stefán Jón Hafstein borgar- fulltrúi, gerir því skóna að Steinunn Birna Ragn- arsdóttir, fráfarandi varaborgarfulltrúi, hafi verið óhæf til að sinna störfum sínum í raun og veru þar sem hún hafi látið að sér kveða í stéttarbaráttu,“ sagði Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær. Féllu ummælin þegar rædd var utan dagskrár í upphafi fundarins afsögn Steinunnar Birnu sem varaborg- arfulltrúi R-listans og varaformaður menningar- málanefndar Reykjavíkurborgar. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjáls- lynda flokksins, hóf umræðuna og sagði brott- hvarf Steinunnar verulegt pólitískt áfall fyrir R- listann. Málið sé alvarlegt því mikilvægt sé að í sveitarstjórnum sé fólk sem búi yfir þekkingu og fagmennsku á sínu sviði. Kjörnir fulltrúar eigi að fylgja sannfæringu sinni fremur en fyrirfram ákveðnum línum. Hagsmunir eru ólíkir Ástæðurnar sem Steinunn Birna gaf fyrir af- sögn sinni var vaxandi óánægja með framgöngu borgarinnar í menningamálum, ólýðræðisleg vinnubrögð þar sem ekki var tekið mið af fleirum en einu sjónarmiði og túlkun á kjarasamningum tónlistarkennara. Stefán Jón Hafstein sagði í borgarstjórn ástæð- urnar fyrir afsögninni að mörgu leyti skiljanlegar. „Fulltrúinn stóð framarlega í flokki harðrar stétt- arbaráttu fyrir Félag tónlistarkennara. Borgin tekst nú á við mikilvægt þróunarferli á tónlistar- kennslu í borginni þar sem margir ólíkir hags- munir togast á,“ sagði hann. „Allir skilja að for- ystumaður í hagsmunabaráttu getur átt erfitt með að sætta sig við stefnu sem tekur mið af víðtækari sjónarmiðum en eitt stéttarfélag vill.“ Birni Bjarnasyni þótti mjög einkennilegt að Stefán Jón gæfi til kynna að eðlilegt hafi verið að Steinunn Birna segði af sér því hún hefði haft hagsmuni að gæta sem forystumaður tónlistar- kennara. Þetta skjóti skökku við, ekki síst sé litið til þess að R-listinn hafi talið sér það til tekna að hafa frambjóðanda úr hópi tónlistarkennara í sín- um röðum. Síðan láti formaður menningarmála- nefndar í það skína að hún hafi ekki verið mál- efnaleg í sínum störfum og ekki getað sinnt þeim sem skyldi vegna þess að hún hafi starfað sem tón- listarkennari. Útúrsnúningur hjá Birni „Meistari útúrsnúninganna hefur kvatt sér hljóðs og er enn á ný gjörsamlega úti í móa með sínar fréttaskýringar eins og við þekkjum bæði af heimasíðu hans og annars staðar hvort sem er á þingi eða hér í borgarstjórn,“ svaraði Stefán Jón Hafstein. „Engin leið er að túlka mín orð hér að Steinunn Birna Ragnarsdóttir hafi verið vanhæf í sínu starfi.“ Henni hafi verið falin mörg trúnaðar- störf á vegum borgarstjórnar frá því kosningar fóru fram. „Orð mín voru skýr hér á undan. Í þeim var ekkert um það að Steinunn Birna Ragnars- dóttir væri vanhæf vegna þess að hún væri í for- ystu í stéttarfélagi. Það er gjörsamlega út í hött að halda því fram.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, segir vinnubrögð innan Reykjavíkur- listans hafa leitt til þess að Steinunn Birna telji sér ekki lengur fært að starfa á þeim vettvangi. Það lesi hann úr hennar eigin orðum og segir afsögn hennar endurspegla stirt samstarf innan R- listans. Borgarfulltrúar séu ekki þeir einu sem orðið hafi vitni að slíku heldur allir Reykvíkingar það sem af er árinu. Vilhjálmur vitnaði í orð Stein- unnar þar sem hún sagði það ekki æskilega fram- vindu að umræða fari fram eftir að ákvarðanir hafi verið teknar. Afsögn varaborgarfulltrúa Reykjavíkurlistans rædd í borgarstjórn Brotthvarf Steinunnar sagt pólitískt áfall fyrir R-listann Morgunblaðið/Sverrir Stefán Jón Hafstein ræðir við Alfreð Þor- steinsson og Gunnar Eydal á fundinum í gær. MIKIÐ hefur verið um mýs á Suður- landi að sögn Jóhannesar Þórs Ólafs- sonar, meindýraeyðis. „Það er rosa- legur músafaraldur hérna. Íbúðar- eigendur, sumarbústaðaeigendur og fleiri hafa orðið varir við að þær leiti inn.“ Jóhannes bendir á að síðasti vetur hafi verið sérlega mildur og því hafi orðið lítil afföll í músastofninum. „Svo hafa mýsnar haft nóg að éta í sumar og því hefur þeim fjölgað gífurlega. Þegar það fer að harðna á dalnum og lítið er um æti fara þær að sækja inn til okkar.“ Þær upplýsingar fengust hjá Mein- dýravörnum Reykjavíkur að ekki hef- ur orðið mikið vart við mýs í borginni en að gæti breyst með kólnandi veðri. Músafaraldur á Suðurlandi HITI fór víða yfir 12 stig á landinu í gær. Hlýjast var á Hallormsstað, en þar var hitinn 16°C klukkan tvö í gær. Á Eg- ilsstöðum var 14 stiga hiti og 13 stig í Ásbyrgi. Í Húsafelli fór hitinn í 13,5 stig og í Reykjavík var hitinn 12 stig. Svalara var vestan- og norðanlands. Á Ak- ureyri var 10 stiga hiti og 7 stiga hiti í Bolungarvík. 16 stiga hiti á Hallormsstað ÚRVALSVÍSITALAN er nú 9,5 stigum, 1⁄2%, frá hæsta gildi sínu þann 17. febrúar árið 2000. Þann dag náði hún 1.888,7 stigum, en lokagild- ið í gær var 1.879,3 stig eftir 1⁄2% hækkun frá fyrra degi. Vísitalan hefur hækkað um 39% frá áramótum og munar þar mest um 44% hækkun vísitölu fjármála og trygginga og 101% hækkun vísitölu lyfjagreinar. Í Hálffimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings Búnaðarbanka segir að úrvalsvísitalan hafi hækkað um 42% á síðustu 12 mánuðum, en þegar hún náði hæsta gildi sínu í febrúar árið 2000 hafi hún hækkað um 63% næstu 12 mánuði á undan. Því hafi hins vegar fylgt 37% lækkun á næstu 12 mánuðum á eftir. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka telur þó að aðstæður á hlutabréfamarkaði séu ekki að fullu sambærilegar nú og þá, því þá hafi lítið fjármagn verið í umferð hér á landi ólíkt því sem nú sé.            Úrvalsvísi- talan 1⁄2% frá hæsta gildi FRESSINN Áki, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, er nú allur að hressast. Eigandi Áka, Angantýr Ernir Guðmundsson, var afar glað- ur að fá Áka heim og var búinn að sakna hans mikið. „Á meðan Áki var týndur skiptumst við Kristófer, bróðir minn, á að klappa Láka, bróður Áka, en Kristófer á Láka.“ Angantýr sagðist þó ekki hafa haft miklar áhyggjur af Áka. „Hann fer oft út, en við erum að fara að hætta að leyfa þeim að fara út, nema út í garð.“ Áki fór í gær- morgun til dýralæknis, sem gaf honum vítamín- og sterasprautur og sýklalyf. Íris Björg Guðbjartsdóttir, móðir drengjanna, segir dýralækninn hafa sagt að hann væri líklega með kalbletti á eyrunum. „En það merk- ir hann bara sem töffara fyrir lífs- tíð. Að öðru leyti var hann í ágætis ásigkomulagi. Láki bróðir hans lenti í bílslysi fyrir mánuði og hefur ekki verið mjög félagslyndur síðan, svo þeir eru dálitlir hrakfallabálkar bræðurnir.“ Íris Björg segist afar þakklát mönnunum sem tóku af skarið og björguðu Áka með vinnuvélum og ýmsum ráðum á miðvikudagskvöld. „Það er ekkert sjálfsagt að gera svona. Mér fannst þetta aðdáunar- vert hjá þeim að gera þetta. Þetta eru kraftaverkamenn og þeir gerðu sjálfum sér mjög gott.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Angantýr Ernir og Kristófer Birnir með félaga sínum, kettinum Áka. Fressinn Áki hressist ATLI Gíslason, lögmaður Lífeyris- sjóðsins Framsýnar, segir að sá tími sem kjúklingabúið Móar var í greiðslustöðvun og nauðasamning- um teljist ekki með þegar kemur að því að verja lífeyrisiðgjöld fyrningu. Samkvæmt lögum fyrnast lífeyr- isiðgjöld á 18 mánuðum, en það þýð- ir að ef viðkomandi lífeyrissjóður hefur ekki sinnt því að innheimta ógreidd iðgjöld geta iðgjöld launa- manna glatast. Til að lífeyrisiðgjöld launþega glatist ekki þarf viðkom- andi lífeyrissjóður að innheimta ið- gjöld í vanskilum og mega inn- heimtuaðgerðir ekki taka meiri tíma en þessa 18 mánuði. Ef allar inn- heimtuaðgerðir reynast árangurs- lausar verða lífeyrissjóðir að krefj- ast gjaldþrots. Aðeins með þeim hætti geta þeir tryggt að Ábyrgða- sjóður launa greiði þessi ógreiddu iðgjöld. Framsýn hefur ásamt þremur öðrum lífeyrissjóðum krafist þess að Móar verði teknir til gjaldþrota- skipta. Móar hafa verið í greiðslu- stöðvun og nauðasamningum frá því í desember á síðasta ári. Fyrirtækið hefur getað varist kröfum lánar- drottna á þessu 10 mánaða tímabili. Atli sagðist að þetta tímabil væri ekki talið með þegar kæmi að fyrn- ingu lífeyrisiðgjalda sem Móar skulda. Atli sagði að lífeyrissjóðir yrðu hins vegar að vera mjög vakandi og fylgja ógreiddum kröfum fast eftir svo ekki kæmi til þess að þær fyrn- ist. Lífeyrisiðgjöld eru forgangskröf- ur, en það þýðir að ekki er heimilt að semja um þær í nauðasamningum. Lífeyrissjóðir verða því að fylgja kröfum sínum eftir óháð því hvort fyrirtæki í fjárhagserfiðleikum geri nauðasamninga við lánardrottna sína. Kröfur lífeyrissjóða um gjaldþrot kjúklingabúsins Móa Reynt að koma í veg fyrir að iðgjöld fyrnist ÍSLANDSMET hefur verið slegið í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað. Þar hafa nú ríflega 180 þúsund tonn af hráefni komið á land það sem af er þessu ári. Íslensk fiskimjölsverksmiðja hefur aldrei tekið á móti svo miklu hráefni á svo skömmum tíma og reyndar ekki á heilu ári. Útflutningsverð- mæti afurða er komið í um tvo millj- arða frá þessari einu verksmiðju. Síldarvinnslan hefur rekið sex fiskimjölsverksmiðjur á þessu ári, en einni þeirra, á Reyðarfirði, hefur verið lokað. Samtals hafa þessar verksmiðjur tekið á móti 435.000 tonnum af síld, loðnu og kolmunna til bræðslu, en heildarútflutningsverð- mæti þess magns er um 4,7 millj- arðar króna. Mest hefur borizt til Neskaupstaðar, 180.000 tonn, á Seyðisfirði hefur verið tekið á móti 138.000 tonnum, 40.400 tonn hafa borizt til Siglufjarðar, 28.800 til Raufarhafnar, 26.500 til Reyðar- fjarðar og 20.600 til Helguvíkur. Af því sem verksmiðjur Síldarvinnsl- unnar hafa tekið á móti eru 68.000 tonn af erlendum skipum, en það eru um 38% af löndunum erlendra skipa á uppsjávarfiski í íslenzkum höfnum. Tvenn tímamót í Neskaupstað En það eru tvenn tímamót hjá þeim í Neskaupstað, því þar er nú búið að taka á móti ríflega 100 þús- und tonnum af kolmunna á árinu. Gunnþór Ingvason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir ljóst að kolmunninn ráði úrslit- um um þennan góða árangur. Hann vill þó ekki fullyrða hvort það sé einnig Íslandsmet að verksmiðjan í Neskaupstað hafi tekið á móti 100.000 tonnum af kolmunna. Það hafi ekki verið staðfest. Það er ljóst að enn á eftir að landa töluverðu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, því ríflega tveir mánuðir eru enn eftir af árinu.                                !" "         #$!% & '# ( ! %  Mjöl og lýsi fyrir um tvo milljarða ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.