Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allir velkomnir leikur fyrir dansi föstudaginn 17. október frá kl. 22.00–02.00 í Húnabúð, Skeifunni 11. Hljómsveit Hjördísar Geirs NÝJA platan á sér langa sögu og má rekja sumt af efninu allt aftur til árs- ins 1978. Valgeir tók nefnilega af ein- skærri tilviljun með sér ljóðabækur Jóhannesar úr Kötlum þegar hann fór til náms í Þrándheimi í Noregi fyrir 25 árum. „Kveðskapur Jóhann- esar varð mér mikil uppspretta ánægjulegra næðisstunda á kvöldin,“ segir Valgeir og bætir við að líf sitt sem námsmaður í Þrándheimi hafi einkennst af rólegheitum. Hann seg- ist hafa haft fyrir reglu að þegar lag varð til við ljóðið sem hann las tók hann það upp á kassettutæki svo hann myndi ekki gleyma því. Hluta af þessu 25 ára gamla efni má svo finna á plötunni sem er að koma út. „Þetta geta menn gert ef þeir fara til náms í Noregi,“ segir hann spekingslega. Á plötunni er að finna 12 lög við kvæði Jóhannesar og er umfjöllunar- efni þeirra fyrst og fremst fólk, að sögn Valgeirs. „Margt af þessu eru kvæði allt frá 1930. Heimurinn var þá allt annar en fólkið er nákvæmlega eins. Eins fólk á ólíkum tímum - ég myndi segja að það væri nokkurs konar þráður plötunnar,“ segir Val- geir og spyr svo Diddú glottandi hvort þetta hafi ekki örugglega hljómað gáfulega. Átján ár frá síðustu plötu Valgeir og Diddú eru nú að vinna saman í fyrsta skipti síðan árið 1985 þegar þau gerðu plötuna Fugl dags- ins en nýja platan er nokkurs konar framhald hennar. Vinskapur þeirra nær þó allt aftur til sjöunda áratug- arins þegar Diddú söng með Spil- verki þjóðanna, hinni fornfrægu sveit, sem Valgeir var í. Hvernig kom til að þið fóruð að vinna saman aftur? „Ég orðaði þetta einhvern tímann við Diddú, sem reyndar er önnum kafnari en Björgólfsfeðgar til sam- ans,“ segir Valgeir og Diddú brosir breitt. „Þetta verkefni krefst allt annarrar nálgunar og raddbeitingar en óperusöngurinn sem hún vinnur við flesta daga. Við urðum að finna tíma þar sem hún var ekki í slíku verkefni og svo vildi til að hún átti nokkrar vikur lausar í vor.“ Diddú segist ekki geta sagt til um hvort skemmtilegra sé að syngja óp- erusöng eða dægurlög. „Aðkoman er gerólík, en hvort tveggja er jafn skemmtilegt. Ég er ánægð með að fá tækifæri til að gera þessa tónlist líka.“ Þau segjast vera afar ánægð með plötuna. „Ég get meira að segja hlustað á hana sjálfur en það tel ég einhvern besta mælikvarða á tónlist- ina mína sem til er,“ segir Valgeir og Diddú samsinnir. Blaðamaður hváir, hlusta tónlist- armenn ekki á eigin verk? „Já, mjög oft getur maður ekki hlustað á plötur með sjálfum sér í mörg ár eftir að þær koma út og það er mjög algengt hjá tónlist- armönnum,“ útskýrir Diddú. Platan var hljóðrituð á þann hátt að söngur og undirleikur voru tekin upp saman en það er víst nokkuð sjaldgæft nú til dags að sögn Diddúar og Valgeirs. Þau benda á að oft sjái söngvararnir aldrei þá sem spila und- ir og oft sjái tvær manneskjur sem syngja dúett ekki nokkurn tímann hvor aðra. „Stundum eru samsöngv- ararnir jafnvel látnir, eins og við þekkjum,“ bætir Valgeir við. Hann segir að rödd Diddúar sé að- alhljóðfæri plötunnar, allt annað verði til í kringum hana. Tónlistin bjóði ekki upp á mikið skraut heldur sé fallegust í einfaldleika sínum. Þau benda á að Salurinn í Kópavogi hafi orðið fyrir valinu fyrir útgáfutónleika þar sem hann henti tónlistinni vel. „Þar er nálægð við áhorfendur en tónlistin er þess eðlis að maður verð- ur að vera umvafinn áhorfendum. Svo er líka góður andi þar,“ bætir Diddú brosandi við áður en þau kveðja og halda á braut. Morgunblaðið/Júlíus Diddú og Valgeir Guðjónsson vinna nú saman aftur eftir 18 ára hlé. Heimurinn annar en fólkið eins Ljóð Jóhannesar úr Kötlum heilluðu Valgeir Guðjónsson upp úr skónum er hann var ungur námsmaður í Þrándheimi. Nú, 25 ár- um síðar, er hann ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur að gefa út plötuna Fuglar tímans með lög- um við kvæði skáldsins. Útgáfutónleikarnir verða haldnir laugardaginn 18. október í Saln- um í Kópavogi og hefjast þeir klukkan níu. Miðar eru seldir í Salnum og kosta þeir 2.000 krónur. bryndis@mbl.is Fuglar tímans fljúga úr hreiðrinu í næstu viku MIRRORBALL er verk- efni sem fyrst var farið af stað með á kvikmyndahá- tíðinni í Edinborg árið 1996. Stjórnendurnir, þeir David Drummond, David Smith og Dave Ladd velja á hverju ári það sem þeim þykir athygl- isverðast í myndbanda-, aug- lýsinga-, stuttmyndagerð og fleiri skyldum miðlum út frá listrænum þáttum og splæsa þessu saman í ákveðin þemu. T.d. hafa þeir sett saman syrpu frá Japan, Bretlandi o.s.frv.. Svo vel hefur þetta fallið í kramið að þeir fé- lagar eru farnir að ferðast um heiminn með þessa efnis- skrá. „Þetta byrjaði með því að við vorum að reyna að auka vægi stuttmynda og mynd- banda á kvikmyndahátíðinni, en þessar greinar, sér- staklega myndböndin, hafa verið afskipt sem listform eiginlega allt fram á síðustu ár,“ útskýrir David Drumm- ond, sem kemur hingað til lands sem fulltrúi Mirrorball. „Þetta hefur þróast á þann veg að tónlistar- myndböndin taka hvað stærstan þátt en við sýnum líka heimildarmyndir, auglýsingar og stuttmyndir.“ David segir að þegar þeir hafi byrjað á þessu hafi lítið mark verið tekið á myndbandaleikstjórum sem lista- mönnum. Nú hafi menn eins og Spike Jonze, David Fincher, Michel Gondry og Jonathan Glazer allir gert eft- irtektarverðar kvikmyndir í fullri lengd og það hafi kætt hann og félaga hans að sjá þessa þróun. Hér á landi munu þeir sýna þrjár syrpur; eina sem tekur saman breskt efni sem á það sammerkt að vera í teikni- og hreyfimyndaformi, ein inn- heldur svo almennt safn frá Bretlandi og ein inniheldur almennt safn frá öll- um heimshornum. Allt er þetta efni frá síðustu 12 mánuðum. Mirrorball á Edduhátíðinni Myndbandagerð er list                                       ! "#   $    David Drummond Mirrorball verður á dagskrá Edduhátíðarinnar samhliða Airwaveshátíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.