Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 11 staklinga úr opinberum sjóðum eftir því, hvort viðkomandi væri í sambúð eða ekki. Það væri á valdi löggjafans að ákveða þau mörk, sem örorkulífeyrir og tekjutrygging miðuðust við, svo fremi sem þau uppfylltu önnur ákvæði stjórnarskrárinnar, eins og þau yrðu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðrétt- arlegu skuldbindingum, sem íslenska ríkið hefði undirgengist. Þegar litið væri til skipu- lags réttinda örorkulífeyrisþega samkvæmt almannatryggingalögum og þeirra afleiðinga, sem í raun gæti af því leitt fyrir einstaklinga, yrði þágildandi skipulag ekki talið tryggja þeim þau lágmarksréttindi, sem í framan- greindu stjórnarskrárákvæði fælust, á þann hátt að þeir fengju notið þeirra mannrétt- inda, sem 65. gr. stjórnarskrárinnar mælti þeim. Var því viðurkennt í dóminum, að óheimilt hefði verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt, sem gert var í þágildandi 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Loks var tekið fram, að í málinu væri því samkvæmt kröfugerð Öryrkjabanda- lags Íslands einungis ráðið til lykta, hvort skerðingarákvæði 5. mgr. 17. gr. almanna- tryggingalaga samrýmdist ákvæðum stjórn- arskrár. Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið sam- kvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar, sem mælir fyrir um það, að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Þannig er það verkefni löggjafans að ákveða, hvernig háttað skuli þeirri opinberu aðstoð, sem öryrkjum er látin í té. Svigrúmi löggjafans í þessu efni eru sett þau takmörk, að dómstólar eru bærir til að meta, hvort lagasetning um þau málefni sam- rýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinn- ar. Í áðurnefndum dómi Hæstaréttar var því slegið föstu, að skerðing tekjutryggingar ör- orkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998, hefði brotið í bága við stjórnarskrárvarinn rétt þeirra til félagslegrar aðstoðar. Þessari tilteknu skerð- ingu varð því ekki við komið. Þótt dómsorð hafi verið samhljóða kröfugerð Öryrkja- bandalags Íslands í málinu ber að túlka það í ljósi forsendna dómsins sjálfs. Ekkert í þeim veitir tilefni til þeirrar ályktunar, að löggjaf- anum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu öryrkja til skerðingar, en því valdi eru þó settar þær skorður, sem að framan er lýst,“ segir síðan. Njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar Í dómi Hæstaréttar er síðan fjallað um lög- in nr. 3/2001, en þau voru sett í framhaldi af dómi Hæstaréttar. Þar er í 1. gr. lögfest ný ákvæði um skerðingu tekjutryggingar ör- yrkja í hjúskap og þau einnig látin taka til tímabilsins 1. jan. 1999 til 31. jan. 2001. Í at- hugasemdum með frumvarpinu er vísað til skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar, en í skýrslunni kemur fram það álit að fyrri dóm- ur Hæstaréttar geti ekki hafa fellt úr gildi 5. mgr. 17. gr. almannatryggingarlaganna held- ur einungis þann efnisþátt ákvæðisins sem gerði tekjutryggingu lægri en svo að stæðist ákvæði 76. gr. stjórnarskrárinnar. Af því leiddi að leiðrétting aftur í tímann skyldi mið- ast við sams konar reglur og gilda ættu fram- vegis. Síðar segir í dómi Hæstaréttar: „Í 17. gr. almannatryggingalaga er mælt fyrir um greiðslu tekjutryggingar til elli- og örorkulíf- eyrisþega. Það er meginregla greinarinnar, að þeir sem hafa tekjur undir ákveðnu lág- marki, skuli njóta hennar auk lífeyris. Áður en lög nr. 3/2001 tóku gildi var í 5. mgr. 17. gr. kveðið á um tiltekna skerðingu tekju- tryggingar örorkulífeyrisþega í hjúskap vegna tekna maka, sem ekki nyti örorkulíf- eyris, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Með dómi Hæstaréttar 19. desember 2000 var komist að þeirri niðurstöðu, að þetta skerðingar- ákvæði gæti leitt til þess, að þessir bótaþegar nytu ekki þeirra lágmarksréttinda, sem fæl- ust í 76. gr. stjórnarskrárinnar, á þann hátt að virt væru þau mannréttindi, sem 65. gr. mælti þeim. Var því viðurkennt í dóminum, að óheimilt hefði verið að skerða tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. jan- úar 1999 á þann hátt, sem gert var í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Þetta lagaákvæði var ekki talið standast stjórnskipunarlög og þar með varð skerðingarreglu þess ekki beitt. Eftir upp- sögu dómsins áttu örorkulífeyrisþegar þannig kröfu til að fá tekjutryggingu greidda eftir meginreglunni, sem fram kom í 4. mgr. 17. gr., án skerðingar vegna tekna maka allt fram til þess, er lög nr. 3/2001 tóku gildi. Þessi kröfuréttindi örorkulífeyrisþega njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórn- arskrárinnar og verða ekki skert með aft- urvirkri og íþyngjandi löggjöf. Þótt ákvæði laga nr. 3/2001 um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka séu bótaþegum hagfelldari en eldri ákvæði fela þau engu að síður í sér lægri bætur en þeir áttu rétt á samkvæmt meginreglunni um óskertar bætur og geta í því ljósi ekki verið ívilnandi. Af öllu þessu leiðir, að b. lið ákvæðis I til bráðabirgða í lög- um nr. 3/2001 verður ekki beitt um greiðslu tekjutryggingar þeirra örorkulífeyrisþega, sem 5. til 7. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998, áttu við á tíma- bilinu frá 1. janúar 1999 til 31. janúar 2001. Samkvæmt framansögðu á áfrýjandi rétt á greiðslu tekjutryggingar á síðastnefndu tíma- bili án skerðingar vegna tekna maka.“ Dómurinn var skipaður sjö hæstaréttar- dómurum, þeim Guðrúnu Erlendsdóttur, Gunnlaugi Claessen, Hrafni Bragasyni, Ingi- björgu Benediktsdóttur, Markúsi Sigur- björnssyni, Pétri Kr. Hafstein og Haraldi Henryssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Lögmaður Ingibjargar var Ragnar Aðal- steinsson hrl. Skarphéðinn Þórisson ríkislög- maður flutti málið fyrir ríkið. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabanda- lagsins, á þingpöllum er málefni öryrkja voru til umfjöllunar á Alþingi á sínum tíma. „ÉG tel að aðalatriðið í niðurstöðu Hæsta- réttar sé það að það má ráða af dómi hans að ekkert sé stjórnskipulega við lögin frá 2001 að athuga frá þeim tíma er þau tóku gildi,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra um dóm Hæstaréttar í gær. „Rétturinn fellst einnig á röksemdir ríkisins varð- andi fyrningu krafna en telur að skerðing greiðslna á árunum 1999 og 2000 sé óheimil vegna íþyngjandi afturvirkni. Ég tel að þar með liggi fyrir að kjarninn í lagasetningunni frá 2001 standist og stór- yrði sem látin hafa verið falla vegna þess- arar niðurstöðu eigi ekki við rök að styðj- ast,“ segir Geir. Hann segir að ekki liggi fyrir hver kostn- aðurinn verði fyrir ríkið vegna þessarar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það verður unnið að því að meta hann á næstunni. Það er ljóst að þar getur verið um umtalsverðar upphæðir að tefla,“ segir Geir. Geir H. Haarde Kjarninn í lagasetn- ingunni frá 2001 stenst „ÞAÐ er ljóst að í dómsforsendunum er fallist á viðbrögðin við dóminum frá í des- ember árið 2000 í öllu því sem þá var mest deilt um,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður um dóm Hæstaréttar í gær en Jón Steinar var formaður sérfræð- inganefndar sem forsætisráðherra skipaði í kjölfar öryrkjadómsins í desember 2000 til að fara yfir dóminn og gera tillögur um við- brögð við honum. Jón Steinar bendir á að því hafi verið haldið fram á sínum tíma að í dómnum frá 19. desember 2000 hafi falist að óheimilt væri að skerða örorkulífeyri vegna tekjuöfl- unar maka. „Í forsendum dóms Hæsta- réttar núna kemur það alveg skýrt í ljós að þessi skoðun fékk ekki staðist. Það er m.a.s. lögð sérstök áhersla á það í niðurlagi 3. kafla dómsins, þar sem segir að ekkert í forsendum dómsins hafi veitt tilefni til þeirrar ályktunar,“ segir hann. Staðfest að eldri kröfur en fjögurra ára teljast fyrndar „Í þessum dómi felst líka alveg örugglega sú afstaða að lagasetningin í janúar 2001 uppfyllti og uppfyllir allar efnislegar kröfur stjórnarskrárinnar. Það er alveg skýrt í þessum dómi. Það er líka ljóst að í þessum dómi fæst stað- festing á því að eldri kröfur en fjögurra ára teljast fyrndar eins og starfshópurinn taldi,“ segir hann. Hæstiréttur kemst á hinn bóginn að þeirri nið- urstöðu að öryrkjunum sem um ræðir beri óskertur örorkulífeyrir fyrir tímabilið 1999 og 2000. Um þessa niðurstöðu segir Jón Steinar: „Þegar starfshópurinn hafði greint hvaða efnislegar kröfur fólust í dóminum frá því í desember árið 2000, þ.e. að skerð- ingin mætti ekki vera meiri en svo að ákveðnu lágmarki yrði náð hjá hverjum ör- yrkja, þá hugaði starfshópurinn að því hvað þyrfti að gera aftur í tímann til þess að verða við þessari kröfu. Starfshópurinn taldi að eðlilegt væri að bæta aftur í tímann eftir sömu reglu og gilda átti til framtíðar. Rökin fyrir þessu voru auðvitað þau, að ástæðan fyrir því að Hæstiréttur hafði ekki talið skerðinguna standast var efnisleg ástæða, sem laut að því hversu háar ör- orkubæturnar áttu að vera. Það blasti auð- vitað við og er í samræmi við allar hefð- bundnar kenningar í lögfræði, að þegar Hæstiréttur hefur á efnislegum forsendum komist að þeirri niðurstöðu, að einhver lög standist ekki, þá yrði fullnægt þeirri kröfu um efnislegan rétt sem var notuð sem for- senda fyrir því að telja að lögin stæðust ekki.“ Mjög á óvart ef rétturinn telur sig hafa fellt hluta lagaákvæðis úr gildi „Það sem kemur núna mjög á óvart við þennan þátt í dómi Hæstaréttar er, að það er eins og rétturinn telji sig hafa fellt úr gildi síðari hluta lagaákvæðisins í 17. grein almannatryggingarlaganna sem fjallar um skerðinguna og eftir að það ákvæði hefði verið fellt úr gildi eigi öryrkjar rétt á óskertum örorkulífeyri samkvæmt upphafs- ákvæði 17. greinar. Ef þessi hugsanagangur gengur upp er eins og dómstólar felli laga- greinar úr gildi með þessum hætti. Það hef ég aldrei heyrt áður. Það er jafnan þannig að ef dómstóll telur að lög fari í bága við stjórnarskrána, vegna þess að einhver efn- isréttur sé ekki tryggður, þá falla lögin ekki úr gildi við það, heldur hafa þau áfram gildi, með þeirri efnislegu takmörkun sem felst í dómi réttarins. Ég verð að játa að ég sá það ekki fyrir að íslenskir dómarar, og þaðan af síður sjö saman, gætu komist að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hefði með fyrri dómi sínum fellt lagaákvæðið úr gildi. Hugsum okkur sem hliðstæðu að í lög- unum frá 1998 hefði verið kveðið á um skerðinguna á þann hátt að það ætti að skerða hjá hverjum einstaklingi um 50 þús- und krónur. Hugsum okkur svo að í dómi Hæstaréttar hefði verið sagt að það stæðist ekki að skerða um 50 þúsund heldur mætti ekki skerða nema um 30 þúsund krónur. Hvað hefðum við þá gert? Þá hefðum við auðvitað hlaupið til og borgað öryrkjunum þær 20 þúsund kr. sem voru umfram heim- ila skerðingu. Í þessum dómi Hæstaréttar núna felst að það hefði ekki verið nóg, held- ur hefði þurft að borga allar 50 þúsund krónurnar. Ég undrast þessa niðurstöðu og mér hug- kvæmdist það ekki að niðurstaða af þessu tagi gæti orðið ofan á í málinu, enda voru allir sem að málinu unnu á sínum tíma að sjálfsögðu að freista þess að uppfylla þær kröfur, sem þeir töldu að fælist í dómi Hæstaréttar frá í desember árið 2000.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Lagasetningin í janúar 2001 uppfyllti allar efniskröfur stjórnarskrárinnar GARÐAR Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, kveðst himinlif- andi með dóm Hæstaréttar og segir að um stóra stund í réttindabar- áttu öryrkja sé að ræða. „Í janúar 2001 héldum við því fram að stjórn- völd væru að hafa fé af öryrkjum með ólögmæt- um hætti, svo ólögmætum að þar væri um hreint stjórnarskrárbrot að ræða. Við þessu var brugðist með lítilsvirð- andi ummælum í okkar garð og klifað á því að einungis hefði mun- að einu atkvæði í Hæstarétti. Nú hins veg- ar gerist það að sjö hæstaréttardómarar eru allir á einu máli um að stjórnvöld hafi með lagasetningu sinni haft fé af öyrkjum með ólögmætum hætti og þar með brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Eftir allt sem á undan er gengið kom þessi nið- urstaða mér þægilega á óvart og ég er himinlifandi. Þetta er stór stund í rétt- indabaráttu öryrkja því þetta eru sann- anlega fjármunir sem öryrkjarnir eiga,“ sagði Garðar í samtali við Morgunblaðið. Garðar segir að það hafi verið óskemmtileg reynsla að verða vitni að þeim leðjuslag, eins og hann orðar það, sem meirihluti Alþingis hafi lagt sig niður við. „Þeir þingmenn sem ítrekað hafa nú brotið af sér með því að greiða atkvæði með lögum sem fóru á svig við stjórn- arskrána, þrátt fyrir endurteknar aðvar- anir, hafa nú fengið blett á pólitískan fer- ils sinn sem erfitt verður að má af. Sú skylda hvílir á þingmönnum öðrum fremur að gæta þess mjög vandlega að ganga hvergi á svig við stjórnarskrána.“ Hæstiréttur á heiður skilinn Garðar segir að Hæstiréttur hafi reynst öryrkjum vel í öllum þeim málum sem bandalagið hafi farið með fyrir réttinn. „Hæstiréttur á heiður skilinn fyrir að taka af skarið jafn róttækt og hann gerði í dag. Síðan skiptir auðvitað miklu máli sá víð- tæki stuðningur sem við fengum í þjóð- félaginu, frá forystumönnum í verkalýðs- hreyfingunni, forystumönnum eldri borgara, alþingismönnum, kirkjunnar mönnum og almenningi. Síðast en ekki síst nefni ég atbeina okkar frábæra lögmanns, Ragnars Aðalsteinssonar,“ sagði Garðar að endingu. Garðar Sverrisson Stór stund í réttinda- baráttu öryrkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.