Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag Tilboð í 2 daga Okkar árlega hausttilboð Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 20% afsláttur SAGA íslenskrar húsgagna-hönnunar er ekki sérlegalöng og þorri þeirra hús- gagna sem prýða híbýli landsmanna er erlendur að uppruna. Íslenskir hönnuðir sækja þó sífellt í sig veðrið og er það ekki hvað síst í stólahönn- un sem þeir hafa látið að sér kveða og er skemmst að minnast vel- gengni Sóleyjar Valdimars Harð- arsonar og Delta Óla Jóhanns Ás- mundarsonar. Það er því vel við hæfi að einn af stólum Sveins Kjar- vals, Litli borðstofustóllinn, skuli nú hafa verið vakinn til lífsins á nýjan leik eftir langt hlé og það fyrir til- stilli dansks húsgagnaframleiðanda. En hulunni var svipt af fyrsta ein- taki nýrrar framleiðslu stólsins í versluninni Epal síðla dags í gær. Forsagan að framleiðslu danska húsgagnaframleiðandans Hansen og Sørensen á Litla borðstofustólnum hófst í febrúar sl. er Eyjólfur Páls- son, eigandi Epal, lánaði Ivan Han- sen, forstjóra fyrirtækisins, sum- arhús sitt á Eyrarbakka. Einn daginn var Hansen að blaða í gegn- um blaðakörfu í sumarhúsinu og rak þá augun í teikningar Sveins af stólnum, sem þar höfðu verið lagðar til hinstu hvílu. Stóllinn greip hug hans og hann hringdi í Eyjólf og vildi fá að vita hver hönnuðurinn væri. „Stóllinn er verulega góður og ég sagði Eyjólfi að þennan stól yrð- um við að fá að framleiða,“ segir Hansen og setti sig í framhaldi sam- band við Guðrúnu, ekkju Sveins, sem svo skemmtilega vill til að býr í Silkiborg, þar sem höfuðstöðvar fyr- irtækisins eru. „Hún bauð mér í kaffi, við ræddum málin og hún samþykkti að við hefðum fram- leiðslu á stólnum á ný. Síðan kom öll fjölskylda Sveins og skoðaði frum- eintak okkar áður en framleiðsla hófst til að tryggja að öllu væri rétt fylgt eftir.“ Hansen segir stólinn enda ná- kvæma eftirgerð af Litla borðstofu- stólnum, utan þess að hann hafi ver- ið hækkaður um einn sentimetra til að aðlaga hann aukinni hæð manna í dag. „Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar og hér má meira að segja fá hann með kálfskinnssetu, líkt og í upphaflegri hönnun Sveins, þó að nú sé hann einnig fáanlegur með leðursetu.“ Hansen og Sørensen eiga nú þeg- ar í samstarfi við Epal um fram- leiðslu á hönnun Erlu Sólveigar Óskarsdóttur og til stendur að fram- leiða borð Ólafar Jakobínu Ernu- dóttur og segir Hansen íslensku hönnunina vekja athygli á vörum fyrirtækisins. Hann á von á að stóll Sveins geri hið sama, en nú þegar er sending af stólnum á leið til Japan þar sem Hansen býst við að hann muni njóta enn meiri vin- sælda en í Danmörku. „Margt í hönnun Sveins minnir á danska hönnun og það má sjá að hann lærði í Danmörku. Hönnun hans er bæði einföld og klassísk og líkt og við eigum fjöldan allan af klassískum dönsk- um hönnuðum, myndi ég segja að Sveinn væri klassískur íslenskur hönnuður,“ segir Hansen. Fulltrúi danskra hugmynda og hugvits Sveinn Kjarval var brautryðjandi í húsgagna- og innréttingahönnun á Íslandi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Litla borðstofustólinn hannaði hann upphaflega fyrir kaffi- húsið Tröð sem var opnað árið 1963 í Austurstræti 18. Stóllinn var síðan endurgerður í einfaldari útgáfu fyrir heimavist Menntaskólans á Akureyri 1965 og svo endur- framleiddur í Danmörku fyrir Hótel Valhöll árið 1979. Sveinn hafði mikil áhrif á híbýla- menningu og húsgagnasmíði síns tíma. Sjálfur var hann fæddur í Danmörku og bjó ýmist á Íslandi eða þar í landi, þar sem hann lagði stund á nám í húsgagnahönnun og -smíði. Hönnun Sveins var í anda módernismans, eða nytjastefn- unnar, og má segja að hann hafi ver- ið eins konar fulltrúi hugmynda danskrar hönnunar og hugvits á Ís- landi er kom að framleiðslu fram- sækinna húsgagna og annars hús- búnaðar. Sveinn rak um skeið teikni- og vinnustofu hér á landi og hófu marg- ir húsgagna- og innréttingahönnuðir landsins vinnuferil sinn á teiknistofu hans, en meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem hann hannaði fyrir má nefna Þjóðminjasafn Íslands, veit- ingahúsið Naustið, Alþingi og Menntaskólann í Reykjavík. Litli borðstofustóllinn eftir Svein Kjarval hef- ur nú gengið í endurnýj- un lífdaga, einum fjöru- tíu árum eftir að hann var fyrst framleiddur. Morgunblaðið/Ásdís  HÖNNUN | Klassískir íslenskir stólar í framleiðslu á ný eftir langt hlé Stólarnir fara víða, meðal annars til Japans Hönnuðurinn: Sveinn Kjarval, sem hér sést með annarri stólahönnun sinni, hafði mikil áhrif á íslenska húsgagnasmíð. Litli borðstofustóllinn: Hann er íslensk klassík að mati Ivans Hansen. Stólað á gamla hönnun KAFFIDRYKKJA hefur hingað til verið talin til lasta og jákvæð áhrif kaffis á heilsu manna sögð lítil, þótt örvandi eiginleikar drykkjarins hafi óneitanlega jákvæð áhrif á þær svefnpurkur sem eiga erfitt með að vakna á morgnana. Brasilískir vísindamenn við Bandarísku frjósemismiðstöðina í San Antonio í Texas telja sig nú hins vegar hafa uppgötvað að kaffi- drykkja hafi jafn örvandi áhrif á sæðisfrumur og svefnpurkur, að því er greint var frá á netmiðli BBC á dögunum. Þannig veki kaffið ekki síður sæðisfrumurnar en karlana sjálfa og örvi hreyfigetu frumn- anna sem fyrir vikið eigi aukna möguleika á að ná að frjóvga egg. Koffín virðist hins vegar vera eini vímugjafinn sem hefur jákvæð áhrif á frjósemi manna, því rann- sóknir á neyslu tóbaks, áfengis og kannabisefna benda til öllu nei- kvæðari niðurstöðu. Morgunblaðið/Arnaldur Frjósemislyf: Kaffi er talið hafa örvandi áhrif á sæðisfrumur. Kaffi eykur frjósemi karla TÖLVUMÚSIN getur haft skaðleg áhrif á líkamann samkvæmt nið- urstöðum nýlegs dómsmáls í Dan- mörku. Þar voru starfsmanni LEGO dæmdar skaðabætur vegna álagsmeiðsla af tölvumúsarnotkun. Það hefur verið metið svo að þegar músarnotkunin fer yfir 25 tíma á viku, auki það hættu á óþægindum sem kalla má músarmeiðsl. Á vefsíðu Politiken er greint frá því að Anne Marie Lenger Ploug haldi sjaldan á börnunum sínum af því hún finni svo til. Samkvæmt könnunum stéttarfélaga í Dan- mörku þjáist yfir helmingur allra þeirra sem vinna með tölvumýs af verkjum í höndum, öxlum og hnakka. Anne Marie sem er 38 ára er nú hætt að vinna hjá LEGO og fékk sem samsvarar þremur millj- ónum íslenskra króna í bætur. Árið 1997 var fyrirtækinu bent á að stytta þann tíma sem Anne Marie ynni með tölvumús en stjórnendur fyrirtækisins hirtu ekki um ábend- ingarnar. Þeir íhuga nú áfrýjun.  HEILSA Heilsuspillandi: Mikil músarnotkun getur valdið óþægindum. Músarmeiðsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.