Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 14
ÚR VERINU 14 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bætt gæðaeftirlit með tölvusjón Efni: Lýsing og val á myndavél Myndataka með tölvu Myndgreiningarforritið VisionBuilder VisionBuilder er öflugt tól til að þróa lausnir fyrir tölvusjón, gæðaeftirlit og framleiðsluprófanir. Staður: Höfðabakki 9c, 110 Reykjavík. Tími: 21.- 22. október frá kl. 9:00-16:00 - 14 klst. Skráðu þig í tölvupósti hjá vista@vista.is - Námskeið ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 25 57 10 /2 00 3 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 700.000.000 kr. 1. flokkur 2003. Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 1.000.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2003 eru til 6 ára og greiðist með 3 jöfnum afborgunum á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 10. maí 2007. Vexti ber þó að greiða á 12 mánaða fresti út lánstímann í fyrsta skipti þann 10. maí 2004.  Lokagjalddagi afborgana og vaxta er 10. maí 2009. Útgáfudagur bréfsins er 5. maí 2003. Skuldabréfið ber 6,35% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður FBANK 03 1 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá 21. október 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. vefsíða www.landsbanki.is SMÁBÁTAR hafa hlotið aðra málsmeð- ferð en aðrir útgerð- arflokkar á Alþingi og um þá gilda aðrar leikreglur í skjóli byggðastefnu, að mati Árna M. Math- iesen sjávarútvegs- ráðherra. Þetta kom fram í máli hans á að- alfundi Landssam- bands smábátaeig- enda í gær. Árni sagði smá- bátaútgerð hafa stór- eflst á undanförnum árum og yfirbragð út- gerðarinnar breyst meira en marga óraði fyrir. Trillur væru nú komnar með vélar að afli yfir 400 hestöfl, gengju meira en 20–30 sjómílur á klukkustund og sæktu jafnvel í nokkrum tilfellum á sömu mið og togarar. Hér væri því um sannkallaða ofurbáta að ræða, sem fiskuðu margir jafn- mikið magn og gömlu vertíðarbát- arnir gerðu áður. Árni sagði margar skýringar á þessari öru þróun. Aðgangur að fjármagni væri allt annar og auð- veldari en áður var, fiskverð hafi jafnframt verið gott undanfarin ár, veiði góð og þekking á þessu sviði vaxið hröðum skrefum. „Jafnframt má öllum ljóst vera að stjórnvöld hafa í gegnum tíðina horft til þess að smábátaútgerð hefur eflt einstök byggðarlög út um allt land og þá ekki hvað síst í þeim byggðarlögum sem af- skekktust eru eins og fyrir austan og vestur á fjörðum. Í ljósi þessa hafa þingmenn verið viljugir til þess að láta aðrar leikreglur gilda fyrir smábátaútgerð en aðra út- gerðarflokka. Hagsmunaaðilar sem gera út annars konar skip hafa eðlilega verið gagnrýnir á þessa sérmeðferð og talið óeðlilegt að sömu leikreglur gildi ekki fyrir alla og mótmælt þegar aflaheim- ildir hafa með kerfisbundnum hætti verið færðar frá einum út- gerðarflokki til annars. Þeir hafa bent á að með því sé verið að skekkja samkeppnisstöðu útgerð- araðila sem leiði af sér óhag- kvæmni í greininni þegar til lengri tíma er litið. Ekki ætla ég mér hér að gerast dómari í þessu máli en hitt veit ég að rétt er að smábátar hafa hlotið aðra málsmeðferð hjá þinginu í skjóli þess að þingmenn hafa talið þá efla byggð- irnar.“ Byggðarökin skálkaskjól Árni sagði smá- bátaeigendur hafa haldið því fram að afnema beri veiðar- færakvaðir og stóla á algilt samræmt skipulag fiskveiða. Með öðrum orðum að smábátar sem nú eru bundnir við línu eða handfæri geti farið á net eða snur- voð. Árni sagði að allir sem tengj- ast sjávarútvegi þurfi að svara því hvort það gangi upp að einn út- gerðarflokkur sæki til sín veiði- heimildir umfram aðra í krafti þess að það efli byggðirnar og í framhaldinu sé það ekkert tiltöku- mál að hleypa viðkomandi aðilum inn í almenna kerfið. „Hvernig er það, hætta þá byggðirnar að skipta máli og voru þau rök aðeins notuð sem skálka- skjól svo einstakir aðilar kæmust yfir aflaheimildir umfram aðra? Þá er og ekki síður vert að velta því fyrir sér hvort ríkið, og er þá átt bæði við löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið, hafi með gerðum sínum beinlínis stuðlað að óhagkvæmri útgerð í hinum smærri og veikari byggðum með undanþágum frá meginskipulagi fiskveiða. Og er það svo á sömu forsendum sem mönnum finnst sjálfsagt að halda áfram á sömu braut?“ spurði ráðherrann. Deilur um smámál Árni sagði ýmsar ógnir steðja að íslenskum sjávarútvegi um þessar mundir og nefndi sam- keppnina frá Kína og fiskeldi í því sambandi. Það hljómaði því und- arlega að menn skyldu eyða kröft- um sínum í að deila um ýmis mál sem vissulega verða að teljast til smámála í þessu samhengi. „Af- koma allra í greininni, hvar í út- gerðarflokki sem þeir standa, grundvallast á því verði sem við fáum fyrir afurðirnar. Yfir þeirri staðreynd verðum við að vera vak- in og sofin og svara samkeppni og ógnunum með öllum tiltækum ráð- um,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Smábátar fengið sérmeð- ferð á þingi Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Eru byggðamálin notuð sem skálkaskjól fyrir meiri kvóta? ALLS voru veidd tæp 26 þúsund tonn af bolfiski sem voru fyrir utan hefðbundna úthlutun aflaheimilda á síðasta fiskiveiðiári, samkvæmt sam- antekt Arthurs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda, og kom það fram í ræðu hans á aðalfundi sambandsins sem hófst í gær. Sagði formaðurinn að fyrirhuguð línuíviln- un myndi á sama hátt ekki skerða al- menna úthlutun aflaheimilda. Arthur rakti í ræðu sinni aðdrag- andann að umræðu um línuívilnun til handa dagróðrabátum. Hann lagði á það áherslu að línuívilnunin ætti ekki að koma til skerðingar á úthlutun aflaheimilda, heldur yrði hún auka- stærð sem gerð væri upp í lok fisk- veiðiárs. Arthur sagði mörg fordæmi fyrir slíku, innan fiskveiðistjórnunar- kerfisins væru fjölmargar fljótandi stærðir. Þannig væru tæp 17.300 tonn af þorski og samtals tæp 26 þúsund tonn af botnfiski gerð upp í lok fisk- veiðiársins og nefndi Arthur í því sambandi m.a. hinn svokallaða Hafró-afla, afla Hafrannsóknaskip- anna, umframafla sóknardagabáta, afla færeyskra skipa, undirmál sem landað væri utan kvóta og veiðar til áframeldis á þorski. „Línuívilnun, jafnvel þótt farið yrði að ítrustu kröfum, er aðeins brot af þessu. Þá er rétt að benda á að hlutur smábátanna í þessum tölum er innan við helmingur af heildartöl- unni. Fróðlegt væri að heyra útskýr- ingar stórútgerðarinnar á því hvar þeir taka af öðrum upp í hinn helm- inginn,“ sagði Arthur og bætti við að þó að tekið væri tillit til þessa afla við stofnstærðarmat væri margt annað sem hefði þar ekki áhrif á, s.s. flutn- ingur aflaheimilda milli fiskveiðiára, brottkast og meðafli flotvörpuskipa. „Andstæðingar línuívilnunar hafa dregið margt úr höttum sínum en þeir slá sér sjálfum við þeir bergmála hvor annan um að þeir séu alfarið á móti því sem þeir kalla sértækar að- gerðir í sjávarútvegi. Þetta eru sömu aðilarnir og hafa í áratugi heimtað gengisfellingar íslensku krónunnar sem vitaskuld bitnaði á flestum nema þeim sjálfur, stýrðu Fiskveiðisjóði og bönnuðu þar lán til smábáta og hafa þegið stærstu sértæku aðgerðirnar sem framkvæmdar hafa verið í sögu sjávarútvegsins, í formi kvótatil- færslna.“ Aflaheimildir útlendinga fjór- falt meiri en sóknardagabáta Sagði Arthur að barátta LS fyrir 23 sóknardögum á ári að lágmarki og viðræður sambandsins við sjávarút- vegsráðherra þar að lútandi hefðu ekki borið árangur. Það hefðu verið sér gríðarleg vonbrigði þegar sjáv- arútvegsráðherra sleit viðræðum við LS um málið. Á sama tíma og þorsk- veiðiheimildir hafi verið auknar um 17% milli fiskveiðiára, hefði afli sókn- ardagabáta dregist saman um 9% og þeim fækkað um 10%. Arthur benti á að Færeyingar hafi rétt til veiða á þrefalt meira af botnfiski við Íslands- strendur en sóknardagabátar og ef veiðiheimildir Evrópusambandsins væru taldar með, hafi erlendir aðilar heimild til að veiða fjórfalt meiri afla en sóknardagabátar við Ísland. Ferskfiskur svarið við kínversku fiskvinnslunni Arthur ræddi einnig þær miklu breytingar sem væru innan seilingar í markaðsmálum sjávarafurða. Nú væri ódýrara að senda heilfrosinn fisk frá Norðurlöndum til Kína, vinna hann þar í fullgerða rétti og senda hann til baka á Evrópumarkað, en að vinna fiskinn á svæðinu með sam- bærilegum hætti. Arthur sagði þessa þróun eiga eftir að hafa áhrif á Ís- landi. „Því fyrr sem Íslendingar bregðast við því betra. Framundan eru nýir tímar með nýrri hugsun. Mótspil okkar hlýtur að felast í gæð- um hins ferska fisks og þar mun leika stórt hlutverk nýjasta flutninga- og geymslutækni. Hér mun smábáta- flotinn enn á ný sanna kosti sína og getu,“ sagði Arthur. Formaður LS á aðalfundi sambandsins Línuívilnun verður ekki frá öðrum tekin Morgunblaðið/Ásdís Frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem hófst í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.