Morgunblaðið - 17.10.2003, Side 8

Morgunblaðið - 17.10.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gullfalleg ítölsk leðursófasett3ja sæta sófi og 2 stólar Kr. 329.980 3ja sæta sófi og 2 stólar Kr. 269.800 ARCADIA DAVID Þetta er allt í lagi, elskurnar mínar. Ég meiddi mig ekki neitt, ég var með beltið spennt. Málþing um list á almannafæri Listin veitir öryggiskennd Á MORGUN verðurhaldið í Norrænahúsinu í Reykja- vík málþing með yfir- skriftinni Sigurjón Ólafs- son og list á almannafæri. Málþingið hefst kl. 9 og stendur til kl. 17. Aðgang- ur er ókeypis og öllum op- inn. Hvert er tilefni Mál- þingsins? „Tilefni málþingsins er 20 ára afmæli Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á næsta ári. Ennfremur er tilefnið að heiðra það starf sem Sigurjón vann á sviði listar á almannafæri.“ Hvert er markmiðið með málþinginu? „Það er verið að vekja athygli á því hver staða listar í opinberu rými er á Íslandi. Erlendis er þessi grein listar mjög framsækin og lifandi og það er í raun það sem er verið að benda á. Það sem er líka áhuga- vert við málþingið er að þarna er verið að leiða saman listamenn, listfræðinga, arkitekta og aðila frá hinu opinbera en það eru í raun þessir fjórir aðilar sem vinna að því að koma list inn í op- inberar byggingar og borgar- skipulagið. Ég held að þetta sé mál sem þurfi að ræða á miklu opnari grundvelli hér á Íslandi en verið hefur.“ Hvernig er málþingið upp- byggt? „Fyrri hluti málþingsins er til- einkaður list Sigurjóns, bæði verkum hans í Danmörku og á Ís- landi en á fjórða og fimmta ára- tug síðustu aldar var Sigurjón mjög virtur listamaður þar í landi. Þá mun Júlíanna Gott- skálksdóttir listfræðingur fjalla um standmyndir á almannafæri í Reykjavík 1875-1945, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fjallar um útiverk Sigurjóns á Íslandi og Pétur Ármannsson arkitekt talar um samstarf Sigurjóns og ís- lenskra arkitekta 1945-1982. Eftir hádegi verður fjallað um stöðu listar á almannafæri í dag, sérstaklega í Evrópu. Heims- þekkt svissnesk listakona, Pipilotti Rist mun gera grein fyr- ir verkum sínum. Í lokin munu þrír íslenskir listamenn segja frá reynslu sinni og upplýsa um hvernig er staðið að allri umgjörð varðandi ferlið sem snýr að upp- setningu myndlistar á almanna- færi. Í lokin verða svo pallborðsum- ræður þar sem fulltrúar frá list- skreytingarsjóðum Noregs, Sví- þjóðar og Íslands munu gera grein fyrir stöðu mála í löndunum og hver stefnan er. Í pallborðs- umræðum munu einnig taka þátt Anna Líndal prófessor við Listaháskóla Íslands og Jóhannes Þórðarson arkitekt.“ Hvernig er ákjósanlegast að standa að því að setja upp list á almannafæri? „Hér á landi vill það oft verða þannig að listamaðurinn kemur síðastur að verkinu sem endar með því að stundum er verkinu komið fyrir á stað sem er ekki ákjósanlegur. Sú aðferðarfræði er löngu orðin úrelt. Best er að listamaðurinn sé með í ferlinu frá upphafi. Erlendis er algengt að listamenn séu fengnir til að taka þátt í borgarskipulagi, til að þróa götumyndir, verk í strætóskýli og neðanjarðarlestir svo dæmi séu tekin. Kraftar myndlistarmanna eru því nýttir á mjög fjölbreyti- legan hátt og skilin á milli mynd- listarmanna, hönnuða og arki- tekta verða óskýrari.“ Um hvað munt þú fjalla í erindi þínu á málþinginu? „Ég mun tala um það hvernig myndlist er notuð í nútímaborg- arskipulagi, en notkunarmögu- leikarnir eru mjög margbreyti- legir. Fyrst má nefna að hún er notuð í fegrunarskyni. Þá er hún oft notuð til að tengja íbúana við umhverfi sitt á gagnvirkan hátt og jafnvel notuð til að endurskapa sjálfsmynd. Hún er líka notuð í skipulagslegum skilningi, til að endurnýja ákveðin borgarhverfi til dæmis. Myndlist hefur einnig verið notuð í neðanjarðarbílaskýl- um eða öðrum ótryggum svæðum til að friða svæðin og gera fólk öruggara. Listin veitir öryggis- kennd. Listin gerir umhverfið líka mannlegra og hefur verið notuð t.d. í Hollandi sem þáttur í meðferð sjúklinga og eiturlyfja- neytenda. Svo má nefna að listin er notuð til að tengja saman borgarhverfi, skapa flæði á milli borgarhluta og jafnvel þjóðlanda. Listin er notuð til að má út landamæri. Í Strass- borg, á landamærum Frakklands og Þýskalands, er t.d. í gangi verkefni þar sem verið er að byggja upp listaverkagarð. Til- gangurinn er að sætta íbúa land- anna tveggja og gera tilraun til að búa til evrópskt umhverfi og sam- evrópska ímynd.“ Hugsaði Sigurjón Ólafsson sín verk alla leið inn í um- hverfið með þessum hætti? „Já, tvímælalaust. T.d. má nefna lág- myndir við stöðvarhús Búrfellsvirkjunar sem greyptar voru inn í vegg hússins. Það var í fyrsta skipti sem listamaður og arkitektar unnu saman á svo sam- hentan hátt hér á landi.“ Hverju áttu von á að málþingið komi til leiðar? „Ég vonast helst til að það verði til þess að opna umræðuna um þessi mál hér á landi.“ Æsa Sigurjónsdóttir  Æsa Sigurjónsdóttir stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, listasögu við Université de Paris 1; Panthéon-Sorbonne og Courtauld Institute of Art í London. Hún er búsett í París og stundar þar rannsóknir í ljós- myndasögu með styrk frá Erna och Victor Hasselblad Stiftelse; Svíþjóð; Rannís og Þjóðminja- safni Íslands. Hún á sæti í stjórn Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Eiginmaður Æsu er Daniel Beaussier og eiga þau fjögur börn. Erlendis er þessi grein mjög lifandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.