Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 41 haldið í höndina þína eins og svo oft áður og strokið þér. Við eigum 20 ára sögu saman sem byrjaði á Kleppsveginum. Seinna skrifuðumst við á og þannig sagðir þú mér að þú værir að verða blind. Ég fann svo til með þér og var svo hrædd við að skrifa þér eitthvað óviðeigandi til baka eins og „sástu“, eða nefna liti eða form sem þú sæir ekki og þá myndi þér sárna. Svona getur maður verið hræddur og vitlaus. Ég skil það í dag að það sem hefði verið særandi hefði verið það að svara ekki bréfinu. Undanfarin ár höfum við setið sam- an og rifjað upp gamla tíma og hlegið, hlustað á tónlist, sungið saman og smellt fingrum. Þrátt fyrir að þú vær- ir hætt að segja mér eitthvað þá söngstu samt oft með mér. Þú varst svo yndisleg, brosmild, einlæg, góð og svo falleg. Með svo fal- leg augu og þessi löngu augnhár, þú hefðir sko „deplað þig“ inn í hjörtu ófárra manna. Ég bað Guð um að taka vel á móti þér og halda utan um fjölskyldu þína, hann sagði að ég þyrfti ekki einu sinni að biðja um það en ég vildi bara vera viss. Ég á eftir að sakna þín. Þín vinkona Hrefna Díana. Fyrir rúmum 15 árum sat falleg 10 ára stúlka með bangsann sinn fyrir utan BSÍ, kvaddi mömmu sína með trega og ætlaði í viku sumarleyfi á Úlfljótsvatn með mér, ókunnugri manneskju. Ásta Margrét var að stíga sín fyrstu spor með aðstoðar- konu og ég hafði ekki hugsað mikið út í erfiðleikana sem biðu þessarar stúlku, kannski var það líka gott að geta notið augnabliksins. Ég vissi ekki þá hvað þessi litla stúlka ætti eft- ir að hafa mikil áhrif á líf mitt, þar á meðal val mitt á menntun og starfi. En svona var Ásta Margrét, hún hafði áhrif á alla sem kynntust henni. Vikan á Úlfljótsvatni var skemmtileg eins og allar okkar samverustundir síðar. Það var ekki flókið að kynnast Ástu Margréti, hún var ljúf og skemmtileg stelpa, alveg framúrskarandi vel upp alin og kurteis. Síðar gerðist ég liðs- maður Ástu Margrétar. Hún gerði ekki miklar kröfur og kannski voru okkar ánægjulegustu stundir þegar við bökuðum saman eins og við gerð- um oft. Stundum urðu kökurnar okk- ar alveg hræðilega ljótar og jafnvel vondar. Ástu Margréti fannst það aldrei, fannst þær bæði mjög flottar og ljúffengar. Þetta einkenndi viðhorf hennar til allra hluta, að gera alltaf það besta úr þeim. Meðan kakan var að bakast lágum við oft uppi í sófa og lásum, oft einhverjar sígildar barna- sögur á meðan við fléttuðum hvor aðra, stundum urðum við þó að gera hlé á lestrinum vegna táraflóðsins. Ásta Margrét hafði líka mikla ánægju af að fara í bíó þótt sjón hennar væri léleg og hún yrði að sætta sig við mína lýsingu á Michel Jackson. Að Ásta Margrét væri með hræði- legan sjúkdóm sem myndi ekki gera henni kleift að lifa nema fram á þrí- tugsaldurinn var óralangt í burtu. Ásta Margrét hafði líka svo margar hugmyndir um framtíðina, allt sem hún ætlaði að gera og verða þegar hún yrði stór. Það var ósjaldan sem við ræddum framtíðardraumana okk- ar. Á unglingsárunum gerði Ásta Margrét sér grein fyrir því að líkleg- ast gæti hún aldrei tekið bílpróf. Hún hafði auðvitað lausn á því eins og öll- um öðrum hlutum, bara að eignast mann sem gæti keyrt hana. Ásta Margrét var hrifin af börnum og ætlaði að eignast nokkur sjálf. Jafnvel gera það að atvinnu sinni, að hugsa um börn þegar hún yrði stór, en að sjálfsögðu með aðstoðarkonu sem hefði almennilega sjón. Þegar ég átti mitt fyrsta barn, var glöð og spennt stúlka sem heimsótti mig á fæðingardeildina, stolt af fína sæng- urverasettinu sem hún hafði saumað alveg sjálf af mikilli snilld handa Jóni Reyni og tilbúin til að aðstoða mig með litla krílið. Sama sagan var þegar Úlfhildur og Ingibjörg fæddust en Ásta Margrét eignaðist pláss í hjört- um þeirra eins og allra annarra sem kynntust henni. Ásta Margrét sá það góða í öllum og tók þeim hremmingum sem urðu á vegi hennar með mikilli stillingu og hafði yfirleitt lausnina á reiðum hönd- um. Mér fannst lengi vel að Ásta Mar- grét myndi brjóta blað í sögunni og líf hennar færi á annan veg. Hún var bara þannig, lífsvilji hennar var engu líkur. Hún gafst ekki upp. Lífið er ósanngjarnt þegar lítil stúlka og fjöl- skylda hennar eru látin ganga í gegn- um slíkar hremmingar en æðruleysi hennar og móður hennar gerir okkur öll sem hafa verið svo lánsöm að kynnast Ástu Margréti og fjölskyldu hennar reynslunni ríkari. Elsku Björg og fjölskylda, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur á erfiðri stund. Minning um einstaka stúlku mun lifa áfram. María. Mig langar með nokkrum svip- myndum að minnast Ástu Margrétar, sem í mörg ár var nemandi minn og ég síðan heimsótti í Stigahlíðina allt fram undir andlát hennar. Það voru komin börn frá félagsmið- stöðinni Árseli í heimsókn í Blindra- deild Álftamýrarskóla, en þar var ég þá kennari og kenndi þar m.a. bróður hennar Kjartani. Eitt þessara barna var Ásta Margrét. Ég man vel eftir þessari litlu, fallegu 8 ára telpu, sem horfði með athygli á börnin í deild- inni, mismunandi fötluð, að störfum og ekki hvað síst á bróður sinn. Ég man, hvað ég óskaði þess heitt að hún ætti nú ekki eftir að greinast með þann alvarlega sjúkdóm sem hann bar, en ekki löngu síðar kom reiðar- slagið, hún hafði greinst með Spiel Meyer Vogt-sjúkdóminn og hóf nú nám í Álftamýrarskólanum. Hún sett- ist þar í bekk með jafnöldrum sínum en átti þó strax athvarf í Blindradeild- inni. Og svo fór sjónin að daprast og Ásta færðist meira og meira inn í deildina og fjarlægðist um leið bekk- inn sinn. Hún var tilbúin að læra á blindraletri, þó hún ætti þá auðvelt með að lesa, reikna og skrifa á venju- legu letri, en með þverrandi heilsu fór allt að ganga hægar og ver, þá brut- ust eðlilega út miklar vangaveltur hjá henni um sjúkdóminn, sem hún barð- ist alltaf með alefli á móti. Hún gat enn gert svo margt, með hjálp sjón- arinnar, hvers vegna þá að læra þetta hundleiðinlega blindraletur, hvers vegna þurfti hún að hafa með sér fylgdarmann til að komast yfir götu o.s.frv. Já, hvers vegna alla þessa af- skiptasemi? en með mikilli þolinmæði og gagnkvæmu trausti tókst jafnan að finna leiðir út úr sérhverjum vanda. Það var í ágúst árið 1990 að systk- inin Ásta og Kjartan dvöldu ásamt mér og Helgu Hjörleifsdóttur í sum- arbústað við Þingvallavatn í 10 daga í boði Kiwanisklúbbsins Vífils. Veðrið var dásamlegt allan tímann og við nutum öll dvalarinnar og þarna myndaðist tengsl og vinátta milli okk- ar Ástu, sem síðan átti stöðugt eftir að styrkjast. Haustið 1991 hóf svo Ásta nám í Öskjuhlíðarskóla og á sama tíma hóf ég kennslu þar, þá voru þar reyndar við nám fjórir blindir nemendur. Ásta kynntist þar ótal fötluðum nemend- um og kennurum þeirra og virtist hún njóta þess að kynnast öllu því fólki og deila náms- og félagslega kjörum með því. Hún hafði sérstakt yndi af músík og söng mjög vel. Síðustu ár ævi sinn- ar átti Ásta heimili að Stigahlíð 71 og bjó hún þar ásamt 4 blindum eða sjón- skertum einstaklingum, en fór í dag- vist í Bjarkarás í allmörg ár og var víðar á meðan heilsan leyfði. Það var ábyggilega mikið átak fyrir Ástu til að byrja með að flytja að heiman, en með tímanum sætti hún sig vel við það og þar naut hún svo sannarlega mikillar ástúðar og um- hyggju allra þeirra sem þar störfuðu þar til yfir lauk. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Björg, Freysteins og Þórðar, sem og til Magnúsar föður Ástu og annarra aðstandenda. Það var lærdómsríkt að fá að kynn- ast Ástu og vinna með henni og ég kem frá þeim kynnum ríkari en áður. Þorbjörn Bjarnason. ✝ Jóhann GunnarFriðriksson fæddist á Látrum í Aðalvík 10. maí 1912. Hann lést á sjúkrahúsi Kefla- víkur 23. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þórunn María Þor- bergsdóttir, f. 16. september 1884, d. 9. mars 1975, og Friðrik Finnboga- son, f. 23. nóvember 1879, d. 29. október 1969. Systkini Jó- hanns voru sautján. Á lífi eru Þorsteinn, f. 6. júlí 1906, Hall- dór, f. 6. maí 1918, Bjarni, f. 28. desember 1920, Dóróthea, f. 15. björgu Guðnadóttur, f. 3. júlí 1943, þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn. 2) Einar Jóhannsson, f. 12. janúar 1939, kvæntur Hjör- dísi Brynleifsdóttur, f. 12. júní 1944, þau eiga þrjú börn og fjög- ur barnabörn. 3) Guðlaug, f. 15. nóvember 1944, gift Ómari Steindórssyni, f. 20. mars 1942, þau eiga þrjár dætur og sex barnabörn. 4) Þórunn María, f. 23. febrúar 1946, gift Eiríki Han- sen, f. 30. maí 1942, þau eiga þrjá syni. Jóhann ólst upp á Látrum í Aðalvík. Ungur að árum fór hann til sjós en síðar flutti hann suður, fyrst til Hafna og síðar til Keflavíkur. Árið 1947 keypti Jó- hann vörubíl og starfaði sjálf- stætt í mörg ár við vörubílaakst- ur. Síðustu 30 starfsárin vann hann sem vélstjóri hjá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli. Útför Jóhanns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. desember 1921, Þor- bergur, f. 18. októ- bert 1923 og Guð- munda, f. 5. janúar 1925. Hinn 9. maí 1942 kvæntist Jóhann eft- irlifandi eiginkonu sinni Guðríði Guð- mundsdóttur, f. 27. apríl 1921, frá Vest- urhúsi í Höfnum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, f. 6. apríl 1897, d. 8. janúar 1974, og Guðlaug Jónsdóttir, f. 2. desember 1901, d. 23. janúar 1985. Börn Jóhanns og Guðríðar eru: 1) Sverrir, f. 12. janúar 1939, kvæntur Ingi- Jói bróðir var níundi í röð 17 systkina, barna Þórunnar og Frið- riks á Látrum í Aðalvík. Aldursmun- ur milli elsta og yngsta barns var 24 ár og við fjögur þau yngstu, fædd eftir 1920 nutum ekki samvista við þau elstu, eins og títt er í minni fjöl- skyldu, því þau fóru fljótt að vinna fyrir sér og komu í heimsókn öðru hvoru. Sum þeirra voru búin að stofna heimili þegar við vorum innan við fermingu. Á svona stóru heimili var oft gam- an og stundum 10–12 manns á sumr- in og var þá tilbreyting að fá svona andblæ að sunnan þegar bræður okkar Jóhann og Halldór komu með útvarpstæki og hægt var að hlusta á danslög í hálftíma á laugardögum, auk alls annars, framhaldssögur, barnatíma, messur o.s.frv. En það mátti ekki nota það að óþörfu, því það gekk fyrir batteríum, sem þurfti að hlaða hálfsmánaðarlega og langt að fara til Hesteyrar, yfir fjallveg. Þegar fólk fór að flytjast burt af annesjum á Íslandi í stríðinu og eftir það, var Jóhann búinn að stofna heimili með konu sinni Guðríði Guð- mundsdóttur í Keflavík þá gerðust þau umboðsmenn þeirra sem voru að flytja og heimili þeirra stóð opið til lengri og skemmri tíma og minnir þetta svolítið á, þegar Íslendingar voru að flytja til Kanada á seinni hluta 19. aldar. Atvinna var þá mikil í Keflavík og tókst að útvega fólki vinnu þar. Jói var sá bróðir sem oftast kom heim milli vertíða og lék við okkur og kom með gjafir og alltaf hlökkuðum við mikið til þegar von var á honum. En ég undirrituð man best eftir þegar hann fór með mig á spítalann á Ísafirði, þegar ég fékk mænuveiki tíu ára gömul 1935. Þá fór hann seinna með mig suður í Reykjavík að fá fyrsta stuðningsbolinn minn. Hann var mín stoð og stytta í þessu og mun ég aldrei gleyma því. Þegar Gugga og Jói voru búin að koma upp börnunum sínum, fóru þau að ferðast um heiminn með „Eddu- klúbbnum“ og juku við þekkingu sína, og höfðu mikla ánægju af, og gerðu það meðan heilsan leyfði. Það hefur verið okkur mikils virði að eiga þennan ágæta bróður, sem var heiðarlegur og öðrum góð fyr- irmynd og við vitum, að það mælum við fyrir hönd hans stóru fjölskyldu. Við vitum að hann hefur átt góða heimkomu. Blessuð sé minning hans. Guðmunda og Þorbergur. Við eigum margar góðar minning- ar um Jóa afa. Hann var frá Látrum í Aðalvík og var stoltur af uppruna sínum og heimaslóðum. Hann þreyttist aldrei á að segja okkur sög- ur frá því hann var lítill og okkur fannst ótrúlegt að það hefði verið hægt að búa við svo kröpp kjör enda var systkinahópurinn stór, alls 17 börn. Afi hafði létta lund, góðan húmor og það var alltaf gott að koma í heim- sókn til hans. Okkur eru sérstaklega minnis- stæðir bíltúrarnir með afa út í Hafn- ir þar sem við lékum okkur í fjör- unni. Þá var mest spennandi að finna pétursskip og krullaðan trjábörk sem við brenndum þegar við komum heim en hann minnti okkur helst á reykelsi, því lyktin var svo góð. Afi hafði misst annan litla fingur þegar hann var ungur og sagði okkur oft sögur frá því þegar fingurinn datt í sjóinn. Þegar afi kom í heimsókn urðum við alltaf að sýna vinkonum okkar að það vantaði einn fingur á afa, því við vorkenndum honum mjög mikið að hafa aðeins níu fingur. Við upplifðum þetta upp á nýtt þegar við eignuðumst sjálfar börn en þeim fannst alveg jafn ótrúlegt og okkur að afi skyldi aðeins hafa níu fingur. Afi hafði gaman af því að spila og þegar við vorum yngri sátum við oft með afa og spiluðum. Eftir því sem árin liðu tóku langafabörnin við af barnabörnunum við spilamennsk- una. Hann var alveg einstaklega þol- inmóður og hafði gaman af því að leyfa okkur að greiða á sér hárið. Við máttum gera næstum hvað sem var við hárið á honum, setja teygjur, flétta eða túbera. Afi var alltaf svo barngóður og hafði gaman af því að fá langafabörnin í heimsókn og var mjög stoltur af þeim. Þó svo að stundum væri hamagangur í litlu börnunum þegar þau komu í heim- sókn var afi samt alltaf jafn ánægður og stoltur af langafabörnunum sín- um. Það voru forréttindi að eiga svona góðan afa og minningarnar um þig munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Agnes, Fanney, Íris og fjölskyldur. Við systkinin viljum minnast hans Jóa afa okkar á Hóló. Þegar við hugsum til baka og minnumst okkar stunda með honum eru þær allar ólíkar en gleðilegar. Afi var alltaf hress og skemmtilegur og stutt í stríðnina hjá honum. Það er margt sem kemur upp í hugann og við höf- um alla ævi heyrt sögur af því sem hann afi tók upp á. Alveg fram á það síðasta var hann fyrst og fremst til í að djóka. En það sem var þó mik- ilvægast við hann afa okkar var hvað hann var hlýr og góður karl. Það voru allir alltaf velkomnir inn á heimili þeirra ömmu Guggu. Hann var mjög gjafmildur og handlaginn og það sést vel í því að hann bjó til prjónastokk fyrir allar konur í fjöl- skyldunni. Hann skar stokkinn út og merkti hann með nafni hverrar konu í höfðaletri. Afi var fróður um marga hluti og við systkinin höfum öll farið með honum í fjöruferðir. Þar vorum við frædd um alls kyns hluti, steinum lyft og ýmislegt rannsakað. En flest- ar okkar minningar eru frá Hóla- braut 2. Þar hittist fjölskyldan jafn- an á hátíðisdögum og á háaloftinu var sérheimur afa og ömmu sem breyttist þá í ævintýraland barna. Minningarnar eru margar og góð- ar. Afi lifði löngu og viðburðaríku lífi, hann kom víða við og var hamingju- samur með henni ömmu okkar. Það gerir þá staðreynd að hann sé farinn á annan stað ekki eins sára. Atli Már, Brynleifur Örn og Sandra Sif. Elsku afi. Nú þegar við kveðjum þig streyma fram í huga okkar minn- ingar um samveru okkar með þér. Þegar við vorum litlir strákar varst þú alltaf tilbúinn að fara með okkur í bíltúr og þá fórst þú oft með okkur suður í Hafnir. Það var farið niður í fjöru til að skoða fuglalífið. Þú hafðir svo gaman af því að segja okkur sög- ur og margar þeirra voru frá þeim tíma þegar þú varst lítill drengur í Aðalvík. Alltaf var gott að koma á Hólabraut 2 og fá að njóta samvista við ykkur ömmu. Elsku afi. Þú varst búinn að eiga gott líf með ömmu og varst sáttur við að kveðja þennan heim. Elsku afi. Við eigum eftir að sakna þín. Við vitum að þér líður vel hjá Guði. Elsku amma, guð styrki þig í sorginni. Jóhann, Jörgen og Eiríkur. Þegar mér var tilkynnt að Jói mágur væri dáinn var þakklæti það fyrsta sem kom mér í hug. Þakkir fyrir það að hafa verið samferða hon- um allt mitt líf. Hann var jú kvæntur systur minni Guggu og átti tvö yndislega rauð- hærða fjögurra ára stráka þegar ég fæddist, þá Einar og Sverri. Síðan eignast þau hjónin Gullý og Þórunni. Alla tíð hefur samband okkar verið mjög náið og hafa þau verið mér sem systkini. Heimili Guggu og Jóa hefur alltaf staðið mér opið og hefur mér og minni fjölskyldu ætíð verið tekið þar opnum örmum. Mínar fyrstu minningar um Jóa eru þegar hann ásamt Guggu og börnunum kom í heimsókn til okkar í Vesturhúsin í Höfnum, en þá var ég þriggja ára og man ég að þegar þau voru að fara fór ég að gráta því ég vildi fara með þeim. Reyndar fór ég síðar margar skemmtilegar ferðir með Jóa og fjöl- skyldu í vörubílnum hans Jóa en hann var með „boddýi“. Þegar kom að því að mamma og pabbi, ég og Ráða systir fluttum úr Höfnunum til Keflavíkur opnuðu þau Gugga og Jói heimili sitt fyrir okkur þrátt fyrir mikil þrengsli sem þá voru á Heið- arveginum. Þaðan á ég góðar minn- ingar. En skemmtilegast þótti mér þegar fjölskyldan flutti til okkar á Hafn- argötuna meðan verið var að byggja Hólabraut 2, en þangað fluttu þau svo og bjuggju þar alla sína tíð. Það verða öðruvísi jól nú í ár. Ég man ekki eftir þeim jólum sem við höfum ekki átt saman. Mamma og pabbi héldu vel utan um hópinn sinn og var fastur liður í jólahaldinu að fara á Hólabrautina til Guggu og Jóa, en þar hittust fjölskyldur okkar systranna og var þar alltaf mikið fjör. Í seinni tíð höfum við hist hjá Ráðu og Henna og á heimili okkar Jóns og var þá mikið spjallað og tek- ið í spil okkur öllum til ánægju og ekki síst yngri kynslóðinni. Ég vil að lokum þakka Jóa fyrir samfylgdina og tryggð hans og vin- áttu við mig og mína fjölskyldu. Elsku Gugga, Einar, Sverrir, Gullý, Þórunn og fjölskyldur, við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Magnúsína og fjölskylda. JÓHANN GUNNAR FRIÐRIKSSON  Fleiri minningargreinar um Ástu Margréti Magnúsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.