Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 47
VESTURLAND varð hlut-
skarpast í keppni á milli
landsfjórðunga í Orkuþraut-
inni, sem var að ljúka.
Keppnin fór fram í sjón-
varpsþættinum Orkuboltinn
sem sýndur hefur verið í
Ríkissjónvarpinu síðustu
vikur. Hildur Vala Bald-
ursdóttir, 11 ára, og Eyþór
Björn Arnórsson, 11 ára,
sem kepptu fyrir hönd Vest-
urlands, stóðu uppi sem sig-
urvegarar eftir harða, en
drengilega keppni.
Fjögur lið tóku þátt í
keppninni og voru tvö börn
í hverju liði. Börnin þurftu
að leysa af hendi ýmsar
þrautir og þau tóku á öllu
sínu til að ná sem bestum
árangri, segir í frétta-
tilkynningu.
Sigurvegarar í orkuþrautinni
Hundar í miðbæ Reykjavíkur,
Keflavíkur og Akureyar. Hunda-
ræktarfélags Íslands hefur skipulagt
árlega göngu hunda og manna niður
Laugaveg í Reykjavík, laugardaginn
1. nóvember. Gengið verður frá
Hlemmi að Ráðhúsinu í Reykjavík og
verður lagt af stað frá Hlemmi kl.
13.30. Unglingadeild HRFÍ mun leiða
gönguna auk þess sem hljóðfæraleik-
arar leika.
Suðurnesingar og Akureyringar
hefja sína göngu á sama tíma. Svæða-
félagið á Akureyri hefur göngu sína
við Umferðarmiðstöðina í Hafn-
arstræti. Í Keflavík verður lagt af
stað frá pósthúsinu.
Að öllu jöfnu er bannað að vera með
hunda á Laugaveginum, en Hunda-
ræktarfélag Íslands hefur fengið leyfi
til göngunnar hjá yfirvöldum og þró-
unarfélagi miðborgarinnar, segir í
fréttatilkynningu.
Stofnfundur eigenda og rækt-
endafélags landnámshænsna
verður haldinn í Bændahöllinni við
Hagatorg á morgun, laugardaginn 1.
nóvember kl. 14. Félagið er stofnað til
að halda utanum stofn landnáms-
hænsna á Íslandi og vera eigendum
og ræktendum hvatning til að við-
halda erfðaeiginleikum þessara sér-
stöku hænsna, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Langur laugardagur verður á
Laugavegi og nágrenni á morgun,
laugardaginn. M.a. mun brassband
og slagverkssveit spila fyrir gesti og
gangandi og hundaræktarfélagið
mun ganga með hunda sína niður
Laugaveginn kl. 13.30. 159 verslanir
eru á Laugaveginum og verða þær
opnar frá kl. 10–17, boðið verður upp
á ýmis tilboð. Frítt er í bílastæðahús
allan daginn og í stöðumæla eftir
kl.13.
Stofnfundur Samtaka foreldra og
aðstandenda samkynhneigðra
(FAS) verður á morgun, laugardag-
inn 1. nóvember í safnaðarheimili
Grensáskirkju í Reykjavík og hefst
kl. 15. Hópurinn sem á frumkvæðið
að því að stofna þessi nýju samtök
hefur starfað frá árinu 2000. Fundir
eru haldnir tvisvar í mánuði yfir vetr-
armánuðina og fundað í félagsmið-
stöð Samtakanna 7́8, Laugavegi 3.
Markmið með stofnun samtakanna er
m.a. að hittast og deila reynslu og efla
umræðu um samkynhneigð í sam-
félaginu.
Páll Óskar og Monika Abendroth
hörpuleikari flytja tónlist. Erindi
halda: Sigfinnur Þorleifsson, Brynja
Jónsdóttir og Sigríður Birna Vals-
dóttir. Boðið verður upp á léttar veit-
ingar. Fundurinn er opinn öllu
áhugafólki um málefnið.
Fræðsludagur fyrir aðstandendur
barna með sérþarfir verður á morg-
un, 1. nóvember. FFA-fræðsla fyrir
fatlaða og aðstandendur standa fyrir
kynningu á ýmsum úrræðum fyrir
foreldra barna 0–6 ára með sérþarfir.
Meðal þess sem kynnt verður er
starfsemi Greiningarstöðvar, barna-
spítala, svæðisskrifstofa, trygg-
ingastofnunar, leikskóla, auk sér-
tækra þjónustustofnana eins og
Æfingarstöðvar Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra og dagheimilisins
Lyngáss. Aðgangur er ókeypis og
verður kynningin á Grand hótel
Reykjavík, Gullteig kl. 9.
Íslenskir tónlistardagar hefjast í
Hagkaupum á morgun, laugardag,
og standa út nóvembermánuð. Af því
tilefni verða allir íslenskir geisla-
diskar seldir án virðisaukaskatts.
Á meðan íslenskir tónlistardagar
standa, verða tónlistaruppákomur á
föstudögum, laugardögum og sunnu-
dögum. Ýmist í Hagkaupum Smára-
lind, Kringlunni, Skeifunni eða á Ak-
ureyri. Þar munu listamenn skemmta
og árita diska sína. Einnig verður
gefið út tímaritið NÚ.
Tónlistardögunum lýkur með tón-
leikum í Hagkaupum í Smáralind 30.
nóvember nk.
Námskeið og fyrirlestrar um orku-
heilun. Orkuheilarinn Karina Becker
kennari hjá Barbara Brennan School
of Healing mun halda námskeið og
fyrirlestra um orkuheilun á Heilsu-
setri Þórgunnu, Skipholti 50c, 4. hæð.
Námskeiðin verða haldin: 1. og 2.
nóvember kl. 10–17, 5. nóvember kl.
9.30–16.30 og 8. og 9. nóvember kl.
10–17.
Á námskeiðinu verður m.a. kennt að
tengja á milli ástands orkulíkama
þíns og efnislíkama, tilfinninga, hugar
og andlegrar heilsu, segir í frétta-
tilkynningu.
Basar Barðstrendinga
Kvennadeild Barðstrendingafélags-
ins verður með árlegan basar og
kaffisölu í Breiðfirðingabúð, Faxafeni
14. Á basarnum verður ýmiskonar
handavinna, heimabakaðar kökur og
margt fleira. Einnig verður happ-
drætti og er eingöngu dregið úr seld-
um miðum. Ágóðinn rennur til styrkt-
ar öldruðum úr sýslunni og til
líknarmála, segir í fréttatilkynningu.
Basar og kaffisala í Sunnuhlíð
Haust- og jólabasar Dagdvalar
Sunnuhlíðar, Kópavogsbrautar 1c
verður á morgun. Einnig verður
kaffisala í matsal þjónustukjarna til
styrktar Dagdvölinni. Á basarnum
verða til sölu t.d. ýmsir munir til jóla-
gjafa, heimabakaðar kökur og lukku-
pakkar.
Markmið Dagdvalar er að vera stuðn-
ingur við aldraða sem búa heima og
veita þeim ýmsa aðstoð og þjónustu.
Á MORGUN
Athafnakonur – sýning og ráð-
stefna í Þorlákshöfn. Kvenna-
sjóður, Kvenréttindafélag Íslands,
Kvenfélagasamband Íslands og at-
vinnu- og jafnréttisráðgjafar
Byggðastofnunar standa saman að
kynningu á fyrirtækjum sem eru
rekin af konum. Verkefnið gengur
undir nafninu Athafnakonur.
Næsta sýning verður í ráðhúsinu í
Þorlákshöfn í dag, 31. október, og á
morgun 1. nóvember. Sýningin er
opin kl. 16–16 í dag, föstudag, og kl.
13–18 á morgun, laugardag. Þann
sama dag verður konum boðið upp
á örnámskeið sem byggist á hag-
nýti þekkingu tengdri fyrirtækja-
rekstri og mun það standa frá kl.
10–12, þátttakendum að kostn-
aðarlausu. Ráðstefnan Konur og
landgæði verður kl. 13–15.30. Með-
al fyrirlesara eru Anna Margrét
Stefánsdóttir frá Lifandi landbún-
aði, Róbert Jónsson frá At-
vinnuþróunarsjóði Suðurlands,
Rannveig Anna Jónsdóttir menn-
ingarfræðingur og Drífa Hjart-
ardóttir alþingismaður. Ólafur
Ragnarsson bæjarstjóri sveitarfé-
lagsins Ölfuss flytur ávarp.
Fyrirlestur um Aloe Vera verður í
dag, 31. október kl. 20 á Nordica
Hótel við Suðurlandsbraut. Fyr-
irlestur heldur Peter Atherton
læknir. Hann mun kynna notk-
unarmöguleika jurtarinnar, bæði
fyrir heilbrigðisstéttum sem og al-
menningi. Aðgangseyrir er 700 kr.
og verða miðar seldir við inngang-
inn.
Peter Atherton stýrir Tyringham
Clinic sem er stærsta náttúrulækn-
ingamiðstöð Evrópu, segir í frétta-
tilkynningu.
Í DAG
Í GÆR víxluðust myndir af Magnúsi
Árna Skúlasyni og Magnúsi Árna
Magnússyni í viðskiptablaði Morgun-
blaðsins. Eru upplýsingar um þá því
birtar hér aftur með mynd. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Magnús Árni Skúlason hagfræð-
ingur hefur verið ráðinn forstöðumað-
ur Rannsóknar-
seturs í hús-
næðismálum á
Bifröst frá 1. nóv-
ember 2003.
Magnús Árni er
útskrifaður með
MSc-gráðu í hag-
fræði frá Háskóla
Íslands árið 1996
og MBA-gráðu frá University of
Cambridge árið 2001. Sl. tvö ár hefur
hann starfað sem framkvæmdastjóri
Leikfélags Reykjavíkur, auk þess að
vera stundakennari við Viðskiptahá-
skólann á Bifröst og fleiri háskóla á
Íslandi. Magnús Árni mun sinna
kennslu við Viðskiptaháskólann sam-
hliða starfi forstöðumanns.
Magnús Árni Magnússon, MA,
M.Phil., hefur hlotið framgang í stöðu
dósents við við-
skiptadeild.
Magnús lauk BA-
prófi í heimspeki
frá Háskóla Ís-
lands 1997, MA-
prófi í hagfræði
frá University of
San Francisco
1998 og M.Phil.-
prófi í Evrópufræði frá University of
Cambridge haustið 2000. Magnús
hefur starfað við Viðskiptaháskólann
á Bifröst frá árinu 2000. Hann gegnir
að auki starfi aðstoðarrektors og
deildarforseta viðskiptadeildar.
LEIÐRÉTT
LÝÐRÆÐIS- og jafnréttis-
nefnd Hafnarfjarðar hefur sent
frá sér ályktun um vændisfrum-
varpið svokallaða sem er nú til
umræðu á Alþingi. Frumvarpið
felur í sér breytingu á hegning-
arlögum þess efnis að sá sem
kaupir vændi er sekur en ekki sá
sem selur eða er seldur af þriðja
aðila. Meirihluti nefndarinnar
fagnar frumvarpinu og telur að
það muni leiða til þarfrar um-
ræðu í þjóðfélaginu um kynlífs-
iðnað og afleiðingar hans.
Fagna frum-
varpi um vændi
FJÖLFÖLDUN Hljóðbókagerðar
Blindrafélagsins hefur nú verið sam-
einuð Blindravinnustofunni ehf.
Blindravinnustofan var stofnuð árið
1941 og er hún að fullu í eigu
Blindrafélagsins. Frá stofnun hefur
hún verið ómissandi hlekkur í at-
vinnumálum blindra og sjónskertra.
Markmiðið með starfrækslu hennar
er að veita blindum og sjónskertum
atvinnu, þjálfun og endurhæfingu til
annarra starfa. Starfsmenn eru 25,
þar af 19 blindir eða alvarlega sjón-
skertir.
Starfsemi Fjölföldunar verður
óbreytt, en hún hefur verið starf-
rækt frá árinu 1977 og annast nú öll
helstu fjölföldunarverkefni á geisla-
diska jafnt sem snældur. Lögð er
áhersla á gæði, hraða og góða þjón-
ustu. Viðskiptavinir hafa verið fjöl-
margir í gegnum tíðina, einstakling-
ar, félög, fyrirtæki og stofnanir, á sl.
ári voru fjölfaldaðar 33.446 snældur
og 20.888 geisladiskar. Auk fjölföld-
unar tekur Blindravinnustofan að
sér röðun í umslög, samsetningu
hluta og pakkninga, flokkun og
pökkun hinna ýmsu vara. Hrein-
gerningavörur Blindravinnustofunn-
ar er að finna í öllum helstu versl-
unum landsins, segir í fréttatil-
kynningu.
Fjölföldun Hljóðbókagerðar
sameinuð Blindravinnustofunni
HARRY Potter og Fönixreglan er
komin út hér á landi í íslenskri
þýðingu og þegar er farið að rífa
hana út úr verslunum landsins.
Aldrei hefur verið fyrir hendi eins
stórt upplag af bók í einu lagi og
hér á myndinni sem tekin var í
gærmorgun afferma þau Olga
Oddsdóttir og Viðar Elliðason
heilan gám af bókinni en henni
var pakkað í plast hjá Plasthúðun
og pökkun ehf. áður en henni var
stillt upp í verslunum.Morgunblaðið/Kristinn
Gámafylli
af Potter