Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RIMAS Tuminas ætti að vera Íslend-ingum að góðu kunnur, því í tíu árhefur hann komið reglulega til lands-ins og leikstýrt í Þjóðleikhúsinu. Uppsetning hans nú á Ríkarði þriðja eftir Shakespeare er fimmta sýning hans hér, en áð- ur hefur hann sett upp Mávinn (1993), Þrjár systur (1998) og Kirsuberjagarðinn (2000) eftir Tsjekhov og Don Juan (1995) eftir Molière. Ri- mas hefur á síðustu árum starfað sem leikstjóri við ýmis leikhús, bæði í heimalandi sínu, Lithá- en, en líka í Rússlandi og víðar. Árið 1990 stofn- aði hann Litla leikhúsið í Vilnius og hefur vinna hans með leikhúsinu verið afar farsæl. Leiksýningar Rimasar og Litla leikhússins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, bæði heima og að heiman, en sýningar Rimasar hafa verið eftirsóttar á leiklistarhátíðum úti um allan heim og verið sýndar í Bandaríkjunum og mörgum Evrópulöndum. Á árunum milli 1994 og 1998 gegndi Rimas starfi þjóðleikhússjóra í Litháen og 1994 hlaut hann litháísku þjóð- arverðlaunin. Árið 1998 var hann sæmdur heið- ursorðu af forseta Litháen fyrir framlag sitt til litháískrar menningar og tveimur árum síðar sæmdi Pútín Rússlandsforseti hann heiðurs- orðu fyrir framlag sitt til rússneskra lista og bókmennta. Rimas er prófessor í leiklist og leik- stjórn við Leiklistarakademínu Litháen og list- rænn stjórnandi Litla leikhússins í Vilnius. Myndi vilja stela Hilmi Nú eruð þið að vinna saman í þriðja sinn. Hefur samvinnan breyst við það að kynnast bet- ur? „Já, mér finnst það. Þegar maður hittir nýjan leikstjóra verður alltaf fyrst að finna tungumál milli einstaklinganna, tungumál leikhússins. Vegna þess að orð sem Rimas notar t.d. um stærð merkir kannski eitthvað allt annað hjá mér. Þegar hann segir stórt þá geri ég kannski bara helminginn af því sem hann vill fá. Þannig að það hjálpar alltaf þegar þú ert að vinna með mönnum í fleira en eitt skipti,“ segir Hilmir Snær Guðnason sem leikur aðalhlutverkið í sýn- ingunni á Ríkarði þriðja „Ef ég hefði tækifæri til þess þá myndi ég stela Hilmi til mín í leikhúsið úti. Reyndar á það ekki bara við um Hilmi heldur um fleiri íslenska leikara sem ég hef unnið með, því það er svo mikið af góðum leikurum og yndislegu fólki hér í þessu húsi,“ segir Rimas Tuminas. Hvað dregur þig, Rimas, aftur og aftur hing- að til Íslands til að vinna? „Það er auðvitað margt sem dregur mig hing- að. Það er einhver ánægjuleg ráðgáta sem fólk- ið hér býr yfir sem mér finnst skemmtilegt að glíma við. Íslendingar kunna að lifa og það skiptir miklu máli að finna og skilja lífið og þessi þjóð kann á lífið. Auk þess finnst mér listrænan öllum Íslendingum í blóð borin, það að stíga á svið og leika. Stemningin hér er ekki ósvipuð og í leikhúsunum í Moskvu, á báðum stöðum finnur maður þetta listræna, skapandi andrúmsloft og atvinnumennsku á háu stígi. Á samt tíma er sköpunarkrafturinn og and- rúmsloftið á Íslandi einhvern veginn óbeislað og frjálst. Það er opið inn til hjartans sem stafar kannski af því að þið eruð saklaus þjóð þar sem þið hafið aldrei háð styrjaldir á meðan þjóðirnar í Evrópu eru allar sekar og bera syndabagga á herðum sér. Þær hafa allar lent í því að myrða aðra eða aðrar þjóðir,“ segir Rimas. En nú er Ríkarður þriðji leikrit um blóð og hefndir. Hvað segir það okkur nútímaáhorf- endum? Á það enn erindi við okkur? „Kannski er ástæðan sú að þeir tímar sem við lifum á er tími mikils upplýsingaflæðis sem er í raun og veru hluti af einhvers konar sjálfs- blekkingu okkar sjálfra í lífinu. En kjarninn, bæði í þessu verki og þeim tímum sem við lifum á, er að maðurinn er á endanum alltaf einn. Leikritið fjallar um einmanaleikann. Ríkarður er sennilega svona ólánsamur maður vegna þess að hann er alltaf einn. Í sjálfu sér hef ég ekkert svar við því hver Ríkarður sé, hvort hann er illvirki, morðingi eða geðveikur. Það eina sem ég veit um hann er að hann er óham- ingjusamur,“ segir Rimas. „Þessi spurning um það hvort eitthvert leikrit eigi erindi við okkur nútímafólk kemur einmitt mjög oft upp. En þegar við drögum bók út úr hillunni heima hjá okkur þá spyrjum við ekki hvort hún eigi erindi við okkur í dag þótt við lif- um núna á 21. öldinni. Maður velur einhverja gamla bók og hún á einfaldlega erindi af því þetta er góð saga,“ segir Hilmir. Leikritið um Ríkarð á sér langa sögu og hefur margoft verið sett upp. Er erfitt að ýta þeirri hefð til hliðar og nálgast leikritið á nýstárlegan hátt? „Nei,“ svarar Rimas umsvifalaust. „Handrit er bara efniviður í sýningu. Handrit er ekki eitt- hvað sem þú þarft að fara nákvæmlega eftir eins og staf á bók, heldur er það efni í sköpun,“ segir Hilmir. „Handritið er líkt og fallegt lag. Þótt maður sé búinn að syngja það einu sinni, þýðir það ekki að maður geti ekki sungið það aftur. Ef maður elskar konu og sefur hjá henni eina nótt, má maður þá ekki sofa hjá henni aft- ur? Ríkarður þriðji, líkt og önnur verk Shake- speares og flest klassísk verk, eru líkt og konur sem maður elskar, ekki bara einu sinni heldur alla sína ævi. Þannig gerir Shakespeare úr okk- ur ástsjúka menn,“ segir Rimas kíminn. Hvernig hefur glíman við Ríkarð verið? „Ég myndi ekki kalla þetta glímu eða bar- daga. Þegar maður vinnur með leikara eins og Hilmi þarf maður ekki að slást við viðfangs- efnið, heldur aðeins að fanga það. Ef við færum að tala um þetta sem einhvers konar baráttu, værum við að tala um allt annars konar leikhús, ekki svona opið leikhús eins og ég er að reyna að skapa,“ segir Rimas. „Ég tek undir þetta. Þetta hefur ekki verið glíma heldur skemmtileg leit að þeim stíl sem leikstjórinn vill ná fram,“ segir Hilmir. Nú hafa þrjár af fyrri sýningum þínum í Þjóðleikhúsinu verið uppsetningar á Tsjekhov- leikritum. Hver er helsti munurinn á Shake- speare og Tsjekhov sem leikskáldum? „Á meðan hin sameiginlega hóptilfinning er ríkjandi hjá Tsjekhov, er Shakespeare miklu meiri einstaklingshyggjumaður. Það sem er kannski svo frábært við Shakespeare er að verkin hans eru byggð upp eins og ævintýri. Hann notar lögmál ævintýrisins. Raunar er ég nokkuð viss um að hörðustu Shakespearefræð- ingar verði nú ekki hrifnir af meðferð minni á efniviðnum og myndu líklega gefa út hand- tökuskipun ef þeir fréttu hvað ég væri að gera. Ég er búinn að stytta mjög mikið, en lögmál æv- intýrisins verður alltaf að vera til staðar og það er það sem ég er að reyna að ná fram,“ segir Rimas. Verð að kveðja núna Þetta ævintýri er samt uppfullt af dauða? „Allt lífið er leikur og við leikum okkur til þess að þurfa ekki að hugsa um dauðann. Ég fæst við leikhús vegna þess að ég hræðist dauð- ann og meðan ég dvel í leikhúsinu finn ég ekki fyrir því að ég er dauðlegur, en um leið og ég kem út á götu hellist dauðleikinn yfir mig. Við reynum stöðugt að slá dauðanum á frest, en í raun erum við að reyna að læra hvernig eigi að deyja og það er eitthvað sem maður þarf að gera í lífinu. Sjálfur hræðist ég það mest að vera ófær um að læra það. Oft velti ég því fyrir mér hvernig ég komi til með að deyja. Mig langar til þess að deyja sæll, ánægður og fallega, en ég hræðist það að ég muni mæta dauðanum öskrandi og reiður út í dauðann fyrir að vera að sækja mig. Og ef það verður þannig segir það okkur að ég hafi ekkert lært,“ segir Rimas. Er að byrja nýtt Shakespeare-tímabil hjá þér hér í Þjóðleikhúsinu líkt og við höfum notið Tsjekhov-tímabils á umliðnum árum? „Það er mjög erfitt að svara þessu. Auðvitað er eitthvað við landið og andrúmsloftið sem dregur mig hingað aftur og aftur. Það er alltaf gott að koma hingað og vinna í þessu húsi, en samt hef ég í hvert einasta skipti hugsað: „Þetta verður í síðasta sinn. Þetta getur náttúrlega ekki haldið endalaust áfram.“ Vonandi verður framhald á þessu samstarfi að því leyti að mig langar að bjóða annaðhvort sýningu eða hópi leikara út til mín þegar kemur að því næsta haust að nýtt húsnæði Litla leik- hússins í Vilnius verði formlega opnað. Það eru tæp fimmtán ár síðan ég stofnaði Litla leikhúsið í Vilnius og núna loksins erum við að komast í endanlegt húsnæði, þannig að minni ferð fer að ljúka. Ég er sem sagt loksins kominn heim. En auðvitað, ef upp á borðið kemur leikrit sem ég finn mig knúinn til að setja upp hér þá er aldrei að vita hvað gerist. En núna kveð ég ykkur og þið verðið að kveðja mig. Mín er beðið með óþreyju úti,“ segir Rimas. eftir William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Rimas Tuminas. Aðstoðarleikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía I. Elísdóttir og Vytautas Narbutas. Tónlist: Faustas Latenas. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Guðrún S. Gísladóttir, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Pálmi Gestsson, Sig- urður Skúlason, Rúnar Freyr Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurð- arson, Baldur Trausti Hreinsson, Valdi- mar Örn Flygenring, Randver Þorláks- son, Ívar Örn Sverrisson, Björn Thors, Björgvin Franz Gíslason og Friðrik Friðriksson. Ríkarður þriðji Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Ríkarð þriðja eftir William Shakespeare. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Rim- as Tuminas leikstjóra, með aðstoð Ásdísar Þórhallsdóttur, og Hilmi Snæ Guðnason sem leikur titilhlutverkið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rípajarl (Hjalti Rögnvaldsson), Elsabet (Edda Heiðrún Backman), Bokkinham (Pálmi Gestsson) og Ríkarður (Hilmir Snær Guðnason). Ríkarður (Hilmir Snær Guðnason) biðlar til lafði Önnu (Nanna Kristín Magnúsdóttir). „Shakespeare gerir úr okkur ástsjúka menn“ silja@mbl.is Elsabet (Edda Heiðrún Backman) og Margrét (Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.