Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt um Hringadróttinssögu: Ævintýrið, Sauron, Gandalfur, álfarnir, Hringurinn, Fróði, Gollrir, Mordor, - hið illa og hið góða Á meðan þú bíður ... Komin í verslanir Búðu þig undir lokaátökin ... SIGURODDUR Magnússon, rafverk- taki, andaðist á Land- spítalanum við Hring- braut miðvikudaginn 29. október, 85 ára að aldri. Siguroddur fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1918 og var sonur Magnúsar Pétursson- ar og konu hans Pál- ínu Þorfinnsdóttur. Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og tók sveinspróf 1944 undir handleiðslu Eiríks Hjartarsonar. Árið 1947 fékk hann meistarabréf og lög- gildingu í rafvirkjun 1948. Hann var sjálfstætt starfandi rafverktaki mest allan sinn starfsaldur. Siguroddur tók þátt í félagsstörf- um og var í stjórn Félags íslenskra rafvirkja 1946– 1948, þar af formaður í eitt ár. Hann var í próf- nefnd rafvirkja og sat í stjórn löggiltra rafverk- taka í Reykjavík. Þá sat hann sem fulltrúi á Iðn- þingum. Utan fagfélaga tók Sig- uroddur þátt í starfi Frí- kirkjunnar í Reykjavík og sat þar stundum í stjórn. Alla tíð var hann virkur í Alþýðuflokknum og var um skeið varaborgar- fulltrúi í Reykavík. Þá mætti hann reglulega á fundi og var meðlimur í Oddfellow reglunni. Siguroddur kvæntist Fanneyju Einarsdóttur Long 1941, en hún lést á síðasta ári. Eignuðust þau fimm börn sem öll eru á lífi. Andlát SIGURODDUR MAGNÚSSON HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. nóvember þess efnis að Sölufélag garðyrkjumanna, Bananar ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hefðu gerst brotleg við samkeppnislög með ólög- mætu samráði um verð og markaðs- mál. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á rök héraðsdóms fyrir lækkun sekta, sem samkeppnisyfirvöld höfðu gert fyrirtækjunum að greiða. Ákvarðaði Hæstiréttur sektirnar í samræmi við niðurstöðu áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Sam- kvæmt því á Sölufélag garðyrkju- manna að greiða 25 milljóna króna sekt í ríkissjóð, Bananar 17 milljónir og Mata 5 milljónir króna. Í héraði voru fyrirtækin dæmd til að greiða 20, 14 og 3 milljónir króna. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að samkeppnisráð hafi nægi- lega sannað að fyrirtækin þrjú hafi gripið til samstilltra aðgerða í and- stöðu við þá grein samkeppnislaga sem kveður á um bann við hvers kon- ar samvinnu milli fyrirtækja á sama sölustigi, sem ætlað er að hafa áhrif á eða geti haft áhrif á verð, skiptingu markaða og gerð tilboða. Þá staðfesti Hæstiréttur einnig þá niðurstöðu héraðsdóms að Sölufélag garðyrkju- manna og Ágæti, sem síðar samein- aðist Banönum, hefðu brotið gegn þeirri grein samkeppnislaganna sem banna fyrirtækjum og stjórnarmönn- um þeirra að ákveða samkeppnis- hömlur eða hvetja til hindrana. Samfelld brotastarfsemi fyrirtækjanna Hæstiréttur taldi að ekki yrði byggt á þeirri málsástæðu fyrirtækj- anna, sem þau báru fyrir sig við munnlegan málflutning í Hæstarétti, að sakir væru fyrndar eftir reglum al- mennra hegningarlaga. Þessari málsástæðu var ekki hreyft í héraði og varð því ekki byggt á henni í Hæsta- rétti. Hæstiréttur segir að um samfellda brotastarfsemi hafi verið að ræða, sem ekki hafi lokið fyrr en við upphaf rannsóknar samkeppnisyfir- valda 24. september 1999. Ákvörðun samkeppnisráðs var tekin 30. mars 2001, eða innan tveggja ára frá þeim tíma og gat því ekki verið um fyrningu að ræða að því er Hæstiréttur segir. Árið 2001 komst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin þrjú hefðu brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði um verð og skiptingu markaða varðandi tilteknar vörutegundir. Lagði samkeppnisráð alls 105 milljóna kr. stjórnvaldssektir á fyrirtækin. Þar af skyldi Sölufélag garðyrkjumanna greiða 40 milljónir, Ágæti (síðar Bananar) 35 milljónir og Mata 30 milljónir. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í meginatriðum niðurstöðu samkeppnisráðs í júni 2001, en lækk- aði sektirnar um 55% eða niður í 47 milljónir króna. Þeim úrskurði var skotið til dómstóla. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti að fyrirtækin hefðu átt með sér ólöglegt samráð en málsins fyrir samkeppnisráði hefði verið brotið gegn andmælarétti Sölu- félags garðyrkjumanna og Ágætis en úr því hefði verið bætt við málsmeð- ferð fyrir áfrýjunarnefndinni. Varðandi ágreining málsaðila um sektarupphæðir vísar Hæstiréttur til þess að áfrýjunarnefndin hafi reist sektarákvörðun sína á 52. gr. sam- keppnislaga eins og hún var orðuð fyrir gildistöku samkeppnislaga frá 2000. Með vísan til þessara forsendna staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hér- aðsdóms um röksemdir áfrýjunar- nefndarinnar og þau lagasjónarmið um beitingu og túlkun 52. gr. laganna, sem þar komu fram. Að þessu athuguðu féllst Hæsti- réttur ekki á þau rök héraðsdóms að það ætti að leiða til lækkunar sekta að viðhorf, sem samkeppnislög byggðu á, væru ný af nálinni, eða að vísan til Skálpsmálsins svonefnda hefði hér nokkuð að segja. Ekki féllst Hæsti- réttur heldur á að leiða ætti til lækk- unar sekta að samþykktir og fram- leiðslustýring Sölufélags garð- yrkjumanna hefði verið á allra vitorði, enda var félaginu ekki gerð sekt fyrir samráð innan sinna vébanda, heldur út á við með samráði við Ágæti og Mata. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Haf- stein. Lögmaður Sölufélags garð- yrkjumanna var Hörður F. Harðar- son hrl. Fyrir Banana flutti málið Ragnar H. Hall hrl. og fyrir Mata Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Lög- menn samkeppnisráðs voru Karl Ax- elsson hrl. og Reimar Pétursson hdl. lækkaði sektirnar um 10 milljónir. Gerði hann Sölu- félaginu að greiða 20 millj- ónir, Banönum 14 milljónir og Mata 3 milljónir. Töldu ráðið hafa brotið málsmeðferðarreglur Fyrir dómi kröfðust fyr- irtækin þess að úrskurður áfrýjunarnefndar yrði ógiltur vegna þess að samkeppnisráð hefði brotið tilgreindar málsmeð- ferðarreglur stjórnsýslu- laga við meðferð málsins. Til vara kröfðust þau þess að hnekkt yrði niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar um að þau hefðu brotið gegn samkeppn- islögum og til þrautavara að sektir á hendur þeim yrðu felldar niður eða lækkaðar. Hæstiréttur féllst ekki á að máls- meðferðarreglur stjórnsýslulaga hefðu verið brotnar við meðferð máls- ins fyrir samkeppnisyfirvöldum þannig að ógilda ætti málsmeðferð- ina. Taldi Hæstiréttur að við meðferð 47 milljóna króna sekt lögð á grænmetisfyrirtækin í Hæstarétti fyrir samfellda brotastarfsemi Samkeppnisbrot grænmetisfyrirtækj- anna nægilega sönnuð Reimar Pétursson, annar lögmanna samkeppnisráðs, les dóm Hæstaréttar yfir að lokinni dómsuppkvaðningu. Morgunblaðið/Þorkell SAMKEPPNISSTOFNUN fagnar að sjálfsögðu þessum dómi,“ segir Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppn- isstofnunar um dóm Hæstaréttar. „Rétturinn staðfestir þá nið- urstöðu samkeppnisráðs að græn- metisfyrirtækin hafa haft með sér ólöglegt samráð og um sé að ræða al- varleg brot á samkeppnislögum. Það er ánægjulegt að Hæstiréttur skuli hækka sektir í málinu og senda þar með skýr til skilaboð til atvinnulífsins að svona hegðun sem skaðar neyt- endur verðið ekki liðin. Jafnframt tel ég að þessi dómur muni styrkja sam- keppnisyfirvöld í viðleitni sinni í að uppræta ólöglegt samráð keppinauta í framtíðinni.“ Vonbrigði með dóminn hjá Banönum ehf. „Ég er aðallega feginn því að þessu máli skuli loks vera lokið eftir fjögurra ára málsmeðferð,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson fram- kvæmdastjóri Banana ehf. um dóm Hæstaréttar. „Dómsniðurstaðan veldur okkur vitaskuld vonbrigðum þar sem lítið tillit var tekið til máls- ástæðna okkar og sömuleiðis að kröfu okkar um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála skyldi vera synjað. Að mínu mati var lítill grundvöllur fyrir ásökunum samkeppnisyfirvalda um ólöglegt samráð okkar við hin grænmetis- fyrirtækin.“ Ásakanir samkeppnisráðs hraktar Í yfirlýsingu sem stjórn Sölufélags garðyrkjumanna sendi frá sér í gær lýsir stjórnin ánægju sinni með að dómur Hæstaréttar í málefnum fé- lagsins hafi loks litið dagsins ljós eftir fjögurra ára málsmeðferð og að þessu máli sé endanlega lokið. „Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að hnekkja fyrri dómum að öllu leyti stendur að mati stjórnenda félagsins uppúr þegar málið er skoðað í heild sinni, að ásakanir samkeppnisráðs um ólögmætt samráð voru að miklu leyti hraktar og sektir voru lækkaðar um meira en helming frá úrskurði ráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Segja dóminn staðfesta að Samkeppnisstofnun fór offari gegn Mötu Í yfirlýsingu frá Mötu ehf. segir að dómurinn staðfesti að mati forráða- manna Mötu endanlega að Sam- keppnisstofnun hafi farið offari gegn fyrirtækinu er þeir sektuðu Mötu um 30 milljónir og ákærðu um fjölmörg atriði sem fyrirtækið hafi nú verið sýknað af í öllum megindráttum og gert að greiða 5 milljónir sem þegar hefur verið gert. „Samkeppnisstofnun gegnir mik- ilvægu hlutverki í neytendavernd, ekki síst með því að koma í veg fyrir ólöglegt samráð. Hins vegar er reg- inmunur á að sinna rannsókn- arskyldum gagnvart fyrirtæki og að sverta ímynd þess að óþörfu. Ísland er lýðræðisríki þar sem gildir sú rétt- arfarslega meginregla að ein- staklingar og fyrirtæki teljast sýkn saka sé sekt þeirra ósönnuð. Með öðrum orðum á hver og einn rétt á að njóta sannmælis. Því er mjög alvar- legur sá mikli ímyndahnekkir og rekstrarskaði sem Samkeppn- isstofnun olli Mötu með á sínum tíma er forsvarsmenn stofnunarinnar boð- uðu til sérstaks blaðamannafundar til að kynna niðurstöður rannsókn- arinnar, og sökuðu þar Mötu rang- lega um að hafa tekið þátt í „samsæri gegn neytendum“. Stór eru þau orð og fráleit enda voru þau dæmd ómerk af áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála. Þannig teljum við undirrit- aðir að Samkeppnisstofnun hafi mis- notað traust fjölmiðla til að koma höggi á fyrirtækið að ósekju. Þetta var ódrengileg aðför að orðspori Mötu og sæmir engan veginn stofnun sem þessari. Það er þó gott að þessum kafla er lokið og Mata geti einbeitt sér að því að vinna að bættum hag neytenda með því að bjóða góða og holla vöru á sanngjörnu verði.“ Samkeppnisstofnun fagnar dómi Hæstaréttar „Í LJÓSI mikilvægi málsins varðandi heimildir íslenska ríkisins til breyt- inga á lífeyrissjóðakerfinu taldi rík- isstjórnin nauðsynlegt að fá dómsnið- urstöðu varðandi þetta mál,“ segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, um mál fyrrverandi sjómanns sem nú er fyrir Mannréttindadómstóli Evr- ópu. Íslenska ríkið hafnaði tillögu Mannréttindadómstólsins að sáttum í málinu á þeim forsendum sem Björn nefnir. Örorkugreiðslur til sjómanns- ins fyrrverandi féllu niður um mitt ár 1997 vegna breytinga á lögum sjóðs- ins, sem voru til komnar vegna erf- iðleika í rekstri hans. Höfðaði hann mál á hendur Lífeyrissjóði sjómanna og ríkinu en tapaði því bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæsta- rétti. Í maí árið 2000 leitaði sjómað- urinn til Mannréttindadómstóls Evr- ópu í Strassborg. Björn segir pólitísku hlið málsins þá að ríkið vilji dómsniðurstöðu í þessu máli og hafi því hafnað tillögu um sátt. „Við erum að gæta hagsmuna ríkisins og teljum það best gert með því að fá niðurstöðu hjá dómstólnum,“ segir Björn. Það þurfi að vera ljóst hvort hendur rík- isins séu bundnar varðandi ákvarðan- ir um lífeyrisréttindi. Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar um mál fyrrverandi sjómanns Varðar heimild til breytinga á lífeyrissjóðakerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.