Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 33 g að hægt yrði að staðfesta það ækkuninni. Það var algerlega ar, en nú er gefið í skyn að það il greina að breyta einu eða bandi við EES-samninginn.“ gði jafnframt að það hefði verið ndi hans á fund Frattinis að lýsa af þessari þróun mála, og hefði kið sér vel. sem næst verður komizt, leggja ríkin í EES ekki jafnmikla ð knýja fram uppfærslu á EES- m. Samkvæmt heimildum Morg- lýsti Halldór svipuðum áhyggj- mtalinu við Morgunblaðið á EES- um í Lúxemborg sl. þriðjudag, en Petersen, utanríkisráðherra Ernst J. Walch, utanrík- Liechtenstein, tóku undir þann g. gin endurskoðun strax r Morgunblaðsins innan fram- órnar Evrópusambandsins í rma að þar séu menn ekki mjög r yfir kröfum um uppfærslu á nnt telja menn þar að EES- nn sé EFTA-ríkjunum nokkurn hagstæður og hugsazt geti og r breytingar komi til greina. a embættismenn framkvæmda- ar heldur fallast á að þeir hafi fdráttarlaus loforð um að fara í m endurskoðun samningsins eft- „Við sögðum aldrei að við ndurskoða samninginn eftir ið sögum að við myndum skoða na á því og það er ekkert úti- r heimildarmaður í Brussel. „En hefur enn ekki átt sér stað. Við herra Ásgrímsson vill, en vill gerum það núna? Við höfum til þess núna.“ kvæmdastjórninni benda menn á að samningu hinnar nýju ár sambandsins sé ekki lokið. A-ríkin áhyggjur af að útkoman og Schengen, sé að minnsta kosti ekki ástæða til að fara í endurskoðun fyrr en sú niðurstaða liggi fyrir. Eftir því, sem næst verður komizt, hafa a.m.k. enn sem komið er heldur engin til- mæli borizt frá formennskulandinu, Ítalíu, um að framkvæmdastjórnin hraði því að skoða málið. Sjálfstæðismenn pirraðir Ekki fer á milli mála að í samstarfsflokki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, Sjálf- stæðisflokknum, eru menn „pirraðir“ eins og það er orðað, yfir endurnýjaðri áherzlu framsóknarmanna á kröfuna um endur- skoðun á EES. Sjálfstæðismenn sjá enga ástæðu til að „sitja við sjúkrabeð EES“, og margoft hefur komið fram að þeir eru ekki sammála framsóknarmönnum í greining- unni á því hvort samningurinn hafi yfirleitt veikzt og þá hvernig. Sjálfstæðismenn telja EES við ágæta heilsu og enga ástæðu til að fara fram á endurskoðun á samningi, sem hafi virkað eins og til var ætlazt. Það sjónarmið heyrist jafn- framt, að það væri út af fyrir sig ekkert að því að fara fram á uppfærslu á samningnum ef menn hefðu raunverulega ástæðu til að ætla að það myndi skila einhverju. Hins vegar sé viljinn hjá ESB augljóslega lítill og jafnvel hjá hinum EFTA-ríkjunum líka og vandséð hverju það myndi skila að taka málið upp, nema nýjum mótkröfum frá ESB, t.d. um veiðiheimildir í íslenzkri lögsögu. Hvað vakir fyrir Framsókn? Sú spurning hlýtur að vakna, hvað vaki fyrir forystusveit Framsóknarflokksins með endurnýjaðri áherzlu á uppfærslu EES, þegar það blasir við að málið getur valdið óróa í stjórnarsamstarfinu og er ekki líklegt til að skila árangri á næstunni. (Þeg- ar rætt er um forystu Framsóknarflokksins ber reyndar að geta þess að Guðni Ágústs- son, varaformaður flokksins, er alfarið and- vígur því að málinu sé hreyft.) Svarið er lík- ast til að finna í áðurnefndri Evrópustefnu flokksins frá 2001; að láta beri reyna á þann kost að byggja áfram á EES-samningnum „með viðeigandi breytingum“. Halldór Ás- grímsson vill enn láta reyna á það til hins ýtrasta hvort mögulegt sé að fá ESB til að fallast á breytingar á samningnum og nýta til þess þann tíma, sem hann á eftir í utan- ríkisráðuneytinu. Hann vill væntanlega þannig styrkja stöðu sína gagnvart þeim, sem kynnu síðar að segja að hann hefði ekki reynt að ná því sem hægt var út úr EES- kostinum. En þá kemur hins vegar að því, sem getur skapað vanda, bæði í stjórnarsamstarfinu og innan Framsóknarflokksins: Ef svar Evrópusambandsins við umleitunum um „viðeigandi breytingar“ á EES-samn- ingnum er áfram nei, er hið rökrétta fram- hald samkvæmt Evrópustefnu framsókn- armanna að skoða umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eins og Árni Magnússon sagði raunar berum orðum í áðurnefndri ræðu. Halldór Ásgrímsson sagði í umræðum um þessi mál á sínum tíma, árið 2001, að fengist ekki niðurstaða í viðræðum við ESB um endurskoðun EES, væri „al- veg ljóst að hinn kosturinn er beiðni um aðildarviðræður að Evrópusam- bandinu með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir“. Það er deginum ljósara að komist fram- sóknarmenn að slíkri niðurstöðu einhvern tímann á næstunni, yrði það meiriháttar vandamál í stjórnarsamstarfinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn telur umsókn um að- ild að ESB alls ekki koma til greina. Því má velta því fyrir sér hvort framsóknarmenn taki ekki talsverða áhættu með því að setja þetta mál á mikla hreyfingu á næstu ellefu mánuðum, áður en forsætisráðherrastóllinn kemur í hlut Halldórs Ásgrímssonar sam- kvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna. uppfærslu vakin Ljósmynd/Luxpress grímsson og Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands hjá ESB, á ráðsins í Lúxemborg á þriðjudag. Halldór ítrekaði þar áhyggjur sín- um þróunar stofnsáttmála ESB á EES-samstarfið. Í NORSKA utanríkisráðuneytinu fengust svör, sem benda ekki til að Norðmenn hafi brenn- andi áhuga á að knýja á um uppfærslu EES- samningsins. Cathrine Andersen, talsmaður ráðuneytisins, bendir á að ESB hafi til þessa ekki viljað ræða um „tæknilega“ uppfærslu EES til að taka til- lit til breytinga á sáttmálum sambandsins, en hafi lýst sig reiðubúið að taka málið upp að stækkun sambandsins lokinni. „Á heildina litið hefur EES-samningurinn virkað vel, jafnvel þótt sáttmálar ESB hafi verið endurskoðaðir nokkrum sinnum,“ segir Andersen. „Það hefur komið í ljós að það er hægt að laga samstarfið að breyttum forsendum og við höfum á hag- nýtan hátt fundið lausnir á vandamálum, sem upp koma, innan ramma samningsins eins og hann er nú. Við gerum ráð fyrir að það verði jafnframt raunin í framtíðinni.“ Andersen segir að það sé ekki hægt að líta á uppfærslu EES sem eingöngu „tæknilegt“ við- fangsefni. „Ef breyta á eða aðlaga samninginn þarf sennilega erfiðar samningaviðræður. Endurskoðaðan EES-samning þarf að leggja fyrir ríkisstjórnir í útvíkkuðu EES og þjóð- þingin þurfa líka að samþykkja hann, auk stofnana ESB,“ segir hún. Aðspurð hvort norsk stjórnvöld taki undir áhyggjur af þróun mála á ríkjaráðstefnunni, þar sem stjórnarskrá ESB er til umræðu, segir Andersen: „Af Noregs hálfu fylgjumst við grannt með endurskoðun stofnsáttmálans og við lítum það jákvæðum augum að ESB fái nýjan stofnsáttmála, sem getur þýtt að sam- bandið verði skilvirkara, opnara og lýðræð- islegra. Uppkastið að nýjum stofnsáttmála er, að því er varðar innri markaðinn, í meg- inatriðum sambærilegt við núverandi ákvæði um frjálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu og fólks og við höfum ekki komið auga á tillögur, sem muni hindra að núverandi EES-samstarf geti haldið áfram.“ Takmarkaður áhugi í Noregi olafur@mbl.is Sjálfstæð- ismenn sjá enga ástæðu til að „sitja við sjúkrabeð EES“ M IKILVÆGARA er að reyna að stytta biðlista út af sjúkrahúsum en inn á þá. Eldra fólk liggur oft dögum og vikum saman á sjúkrahúsi vegna þess að viðunandi aðstaða, t.d. rými á hjúkrunarheim- ili, er ekki fyrir hendi. Á meðan safnast sjúklingar á biðlista eftir plássi á sjúkrahúsinu. Þetta segir Stephen Charles Al- len, yfirlæknir í öldrunarlækning- um við háskólasjúkrahúsið í Sout- hampthon á Englandi. Hann telur sama vandamál vera við lýði hér á landi og er í Wales og Englandi þar sem biðlistar eru langir. Allen var staddur hér á landi í vikunni í boði öldrunarsviðs Landspítala - há- skólasjúkrahúss en hann flutti fyr- irlestra um margvísleg málefni meðan á dvöl hans stóð. „Fólk setur oft biðlista í samband við að komast inn á sjúkrahús og upp að vissu marki er það rétt. En yfirleitt kemst fólk þó tiltölulega fljótt inn á sjúkrahúsin, en erfitt er að koma þeim þaðan út og fá þá þjónustu sem er þeim nauðsynleg.“ Allen segir þetta mikið vandamál í Englandi og Wales. „Flöskuhálsar í þjónustu inni á sjúkrahúsum myndu stórlagast og jafnvel hverfa ef hægt væri að senda fólk út af sjúkrahúsunum um leið og læknar telja það mögulegt.“ En líkt og hér á landi vantar rými á hjúkrunarheimilum í Bretlandi. Það er þó misjafnt eftir landshlut- um. „Stjórnmálamönnum yfirsést oft sú staðreynd að sá biðlisti sem nauðsynlegast er að stytta er listinn út af sjúkrahúsunum, ekki inn á þau. Ef við gætum komið öllum út af sjúkrahúsunum sem eiga ekki að vera þar, myndum við eyða biðlist- um eftir plássum á sjúkrahúsun- um.“ Allen segir að biðlistarnir út af sjúkrahúsunum í Englandi og Wal- es séu mislangir eftir landshlutum. „Í sumum landshlutum þurfa sjúk- lingar aðeins að bíða nokkra daga eftir að komast út en í öðrum hlut- um landsins þarf fólk að bíða allt upp undir ár. En að meðaltali er biðlistinn nokkrar vikur.“ Óþarflega löng sjúkrahúslega getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir sjúklinginn sem og fjölskyldu hans. Á sjúkrahúsum er alltaf hætta á sýkingum, fólk getur orðið háð stofnuninni og aðlagast þá illa breyttu umhverfi er að því kemur að flytjast af sjúkrahúsinu. „Þetta er því stór hluti af vandamálinu samfara efnahagslega þættinum. Þetta hefur slæm áhrif á sjúk- lingana og fjölskylduna.“ Enginn hagnaður af rekstri hjúkrunarheimila Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum utan sjúkrahúsa hafa lengst stöðugt undanfarin ár í Englandi og Wales að sögn Allens. Þegar einkaaðilum var falið að reka hjúkrunarheimili fyrir aldraða fyrir um fimmtán ár- um fékkst af því töluverður hagn- aður fyrir rekstraraðila. En með tímanum fór kostnaður við rekst- urinn að hækka en framlög til rekstursins frá hinu opinbera hækkuðu ekki að sama skapi, að sögn Allens. Hagnaðurinn fór því að minnka, hjúkrunarheimilum var lokað og rekstraraðilar sneru sér að annars konar viðskiptum. Allen segir því mjög erfitt núna að fá að- ila til að reka hjúkrunarheimilin því að fjármagn sé enn af skornum skammti og hagnaðarvonin lítil. Al- len segir því að þar til stjórnvöld ákveði annaðhvort að byggja hjúkr- unarheimili fyrir opinbert fé eða að hækka fjárveitingar til einkaaðila svo þeir geti hagnast á byggingu og rekstri heimilanna, muni hjúkrun- arheimilum í einkageiranum ekki fjölga. „Hinn valmöguleikinn er sá að hverfa aftur til gamla formsins, að veita langtíma hjúkrunaraðstoð [utan sjúkrahúsanna] sem hluta af heilbrigðiskerfinu.“ Forvarnir bæta líðan fólks en spara ekki krónu Allen bendir á að forvarnir séu orðnar mjög öflugar í heilbrigðis- málum, þær byrji á unga aldri með bólusetningum barna. Það hefur haft í för með sér að fólk er hraust lengur. Á efri árum fara hins vegar ýmsir kvillar að gera vart við sig sem eru kostnaðarsamir fyrir heil- brigðiskerfið. Þó að forvarnir gætu dregið úr þeim kvillum, t.d. hjarta- áföllum, minnki það hins vegar ekki kostnaðinn, aðeins fresti honum. „Fólk er hraust langt fram eftir aldri en fer síðan að fá alvarlega kvilla sem fylgja mjög hárri elli,“ segir Allen. „Þó að það tímabil í lífi fólks sé aðeins stutt er það mjög kostnaðarsamt.“ Sífellt stærri hópur fólks eigi á efri árum við alvarlegan heilsufars- brest að stríða sem sé mjög kostn- aðarsamt. „Þetta er eitthvað sem stjórnvöld eiga erfitt með að skilja. Pólitíska vitundin segir þeim að séu forvarnir réttar, megi draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki rétt. Með forvörnum aukast vissulega lífsgæði fólksins en heildarkostnað- urinn við heilsugæsluna hækkar vegna mjög aldraðs fólks sem er verulega háð hjúkrun. Það sem við verðum að koma til skila til stjórn- málamanna er að forvarnir eru sjúklingnum til góða en ekki hag- kerfinu og geta aldrei orðið. Margt sem við erum að koma í veg fyrir með forvörnum seinkar aðeins kostnaðinum fyrir heilbrigðiskerfið. Ég tel að stjórnmálamenn skilji þetta en séu ekki tilbúnir að við- urkenna það í pólitísku tilliti.“ Morgunblaðið/Kristinn Stephen Allen öldrunarlæknir ásamt Ársæli Jónssyni, yfirlækni á öldr- unarsviði LSH. Breski öldrunarlæknirinn Stephen Allen um biðlista og sparnað Mikilvægara að stytta biðlista út af sjúkrahúsum Forvarnir seinka aðeins kostnaði í heil- brigðiskerfinu en draga ekki úr honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.