Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 16
YFIRVÖLD í New York rannsök- uðu í gær hvort stýrimaður ferju á leiðinni frá Manhattan til Staten- eyju hefði sofnað við stýrið með þeim afleiðingum að hún sigldi á fullri ferð á bryggju og a.m.k. tíu manns létu lífið. Að minnsta kosti 42 aðrir slösuðust og þrír þeirra misstu hendur eða fætur. „Það var algjör glundroði í ferj- unni,“ sagði einn farþeganna sem kvaðst hafa séð höfuðlaust lík og konu sem missti báða fæturna. „Þetta var skelfileg sjón. Þarna var fótalaus kona á miðju skipinu og æpti af kvölum.“ Fólk stökk í sjóinn „Fólk stökk í sjóinn í dauðans of- boði,“ sagði annar farþegi. Hinir látnu, kona og níu karlmenn, voru á aldrinum 25 til 52 ára. Þriggja annarra var saknað, en ekki var vitað með vissu hvort þeir hefðu verið í ferjunni. Bandarískir fjölmiðlar sögðu að stýrimaðurinn hefði forðað sér frá ferjunni eftir slysið í svo miklum flýti að hann hefði gleymt lykl- unum og þurft að brjótast inn í íbúðina sína. Hann hefði síðan reynt að fyrirfara sér með hnífi og haglabyssu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og var enn í lífshættu í gær. Einn skipverjanna sagði að stýrimaðurinn hefði sofnað og hnigið niður á stýrið. Formaður Samgönguöryggisráðs Bandaríkj- anna, NTSB, sem rannsakar slík slys, kvaðst þó ekki geta staðfest að stýrimaðurinn hefði sofnað eða misst meðvitund og sagði að frétt- irnar um það væru misvísandi. Farþegar sögðu að ferjan hefði ekki hægt á sér áður en hún skall á bryggjunni. Nokkrir töldu að hraði hennar hefði jafnvel aukist. Rannsóknarmenn fengu blóðsýni úr stýrimanninum og öðrum skip- verjum til að kanna hvort þeir hefðu neytt áfengis eða fíkniefna. Stýrimaðurinn sagður hafa sofnað # #$ )*+ ,**- .  !"# /  01+  2 #3# #4#  )#5 -  67)87    $%&  '(& '%) *+    ',& & - + )   '' . ' + & % / 0++ & 1  2 0 & % )0  ,'3 1   9# #   9 #9:$   #. & #  New York. AP. AP Björgunarmenn kanna skemmdir um borð í ferjunni sem sigldi á fullum hraða á bryggju á Staten-eyju. ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR féllu í gær í Aserbaídsjan í átökum milli óeirðalögreglumanna og reiðra stjórn- arandstæðinga í höfuðstaðnum Bakú, að sögn AFP-fréttastofunnar. Er búið var að telja rúm 90% atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á miðvikudag var Ilham Aliyev, for- sætisráðherra og sonur fráfarandi forseta, Heidars Aliyevs, lýstur sigurvegari með 79,55% stuðningi. Kjörsókn var rúmlega 70%. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, Tayyip Rec- ep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, voru meðal þeirra sem sendu Aliyev heilla- óskir í tilefni sigursins í gær. Margir sökuðu stjórnarliða um að hafa beitt grófum kosningasvikum og misnotað aðstöðu sína í kosningabaráttunni. Heiftin óx mjög þegar fulltrúar Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu, ÖSE, sem fylgdust með kosn- ingunum, sögðu að þær hefðu einkennst af margs konar misfellum. „Þjóðin átti skilið betri kosningar en þessar,“ sagði yfirmaður sendinefndar ÖSE, Peter Eicher. „Menn misstu af tækifærinu til að láta fara fram raunverulega lýðræðislegar kosningar.“ Þúsundir manna gengu um göturnar í mið- borg Bakú í gær, brutu rúður í verslunum og stjórnarbyggingum, ráðist var á lögreglu- menn og herbíla. Safnast var saman á Az- adliq-torgi þar sem á sínum tíma var efnt til mikilla mótmæla gegn sovétstjórninni er hún var að renna sitt skeið fyrir rúmum áratug. Lögreglan barði að sögn 51 árs gamlan mann til bana og fjögurra eða fimm ára gamalt barn dó er það varð undir herbíl sem stjórnarand- stæðingar höfðu tekið traustataki. Reyndi að miðla málum Urður Gunnarsdóttir er meðal eftirlits- manna en hún er talsmaður ODIHR, lýðræð- is- og mannréttindastofnunar ÖSE. „Við fór- um niður í miðborgina ásamt Eicher rétt eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins, hann ætl- aði að reyna að miðla málum,“ sagði Urður. „Þarna voru hundruð lögreglumanna sem áttu að halda aftur af álíka stórum hópi stjórn- arandstæðinga. Isa Gambar [forsetaframbjóð- andi og einn af helstu leiðtogum stjórnarand- stæðinga] fékk að ávarpa sitt fólk af svölum en síðan fór hann út og reyndi að fá jafnt eigin stuðningsmenn sem lögreglumenn til að stilla sig. Eicher reyndi að fá lögreglumennina til að beita ekki óþarfa hörku en þeir hrintu honum og okkur frá. Það var ljóst að þeir vildu engin afskipti af okkar hálfu og þeir voru mjög ógn- andi. Ég man ekki til þess að þeir hafi áður komið þannig fram við fulltrúa ÖSE. Að vísu var dimmt en Eicher hefur oft komið fram í sjónvarpi og þeir hafa vafalaust þekkt hann í sjón.“ En hvernig er að vinna við þessar aðstæð- ur? „Adrenalínið er auðvitað á fullu, spennan er svo mikil og maður finnur greinilega fyrir henni og enginn getur sofið að ráði við þessar aðstæður. Við höldum áfram að vinna, gera það sem þarf.“ Alltaf verið svindlað „Það hefur alltaf verið svindlað í kosningum í Aserbaídsjan og það var líka raunin núna. Það var farið inn í kjörklefa og fólki sagt hvað það ætti að kjósa, bætt var hundruðum nafna á kjörskrár. Einhvers staðar var sagt að um 300 manns hefðu kosið en allt í einu voru yfir 500 atkvæði í kassanum! Það sem er í skýrsl- unni er það sem okkar eftirlitsmenn sáu sjálf- ir. Við höfum reynt að rannsaka ásakanir frá öðrum en ef við finnum ekki neinar sannanir fyrir því að þær eigi við rök að styðjast er ekki greint frá þeim í skýrslunni um kosning- arnar. Það er erfitt að geta sér til um hvaða afleið- ingar þetta muni hafa, við vitum í rauninni ekki um allt sem hefur gerst. Þetta er alls ekki búið og erfitt að spá um hvað gerist. Mót- mælin sem við sáum um nóttina voru alger- lega friðsamleg en síðan höfum við séð sjón- varpsútsendingar þar sem mótmælendur kasta grjóti og öllu lauslegu; bræðin meðal stjórnarandstæðinga er svo mikil. Auðvitað verður lögreglan að bregðast við slíku, hún á að halda uppi lögum og reglu. En hvernig hún fer að því er annað mál,“ sagði Urður Gunn- arsdóttir í Bakú í Aserbaídsjan. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu ósátt við framkvæmd forsetakosninganna í Aserbaídsjan Reuters Óeirðalögreglumenn klófesta stjórnarandstæðing í átökum í miðborg Bakú í Aserbaídsjan í gær. Notað var táragas, háþrýstisprautur og hundar gegn stjórnarandstæðingum. Aliyev með um 80% atkvæða KÍNVERSK stjórnvöld til- kynntu í gærmorgun að þau hefðu hug á að koma sér upp geimstöð. Ekki kom fram á blaðamannafundi forsvars- manna kínversku geimferða- áætlunarinnar hvenær búast mætti við að geimstöðin tæki til starfa en Kínverjar ætla að afla sér reynslu í geimferðum og geimgöngu. Fyrsta mannaða geimferð Kínverja var farin í gær og gekk að óskum. Segja Kínverjar að næsta mannaða geimferð verði farin árið 2005. „Þessi fyrsta mannaða geim- ferð er fyrsta skrefið í kín- versku geimferðaáætluninni,“ sagði Xie Mingbao, yfirmaður kínversku geimferðastofnunar- innar. Hann sagði að næsta skrefið væri rannsóknarstöð í geimnum þar sem geimfarar gætu dvalið í skamman tíma. „Þriðja skrefið er að þróa geim- stöð og leysa vandamál sem tengjast því að koma mannaðri geimstöð á braut,“ sagði Xie. Þótt þessi yfirlýsing væri al- mennt orðuð þykir hún merki- legt frávik frá þeirri leynd, sem til þessa hefur hvílt yfir geim- ferðaáætlunum Kínverja. Svo virðist sem gleði yfir vel heppn- aðri geimferð geimfarans, Yangs Liweis, í gær hafi valdið þessari stefnubreytingu en Xie brosti breitt allan blaðamanna- fundinn og sagðist myndi glað- ur svara öllum spurningum fréttamanna. Kínverjar hafa hug á geimstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.