Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 31 LANGT er síðan jafnmargir sáust standa endilangir vegna sætaskorts á kórtónleikum og raun bar vitni í Hafnarborg á dögunum, eða ábyggi- lega hátt í hálft hundrað manns. Hvort troðfullur salurinn hafi verið afleiðing vinsælda, forvitni, öflugrar hlustendasmölunar meðal vina, vanda- og velgjörðarmanna, rausn- arlegrar frímiðaúthlutunar eða alls í senn skal ósagt látið. Hitt fór þó ekki á milli mála að áheyrendur skemmtu sér hið bezta eftir líflegum undir- tektum þeirra að dæma. Dagskráin var mest í léttari kant- inum og samanstóð af 22 inn- og er- lendum lögum, flestum stuttum enda oft aðeins eins eða tveggja erinda. Þau voru af margvíslegu tagi, ýmist hefðbundin karlakórslög, þjóðlög, dægurlög eða jafnvel umritanir á sí- gildri hljómsveitartónlist. Fyrri hlutinn hafði íslenzka yfirvikt, oftast sunginn a cappella, og hófst með Söngbræður góðir og Rennur gnoðin eftir Pál Ísólfsson. Frá klassísku hljómsveitarbókmenntunum komu síðan Finlandia (Sibelius) og Frá Nýja heiminum, umritun kórstjór- ans á sálmkenndum inngangi II. þáttar (Largo) úr samnefndri 9. sin- fóníu Dvóráks, hvort tveggja upp- lögð kórviðfangsefni. Endurreisnin knúði þvínæst dyra með Domine, pacem da nobis (Christ) og Sjáumst aftur – betur þekkt sem Bonjour mon coeur (Lasso), hér í frekar væminni endurljóðun Páls Óskars Hjálmtýssonar er vantaði dillidó- sjarma franska frumtextans og féll misvel að hrynjandinni í þokkabót. Heyr, himna smiður Þorkels Sigur- björnssonar er alltaf nógu sterkt lag til að standast nánast hvaða útfærslu sem er, og sömuleiðis lag hans í fimmskiptum takti, Til þín, Drottinn hnatta og heima. Loks kváðu við kraftmikil útsetning Hjálmars H. Ragnarssonar á Grafskrift hins ódauðlega almúgamanns Sæmundar Klemenzsonar og snilldarlegt karla- kórslag Þórarins Jónssonar við upp- hafserindi Völuspár, Ár vas alda. Seinni hluti tónleikanna var enn léttari á bárunni en sá fyrri, allur við svolítið stílleitandi en gegnsæjan pí- anóundirleik Jónasar Þóris Þóris- sonar. Átti kórstjórinn þar heilar sjö raddsetningar, allar skilvirkar við hæfi. Hið ágæta lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar við þjóðhvatarkvæði Margrétar Jónsdóttur, Ísland er land þitt, fór næst á undan ameríska kántrývalsinum Loksins ég fann þig (hér sem víðar hefði ekki sakað að geta frumheitis) er aftur leiddi að öðrum valsi, rússneska gyðingasöng- num úr Fiðlaranum á þakinu Jerrys Bocks, Sól rís, sól sezt. Skozka þjóð- lagið Komdu kisa mín birtist kynlega umbreytt í hálfgerðan kósakkasöng undir nafninu Ríðum sveinar, senn, og vinalegur drykkjusöngur Bell- mans, Burtu með sorg og sút, tók við að honum loknum. Vinsælasta hermannalag beggja megin Norðurafríkuvígstöðva Seinni heimsstyrjaldar, Lili Marlene (Leip) var tekið með dátalegri mars- áherzlu. Vínarvals Schuberts, Hvað vitið þið fegra, skartaði öllu stofu- hreinni textaútgáfu en algengari flatneskjunni („Mikið lifandis skelf- ingar ósköp...“), áður en þýzkum þætti kvöldsins lauk með Sumarrós- um valsakonungsins Johanns Strauss. Næstur var gamall banda- rískur sígræningi frá miðri síðustu öld er heyrðist mikið áður fyrr á ár- unum með Norman Ruboff kórnum, Red roses for a blue lady (Pepper/ Brodsky). Gaman var að rekast aftur á sögufræg dægurlög frá fyrrgetn- um hildarleik, nú kunnust í meðför- um „unnustu Bretahers“, Veru Lynn, nefnilega We’ll meet again (með stutta innganginum sem eng- inn þekkir) og The White Cliffs of Dover, er kórinn söng af huggandi heimavarnarmýkt, áður en Húrra- kór Kálmáns sló kampakátan botn í prentuðu dagskrána. Söngur Þrasta var að vanda hríf- andi hress og samtaka á sterkari stöðum, enda þótt viðloðandi aðal- vandamál kórsins – veiki söngurinn, er vildi dofna og jafnvel hníga í tón- stöðu (e.t.v. vegna ónógs stuðnings) – benti til að mannskapurinn væri varla kominn í marktækt vetrar- form. Einnig virtist vanta nokkra góða söngmenn í 1. tenór sem von- andi eru á leiðinni, fyrir utan hvað styrkbreytingar stjórnandans virt- ust enn sem fyrr stundum fullsnögg- ar upp á lagið. En væntanlega stend- ur það allt til bóta. TÓNLIST Hafnarborg Blönduð innlend og erlend dagskrá. Karlakórinn Þrestir; Jónas Þórir Þórisson píanó. Stjórnandi: Jón Kristinn Cortez. Sunnudaginn 5. október kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Sveinar kátir, syngið Ríkarður Ö. Pálsson Jón á Bægisá – tímarit þýðenda sjöunda tölublað er komið út. Í tímaritinu eru birt- ar þýðingar á er- lendum bók- menntum og efni um þýðingarfræði, þýðingarstarfið og gildi þýðinga fyrir íslenska menningu. Þegar stríðið að stríðinu verður, eru einkunnarorð þessa tölublaðs en í því er að finna smásögur og ljóð frá Mið- Austurlöndum auk fræðilegs efnis. Annað efni þessa tölublaðs af skáld- skaparkyni kemur frá Íran, Írak, Egyptalandi, Japan, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Meðal efnis er þýðing Magnúsar Ásmunds á sögu eftir ókunna íranska skólastúlku, Dúkkan mín, broddgölt- urinn minn og ég. Kristín Thorlacius þýðir sögu Havah Ha-Levi, Mórberja- keimurinn. Sigurður A. Magnússon þýðir ljóð eftir Rachelle Singer, Shat- ila. Franz Gíslason þýðir ljóð Nizar Qabbani, Teiknitími og þrjú írösk ljóð eftir Fadhil Al-Azzavi og Sargon Boul- us. Gauti Kristmannsson þýðir sögu Wail Ragab, Maðkar og aftur maðkar. Gauti Kristmannsson þýðir nokkur ljóð eftir Adel Karasholi, m.a. Í far- teski. Baldur Óskarsson þýðir ljóð í óbundnu máli eftir Miyamoto Mus- ashi, Tómið. Franz Gíslason, Gauti Kristmannsson og Guðbergur Bergs- son þýða ljóð eftir Manfred Peter Hein, Aufruf aus dem Prado. Gauti Kristmannsson skrifar um þýðing- arfræði við Háskóla Íslands og Auðna Hödd Jónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir skrifa um þýðingar á ís- lenskum markaði 2001. Í ritnefnd sitja Franz Gíslason, Gauti Kristmannsson, Guðrún Dís Jónatansdóttir og Sigurður A. Magn- ússon. Útgefandi er Ormstunga. Tímaritið er 98 bls., prentað í Prentmeti. Verð í lausasölu er 1.300 kr., áskriftarverð er 990 kr. Frekari upplýsingar á vef- setrinu www.ormstunga.is. Tímarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.