Morgunblaðið - 17.10.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.10.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ÆSTIRÉTTUR komst að þeirri einróma dómsniðurstöðu í gær að ekki hafi verið hægt að skerða örorkulífeyri öryrkja vegna áranna 1999 og 2000 með lögum, sem sett voru árið 2001 í kjölfar ör- yrkjadómsins svokallaða. Taldi Hæstiréttur að kröfuréttindi öryrkja um að fá greidda óskerta tekjutryggingu nytu verndar eign- arréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og yrðu ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi lög- gjöf. Dæmdi rétturinn ríkissjóð til að greiða Ingibjörgu Gunnarsdóttur, sem höfðaði mál- ið, rúmar 507 þúsund kr. vegna skerðingar á tekjutryggingu vegna tekna maka á árunum 1999–2001, auk 900 þúsund kr. í málskostnað. Sjö dómarar dæmdu í málinu og var nið- urstaða þeirra allra á einn veg, en með dóm- inum hnekkti Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknað hafði ríkið af þess- um kröfum. Óheimilt að skerða tekjutryggingu Forsaga málsins er sú að með öryrkjadóm- inum svonefnda í árslok 2000 úrskurðaði Hæstiréttur að Tryggingastofnun hafi verið óheimilt að skerða tekjutryggingu öryrkja í hjúskap með því að telja honum til tekna helming tekna maka hans með vísan til reglu- gerðar nr. 485/1995 samkvæmt lögum um al- mannatryggingar nr. 117/1993. Jafnframt var viðurkennt að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993 sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. „Samkvæmt þessu var um að ræða tvenns konar tímabil með mismunandi réttarheim- ildum til skerðingar tekjutryggingar örorku- lífeyrisþega í hjúskap, hið fyrra frá 1. janúar 1994 til ársloka 1998 og hið síðara frá 1. jan- úar 1999. Á fyrra tímabilinu var talið, að brostið hafi lagastoð til skerðingarinnar með reglugerð einni saman. Um tímabilið frá 1. janúar 1999 var niðurstaðan sú, að skipulag réttinda örorkulífeyrisþega, eins og því var fyrir komið með almannatryggingalögum eft- ir breytingu á þeim með lögum nr. 149/1998, tryggði þeim ekki þau lágmarksréttindi, sem fælust í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, á þann hátt að þeir fengju notið þeirra mann- réttinda, sem 65. gr. hennar mælti þeim,“ segir síðan í dómi Hæstaréttar. Síðan segir að á grundvelli þessa dóms hafi verið sett lög nr. 3/2001 um breytingu á al- mannatryggingalögum, en á grundvelli þeirra hafi örorkulífeyrisþegum, eins og þeim sem höfðaði málið, verið greitt það sem á vantaði fulla tekjutryggingu vegna áranna 1997 og 1998, en tekjurtrygging vegna áranna 1999 og 2000 hafi verið skert með nýjum hætti. Ekkert hafi verið greitt vegna áranna 1994, 1995 og 1996, þar sem talið hefði verið að kröfur örorkulífeyrisþega vegna þeirra ára væru fyrndar. Í dóminum bendir Hæstiréttur síðan á að mál það sem ráðið hafi verið til lykta með dómi Hæstaréttar síðla árs 2000 hafi verið svonefnt viðurkenningarmál sem Öryrkja- bandalagið hafi höfðað til að fá viðurkenningu dómstóla um tiltekin réttindi félagsmanna sinna. Unnt að bera ágreiningsmálið fyrr undir dómstóla en gert var Þá segir: „Öryrkjabandalagið hafði um langt árabil átt í útistöðum við stefnda og ríkisvaldið um þá hagsmuni félagsmanna sinna, er málsóknin laut að, og hefði verið unnt að bera ágreiningsefnið undir dómstóla fyrr en gert var. Í viðurkenningarmálinu voru ekki hafðar uppi greiðslukröfur eða krafa um viðurkenningu tiltekinna krafna ör- orkulífeyrisþega og var látið við það sitja að krefjast viðurkenningardóms um ólögmæti skerðingar tekjutryggingar örorkulífeyris- þega í hjúskap vegna tekna maka. Lögsókn af þessu tagi nægir ekki til að rjúfa fyrningu einstaklega ákveðinnar kröfu, sem reist er á niðurstöðu dóms í því máli. Krafa áfrýjanda er krafa um greiðslu vangreiddrar tekju- tryggingar og lýtur hún sömu lögmálum og önnur kröfuréttindi. Fyrir því er löng dóm- venja, að um tilvist og efni slíkra réttinda gildi almennar fyrningarreglur, sem stefndi hefur kosið að bera fyrir sig í þessu máli. Með þessum athugasemdum og annars með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta úrlausn hans um kröfur áfrýj- anda vegna áranna 1994 til 1996.“ Skylt að tryggja lágmarksframfærslu Hæstiréttur bendir síðan á að með fyrri dómi réttarins frá 19. des. 2000 hafi því verið slegið föstu að með lögum nr. 149/1998 um breytingu á almannatryggingalögum hafi tekjutrygging örorkulífeyrisþega vegna tekna maka verið skert þannig að stjórn- arskrárvarinn réttur þeirra hafi verið fyrir borð borinn. „Á það var bent, að 76. gr. stjórnarskrárinnar yrði skýrð á þann veg, að skylt væri að tryggja að lögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarksframfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið væri á málefnalegan hátt. Löggjafinn hefði samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar vald um það, hvernig þessu skipulagi skyldi háttað, en það yrði þó að fullnægja þeim lágmarksréttindum, sem í 76. gr. fælust. Skipulag þetta gæti leitt til þess, að öryrki í hjúskap eða sambúð, sem ekki hefði aðrar tekjur en lífeyri almanna- trygginga, fengi aðeins í tekjur grunnörorku- lífeyri, sem þá nam 17.715 krónum á mánuði. Það yrði að telja aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka, en í lögum væri þó víða tekið tillit til hjú- skaparstöðu fólks. Talið hefði verið, að ein- staklingur í hjúskap eða sambúð þyrfti minna sér til framfærslu en sá, sem byggi einn. Gæti það því átt við málefnaleg rök að styðj- ast að gera nokkurn mun á greiðslum til ein- Samkvæmt samhljóða dómi Hæstaréttar voru eignarréttarákvæði stjórnarskrár brotin á öryrkjum Tekjutrygging verður ekki skert með aftur- virkri löggjöf Morgunblaðið/Þorkell Öryrkjar mótmæltu á Austurvelli í kjöfar dóms Hæstaréttar og nýrrar lagasetningar. RAGNAR Aðalsteinsson hrl. sem sótti dómsmálið gegn ríkinu fyrir hönd kon- unnar, sem krafðist þess að fá örorkulífeyr- irinn óskertan, segir meginatriði í nið- urstöðu Hæstaréttar að lögin sem samþykkt voru á Alþingi í janúar 2001 stóð- ust ekki. „Stjórnarskráin er enn og aftur brotin,“ segir hann. Ragnar bendir á að dómsmálið sé tvíþætt. „Ég vildi annars vegar komast að því hvort hugsast gæti að ríkisvald, sem hefði þegar fengið á sig dóm um mannréttindabrot, gæti komist undan því að bæta fyrir mann- réttindabrotið, þar sem það væri hægt, með því að bera fyrir sig fyrningu. Ástæðan fyr- ir því að ég vildi láta reyna á þetta var að mér hefur ekki tekist að finna nein dæmi þess annars staðar í heiminum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri bara einfalt mál, svona svipað eins og ef maður tekur út kartöflur í búð, búðin gleymir að rukka manninn í fjögur ár og hann man ekki hvort hann hefur borgað og lítur svo á að þetta sé allt saman fyrnt,“ segir Ragnar. Létu viðvörun eins og vind um eyru þjóta Ragnar segir að dómsmálið hafi svo í annan stað snúist um lagasetninguna sem átti sér stað í kjölfar Öryrkjadómsins, svo- kallaða, á sérstöku aukaþingi á Alþingi í janúar árið 2001 að gengnum dómi Hæsta- réttar hinn 19. desember 2000. „Þá kvaddi rík- isstjórnin til sérstaka sér- fræðinga til þess að skoða dóminn og semja frum- varp til laga til að bregð- ast við dómnum, eins og það var kallað. Síðan var lagt fram frumvarp fyrir Alþingi og þingmenn rík- isstjórnarinnar samþykktu það, þrátt fyrir að þeim væri bent á að það væru yfirgnæf- andi líkur á að lögin stæðust ekki stjórn- arskrána. Það var látið eins og vind um eyru þjóta í trausti þess að þessir sérfræð- ingar, eins og forsætisráðherra sagði að þeir væru, hefðu réttara fyrir sér en ýmsir aðrir. Því fór sem fór.“ Dómurinn ber með sér að vera málamiðlun „Dómurinn ber það hins vegar með sér að hann er málamiðlun,“ segir Ragnar „Það stafar af því að þegar dómurinn gekk á sín- um tíma í desember 2000, þá varð Hæsti- réttur fyrir einhverju mesta aðkasti sem hann hefur orðið fyrir í sögu sinni af hálfu framkvæmdavaldsins, þ.e.a.s. ríkisstjórn- arinnar. Sagt var að rétturinn notaði póli- tísk sjónarmið frekar en lögfræðileg til að komast að niðurstöðu, hann hefði afskipti af fjárveitingarvaldinu og fleira í þeim dúr, án þess að þetta væri rökstutt. Þetta voru auð- vitað afar alvarlegar ásakanir. Auk þess var því haldið fram að sjö dómarar hefðu átt að kveða upp dóminn en ekki fimm. Það var síðan tekið fyrir á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins þar sem samþykkt var að það ættu að vera sjö dómarar í málum af þessu tagi. Var öllum nokkuð ljóst að þessu væri greinilega stefnt að þessum dómi sér- staklega og var brugðist við því með því að hafa sjö menn í þessum dómi [sem kveðinn var upp í gær].“ Ragnar segir augljóst að ef Hæstiréttur hefði skipst í afstöðu sinni og meirihlutinn t.d. 4 af 7 dómendum hefði orðið við kröfum umbjóðanda hans hefði ríkisstjórnin orðið „virkilega árásargjörn“ í garð Hæstaréttar. „Hæstarétti var ljóst að þá hefði verið veru- lega grafið undan trausti almennings á dómstólunum.“ „Einn kosturinn var þá sá að dæma rík- isstjórninni eingöngu í hag og hafna öllum kröfum öryrkjans og segja sem svo að ekki gerði mikið til þó einhverjir 20 til 30 þús- und öryirkjar andmæltu þessu í nokkrar vikur samanborið við það að fá ríkisstjórn- ina á bakið með öllu því afli sem hún hefur. Þarna finna þeir hins vegar málamiðl- unarleið og ber dómurinn þess sterklega merki. Það varð ekki hjá því komist að ógilda lögin. Þeim var algjörlega ljóst að umbjóðandi minn hefði, með styrk Ör- yrkjabandalagsins, farið með málið áfram til Strassborgar eða eitthvert annað. Það varð því að fara þessa leið,“ segir Ragnar. „Það eru síðan umsagnir í dómnum sem koma málinu í sjálfu sér ekki við vegna þess að það var ekki hluti af álitaefninu, sem var lagt fyrir dómstólinn. Það er t.d. sagt á einum stað að það sé ekkert í sjálfu sér sem bannar að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka, enda þótt það sé ýmsum takmörkunum háð og er þar verið að vísa til framtíðarinnar. Sú spurning lá hins vegar ekki fyrir dómnum og þess vegna er þetta fyrir utan það álitaefni sem var lagt fyrir dóminn og hefur þar af leiðandi ekkert for- dæmisgildi og enga merkingu að lögum. En það skiptir samt sem áður máli sem mála- miðlun gagnvart ríkisvaldinu. Ég tók eftir því að fjármálaráðherra tók þetta strax upp í kvöldfréttum sem kost fyrir sig. Frá mínum bæjardyrum séð sem sérstaks áhugamanns um að koma því á framfæri að efnahagsleg og félagsleg mannréttindi eru jafngild pólitískum og borgaralegum rétt- indum, þá er þetta auðvitað mjög merki- legur dómur og skref í þá átt að þvinga Al- þingi og framkvæmdavaldið til að skilja að við getum ekki flokkað mannréttindi í fyrsta, annan og þriðja flokk eins og kjöt- skrokka,“ segir Ragnar. Það varð ekki hjá því komist að ógilda lögin Ragnar Aðalsteinsson 1994 1. jan.: Lög nr. 117/1993 taka gildi. Kveðið á um greiðslu tekjutryggingar, en skerðing vegna tekna maka á grundvelli eldri reglugerðar. 1995 5. sept.: Reglugerð nr. 485/1995 sett. Samsvarandi ákvæði um skerðingar og í eldri reglugerð. 1999 1. jan.: Lögum um almannatrygg- ingar breytt með lögum nr.149/1998. Ákvæði um skerðingu tekjutryggingar sett í lög. 20. jan.: Öryrkjabandalagið höfðar mál á hendur Tryggingastofnunar vegna reglu- gerðanna og lagaákvæðisins. 2000 19. des.: Hæstiréttur kveður upp fyrri dóm sinn. 22. des.: Minnisblað vinnuhóps á vegum forsætis-, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, fjármálaráðherra og embætti rík- islögmanns. 22. des.: Forsætisráðherra skipar vinnuhóp tveggja hæstaréttarlögmanna og þriggja embættismanna til að bregðast við dómn- um og undirbúa frumvarp. 2001 7. jan.: Skýrsla starfshópsins ásamt drögum að lagafrumvarpi líta dagsins ljós. 23. jan.: Forseti Alþingis skrifar Hæstarétti bréf og forseti Hæstaréttar svara erindinu samdægurs. 26. jan.: Lögmaður Öryrkjabandalagsins gerir fyrirvara við greiðslur samkvæmt nýjum lögum og segir þær ekki í samræmi við niðurstöður Hæstaréttar. 1. feb.: Ný lög taka gildi. 10. des.: Mál höfðað fyrir héraðsdómi. 2002 2. okt.: Héraðsdómur sýknar Trygg- ingastofnun ríkisins af öllum kröfum. 2003 16. okt.: Hæstiréttur kveður upp samhljóða úrskurð sjö dómara að eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar hafi verið brotin á öryrkjum. Áfangar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.