Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 51  NORÐMENN eiga í fyrsta skipti þrjú félagslið í 2. umferð UEFA- kepppninnar í knattspyrnu en frá því norsku liðin byrjuðu að keppa á Evr- ópumótunum árið 1960 hefur það ekki gerst áður. Rosenborg, Molde og Vålerenga verða öll í hattinum þegar dregið verður til 2. umferðar í dag.  FRANKIE Fredericks, fremsti spretthlaupari Afríku, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 36 ára gamall. Fredericks á fern silfurverð- laun frá Ólympíuleikum í 100 og 200 m hlaupi, m.a. varð hann í öðru sæti á 19,68 sekúndum þegar Michael Johnson setti heimsmet sitt, 19,32, á Ólympíuleikunum í Atlanta fyrir sjö árum. Fredericks á auk þess ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun frá heimsmeistaramótum utanhúss.  JERMAINE Pennant, leikmaður Arsenal, sem liðið lánaði til Leeds í tvo mánuði, hefur kunnað vel við sig á Elland Road. Pennant vonar að Leeds nái að semja við Arsenal um að hann verði lengur hjá liðinu. „Ég er ánægður. Þegar maður er ánægð- ur leikur maður vel. Ég vil verða lengur hjá Leeds,“ segir Pennant, sem fékk fá tækifæri á miðjunni hjá Arsenal. Pennant er einn af mörgum ungum leikmönnum í Englandi, sem hefur ekki náð að höndla frægðina – utan vallar.  ERIC Djemba-Djemba hefur við- urkennt að það sé erfiðara að leika í ensku úrvalsdeildinni en hann hafi reiknað með. Djemba-Djemba kom til Manchester United í sumar frá Nantes í Frakklandi.  LOKS hefur náðst samkomulag á milli Manchester United og Sunder- land um vistaskipti Frakkans unga Davids Bellions, en hann gekk til liðs við ensku meistarana í sumar. Sam- komulagið felur í sér að Manchester United greiði 2 millj. punda, um 250 millj. króna, fyrir pilt auk þess sem verðið getur hækkað um eina millj. punda þegar ákveðnum leikjafjölda er náð, verði hann valinn í landslið Frakka og að fleiri atriðum uppfyllt- um.  OLIVER Kahn, markvörður Bayern München og þýska landsliðs- ins, meiddist á hné á æfingu í gær og leikur ekki með Bayern um helgina gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku 1. deildarkeppninni. Þá er óvíst að hann geti leikið með Bayern gegn franska liðinu Lyon í Meistara- deild Evrópu í næstu viku.  DAN Petrescu, fyrrverandi leik- maður Chelsea og rúmenska lands- liðsins í knattspyrnu, segir að landi hans Adrian Mutu, 24 ára leikmaður Chelsea, eigi eftir að verða nýr Gian- franco Zola. Mutu var keyptur frá Parma á dögunum fyrir ellefu millj. punda og hefur hann staðið sig vel. „Það er erfitt fyrir unga leikmenn að vera líkt við Zola, en Adrian getur það,“ sagði Petrescu. FÓLK MIKILL áhugi er í Noregi fyrir leik Norð- manna gegn Spánverjum í umspili um laust sæti í úrslitakeppni EM í Portúgal. Í gær hófst miðasala á leik liðanna í Noregi og seldust 9 þúsund miðar á fjórum klukkustundum. Þetta var fyrsti áfangi sölunnar. Ekki hefur verið meiri áhugi á forsölu aðgöngumiða á landsleik Norð- manna í heimalandinu síðan Englend- ingar komu í heimsókn fyrir tíu árum. Alls rúmast 25.200 þúsund áhorfendur á Ullevål-leikvanginn í Ósló. Það er síðari leikur þjóðanna sem fer fram í Noregi miðvikudaginn 19. nóvember, en fyrri leikurinn verður í Valencia 15. nóvember. Reiknað er með að það sem eftir stend- ur af miðum, og Norðmenn eiga rétt á, verði sett í sölu á þriðjudaginn í næstu viku. Ekki er ljóst ennþá hversu margir miðar það verða því nú hafa styrktarað- ilar norska knattspyrnusambandsins nokkra daga til að tryggja sér miða, áður en restin fer í sölu. Spánverjar eiga rétt á 10% miðanna eða rúmlega 2.500. Norðmenn gera sér hins vegar vonir um að Spánverjar nýti sér aðeins 1.500 þannig að um eitt þúsund miðum fleira verði fyrir Norðmenn. Samkvæmt reglum FIFA og UEFA á gestalið rétt á 10% aðgöngumiða á leikj- um á útivelli. Þannig hefði KSÍ átt rétt á 5.000 miðum á leik Íslands og Þýskalands sem fram fór í Hamborg um síðustu helgi. Skilaréttur er á þeim miðum sem ekki seljast – er fimm dögum áður en viðkom- andi leikur er háður. Norðmenn seldu 9 þúsund miða á fjórum tímum SIGFÚS Sigurðsson verður með Magdeburg í leiknum við Hauka í Meistaradeild Evrópu í handknatt- leik á morgun en stórskyttan Nen- and Perunicic getur ekki leikið sök- um meiðsla. Sigfús lék ekki á móti Skopje um síðustu helgi og heldur ekki gegn Stralsunder í fyrrakvöld en meiðsli í hné hafa verið að angra ,,rússaj- eppann“ síðustu vikurnar. „Fúsi kemur til með að taka ein- hvern þátt í leiknum þrátt fyrir að hann sé ekki búinn að ná sér að fullu. Hins vegar getur Perunicic ekki spilað. Meiðsli hafa tekið sig upp í öxlinni á honum og við höfum tekið þá ákvörðun að senda hann í meðferð til Austurríkis. Ef hann lagast ekki eftir þá meðferð fer hann í uppskurð og leikur ekki meira með okkur á tímabilinu,“ sagði Alfreð Gíslason við Morg- unblaðið. Sigfús með en ekki Perunicic Magdeburg sigraði Stralsundermeð átta marka mun í þýsku 1. deildinni í fyrrakvöld og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eft- ir Flensborg, en á leik til góða. Alfreð segist hafa spilað á varaliðinu í þessum leik enda að búa sína menn undir leikinn við Hauk- ana. Spurður hvort ekki mætti búast við öruggum sigri Magdeburg á Haukunum sagði Alfreð: „Það fer allt eftir því hvernig lið mitt spilar og við verðum að spila vel til að leggja Haukana að velli. Ef við gerum það hins vegar ekki þá er ekki spurning að við getum lent í vandræðum. Ég er búinn að sjá flesta deildarleiki Haukanna á myndbandi og á góðum degi eru þeir með mjög gott lið. Ég hef því lagt áherslu á það við leik- menn mína að þeir mæti mjög vel einbeittir og taki Haukana af fullri alvöru,“ segir Alfreð. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, og Alfreð hafa átt góða samvinnu og útvegað hvor öðrum myndbands- spólur frá leikjum sinna liða. Hauk- arnir komu til Magdeburgar síðdeg- is í gær og Viggó hafði meðferðis upptöku frá leik Hauka og Barcelona sem Alfreð og hans menn geta skoð- að fyrir leikinn og á móti fékk Viggó spólu frá leik Magdeburg og Skopje þar sem lærisveinar Alfreðs unnu tveggja marka sigur í Makedóníu. Alfreð segir stefnuna að fara langt í Meistaradeildinni og að minnsta kosti í undanúrslitin. „Meistara- deildin er afar sterk og það þarf ekki bara gott lið til að komast langt held- ur líka heppni. Spænsku liðin eru feikilega sterk eins og Barcelona og Ciudad Real en við erum með mjög góða blöndu af reyndum spilurum og svo ungum og efnilegum. Í 16 manna hópnum eru til að mynda átta leik- menn yngri en 22 ára.“ Leika hraðan og skemmtilegan handknattleik Magdeburg hefur byrjað leiktíð- ina vel heima fyrir en í átta leikjum hefur liðið unnið sjö og tapað aðeins einum. Alfreð segir að frammistaða liðsins hafi komið á óvart ef tillit er tekið til að liðið þurfti að sjá á eftir sínum besta leikmanni – Ólafi Stef- ánssyni. „Þetta hefur bara gengið býsna vel. Við spilum hraðan og skemmtilegan handbolta, markverð- irnir hafa staðið sig frábærlega og vörnin hefur verið betri en í fyrra. Í heild erum við betri en í fyrra þó svo að við höfum misst Óla, sem var okk- ar langbesti maður.“ Frakkinn Joel Abati hefur leyst Ólaf af hólmi en Alfreð segir að ábyrgðin hafi dreifst yfir á allan mannskapinn í liðinu í staðinn fyrir að þegar vandræði sköpuðust þá horfðu allir á Óla og báðu hann að gera eitthvað. Alfreð reiknar með að um 5.000 manns mæti á leikinn við Hauka sem hefst klukkan 15 að staðartíma, 13 að íslenskum, en þess má geta að leik- urinn verður sýndur í beinni útsend- ingu á Sýn. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, um leikinn gegn Haukum í Meistaradeildinni Morgunblaðið/Kristinn Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Magde- burg. Sigfús Sigurðsson situr á varamannabekknum. „KRAFAN er sigur og ekkert annað,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, í samtali við Morgunblaðið í gær en hans menn taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Meistaradeild Evrópu á morgun og hefst leikurinn klukkan 13 að íslenskum tíma. Á sama tíma og Haukar töpuðu með tíu marka mun fyrir Barcelona um síðustu helgi vann Magdeburg góðan útisigur á Skopje í Makedóníu. Guðmundur Hilmarsson skrifar Tökum Haukana alvarlega RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, er ekki ánægður með að lið hans sé ekki sett í fyrsta styrk- leikaflokk af fjórum, þegar dregið verður í riðla á Evrópumótinu í Portúgal næsta sumar. Landsliðin fjögur sem eru í fyrsta styrkleikaflokki eru Portú- gal, Evrópumeistarar Frakklands, Svíþjóð og Tékkland. „Það er skammarlegt að við séum ekki í fyrsta styrkleikaflokknum. Við náðum bestum árangri Evrópuþjóða á síðasta heimsmeistaramóti, er við lékum til úrslita gegn Brasilíumönnum,“ sagði Völler við þýska blaðið Bild í gær. Völler sagði að Þýskaland gæti hæglega lent í „dauðariðli“ í EM í Portúgal, með Frökkum, Hol- lendingum og Grikkjum. „Hollendingar leggja Skota að velli í leikjunum um sæti í Portúgal. Að leika í riðli með Hollend- ingum er alltaf erfitt,“ sagði Völler. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, fer ekki eftir árangri liða á lista alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, aða árangri í heimsmeist- arakeppni, þegar raðað er niður í styrkleika- flokka. Það er farið eftir árangri á Evrópulista. Rudi Völler Völler óhress með styrkleika- flokka á EM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.