Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 20
SHMS - Leiðandi á heimsvísu í hótelstjórnun Meðlimur í Sambandi hótelskóla í Sviss Swiss Hotel Management School “Caux-Palace”, 1824 Caux-Montreux (Switzerland) SHMS, einn af stærstu og virtustu hótelstjórnunarskólunum í Sviss, býður þrjár alþjóðlegar námsgráður í þriggja ára námi. * Swiss Æðri diplóma í hótelstjórnun og ferðaþjónustu * Bandaríkin AH og MA diplóma í hótelstjórnun * Bretland BA gráða í hótel- og veitingastjórnun (Hospitality) / Ferðaþjónustu/ Umsjón viðburða og heilsulinda Einnig í boði: Meistaragráða, MBA, framhaldsgráða, nám fyrir fólk með starfsreynslu, sumarnám - möguleiki á mati úr öðrum skólum. * Launaðar lærlingsstöður á hverju námsári * Ráðningarþjónusta eftir námslok * Frábær aðstaða á fyrrum 5* “Caux-Palace” hóteli. Nánari upplýsingar fást hjá: SMHS EUROPE, Rudolfplatz 6, 50674 Koeln, Þýskalandi, sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 NETFANG: SHMSEUROPE@SHMS.COM WWW.SHMS.COM Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sáu bara rjúpur | Lögreglan á Blönduósi, sem jafnan hefur fylgst með veiðimönnum í Húnaþingi, var á eftirlits- ferð í morgun og fór m.a. upp á Arnarvatnsheiði án þess að verða vör við rjúpnaskyttur. Í gær fór lögreglan á tveimur bíl- um um Grímstunguheiði, Eyvindarstaðaheiði og Kjalveg upp að Hvera- völlum. Ekki sáust neinir rjúpnaveiðimenn á ferð, en lögreglumenn sáu hins vegar rjúpnahóp, alhvítan, á Kjalvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mun eftirliti verða haldið áfram í umdæminu næstu daga. Þá hafa lögreglumenn í Borg- arnesi, í Dölum og á Snæfellsnesi tekið upp samstarf um eftirlit á rjúpnaslóð. Rjúpnaveiðitímabilið hefði að óbreyttu átt að hefjast í gær, en eins og flestir vita bann- aði umhverfisráðherra rjúpnaveiði næstu þrjú árin.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Aukin samvinna? | Tillaga um aukna samvinnu íþróttafélaganna Ármanns og Þróttar í Reykjavík var lögð fram á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR) á miðvikudag. Að sögn Kjartans Magnússonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ÍTR, var afgreiðslu tillögunnar frestað svo að fulltrúar R-lista gætu gefið sér tíma til að skoða málið. „Það hefur mikið verið spáð og spek- úlerað í nánari samvinnu íþróttafélaganna í borginni. Það er talið að það þurfi að gera félögin að sterkari einingum til að takast á við ýmis vandamál, fjármál og annað. Það eru sífellt meiri faglegar kröfur gerðar til íþróttafélaga á sama tíma og menn geta ekki reitt sig á sjálfboðastarf.“ Kjartan bendir á að Ármann og Þróttur séu gamalgróin íþróttafélög sem vinna á sama svæði og að íþróttastarf þeirra skarist ekki. Félögin séu þegar með mikið sam- starf. Kjartan segir hugmyndina vera að flytja Ármann inn í Laugardal og nýta lóð félagsins undir aðrar byggingar. Ármann gæti þá byggt íþróttahús inni í Laugardal, jafnvel með viðtengingu við Félagsheimili Þróttar. „Þá værum við komin með gott fé- lagsheimili og nýtt íþróttahús sem væri vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem íþróttafélögin þurfa að inna af hendi.“ Kjartan bendir á að það sé oft viðkvæmt að sameina íþróttafélög og að það standi alls ekki til að skipa fyrir um slíkar samein- ingar. „Þarna erum við komin með upp- sprettu að góðu samstarfi og ættum að hvetja félögin til að halda áfram á þeirri braut,“ segir Kjartan. Fyrstu tónleikarJazzklúbbs Ak-ureyrar á þessum vetri verða á morgun, laugardag 18. október, í Ketilhúsinu kl. 21.30. Tómas R. Einarsson mætir á svæðið með sex manna hljómsveit sína, sem í eru Íslendingar og Kúbverjar, þannig að gestum gefst færi á að heyra dillandi karabíska kúbusveiflu á tónleik- unum, enda munu lög af nýjum diski Tómasar, Havana, hljóma þar. Hús- víkingar og nær- sveitamenn eiga kost á að hlýða á hljómsveitina sama dag kl. 16 í Safna- húsinu. Dillandi kúb- versk sveifla í Ketilhúsinu Bæjarráð Grindavík-ur hefur falið bæj-arstjóranum að ítreka ósk bæjarstjórnar til heilbrigðisráðherra um að Grindavíkurbær fái þjónustusamning um rekstur heilsugæslunnar í Grindavík. Bæjarstjórnin hefur unnið að málinu frá því fljótlega eftir myndun nýs meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem kveðið var á um þetta í málefnasamningi. Síðast var formlega óskað eftir viðræðum um málið í apr- íl. Þá sögðu forsvarsmenn meirihlutans að tilgang- urinn væri að bæta þjón- ustu heilsugæslunnar við íbúana. Svör virðast ekki hafa borist frá ráðuneyt- inu því nú hefur bæj- arstjóra verið falið að ítreka ósk bæjarstjórnar. Vilja þjónustu- samning um rekstur heilsu- gæslunnar HITINN fór víða yfir 12 stig á landinu í gær. Hlýjast var á Hallormsstað, en þar var hit- inn 16°C klukkan tvö. Á Egils- stöðum var 14 stiga hiti og 13 í Ásbyrgi. Í Húsafelli fór hitinn í 13,5 stig í gær og í Reykjavík var hitinn 12 stig. Svalara var vestan- og norðanlands. Á Ak- ureyri var 10 stiga hiti og 7 stiga hiti í Bolungarvík. Veðrið hefur sem sagt verið ákjós- anlegt víða, eins og það best gerist á haustin. En jafnvel þótt tölurnar séu svo langt fyr- ir ofan núllið getur verið nap- urt að sitja kyrr og hugsa úti undir beru lofti eins og fyr- irsætan á myndinni gerði við gömlu höfnina í Reykjavík í vikunni. Þá er eins gott að vera vel klæddur. Spáð er heldur svalara veðri á landinu í dag en var í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Hugsað við höfnina Hauststemmning Hvammstanga | Björn Elíson, kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga (KVH), hefur sagt upp störfum. Þorsteinn Sigurjónsson, stjórnarformaður kaup- félagsins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og segir hann að ástæða uppsagnarinnar séu samstarfserfiðleikar milli Björns og Hjalta Jósefssonar slátur- hússtjóra. Björn hefur starfað sem kaup- félagsstjóri á Hvammstanga sl. þrjú ár. Þorsteinn sagði að Björn hefði stillt sér upp við vegg, annaðhvort yrði Hjalta sagt upp störfum eða hann færi sjálfur frá fé- laginu. Þorsteinn sagðist ekkert hafa upp á störf Hjalta fyrir kaupfélagið að klaga og þess vegna hefði hann ekki viljað segja honum upp störfum. Í framhaldi af þessari niðurstöðu hefði Björn sagt upp með sex mánaða fyrirvara. Hann er enn við störf en óljóst er hvort hann kemur til með að vinna út uppsagnartímann. Hjalti Jósefsson hefur nokkuð verið í fréttum síðustu daga vegna erfiðleika kjöt- vinnslunnar Ferskra afurða, en Hjalti er einn af eigendum og framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Hjalti hefur ekki starfað hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga síðustu ár, en vann hjá félaginu fyrir nokkrum árum. Björn réði hann til starfa í haust en Þor- steinn segir að hann hafi gert það fyrir sín orð. Kaupfélags- stjóri KVH sagði upp störfum ♦ ♦ ♦ Blábrystingur fannst í Skarðshlíð undir Eyjafjöll-um í vikubyrjun, en þetta er fremur sjaldséðurfugl á Íslandi og hafa aðeins 15 slíkir sést hér áður, að sögn Yanns Kolbeinssonar, líffræðinema og ritara Flækingsfuglanefndar. Yann segir að þessi blábrystingur hafi væntanlega komið frá Skandinavíu. Hann hafi sennilega verið á farflugi suður á bóginn en lent í austanátt. „Undanfarin ár hefur yfirleitt einn blábrystingur fundist hér á landi á haustin,“ segir Yann og bætir við að evrópskir fuglar komi gjarnan til landsins með austanáttinni. Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Blábrystingur undir Eyjafjöllum Egilsstöðum | Fyrsta sendingin af því kjöti sem Austurlamb hefur selt á Netinu er farin af stað til kaupenda. Þetta var kjöt frá fjór- um af þeim tuttugu bæjum sem þátt taka í verkefninu og í næstu viku fer annað eins. Þegar er búið að selja um eitt tonn af aust- firsku lambakjöti á Netinu. Kjöt hefur verið valið fyrir þetta verkefni um leið og slátrað hefur verið frá þeim fram- leiðendum sem taka þátt. Búið er að sér- vinna kjötið upp í þær pantanir sem borist hafa og á þann hátt sem neytendur óska og er afgreiðsla á því nú hafin. Kjötið er selt í gegnum vef Austurlambs, www.austur- lamb.is, og flutt með Landflutningum til kaupenda. Að sögn forsvarsmanna Austurlambs hef- ur þessi nýjung í sölu á lambakjöti mælst vel fyrir og pantanir tóku að berast um leið og vefurinn var opnaður í byrjun september. Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands, sem stendur að Austurlambsverkefninu, segir markmiðið að gefa neytandanum kost á að kaupa upp- runamerkt kjöt beint af bóndanum. Búið að selja tonn af kjöti á vefsíðunni FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.