Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 49 DAGBÓK Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Föstudagur til fjár Vertu hagsýn fyrir helgina Glæný ýsuflök 450 kr./kg Verið vandlát, það erum við Sími 588 8686 Opið frá kl. 9.00-18.00 STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfsörugg/ur og stórhuga og leggur mikla áherslu á sjálfsþekkingu. Á komandi ári verða mik- ilvægar breytingar í lífi þínu sem beina þér á nýja braut. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert örlát/ur í eðli þínu. Treystu innsæi þínu og veittu vini eða vinum þínum hjálp- arhönd í dag. Mundu að örlæti öðlast aukna merkingu þegar þess er þörf. Naut (20. apríl - 20. maí)  Varastu að gera óraunhæfar kröfur til ástvinar þíns í dag. Þú þarft að gefa viðkomandi tækifæri til að gera hlutina eftir sínu eigin höfði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það þarft ekki að bera vott um undirlægjuhátt þótt þú hjálpir samstarfsfólki þínu í dag. Það sýnir bara umhyggjusemi þína og hjálpsemi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir orðið ástfanginn eða skotinn í einhverjum í dag. Þú sérð heiminn í rósrauðum bjarma. Njóttu þess á meðan það varir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hætt við að þau sam- bönd sem stofnað er til í dag byggi ekki á traustum grunni. Það er óskhyggja í loftinu sem slævir dómgreind þína. Farðu varlega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Staldraðu við og íhugaðu hvað það er mikil ást í lífi þínu. Var- astu að líta á ástvini þína sem sjálfsagðan hlut. Láttu þá finna að þeir skipti þig máli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert eitthvað annars hugar í dag. Leyfðu huga þínum að reika. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hann sé ein- beittur hverja einustu stund. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú finnur til samkenndar með einhverjum í fjölskyldunni í dag. Það er hugsanlegt að þessi tilfinning tengist tilfinn- ingum þínum til barnsins í sjálfri/sjálfum þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur til óvenju mikillar samúðar með þeim sem minna mega sín í dag. Þig langar til að gera eitthvað fyrir aðra. Taktu þér tíma í það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki vin þinn telja þig á að kaupa einhvern óþarfa í dag. Þér hættir til of mikillar áhrifagirni. Reyndu að berjast gegn henni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er líklegt að sambönd rofni í dag. Láttu það ekki valda þér of miklum von- brigðum. Sambönd rofna yf- irleitt vegna þess að fólk er vaxið upp úr þeim. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er hætt við að einhver valdi þér vonbrigðum í dag. Mundu að það má oft rekja vonbrigði til væntinga sem ekki hafa verið látnar í ljós. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HRÍSLAN OG LÆKURINN Gott átt þú, hrísla’ á grænum bala, glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans. Vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla, sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblað falla í lækinn honum til ununar. Hvíslar þá lækjar bláa buna og brosandi kyssir laufið þitt: „Þig skal ég ætíð, ætíð muna, ástríka, blíða hjartað mitt!“ - - - Páll Ólafsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA ÞEGAR litið er á hönd norðurs er ekki að sjá að mikill hörgull sé á inn- komum – allir ásarnir og ýmislegt kjöt á beinunum. En Stefán Jóhannsson hefði viljað eiga einn aukamiða yf- ir á blindan þegar hann var að spila alslemmu í laufi úr sæti suðurs. Þetta var í landsliðskeppninni um síð- ustu helgi: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁDG ♥ Á764 ♦ ÁKG87 ♣Á Vestur Austur ♠ 965 ♠ K732 ♥ DG3 ♥ 109852 ♦ D653 ♦ 102 ♣954 ♣G6 Suður ♠ 1084 ♥ K ♦ 94 ♣KD108732 Stefán og Ragnar Magn- ússon voru í NS gegn Run- ólfi Jónssyni og Hermanni Friðrikssyni: Vestur Norður Austur Suður Runólfur Ragnar Hermann Stefán – 2 grönd Pass 4 lauf * Pass 4 hjörtu * Pass 7 lauf Pass Pass Pass Opnunin á tveimur grönd- um sýndi 23–24 punkta og fjögur lauf var ásaspurning. Þegar Stefán frétti af fjór- um ásum taldi hann sig eiga góða möguleika í alslemmu og þæfði málið ekki frekar. Stefán fékk út tromp og missti þar með strax eina innkomu blinds, sem ella hefði nýst til að fría tígulinn. Hann fór heim á hjartakóng, tók laufhjónin og sneri sér svo að tíglinum. Svíning var á móti líkum, og Stefán tók ÁK og stakk tígul. En ekki kom drottningin og þar með var svíning í spaða óhjá- kvæmileg. Einn niður. Eins og sést vinnst alslemman auðveldlega með rauðu spili út, því þá verður hægt að fría og nýta fimmta tígulinn. Þeir félagar voru parið sem spilaði sjö lauf. Þrjú pör spiluðu sex lauf og tvö pör þrjú grönd. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. e3 d5 4. c4 cxd4 5. exd4 e6 6. Rc3 Be7 7. cxd5 Rxd5 8. Bd3 O-O 9. O-O Rc6 10. He1 Rf6 11. Bg5 b6 12. De2 Bb7 13. Had1 Rb4 14. Bb1 Ba6 15. De3 He8 16. Re5 Hc8 17. Dh3 g6 18. Df3 Rbd5 19. Rxd5 exd5 20. h4 Hc7 21. h5 Bc8 22. hxg6 fxg6 Diagram Staðan kom upp í kvennaflokki Evr- ópukeppni landsliða sem fram fer nú í Plovdiv í Búlgaríu. Elina Danielian (2400) hafði hvítt gegn Moniku Calzettu (2274). 23. Rxg6! hxg6 Hvít- ur vinnur einnig eftir 23...Bg4 24. Dg3. 24. Bxf6 Bxf6 25. Hxe8+ Dxe8 26. Dxf6 Bg4 27. Bxg6 Dc8 28. He1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 17. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Tryggvi Sigurðsson, Birkihlíð 11, Vestmannaeyjum. Þau verða að heiman í dag. Skugginn/Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí sl. í Lágafells- kirkju af sr. Jóni Þorsteins- syni þau Inga Birna Bern- burg og Troy D. Vickers, Jr. Skugginn/Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Ingunn Jónsdóttir og Jón Hjalti Ás- mundsson. Landsmót Æskulýðsfélaga kirkjunnar verður haldið í Ólafsvík á Snæfellsnesi um þessa helgi, 17.–19. október. Mótið er ætlað unglingum sem eru virk í æskulýðs- starfi kirkjunar og í ár stefnir í metþáttöku því yfir 280 unglingar hafa skráð sig á mót- ið. Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Bridsaðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11–13. Nýstofnaður kór sérstaklega fyrir þá sem hefur lengi langað til að syngja en aldrei þorað. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Landakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngrideild- arstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrin- um 8–12 ára velkomnir. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Lágafellsskóla kl. 13.20–14.30. Umsjón hefur Þórdís djákni. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æfir í kirkjunni laugardaginn 18. okt. kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undir- leikari Julian Michael Hewlett. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið samveruna í Víkurskóla á morgun, laugardag, kl. 11.15. Söngur, sögur og litastund. Rebbi refur kemur í heimsókn. Starfsfólk Kirkju- skólans. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 13–16 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10– 18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Sverrir Hallgrímskirkja KIRKJUSTARF MEÐ MORGUNKAFFINU Hann kom hérna líka í fyrra, þegar sirkusinn var í bænum … Þetta er örugglega skynvilla!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.