Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 25 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum vetrartískuna frá OROBLU í dag kl. 14-18 í Lyfju Smáratorgi og Lágmúla, á morgun kl. 12-16 í Lyfju Lágmúla. www.lyfja.is 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum Landsmótin opnuð? | Sambandsþing UMFÍ verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki nú um helgina. Búist er við að þinggestir verði um 150 en þingfulltrúar eru ríflega 130. Margar stórar tillögur liggja fyrir þinginu og er reiknað með talsverðum umræðum og jafnvel átökum á því, en meðal tillagna mun vera að opna landsmótin fyrir öllum íþrótta- bandalögum á landinu. Þá er ljóst að núver- andi formaður UMFÍ, Björn Jónsson, fær mótframboð á þinginu. Frá þessu er greint á fréttavefnum skagafjordur.com.    Mývatni |Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra tók í gær fyrstu skóflustungu að Jarð- böðum í Mývatnssveit. Það er Baðfélag Mý- vatnssveitar ehf. sem nú er að hefja þá framkvæmd. Félagið hefur fengið lóð sunnan í Jarðbaðshólum í landi Voga. Þar er náttúruleg jarðgufa til staðar og þúsund ára reynsla af unaðssemdum þeim sem hafa má af hvíld- arstund í jarðbaði. Einnig verður þarna byggt upp baðlón og búningsklefar ásamt öðru sem til þarf. Jarðhitavatn er sótt í gufuveitu Lands- virkjunar í Bjarnarflagi. Athöfnin í gær á athafnasvæði Baðfélagsins var mjög fjölsótt sem sýnir vel þann mikla áhuga og væntingar sem bundnar eru þessari framkvæmd meðal fólks í héraðinu. Veðrið var svo sem best getur orðið. Pétur Snæbjörnsson, forseti Baðfélagsins, flutti stutt ávarp áður en hann bað Valgerði Sverrisdóttur ráðherra að hefja framkvæmdina með táknrænum hætti. Valgerður gerði það með glans og óskaði félag- inu og framkvæmdinni allra heilla. Valgerður hefur lengi verið góður stuðningsaðili þessa máls. Að athöfninni lokinni var boðið upp á veit- ingar á Hótel Reynihlíð, tækifæri gafst til að skoða uppdrætti að fyrirhuguðum mann- virkjum og rabba við aðstandendur verkefn- isins. Jarðböð hafa verið stunduð á þessu svæði síðan land byggðist en fyrrum var nokkuð úr leið að komast þangað. Undanfarna áratugi hafa heimamenn í sveitinni notfært sér þessa heilsulind í stöðugt vaxandi mæli og nú hin síð- ustu ár einnig ferðamenn þannig að þörfin er mikil og framtíðin björt fyrir félagið. Framkvæmdir hafnar við jarðböð Öskulög: Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri sýndi viðstöddum afar sérstök öskulög skammt frá fyrirhuguðu jarðbaði. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hálfnað er… Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að jarðbaðinu. Pétur Snæbjörnsson er við hlið hennar. Þúsund ára reynsla af unaðssemdum jarðbaðanna Sauðárkróki | Starfsmenntaverk- efninu „Learning Community“, eða Breytum byggð eins og það var nefnt á íslensku, var formlega lokið við athöfn í Konungsversl- unarhúsinu á Hofsósi á dögunum. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem stjórnaði verkefninu, bauð gesti velkomna, en auk íslensku þátttakendanna voru mættir fulltrúar frá Austurríki, Svíþjóð og Spáni, sem voru aðilar að verk- efninu hver í sínu landi. Anna Kristín sagði að það hefði vakið eftirtekt hversu vel hefði til tekist hérlendis, bæði hvað þátt- taka var mikil, og hversu fáir hefðu horfið frá náminu á þessu tæplega þriggja ára tímabili sem verkefnið tók, en þátttakendur voru flestir á miðjum eða yfir miðjum aldri. laggirnar og fyrir að velja Hofsós sem vettvang þess. Daginn eftir var síðan dagskrá í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem þátttakendur frá öllum löndunum gerðu dómnefnd frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands undir stjórn Jóns Torfa Jónassonar, grein fyrir verkefn- unum hverju fyrir sig, en háskól- inn er aðili að verkefninu og hefur með höndum faglegt mat á því og munu lokaniðurstöður liggja fyrir undir lok ársins. ir vel það afl sem býr í þessu sam- félagi,“ sagði Anna Kristín um leið og hún þakkaði einnig kennurum frá Hólaskóla fyrir mjög gott sam- starf sem hefði verið á mjög fag- legum grunni og traust. Að þessu loknu afhenti Anna öllum nemendum þátttökuviður- kenningu og þakkaði samstarfið. Ásdís Garðarsdóttir einn nem- endanna ávarpaði Önnu Kristínu og færði henni gjöf og blóm frá nemendum og sérstakar þakkir fyrir að koma þessu verkefni á Sagði Anna að rennt hafi verið blint í sjóinn varðandi þátttökuna, sem varð mun meiri en björtustu vonir bentu til, nemendur voru á öllum aldri og áttu margir um langan veg að sækja, og þess vegna hefði það verið enn ánægju- legra hversu vel nemendur stund- uðu námið. „Fyrirmyndarverkefni“ „Þetta verkefni var Farskólan- um mjög lærdómsríkt og dýr- mætt, og það hversu vel þetta gekk, og skilaði miklu hefur gefið verkefninu vægi svo það var valið eitt af „Best practice“ eða fyrir- myndarverkefnum sem unnt er að sækja um styrk til að endurtaka annars staðar. Ef þið hefðuð ekki verið svona jákvæð og staðföst hefði þetta ekki heppnast, og sýn- Lærdómsríkt starfsmennta- verkefni Eftirtekt vakti hversu vel tókst til Morgunblaðið/Björn Björnsson Ánægja: Ásdís Garðarsdóttir færði Önnu Kristínu blómvönd. Efnið loforðin | Félag ungra framsóknar- manna á norðanverðum Vestfjörðum skorar á ríkisstjórnina að standa við gefin loforð um línuívilnun á haustdögum. Félagið fagnar hval- veiðum og óskar eftir eflingu háskólanáms á svæðinu, m.a. tónlistarnámi á framhaldsstigi. Þetta er meðal þess sem samþykkt var á aðal- fundi félagsins á Ísafirði í fyrrakvöld, skv. frétt á vef Bæjarins besta. Stíflugerð boðin út | Landsvirkjun hefur óskað eftir tilboðum í tvær stíflur Kárahnjúka- virkjunar; Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu. Eru þetta hliðarstíflur með Kárahnjúkastíflu við syðri enda Hafrahvammagljúfra sem Imp- regilo er að reisa, 190 metra upp í loft með steyptri klæðingu. Tilboð í þessi tvö aðskildu verk verða opnuð samtímis í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bú- staðaveg 19. desember næstkomandi. Um hefðbundnar jarðstíflur er að ræða með jökul- ruðningskjarna, síum, stoðfyllingum og grjót- vörn. Desjarárstífla er mun hærri, eða 60 metrar, en Sauðárdalsstífla verður 25 metra há. Sem dæmi um magntölur þá þarf 250 þús- und rúmmetra grjótfyllingu í Desjarárstíflu og 180 þúsund rúmmetra í Sauðárdalsstíflu. Desjarárstífla verður næsthæsta stífla landsins á eftir Kárahnjúkastíflu og er því stærri en sú hæsta í dag, Blöndustífla. Verklok eru áætluð í lok árs 2006.    Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is Galdrakarlinn í Oz | Barna- og fjölskyldu- leikritið Galdrakarlinn í Oz er næsta verk- efni Leikfélags Sauðárkróks. Æfingar eru þegar hafnar og er Rósa Guðný Þórsdóttir leikstjóri. Leikarar eru tólf talsins og er áætlað að frumsýna 2. nóvember. Frá þessu var greint í gær á vefnum skagafjordur- .com.    Eftirlit | Lögreglan í Borgarnesi, lögreglan á Snæfellsnesi og lögreglan í Dalasýslu hafa haf- ið samstarf um eftirlit með veiðiþjófum. Sem kunnugt er hefði rjúpnaveiðitímabilið hafist í vikunni ef allsherjarbann á rjúpnaveiðum hefði ekki tekið gildi í ár. Að sögn Theódórs Kr. Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgar- nesi, hefur lögreglan í Borgarnesi alltaf verið með öflugt eftirlit á þessum tíma árs. „Það sem er sameiginlegt með þessum lögregluumdæm- um er miklar veiðilendur. Þá tökum við okkur saman og þetta byggist á því að það er flogið um þetta svæði og svo eru bílar tiltækir á ákveðnum stöðum ef vart verður við óvanalega umferð á rjúpnaslóðum.“ Að sögn Theódórs verður látið reyna á þetta samstarf fram yfir helgi en að auki sé öflugt lögreglubílaeftirlit í gangi öðru hvoru. „Þá at- hugum við ákveðna slóða inn á hálendið. Einn- ig erum við í sambandi við bændur sem eiga jarðir sem liggja að hálendinu. Þeir láta okkur gjarnan vita af grunsamlegri umferð,“ segir Theódór.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.