Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 27 HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.hekla.is • hekla@hekla.is G O TT F Ó LK M cC A N N -E R IC K S O N · S ÍA · 2 4 3 4 1 HUGSAÐU LENGRA Þeir eru margir sem fá sér Skoda Octavia vegna útlitsins, en þeir eru fleiri sem kunna einnig að meta notagildið og vilja fá mikið fyrir peningana. Skoda Octavia státar nefnilega líka af miklu öryggi og ríkulegum staðalbúnaði. Útlitið er ekki allt, komdu og finndu hvað það er gott að keyra Skoda Octavia. SkodaOctavia kostar frá 1.670 þús. VILTU LÍTA BETUR ÚT? Í FORGANGSRÖÐ nútímakvenna lenda barneignir aftar en menntun og starfsframinn. Æskilegur aldur til barneigna er aftur á móti 22 ár, að mati norsks prófessors, sem Aft- enposten vitnar til. Rolv Skjærven segir að æ fleiri pör eigi í vandræðum með að geta barn þar sem aldursskeið kvenna þegar frjóvgun er líklegust er liðið, þegar þau fara að huga að barn- eignum. 27 þúsund óléttar konur tóku þátt í nýlegri rannsókn í Nor- egi en niðurstaða hennar var að tæpur helmingur þeirra hafði reynt í meira en ár að verða barnshaf- andi. Það tekur konu á þrítugsaldri að meðaltali átta mánuði að verða ólétt en þegar hún er orðin 35-40 ára tek- ur það að meðaltali 14-15 mánuði. Þriðja hver norsk kona hefur ekki eignast barn þegar hún er orðin þrí- tug. Því nær 22 ára aldrinum sem móðirin er, því minni líkur eru á andvana fæðingu eða að barnið fæðist með Downs-heilkenni. Morgunblaðið/Kristinn Ekki bíða: Æ fleiri seinka barn- eignum til að afla sér aukinnar menntunar og starfsframa.  BARNEIGNIR Erfiðara að verða ólétt eftir 22 áraÞAÐ heyrist stundum sagt aðallar hugsjónir séu dauðar,allt snúist um hagsmuni og ekki sé lengur til í dæminu að fólk geri hitt og þetta til þess að láta gott af sér leiða, án þess að fá greitt fyrir. Félagsskapurinn Heilsuhring- urinn, sem stofnaður var fyrir 25 ár- um, er þó rekinn af slíkri hugsjón. En félagið hélt einmitt upp á kvar- taldarafmæli sitt í Norræna húsinu 16. nóvember. Formaður félagsins er Sigrún Oddgeirsdóttir og þegar hún er spurð um hvað Heilsuhring- urinn snúist, segir hún um félag og tímaritaútgáfu að ræða. „Við stönd- um fyrir tveimur fundum á ári og gefum út tímaritið Heilsuhringinn, sem kemur út tvisvar á ári, en síð- asta tölublað kom út á afmælisdag- inn okkar.“ Leitaði úrræða í óhefðbundnum lækningum Að sögn Sigrúnar var félagið á sínum tíma stofnað af Marteini heitnum Skaftfells. „Marteinn var kennari að mennt og kenndi mér í Melaskólanum. Hann fékk löm- unarveiki, Akureyrarveikina svo- kölluðu, þar sem fyrstu tilfellin komu upp þar. Hann lamaðist, en var ekki á því að gefast upp þó hon- um fyndist hin hefðbundna lækn- isfræði ekki hafa næg úrræði þegar kom að bættri líðan og vildi fá að prófa ýmsar óhefðbundnar lækn- ingar, sem og vítamín og fæðubót- arefni. Á þessum tíma var allur inn- flutningur á steinefnum og ýmsum vítamínum bannaður, en Marteinn gerðist baráttumaður fyrir úrbótum og skrifaði um skeið pistla í Morg- unblaðið. Þau skrif urðu til þess að hann stofnaði Heilsuhringinn, sem enn í dag er málgagn óhefðbundinna lækninga.“ Sigrún bætir við að einungis þrír hinna upphaflegu félagsmanna, þau Ævar Jóhannesson, Elsa Vilmund- ardóttir og Ingibjörg Sigfúsdóttir, séu enn starfandi með Heilsu- hringnum, en sjálf gekk hún til liðs við félagið árið 1983. „Í Heilsu- hringnum njótum við þess síðan að vinna með því góða fólki sem hefur valist í félagsstarfið hjá okkur.“ Stór hluti starfs Heilsuhringsins fer í að fá einstaklinga til að skrifa greinar í blaðið, auk vinnunnar við að safna áskriftum, en starfsemin er fjármögnuð með áskrift. Um átján hundruð manns eru á skrá hjá Heilsuhringnum og þar af greiða um þrettán til fimmtán hundruð reglu- lega áskriftargjaldið. „Mestur hluti vinnu okkar fer í að fá fólk til þess að skrifa í blaðið en þeir sem skrifa í Heilsuhringinn – og þeir sem halda fyrirlestra á fundum hjá okkur – gera það án endurgjalds. Prófarkalesarinn gefur vinnu sína, sem og við sem fylgjum tímaritinu eftir í prentsmiðju. Hins vegar greiðum við fyrir prentunina. Það er afar lítið af auglýsingum í tímarit- inu, rétt nóg til þess að standa undir prentkostnaði. Einu launin sem við síðan greiðum eru vegna starfs- krafts á skrifstofu félagsins. Við greiðum honum fjóra tíma á viku.“ Góður félagsskapur Hvernig er hægt að fá fólk til að gefa vinnu sína árum saman? „Þetta er bara svo góður fé- lagsskapur og skemmtilegt áhuga- mál. Ævar Jóhannesson er pott- urinn og pannan í félaginu – og hann er enginn venjulegur maður. Hann hefur skilað efni í hvert einasta tölu- blað, bæði þýtt og skrifað greinar um hefðbundnar lækningar og ann- að. En það er einmitt Ævar sem bruggar lúpínuseyðið sem hann hef- ur verið að gefa krabbameinssjúkl- ingum án þess að taka krónu fyrir,“ segir Sigrún. Fæðubótarefni og óhefðbundnar lækningar eru meðal viðfangsefna tímaritsins, en stöðug þróun á sér stað í læknavísindum, sem og við gerð fæðubótaefna og segir Sigrún þau efni vandlega kynnt fyrir les- endum. „Í Heilsuhringnum leitumst við við að miðla fræðslu um heildrænar leiðir til þess að viðhalda heilbrigði og benda á nýjungar á sviði lækn- inga. En meðal þeirra sem hafa lagt okkur lið við greinaskrifin eru grasalæknar, læknar, nuddarar, kírópraktorar, fólk sem stundar höf- uðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, næringarfræðingar og þerapistar í næringarfræðum svo dæmi séu tek- in. Fyrir þá sem áhuga hafa, er Heilsuhringurinn seldur í Heilsu- húsinu, Yggdrasil, Betra lífi, Blóma- vali og Heilsuhorninu á Akureyri.  SJÁLFBOÐAVINNA Þar lifir hugsjónin góðu lífi Morgunblaðið/Ásdís Hugsjónastarf: Sigrún Oddgeirs- dóttir er í hópi þeirra fjölmörgu sem stunda sjálfboðavinnu á vegum Heilsuhringsins. Tvisvar á ári kemur út sérstætt tímarit sem nefnist Heilsuhringurinn. Það sem er þó ekki hvað síst merkilegt er að allir sem skrifa í blaðið, eða koma að vinnslu þess, gefa vinnuna sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.