Morgunblaðið - 17.10.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 17.10.2003, Síða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ föstudag og laugardag Opið til kl. 16 laugardag Tilboð í 2 daga Okkar árlega hausttilboð Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814 20% afsláttur SAGA íslenskrar húsgagna-hönnunar er ekki sérlegalöng og þorri þeirra hús- gagna sem prýða híbýli landsmanna er erlendur að uppruna. Íslenskir hönnuðir sækja þó sífellt í sig veðrið og er það ekki hvað síst í stólahönn- un sem þeir hafa látið að sér kveða og er skemmst að minnast vel- gengni Sóleyjar Valdimars Harð- arsonar og Delta Óla Jóhanns Ás- mundarsonar. Það er því vel við hæfi að einn af stólum Sveins Kjar- vals, Litli borðstofustóllinn, skuli nú hafa verið vakinn til lífsins á nýjan leik eftir langt hlé og það fyrir til- stilli dansks húsgagnaframleiðanda. En hulunni var svipt af fyrsta ein- taki nýrrar framleiðslu stólsins í versluninni Epal síðla dags í gær. Forsagan að framleiðslu danska húsgagnaframleiðandans Hansen og Sørensen á Litla borðstofustólnum hófst í febrúar sl. er Eyjólfur Páls- son, eigandi Epal, lánaði Ivan Han- sen, forstjóra fyrirtækisins, sum- arhús sitt á Eyrarbakka. Einn daginn var Hansen að blaða í gegn- um blaðakörfu í sumarhúsinu og rak þá augun í teikningar Sveins af stólnum, sem þar höfðu verið lagðar til hinstu hvílu. Stóllinn greip hug hans og hann hringdi í Eyjólf og vildi fá að vita hver hönnuðurinn væri. „Stóllinn er verulega góður og ég sagði Eyjólfi að þennan stól yrð- um við að fá að framleiða,“ segir Hansen og setti sig í framhaldi sam- band við Guðrúnu, ekkju Sveins, sem svo skemmtilega vill til að býr í Silkiborg, þar sem höfuðstöðvar fyr- irtækisins eru. „Hún bauð mér í kaffi, við ræddum málin og hún samþykkti að við hefðum fram- leiðslu á stólnum á ný. Síðan kom öll fjölskylda Sveins og skoðaði frum- eintak okkar áður en framleiðsla hófst til að tryggja að öllu væri rétt fylgt eftir.“ Hansen segir stólinn enda ná- kvæma eftirgerð af Litla borðstofu- stólnum, utan þess að hann hafi ver- ið hækkaður um einn sentimetra til að aðlaga hann aukinni hæð manna í dag. „Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar og hér má meira að segja fá hann með kálfskinnssetu, líkt og í upphaflegri hönnun Sveins, þó að nú sé hann einnig fáanlegur með leðursetu.“ Hansen og Sørensen eiga nú þeg- ar í samstarfi við Epal um fram- leiðslu á hönnun Erlu Sólveigar Óskarsdóttur og til stendur að fram- leiða borð Ólafar Jakobínu Ernu- dóttur og segir Hansen íslensku hönnunina vekja athygli á vörum fyrirtækisins. Hann á von á að stóll Sveins geri hið sama, en nú þegar er sending af stólnum á leið til Japan þar sem Hansen býst við að hann muni njóta enn meiri vin- sælda en í Danmörku. „Margt í hönnun Sveins minnir á danska hönnun og það má sjá að hann lærði í Danmörku. Hönnun hans er bæði einföld og klassísk og líkt og við eigum fjöldan allan af klassískum dönsk- um hönnuðum, myndi ég segja að Sveinn væri klassískur íslenskur hönnuður,“ segir Hansen. Fulltrúi danskra hugmynda og hugvits Sveinn Kjarval var brautryðjandi í húsgagna- og innréttingahönnun á Íslandi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Litla borðstofustólinn hannaði hann upphaflega fyrir kaffi- húsið Tröð sem var opnað árið 1963 í Austurstræti 18. Stóllinn var síðan endurgerður í einfaldari útgáfu fyrir heimavist Menntaskólans á Akureyri 1965 og svo endur- framleiddur í Danmörku fyrir Hótel Valhöll árið 1979. Sveinn hafði mikil áhrif á híbýla- menningu og húsgagnasmíði síns tíma. Sjálfur var hann fæddur í Danmörku og bjó ýmist á Íslandi eða þar í landi, þar sem hann lagði stund á nám í húsgagnahönnun og -smíði. Hönnun Sveins var í anda módernismans, eða nytjastefn- unnar, og má segja að hann hafi ver- ið eins konar fulltrúi hugmynda danskrar hönnunar og hugvits á Ís- landi er kom að framleiðslu fram- sækinna húsgagna og annars hús- búnaðar. Sveinn rak um skeið teikni- og vinnustofu hér á landi og hófu marg- ir húsgagna- og innréttingahönnuðir landsins vinnuferil sinn á teiknistofu hans, en meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem hann hannaði fyrir má nefna Þjóðminjasafn Íslands, veit- ingahúsið Naustið, Alþingi og Menntaskólann í Reykjavík. Litli borðstofustóllinn eftir Svein Kjarval hef- ur nú gengið í endurnýj- un lífdaga, einum fjöru- tíu árum eftir að hann var fyrst framleiddur. Morgunblaðið/Ásdís  HÖNNUN | Klassískir íslenskir stólar í framleiðslu á ný eftir langt hlé Stólarnir fara víða, meðal annars til Japans Hönnuðurinn: Sveinn Kjarval, sem hér sést með annarri stólahönnun sinni, hafði mikil áhrif á íslenska húsgagnasmíð. Litli borðstofustóllinn: Hann er íslensk klassík að mati Ivans Hansen. Stólað á gamla hönnun KAFFIDRYKKJA hefur hingað til verið talin til lasta og jákvæð áhrif kaffis á heilsu manna sögð lítil, þótt örvandi eiginleikar drykkjarins hafi óneitanlega jákvæð áhrif á þær svefnpurkur sem eiga erfitt með að vakna á morgnana. Brasilískir vísindamenn við Bandarísku frjósemismiðstöðina í San Antonio í Texas telja sig nú hins vegar hafa uppgötvað að kaffi- drykkja hafi jafn örvandi áhrif á sæðisfrumur og svefnpurkur, að því er greint var frá á netmiðli BBC á dögunum. Þannig veki kaffið ekki síður sæðisfrumurnar en karlana sjálfa og örvi hreyfigetu frumn- anna sem fyrir vikið eigi aukna möguleika á að ná að frjóvga egg. Koffín virðist hins vegar vera eini vímugjafinn sem hefur jákvæð áhrif á frjósemi manna, því rann- sóknir á neyslu tóbaks, áfengis og kannabisefna benda til öllu nei- kvæðari niðurstöðu. Morgunblaðið/Arnaldur Frjósemislyf: Kaffi er talið hafa örvandi áhrif á sæðisfrumur. Kaffi eykur frjósemi karla TÖLVUMÚSIN getur haft skaðleg áhrif á líkamann samkvæmt nið- urstöðum nýlegs dómsmáls í Dan- mörku. Þar voru starfsmanni LEGO dæmdar skaðabætur vegna álagsmeiðsla af tölvumúsarnotkun. Það hefur verið metið svo að þegar músarnotkunin fer yfir 25 tíma á viku, auki það hættu á óþægindum sem kalla má músarmeiðsl. Á vefsíðu Politiken er greint frá því að Anne Marie Lenger Ploug haldi sjaldan á börnunum sínum af því hún finni svo til. Samkvæmt könnunum stéttarfélaga í Dan- mörku þjáist yfir helmingur allra þeirra sem vinna með tölvumýs af verkjum í höndum, öxlum og hnakka. Anne Marie sem er 38 ára er nú hætt að vinna hjá LEGO og fékk sem samsvarar þremur millj- ónum íslenskra króna í bætur. Árið 1997 var fyrirtækinu bent á að stytta þann tíma sem Anne Marie ynni með tölvumús en stjórnendur fyrirtækisins hirtu ekki um ábend- ingarnar. Þeir íhuga nú áfrýjun.  HEILSA Heilsuspillandi: Mikil músarnotkun getur valdið óþægindum. Músarmeiðsl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.