Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 37 ÁHERSLURNAR á vægi verk- náms í framhaldsskólum hafa um árabil verið allt of litlar. Skólastefn- an hefur verið á villi- götum hvað varðar þróun iðn-, verk- og listnáms og allt of mikið verið lagt upp úr bóknámi. Afleið- ingarnar er t.d. him- inhátt brottfall sem á sér ekki hliðstæðu í hinum vest- ræna heimi. Námsmenn finna ekki sína fjöl og lenda á vergangi í skóla- kerfinu. Sóunin og skaðinn fyrir ein- staklinginn er mikill, enda vandrat- að aftur inn í skólastofurnar eftir langa fjarveru. Samfylkingin hefur markað ít- arlega stefnu til eflingar starfsnáms og styttri námsbrauta. Það er eitt af okkar helstu þingmálum í vetur og verður að öllum líkindum mælt fyrir því á Alþingi í dag. Þetta er á meðal brýnustu verkefna menntamálanna og vonandi íslenskum skólamálum til heilla að málið nái fram að ganga á Alþingi í vetur. Múrar á milli bóknáms og verknáms Markmiðið með því að efla starfs- námið með miklu átaki er m.a. að draga úr brottfalli í framhalds- skólum, eyða úreltri aðgreiningu á milli verknáms og bóknáms, endur- skoða samsetningu náms í grunn- skólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja nægjanlegt framboð á verkmenntuðu fólki á at- vinnumarkaði. Sérstaklega þarf að endurskoðað reiknilíkan það sem er notað til að dreifa fjármagni til fram- haldsskólanna og er að sumu leyti rót þess mikla vanda sem verknámið á nú í. Nám í framhaldsskólum hefur ekki þróast í takt við tímann með þeim afleiðingum að fjöldi ung- menna finnur ekki sína fjöl í lífinu í gegnum framhaldsskólakerfið sem merkir það eitt að skólakerfið bregst þessu fólki með afgerandi hætti. Hefðbundið bóknám hentar fjarri því öllum og verkefnið er m.a. að brjóta niður múrana á milli bóknáms og starfsnáms hverskonar með það að leiðarljósi að allt starfsnám og styttri námsbrautir eru áfangar til viðbótar við þá menntun, sýnist námsmanninum svo síðar. Því þarf að greiða leiðina enn frekar til við- bótarnáms síðar. Virðing fyrir verknáminu Í kynningu á iðnnámi þarf að leggja megináherslu á að það er ekki andstæða langskólanáms og vinna þarf gegn því hvernig skorið er á milli verknáms og bóknáms. Iðnnám þarf að kynna sem áfanga á leið, eft- irsóknarverðan áfanga, sem opnar leiðir og skapar fjölmörg tækifæri á vinnumarkaði til fjölbreyttra og vel launaðra starfa og ekki síður fjöl- margar leiðir til áframhaldandi náms. Hvort heldur er tækni- eða háskólanáms. Það er eftirspurn eftir fólki með fjölbreytilega samsetningu náms og fjöldi starfa felur í sér blöndu af verklegri og bóklegri kunnáttu. En á meðan starfsnámið er fjársvelt, lítið kynnt og lítið kennt í grunnskólum mun því halda áfram að hnigna, sam- félaginu öllu til mikils skaða. Það er áríðandi að gripið sé til markvissra aðgerða til að rétta hlut verknámsins. Samhliða því að tryggja því það fjármagn sem til þarf. Það mun hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir íslenskt atvinnulíf ef hnignun verknámsins heldur áfram og ekki verður gripið til markvissra aðgerða til að snúa þessari þróun við. Samhliða átaki í kennslu og kynn- ingu verknáms og fjölgun styttri námsbrauta þarf einnig að breyta uppbyggingu og samsetningu náms í grunnskólunum og gera list- og verknámsgreinum hærra undir höfði. Lítil verkleg kennsla á sér stað á grunnskólastiginu og fer því sáralítil kynning á kostum starfs- náms fram á því skólastigi. Sem er afar áríðandi að fram fari þar enda grundvallaratriði að eyða þeim gamla greinarmun sem gerður var á bóknámi annarsvegar og starfsnámi hinsvegar. Þróunin er sú að sá greinarmunur á ekki lengur rétt á sér enda á flæðið þar á milli að vera stöðugt og mikið. Til að skapa börn- um jöfn tækifæri strax í grunnskóla þarf að byggja upp fjölbreyttara nám sem þroskar verkvitið samhliða bókvitinu. Kjarni tillögunnar Leiðirnar til úrbóta eru margar. Til að draga upp skýra mynd af mál- inu hefur undirritaður dregið þær saman í eftirfarandi atriði málflutn- ingum til skýringar:  Að draga úr brottfalli í framhalds- skólum, eyða úreltri aðgreiningu á milli verknáms og bóknáms, endur- skoða samsetningu náms í grunn- skólum, efla framhaldsskólastigið markvisst og tryggja nægjanlegt framboð á verkmenntuðu fólki á at- vinnumarkaði. Sérstaklega skal end- urskoðað reiknilíkanið sem er notað til að dreifa fjármagni til framhalds- skólanna.  Fram fari endurskoðun á reikni- líkani framhaldsskólanna með það að markmiði að efla starfsnám hverskonar og styttri námsbrautir við framhaldsskólana.  Auka aðsókn að starfsnámi en að- sókn að starfsnámi hefur minnkað, verknámið er að mestu leyti hætt að kenna á landsbyggðinni og framboð á starfsmenntun hverskonar hefur dregist saman í fjölbrautaskólum landsins.  Markviss kynning eigi sér stað á kostum starfsnáms og styttri náms- brauta.  Samsetning náms í grunnskólum verði breytt og kennsla og fræðsla um starfsnám aukist.  Unnið verði gegn miklu brottfalli úr íslenskum framhaldsskólum en samkvæmt opinberum tölum út- skrifast innan við 70% íslenskra framhaldsskólanema en meðaltalið er 82% innan OECD-ríkjanna og yf- ir 90% í Svíþjóð.  Framboð á starfsmenntuðu fólki verði nægjanlegt á næstu árum og fullnægi kröfum iðnaðarins.  Að iðnmeistaranám verði endur- skoðað í þá veru að það sé sambæri- legt við það sem best gerist erlendis og áhersla verði lögð á að samræma það á milli greina.  Skilgreina þarfir atvinnulífsins fyrir starfsmenntun og móta nám- skrána með þær að leiðarljósi.  Til að koma til móts við þá sem hafa ekki lokið námi eða vilja bæta við menntun sína þarf að setja á kort menntamálanna „nýtt tækifæri til náms“. Nýtt tækifæri í menntun á að byggjast á aðgengilegu grunnnámi, framhaldsnámi, starfsnámi eða námstilboðum fyrir þá sem vilja bæta við sína fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. Verknám á villigötum Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í menntamálanefnd Alþingis. SAGT VAR frá því í hádeg- isfréttum Ríkisútvarpsins þriðju- daginn 7. október sl. að líklega myndu Kínverjar fljótlega gera frystitogarana okk- ar með öllu úrelta með aukinni sam- keppni. Myndu undirbjóða verð og framleiðslu stóru togaranna á sjófrystum flökum. Bjóða mikið lægra verð. Þessu hélt ákveðinn alþingismaður fram í fullri alvöru í hádegisútvarpinu og rökstuddi mál sitt vel. Svar okkar Íslendinga væri að framleiða meira af nýjum fiski fyrir flug eða ísa meira af fiski til útflutnings, sagði þingmaðurinn. Hætta svo smátt og smátt við frystitogarana. Það ber að gleðjast yfir þessari frétt útvarpsins því eyðilegging frystitogaranna á fiskimiðunum hefur verið mikil. Við þá er að- allega um að sakast að þorskveiði okkar hefur fallið úr 300–400 þús- und tonnum eða meira árlega í upphafi einokunarkvótans niður í um 200 þúsund tonna árlega veiði á þorski í dag. Svo er hrygning- arstofn þorsks í hættu. Hann er of lítill og stóra hrygningarþorskinn vantar að mestu. Hætta er á hruni þorskveiða að óbreyttu. Slæmt mál. Nú fá nýir stjórnendur Brims ehf. í gegnum nýja stjórn Eim- skips gullið tækifæri til að gera þjóð sinni og öllum Íslendingum stórgagn og greiða. Þeir geta rek- ið Brim ehf. áfram í bili eða næstu árin. Brim ehf. tæki þá forystu í þeirri þróun sem þingmaðurinn spáði í útvarpinu og margir aðrir eru sannfærðir um að er fram- tíðin. Mun það skapa Íslandi mik- inn gróða og nýjar tekjur. Þorsk- veiðar tvöfaldast þá á næstu árum. Er það mikill sigur. Brim ehf. myndi þá byrja á að leggja svona einum til tveimur af frystitogurunum sínum. Kvótinn af þeim væri fluttur á þau sjávarþorp þar sem vinnu vantar í dag. Veitt væri aðeins á línu og handfæri og aflinn færi í flug eða væri ísaður til útflutnings. Gott dæmi er sjávarbyggðin í Sandgerði svo eitt einstakt sjáv- arþorp sé nefnt en þau eru mörg fleiri sem vantar leigukvóta svo sem Raufarhöfn, Seyðisfjörður, Hofsós, Bíldudalur o.fl. Af nógu er að taka. Vinnu vantar í þessi út- gerðarþorp. Sandgerði er rétt við Keflavíkurflugvöll og því sér- staklega hentugt og stutt að fara til að afgreiða nýjan fisk í flug þaðan. Sagt var frá því í blöðum fyrir stuttu að mjög góða og nýja höfn í Sandgerði vantaði í dag verkefni og tekjur. Kvótinn var fyrir nokkru seldur þaðan og flutt- ur burt líklega á Akranes. Nú get- ur Brim ehf. lagað þetta aftur og leigt nægan kvóta til Sandgerðis fyrir flugfisk og ísaðan fisk. Kínverjar eru merk og mikil þjóð. Það væri ekki svo lítill happadráttur fyrir Íslendinga og okkar þorskstofn og eðlilega stækkun hans ef Kínverjar ýta okkar frystitogurum út af Íslands- miðum og þvinga okkur með því til meiri vistvænna veiða. Þorskstofn- inn mun stækka fljótt aftur og ár- leg þorskveiði okkar þá tvöfaldast með tímanum. Árleg þorskveiði myndi aukast í fyrri 400 þúsund tonn. Það myndi tvöfalda núver- andi útflutningstekjur af þorski og myndi líklega rétta fljótt af núver- andi viðskiptahalla. Er ekkert minna en það. Einnig yrði næg at- vinna í öllum sjávarþorpum allt í kringum landið. Kínverjar gerðu okkur því mjög stóran greiða með samkeppni. Frystitogararnir okkar færu burt af miðunum. Vistvænar veiðar tækju við. Áður var Landsbankinn „banki allra landsmanna“. Nú hefur Landsbankinn tækifæri til að gera sitt eigið Brim ehf. að „útgerð allra landsmanna“ með því að leggja smátt og smátt öllum frysti- togurum Brims ehf. Kvóti þeirra yrði allur leigður um allt land og eingöngu notaður til vistvænna veiða þ.e. á línu og handfæri. Svo færi aflinn beint í flug eða ís til út- landa eins og þingmaðurinn spáði í hádegisútvarpinu fyrir nokkrum dögum. Þökk sé Kínverjum. Verður Brim ehf. vistvænt og hollt þjóðinni? Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Reykjavík Kringlan6 •StóriTurn •Sími5502000 •www.sphverdbref.is Hafnarfjörður Strandgata •Reykjavíkurvegur Garðabær Garðatorg Ávöxtun... S P H R ek st ra rf él ag h f. an n as t re k st u r S P H V er ðb ré fa sj óð si n s. *Nafnávöxtunm.v. 01.10.2003 Skuldabréfasjóðurinn Úrvalssjóðurinn Alþjóðasjóðurinn Fjármálasjóðurinn Hátæknisjóðurinn Lyf-oglíftæknisjóðurinn 14,0% 38,2% -3,1% 19,2% 55,5% 24,7% ...fyrirþigogþína 12mán.ávöxtun*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.