Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H ALLDÓR Ásgríms- son utanríkisráðherra og aðrir forystumenn í Framsókn- arflokknum hafa að undanförnu sett kröf- una um efnislega end- urskoðun EES- samningsins á dagskrá á nýjan leik. Fram- sóknarmenn virðast nokkuð sannfærðir um að EES-samningurinn eins og hann er nú, dugi ekki til frambúðar og gera verði loka- tilraun til að lagfæra hann, ella skoða þann möguleika að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Eins og margir muna eflaust var mikið rætt um endurskoðun EES-samningsins fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá stóð fyrir dyr- um að laga þyrfti samninginn að stækkun Evrópusambandsins til austurs. M.a. að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra fóru EFTA-ríkin Ísland, Nor- egur og Liechtenstein fram á það við Evr- ópusambandið að ýmis efnisatriði samningsins yrðu tekin upp. Þar var eink- um um fernt að ræða; í fyrsta lagi var farið fram á að EES-samningurinn yrði upp- færður til samræmis við breytingar á Róm- arsáttmála ESB og samningssviðið víkkað út til nýrra málaflokka sem hafa bætzt við Evrópusamstarfið; í öðru lagi reynt að fá betri lagalegan grundvöll fyrir þátttöku EFTA-ríkjanna í nefndum framkvæmda- stjórnar ESB; í þriðja lagi leitazt við að fá meiri áhrif á ákvarðanatöku innan sam- bandsins og loks sótzt eftir betri markaðs- aðgangi fyrir fisk. Þegar gengið var að samningaborðinu í byrjun þessa árs var það í raun aðeins síð- asta krafan, um aukna fríverzlun, sem ESB var yfirleitt til viðtals um; öllu öðru var ýtt til hliðar. Evrópusambandið var þeirrar skoðunar að viðræðurnar ættu að takmark- ast við þau atriði, sem væru bráðnauðsynleg vegna stækkunar ESB og EES. Hugsanleg uppfærsla EES-samningsins væri á meðal þess sem væri „hægt að gera seinna“, eins og það var orðað í samningsumboði ráð- herraráðs ESB til framkvæmdastjórn- arinnar. Þessum samningaviðræðum lyktaði svo með því að markaðsaðgangur Íslendinga fyrir síldarafurðir í ESB batnaði talsvert, en á móti greiðir Ísland meira fé í þróunarsjóði fyrir fátækari ríki sambandsins. Skrifa átti formlega undir samkomulag um stækkun EES á fundi EES-ráðsins í Lúxemborg sl. þriðjudag, en af því varð ekki vegna eld- gamalla deilna Liechtenstein annars vegar og Tékklands og Slóvakíu hins vegar. Uppfærsla eða aðildarumsókn Árni Magnússon félagsmála- ráðherra gaf tóninn um áfram- haldandi kröfur á hendur ESB um uppfærslu eða endur- skoðun á EES-samningnum í ræðu, sem hann hélt í síðasta mánuði á ráðstefnu um Evrópurétt í Háskólanum í Reykjavík. Þar sagði ráðherrann að bilið, sem orðið væri til á milli reglna innan Evrópusambandsins annars vegar og á Evrópska efnahagssvæð- inu hins vegar vegna breytinga á sáttmálum ESB væri farið að grafa undan markmiðum og tilvist EES-samningsins. Það væri því nauðsynlegt að uppfæra eða endurnýja samninginn þannig að hann rímaði betur við þau lög, sem nú gilda um innri markað ESB. Árni hafði á orði að ESB hefði ekki viljað blanda saman stækkuninni til austurs og uppfærslu EES, en „þegar stækkunin hefur átt sér stað mun spurningin um uppfærslu EES örugglega koma upp aftur“, sagði hann. Félagsmálaráðherra sagði að þessi spurning yrði raunar mesta áskorunin á sviði utanríkismála Íslendinga á næstu ár- um og rifjaði upp niðurstöðu Evrópu- nefndar Framsóknarflokksins árið 2001: „Árið 2001 tók Framsóknarflokkurinn þá afstöðu að samband Íslands við Evrópu- sambandið ætti að byggjast á grundvelli EES-samningsins ef hann næði upphaf- legum markmiðum sínum. Ef það tækist ekki ætti að leita eftir uppfærslu á samn- ingnum og ef það tækist ekki, ætti Ísland að íhuga að sækja um aðild að sambandinu.“ Áhyggjur af Schengen bætast við Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, skrifaði grein hér í blaðið sl. laugardag, þar sem áhyggjur framsókn- armanna af EES-samningnum eru dregnar saman: „Frá því að EES-samningurinn var gerður hafa orðið umtalsverðar breytingar á Rómarsamningnum bæði varðandi efn- isgreinar samningsins og fyrirkomulag stofnana. Á það hefur ítrekað verið bent að breytingar á Rómarsamningnum sem gerð- ar voru í Maastricht, Amsterdam, Nice auk fyrirliggjandi tillagna að stofnskránni, kalli á endurskoðun EES-samningsins. Nokkrar efnisgreinar sem áður voru samhljóða í samningum hafa breyst, t.d. varðandi afnám mismununar eða verndun menningarlegrar arfleifðar. Þá hefur ákvarðanaferlið innan ESB tekið grundvallarbreytingum frá því sem tíðkaðist við gerð EES-samningsins og fyrirliggjandi tillögur ganga skrefinu lengra. Leiðtogaráðið og ráðherraráðið er nú mun öflugra. Evrópuþingið er orðinn löggjafaraðili sem það var ekki áður. Að- koma sveitarfélaga að mótun ákvarðana hefur verið efld verulega. Vægi þessara stofnana mun aukast enn meira nái tillögur d’Estaing fram að ganga. Þá er fyrirhugað að þjóðþing aðildarríkjanna muni hafa mun meiri áhrif m.a. á grundvelli hinnar svoköll- uðu nálægðarreglu.“ Með öðrum orðum telur Björn Ingi að þróun stofnsáttmála ESB hafi verið byrjuð að veikja EES-samninginn og að hann geti veikzt frekar vegna hinnar nýju stjórn- arskrár. En áhyggjurnar eru ekki bara bundnar við EES. Í grein Björns Inga segir jafnframt: „Ekki er hægt að útiloka umtalsverðar breytingar á Schengen-samstarfinu ef til- lögur d’Estaing ná fram að ganga, sem fela m.a. í sér að dóms- og innanríkismál verða hefðbundin samrunamál sem heyra undir stofnanir ESB með líkum hætti og á innri markaðinum. Þetta getur haft áhrif á sérstaka aðkomu EFTA- ríkjanna að þessu starfi innan ESB. Jafnframt er gert ráð fyrir því að mun fleiri gerðir verði ákveðnar með vegnum meiri- hluta og því kunni sú breyting að leiða til þess að umdeildari reglur verði settar en áður og minna verður reynt að ná samhljóða samkomulagi.“ Neikvæð skilaboð frá Brussel Í samtali, sem birtist á forsíðu Morg- unblaðsins sl. mánudag, lýsti Halldór Ás- grímsson svo yfir áhyggjum af þróun mála, bæði hvað varðar EES og Schengen, og sagðist hafa tekið málið upp við Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, á fundi þeirra í Róm í síðustu viku. „Vondu frétt- irnar eru að framkvæmdastjórnin í Brussel hefur sent neikvæð skilaboð um það að ein- hver endurskoðun á EES-samningnum komi til greina og af því höfum við áhyggj- ur,“ sagði Halldór. „Það hafði verið vilyrði um að þetta yrði tekið fyrir að lokinni stækkun. Ég lagði áherzlu á að þetta gerðist áður, þannig samhliða stæ sett til hliða komi ekki ti neinu í samb Halldór sag eitt aðalerin áhyggjum a Frattini tek Eftir því, hin EFTA-r áherzlu á að samningnum unblaðsins l um og í sam ráðsfundinu hvorki Jan P Noregs, né E isráðherra L málflutning Eng Heimildir kvæmdastjó Brussel her uppveðraðir EES. Almen samningurin veginn eins engar stórar Ekki vilja stjórnarinna gefið nein af viðræður um ir stækkun. myndum en stækkun. Vi möguleikan lokað,“ segir stækkunin h vitum hvað h hann að við engan tíma Hjá framk sömuleiðis á stjórnarskrá Hafi EFTA veiki EES o Krafan um EES endurv Framsóknarmenn hafa endurvakið kröfuna um upp- færslu á EES-samningnum, telja samninginn hafa veikzt og geta átt eftir að veikjast enn frekar. Ólafur Þ. Stephensen segir að fallist ESB ekki á endurskoðun samningsins, sé rökrétt framhald samkvæmt Evr- ópustefnu Framsóknarflokksins að skoða aðild að ESB. Slík niðurstaða myndi hins vegar valda meiri- háttar vandræðum í stjórnarsamstarfinu. Halldór Ásg fundi EES-r ar af áhrifu Halldór Ásgrímsson vill láta reyna á EES- kostinn til hins ýtrasta RÍSANDI SÓL ÓLAFS ELÍASSONAR Rísandi sól Ólafs Elíassonar ítúrbínusal Tate Modern hefurvakið heimsathygli og ljóst er að hún hefur ekki einungis táknræna þýðingu í afar velheppnuðu verki hans þar heldur einnig fyrir feril hans sem listamanns í fremstu línu á heimsmæli- kvarða. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um að hann er íslensku myndlist- arlífi jafnmikilvægur og Björk Guð- mundsdóttir er íslensku tónlistarlífi og Halldór Laxness bókmenntalífinu. Ólafi hefur á örfáum árum tekist að skapa sér það nafn í hinum alþjóðlega listheimi sem leitt hefur til þess að verk hans hafa þegar verið sýnd á öll- um helstu listasöfnum heims. Þrátt fyr- ir ungan aldur er hann í röð þeirra eft- irsóttustu á sýningarvettvangi fremstu safna og gallería. Eins og haft var eftir Nicholas Serota, forstöðumanni allra Tate-safnanna í Bretlandi, í Morgun- blaðinu í gær, er það ekki heiglum hent að vinna að tveimur risavöxnum sýn- ingum á einu ári, en auk þess að sýna nú í túrbínusalnum er Ólafur eins og kunnugt er fulltrúi Dana á Feneyja- tvíæringnum. Í fyrstu gagnrýni sem birtist um verkið í dagblaðinu The Gu- ardian í gær segir Adrian Searle list- gagnrýnandi að verkið í Tate sé bæði „ágengt og sterkt“, en eins og ráða má af lýsingu Ólafs sjálfs á verkinu í Morg- unblaðinu á miðvikudag er honum mik- ið í mun að virkja einmitt slíkar tilfinn- ingar með áhorfendum sínum. Ólafur Elíasson, sem er af íslensku foreldri, er alinn upp og menntaður í Danmörku, en býr nú og starfar að mestu í Berlín. Ljóst er að það stuðn- ingskerfi sem danska samtímalista- stofnunin DCA hefur að leiðarljósi í markaðssetningu á samtímalistum á sinn þátt í því hversu fljótt hinn al- þjóðlegi listheimur veitti listrænum krafti Ólafs athygli. Rætur verka hans og sá hugarheimur sem hann vinnur útfrá ber þó mjög sterk íslensk ein- kenni, sem m.a. hafa myndbirst í ljós- myndaverkum hans, manngerðum foss- um, goshverum og þoku, sem allt eru mikilvægir sjónrænir þættir þeirrar listsköpunar sem hann er nú svo þekkt- ur fyrir. Óhætt er að segja að Ólafur Elíasson sé dæmigert afsprengi þeirra fjölþjóð- legu tíma sem Íslendingar munu án efa verða varir við í vaxandi mæli á tutt- ugustu og fyrstu öldinni, þar sem sífellt fleiri sækja sér menntun og atvinnu til lengri eða skemmri tíma utan land- steinanna. Það var því um margt tákn- rænt að Friðrik krónprins Dana og for- setafrú Íslands, Dorrit Moussaieff, skyldu bæði vera viðstödd opnunina í Tate og votta listamanninum þannig virðingu þeirra tveggja landa sem hann hefur mest sótt til. En rétt eins og þau Björk og Laxness mun Ólafur án efa skila mikilvægum áhrifum inn í ís- lenskt samfélag, því eins og forsetafrú- in benti á í samtali við Morgunblaðið í gær mun allur „heimurinn gera sér grein fyrir tilvist annarra íslenskra listamanna“ í gegnum Ólaf Elíasson. Það er því afar mikilvægt að þjóðin missi ekki sjónar af þeim einstakling- um sem hér eru upprunnir og setja mark sitt á alþjóðasamfélagið, heldur hlúi að tengslum þeirra heim og sýni þeim þá virðingu sem þeir hafa unnið til með áræði sínu og sköpunarkrafti. Í þessu fólki er fólginn sá auður er end- urnærir og tengir íslenska menningar- arfleifð umheiminum á tímum sem eng- in þjóð hefur efni á að vera einangruð. SKÓLASAMNINGAR OG FJÁRVEITINGAR Skólastjórnendur framhaldsskóla teljaað verulega vanti upp á að fjárveit- ingar til skólanna séu í samræmi við reiknilíkan, sem hefur verið notað und- anfarin ár til að reikna fjárveitingar til skólanna, og svokallaða skólasamninga, sem í gildi eru milli skólanna og mennta- málaráðuneytisins. Ingibjörg Guðmunds- dóttir, formaður Félags íslenzkra fram- haldsskóla, sagði í Morgunblaðinu í gær að í fjárlagafrumvarpinu væri um niður- skurð fjár til framhaldsskóla að ræða, sem ætla mætti að næmi 600–800 millj- ónum króna. Þá telja skólameistarar að nokkrum hundruðum fleiri nemendur séu nú við nám í framhaldsskólum en gert sé ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Það ber að sjálfsögðu að gæta aðhalds í rekstri framhaldsskólanna eins og ann- arra ríkisstofnana. Hins vegar virðist með þessum vinnubrögðum vera komið aftan að framhaldsskólunum. Árið 1998 var byrjað að miða fjárveitingar til fram- haldsskóla við reiknilíkanið, en markmið- ið með því var að tryggja jafnræði skóla til fjárveitinga miðað við stærð, gerð, staðsetningu og samsetningu náms. Eitt af markmiðum líkansins var að stuðla að aðhaldi í meðferð fjármuna til kennslu og rekstrar; það var reiknað út hvað með- alnemandinn í tiltekinni gerð skóla kost- aði, miðað við hagkvæmasta rekstur, og viðkomandi skóli fékk fjárveitingar m.a. í samræmi við fjölda nemenda. Eftir að landið var gert að einu skólahverfi á fram- haldsskólastigi hefur þetta fyrirkomulag m.a. stuðlað að jákvæðri samkeppni milli framhaldsskólanna og þeirri hvatningu til að gera betur í skólastarfinu sem slíkri samkeppni fylgir, því að skólarnir hafa fengið þeim mun hærri fjárveitingu sem fleiri nemendur sækja til þeirra. Jafnframt reiknilíkaninu voru teknir upp svokallaðir skólasamningar, sem for- svarsmenn skólanna og menntamálaráð- herra undirrita, og kveða á um það hvaða þjónustu skólarnir eigi að veita og hvaða markmiðum þeir eigi að ná. Skólasamn- ingarnir kveða m.a. á um það hversu marga nemendur skuli þjónusta og stað- reyndin er sú að ráðuneytið hefur mörg undanfarin ár þrýst á framhaldsskólana að fjölga nemendum, enda hefur stefnan verið sú að allir sem óska skólavistar í framhaldsskóla fái hana. Nú blasir hins vegar við að fjárveiting- ar, sem framhaldsskólarnir gerðu ráð fyr- ir að fá, samkvæmt skólasamningunum, skila sér ekki. Þannig er skólunum í raun gert að mennta nemendur með lægri til- kostnaði en ráð var fyrir gert þegar hinn hagkvæmi meðalnemandi reiknilíkansins var reiknaður út. Skólameistarar benda í Morgun- blaðinu í gær á að þeir eigi aðeins tvo kosti í þessari stöðu; að fækka nemendum eða skera niður þjónustu við þá. Ef það er staðreynd að ríkisvaldið treystir sér ekki til að standa við skólasamningana, sem gerðir hafa verið, vegna takmarkaðra fjárráða, þarf m.a. að skoða hvort sé betri kostur; að draga úr þjónustu við þá, sem nú eru í skólunum, eða að taka færri inn í skólana og veita þeim þá menntun, sem skólasamningarnir kveða á um. Það hefði þá hins vegar verið æskilegt að ákvörðun um það, hvorn kostinn ætti að taka, hefði legið fyrir áður en skólarnir innrituðu nemendur, í trausti þess að samningar við menntamálaráðuneytið héldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.