Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR núverandi og a.m.k. þrír fyrrver- andi lærisveinar Bogdans Kowalczyck, fyrrverandi landsliðs- þjálfara Íslendinga, eru í pólska landslið- inu sem glímir við það íslenska í þremur vin- áttulandsleikjum í handknattleik um helgina. Bogdan þjálf- ar nú Wisla Plock sem hafnaði í öðru sæti í pólsku deildinni í vor. Leikmennirnir þrír eru Andrzej Marsz- alek, markvörður, Tomasz Pauluch og Adam Wisniewski er allir leika nú með Plock undir stjórn Bogdans. Þá eru í landsliðinu tveir leikmenn til viðbótar sem voru með Plock á síðustu leiktíð en spila nú með þýskum liðum, örvhenta skyttan Mariusz Jurasik, sem hefur farið á kostum með Kronau/ Östringen í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni, og Szmal Slawomir sem nú stendur í marki Tus N-Nettelstedt, en Slawomir og Marszalek skiptu á milli sín mark- varðarstöðunni hjá Plock í fyrravetur. Marszalek er gamal- reyndur markvörður en Slawomir er 25 ára og talinn framtíð- armarkvörður pólska landsliðsins. Sjötti lærisveinn Bogdans er síðan stór- skyttan Grzegorz Tkaczyk, sem nú leikur hjá Alfreð Gíslasyni hjá Magdeburg. Hann er alinn upp undir handarjaðri Bogdans hjá KS Warszaawianka Warszawa, en Bogdan þjálfaði það lið árum saman áð- ur en hann tók við þjálfun Wisla Plock. BOGDAN Kowalczyck, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, kemur til landsins í dag í boði Handknattleikssambands Íslands og verður á meðal heiðursgesta á landsleikjum Íslands og Póllands í Kaplakrika, Ólafsvík og í Laug- ardalshöll um helgina. Bogdan er Pólverji og var landsliðsþjálfari Ís- lands frá 1983 til 1990 auk þess sem hann þjálfaði Víking um fimm ára skeið áður en hann tók við landslið- inu. Bogdan þjálfar nú Wisla Plock í heimalandi sínu en það er í efsta sæti pólsku 1. deildarinnar með fullt hús stiga þegar sex umferðir eru að baki. Bogdan kom síðast í heimsókn hingað til lands fyrir sex árum.  KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Tindastóls hefur gengið frá samning- um við bandarísku leikmennina Clift- on Cook og Adrian Parks, sem hafa leikið með liðinu í úrvalsdeildinni í vetur. Þeir voru til reynslu hjá félag- inu en þar sem þeir hafa staðið undir væntingum var skrifað undir samn- inga við þá út tímabilið nú í vikunni.  NICK Boyd, sem kom síðar til Tindastóls, eftir að Carlton Brown var látinn fara, er hinsvegar enn á reynslutíma hjá Sauðkrækingum. Boyd hefur spilað þrjá leiki í úrvals- deildinni og skorað í þeim 19 stig að meðaltali í leik.  ÓLAFUR Adolfsson, fyrrum lands- liðsmaður í knattspyrnu, hefur verið endurráðinn þjálfari Skallagríms úr Borgarnesi. Ólafur tók við Borgar- nesliðinu fyrir síðasta tímabil og lék nokkra leiki með því í 3. deildinni í sumar.  RAY Anthony Jónsson og Guð- mundur Andri Bjarnason, tveir af yngri leikmönnum Grindavíkur í knattspyrnunni, hafa skrifað undir nýja samninga við félagið til þriggja ára. Þeir voru báðir fastamenn í liðinu í sumar, Guðmundur spilaði alla 18 deildaleikina og Ray Anthony 15.  NILS Arne Eggen, fyrrum þjálfari norska meistaraliðsins Rosenborg, sagði við P4-fréttastofuna í gær að hann gæti vel hugsað sér að taka að sér norska landsliðið í framtíðinni. Hins vegar hefur norska knatt- spyrnusambandið, NFF, ekki boðið honum til viðræðna um starfið en Eggen hefur í gegnum tíðina gagn- rýnt NFF fyrir margar sakir.  DOUG Ellis, stjórnarformaður Aston Villa, segir að tyrkneski knatt- spyrnumaðurinn Alpay hafi kostað félagið um 10 milljónir punda, nærri 1,3 milljörðum króna, á þeim þremur árum sem hann dvaldi hjá því, en Alpay var leystur undan samningi á dögunum.  OLE Skobö, knattspyrnuþjálfari frá Danmörku, hefur verið ráðinn þjálfari gríska liðsins Aris Saloniki. Hann lék með liðinu á áttunda og ní- unda áratugnum en hefur upp á síð- kastið verið tæknilegur ráðgjafi danska úrvalsdeildarliðsins Viborg.  KÖLN rak í gær þjálfara sinn, Friedhelm Funkel, úr starfi en liðinu hefur vegnað illa undir hans stjórn og situr í 16. sæti með aðeins tvo sigra í 10 leikjum í Bundesligunni. Funkel tók við liði Köln í febrúar á síðasta ári og kom því upp í Bundesliguna en hvorki hefur gengið né rekið hjá lið- inu á yfirstandandi leiktíð.  FUNKEL er fjórði þjálfarinn í Bundesligunni sem missir starf sitt. Edwald Lienen var rekinn frá Borussia Mönchengladbach, Kurt Jara frá Hamborg og Armin Veh frá Hansa Rostock. FÓLK „VIÐ förum í þetta verkefni gegn Pólverjunum af fullum krafti og við ætlum svo sannarlega að gera okkar besta til að vinna alla þrjá leikina. Við erum ekki komnir heim til að vera í fríi eða spara okkur fyrir ein- hverja leiki sem eru erlendis. Allur undirbúningur okkar miðar af stór- mótunum tveimur á næsta ári og við lítum á hvern leik sem mikilvægt skref í þeim undirbúningi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðs- maður og leikmaður Essen í Þýska- landi, þegar hann var inntur eftir leikjunum við Pólverja um helgina. Guðjón segir að Pólverjar hafi verið í mikilli sókn á undanförnum misserum og í dag státi þeir af mjög öflugu liði. „Pólska liðið er mjög skemmtilegt sem hefur bætt sig gríðarlega. Innan þeirra raða eru öflugir leikmenn eins og skyttan Grzegorz Tkaczyk, sem er marka- hæsti leikmaður Magdeburg á tíma- bilinu, og örvhenta skyttan þeirra er helsta skytta Flensburg toppliðsins í Þýskalandi. Við megum því alveg búast við hörkuleikjum gegn þeim. Við mættum þeim á HM í Portúgal í vetur og lentum í basli með þá.“ Guðjón Valur segir leiki eins og þessa koma að góðu gagni enda hafi liðið ekkert leikið saman síðan í maí og því skipti miklu máli að slípa liðið saman þó svo í það vanti Sigfús, Pat- rek, Aron og Roland svo einhverjir séu nefndir. „Vonandi getum við boðið ís- lensku þjóðinni upp á þrjá sigra sem við stefnum að. Ég tel okkur eiga góða möguleika á því, ég tala nú ekki um ef fólk verður duglegt að mæta á leikina og styðja við bakið á okkur. Það eru stór verkefni fram- undan hjá okkur og þessir leikir eru fyrsta skrefið í undirbúningi liðsins. Sjálfsagt eiga eftir að koma ein- hverjir hnökrar á leik okkar og þá sérstaklega í vörninni þar sem þungavigtarmenn vantar en við verðum bara að taka á því þegar út í leikina er komið. Við höfum ekki spilað án þeirra tveggja, Sigfúsar og Patreks, en við verðum að bæta hver annan upp og reyna að fylla skörð þeirra.“ Við förum í þessa leiki af fullrialvöru og vonandi tekst okkur vel upp. Það eru töluverðar breyt- ingar á okkar liði frá því á HM síðast- liðnu. Það munar um þyngdina í vörn- inni þegar vantar Sigfús, Patrek og Sigurð Bjarna- son og þá vantar líka Aron og Gústaf ásamt Roland markverði. Þetta er allt reynslumiklir menn en á móti kemur að yngri og óreynd- ari leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna,“ sagði Dagur við Morgunblaðið. Dagur segir að leikirnir við Pól- verja komi að góðu gagni og séu nauðsynlegir í undirbúningi liðsins fyrir átökin á Evrópumótinu í Slóv- eníu í janúar. En við hverju mega íslenskir handboltaáhugamenn búast í leikj- unum um helgina? „Við gerum fastlega ráð fyrir að mæta mjög sterku liði Pólverja. Þeir eru komnir með hörkulið og hafa innan sinna raða sterkar skyttur eins og Tkaczyk sem leikur undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg og Przybecki hjá Kiel sem er hörkunagli. Pólverjarnir spila væntanlega með vörn sína framarlega gegn okkur þannig að okkar leikur kemur til með að byggjast upp á því að menn verði duglegir að leysa inn og bæði hornamennirnir og miðjumennirnir verði hreyfanlegir. Væntanlega spilum við okkar 6:0 vörn þó svo að það vanti sterka pósta í hana. Við förum í þessa leiki með það í huga að vinna enda lærum við mest af því. Helsta vandamálið fyrir þessa leiki getur orðið varnarleikurinn en einhvern veginn verðum við að reyna að berja okkur saman þó svo erfitt verði að stoppa upp í götin sem Fúsi og Patti skilja eftir sig.“ Dagur segir það mjög skemmti- legt að spila í Ólafsvík en annar leikurinn verður þar á morgun og sá þriðji í Laugardalshöll á sunnu- dagskvöld. Dagur er ánægður með veru sína í Austurríki þó svo að hann sakni margs í Japan þar sem honum lík- aði lífið vel. Dagur samdi við Breg- enz til tveggja ára. Þjálfarastarfið skemmtilegt „Það hefur bara gengið vel hjá mér í Austurríki. Bæði hef ég spil- að ágætlega og þjálfarastarfið er skemmtilegt. Það er að vísu enginn dans á rósum en þetta hefur rúllað ágætlega hjá mér. Við erum í öðru sæti í deildinni og fórum áfram í Evrópukeppninni. Ég var tiltölu- lega fjótur að detta inn í starfið enda hafði ég góðan tíma til að undirbúa mig. Ég hef auðvitað nýtt mér allt sem þeir þjálfarar sem ég hef verið hjá hafa haft fram að færa, til að mynda Þorbjörn Jens- son og Viggó Sigurðsson og er- lendu þjálfararnir sem ég var hjá í Þýskalandi og í Japan.“ Þegar Dagur eru spurður út í styrk austurrísku deildarinnar seg- ir hann; „Ég held að ég geti alveg borið hana saman við íslensku deildina. Bestu liðin í Austurríki eru alla vega ekki slakari en þau bestu hér heima. Við spiluðum marga leiki á undirbúningstíma- bilinu við lið frá Sviss og gekk vel gegn þeim og þá unnum við þýsku liðin Eisenach og Pfullingen svo ég held að við séum alveg í milliklassa af evrópskum liðum. Við höfum Vörnin helsta áhyggjuefnið Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknatt- leik, um leikina þrjá gegn Pólverjum um helgina Morgunblaðið/Kristinn Ekkert gefið eftir á æfingu hjá landsliðinu í handknattleik. Einar Örn Jónsson er hér búinn að stöðva Róbert Gunnarsson. DAGUR Sigurðsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik, reiknar með hörkuleikjum gegn Pólverjum um helgina en fyrsti leikur þjóðanna af þremur verður í Kaplakrika í kvöld. Dag- ur hafði vistaskipti í sumar. Hann yfirgaf Japan og hélt til Austurríkis þar sem hann þjálf- ar og leikur með Bregenz, einu af toppliðunum í austurrísku deildinni. Guðmundur Hilmarsson skrifar Þrír lærisveinar Bogdans með Pólverjum Bogdan Kowalczyck Bogdan heiðurs- gestur „Ætlum ekkert að spara okkur“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.