Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gullfalleg ítölsk leðursófasett3ja sæta sófi og 2 stólar Kr. 329.980 3ja sæta sófi og 2 stólar Kr. 269.800 ARCADIA DAVID Þetta er allt í lagi, elskurnar mínar. Ég meiddi mig ekki neitt, ég var með beltið spennt. Málþing um list á almannafæri Listin veitir öryggiskennd Á MORGUN verðurhaldið í Norrænahúsinu í Reykja- vík málþing með yfir- skriftinni Sigurjón Ólafs- son og list á almannafæri. Málþingið hefst kl. 9 og stendur til kl. 17. Aðgang- ur er ókeypis og öllum op- inn. Hvert er tilefni Mál- þingsins? „Tilefni málþingsins er 20 ára afmæli Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á næsta ári. Ennfremur er tilefnið að heiðra það starf sem Sigurjón vann á sviði listar á almannafæri.“ Hvert er markmiðið með málþinginu? „Það er verið að vekja athygli á því hver staða listar í opinberu rými er á Íslandi. Erlendis er þessi grein listar mjög framsækin og lifandi og það er í raun það sem er verið að benda á. Það sem er líka áhuga- vert við málþingið er að þarna er verið að leiða saman listamenn, listfræðinga, arkitekta og aðila frá hinu opinbera en það eru í raun þessir fjórir aðilar sem vinna að því að koma list inn í op- inberar byggingar og borgar- skipulagið. Ég held að þetta sé mál sem þurfi að ræða á miklu opnari grundvelli hér á Íslandi en verið hefur.“ Hvernig er málþingið upp- byggt? „Fyrri hluti málþingsins er til- einkaður list Sigurjóns, bæði verkum hans í Danmörku og á Ís- landi en á fjórða og fimmta ára- tug síðustu aldar var Sigurjón mjög virtur listamaður þar í landi. Þá mun Júlíanna Gott- skálksdóttir listfræðingur fjalla um standmyndir á almannafæri í Reykjavík 1875-1945, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fjallar um útiverk Sigurjóns á Íslandi og Pétur Ármannsson arkitekt talar um samstarf Sigurjóns og ís- lenskra arkitekta 1945-1982. Eftir hádegi verður fjallað um stöðu listar á almannafæri í dag, sérstaklega í Evrópu. Heims- þekkt svissnesk listakona, Pipilotti Rist mun gera grein fyr- ir verkum sínum. Í lokin munu þrír íslenskir listamenn segja frá reynslu sinni og upplýsa um hvernig er staðið að allri umgjörð varðandi ferlið sem snýr að upp- setningu myndlistar á almanna- færi. Í lokin verða svo pallborðsum- ræður þar sem fulltrúar frá list- skreytingarsjóðum Noregs, Sví- þjóðar og Íslands munu gera grein fyrir stöðu mála í löndunum og hver stefnan er. Í pallborðs- umræðum munu einnig taka þátt Anna Líndal prófessor við Listaháskóla Íslands og Jóhannes Þórðarson arkitekt.“ Hvernig er ákjósanlegast að standa að því að setja upp list á almannafæri? „Hér á landi vill það oft verða þannig að listamaðurinn kemur síðastur að verkinu sem endar með því að stundum er verkinu komið fyrir á stað sem er ekki ákjósanlegur. Sú aðferðarfræði er löngu orðin úrelt. Best er að listamaðurinn sé með í ferlinu frá upphafi. Erlendis er algengt að listamenn séu fengnir til að taka þátt í borgarskipulagi, til að þróa götumyndir, verk í strætóskýli og neðanjarðarlestir svo dæmi séu tekin. Kraftar myndlistarmanna eru því nýttir á mjög fjölbreyti- legan hátt og skilin á milli mynd- listarmanna, hönnuða og arki- tekta verða óskýrari.“ Um hvað munt þú fjalla í erindi þínu á málþinginu? „Ég mun tala um það hvernig myndlist er notuð í nútímaborg- arskipulagi, en notkunarmögu- leikarnir eru mjög margbreyti- legir. Fyrst má nefna að hún er notuð í fegrunarskyni. Þá er hún oft notuð til að tengja íbúana við umhverfi sitt á gagnvirkan hátt og jafnvel notuð til að endurskapa sjálfsmynd. Hún er líka notuð í skipulagslegum skilningi, til að endurnýja ákveðin borgarhverfi til dæmis. Myndlist hefur einnig verið notuð í neðanjarðarbílaskýl- um eða öðrum ótryggum svæðum til að friða svæðin og gera fólk öruggara. Listin veitir öryggis- kennd. Listin gerir umhverfið líka mannlegra og hefur verið notuð t.d. í Hollandi sem þáttur í meðferð sjúklinga og eiturlyfja- neytenda. Svo má nefna að listin er notuð til að tengja saman borgarhverfi, skapa flæði á milli borgarhluta og jafnvel þjóðlanda. Listin er notuð til að má út landamæri. Í Strass- borg, á landamærum Frakklands og Þýskalands, er t.d. í gangi verkefni þar sem verið er að byggja upp listaverkagarð. Til- gangurinn er að sætta íbúa land- anna tveggja og gera tilraun til að búa til evrópskt umhverfi og sam- evrópska ímynd.“ Hugsaði Sigurjón Ólafsson sín verk alla leið inn í um- hverfið með þessum hætti? „Já, tvímælalaust. T.d. má nefna lág- myndir við stöðvarhús Búrfellsvirkjunar sem greyptar voru inn í vegg hússins. Það var í fyrsta skipti sem listamaður og arkitektar unnu saman á svo sam- hentan hátt hér á landi.“ Hverju áttu von á að málþingið komi til leiðar? „Ég vonast helst til að það verði til þess að opna umræðuna um þessi mál hér á landi.“ Æsa Sigurjónsdóttir  Æsa Sigurjónsdóttir stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, listasögu við Université de Paris 1; Panthéon-Sorbonne og Courtauld Institute of Art í London. Hún er búsett í París og stundar þar rannsóknir í ljós- myndasögu með styrk frá Erna och Victor Hasselblad Stiftelse; Svíþjóð; Rannís og Þjóðminja- safni Íslands. Hún á sæti í stjórn Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Eiginmaður Æsu er Daniel Beaussier og eiga þau fjögur börn. Erlendis er þessi grein mjög lifandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.